Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 57
✝ Sigríður LovísaBergmann fædd-
ist í Reykjavík 25.
október 1928. Hún
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 20.
febrúar. Sigríður var
dóttir hjónanna Þor-
valds V. Jacobsen
skipstjóra, f. 8.9.
1896 á Eskifirði, d.
16.3.1970 og Dagmar
Guðnadóttur Jacob-
sen, f. 5.7.1899 í
Reykjavík, d.
7.8.1986. Bróðir Sig-
ríðar er Egill Ágúst
Jacobsen yfirlæknir, f. 19.8.1933.
Sigríður giftist 16. apríl 1949
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Sverri Bergmann útvarpsvirkja-
meistara, f. 3.12.1920, frá Hellis-
sandi. Foreldrar hans voru Daníel
Þ. Bergmann kaupmaður og
hreppstjóri, f. 11.7.1878, d.
18.2.1935, og Sigríður Jónsdóttir
Bergmann, f. 22.5.1895, d.
29.6.1985. Börn þeirra eru: 1)
Dagmar Þóra, skrifstofustjóri
heilsugæslustöðvarinnar í Grafar-
vogi, f. 3.10.1949, gift Birni Gunn-
arssyni, f. 29.1.1950,
dætur þeirra eru:
Sigríður Lovísa, f.
1973 og Þóra Björg,
f. 1977. 2) Sverrir
Egill, stórkaupmað-
ur, f. 25.12.1960,
kvæntur Margréti
Pálsdóttur, f.
1.6.1959, börn þeirra
eru: Páll, f. 1986, og
Sara Margrét, f.
1990.
Sigríður tók próf
frá Kvennaskólan-
um í Reykjavík 1946
og vann að því loknu
við skrifstofu- og verslunarstörf
en eftir giftingu helgaði hún
heimilinu og fjölskyldunni starfs-
krafta sína. Hún starfaði ötullega
að málefnum húsmæðra, hefur
setið í stjórn Húsmæðrafélags
Reykjavíkur um árabil, var
fulltrúi félagsins í Bandalagi
kvenna í Reykjavík og sat í ýms-
um nefndum á vegum þessara
félaga.
Útför Sigríðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Þakklæti er það sem er mér efst í
huga þegar kveðja skal ástkæra
tengdamóður mína, Sigríði Lovísu
Bergmann, þakklæti fyrir að hún var
til, þakklæti fyrir allt.
Það var á aðventunni fyrir rúmum
17 árum að ég hitti hana fyrst.
Myndarleg stóð hún í eldhúsinu við
jólabakstur þegar ég var kynnt fyrir
henni. Hún tók mér opnum örmum
og bauð mig velkomna og síðan þá
hef ég verið umvafin hlýju hennar og
ástúð sem var sannarlega vel útilát-
in. Dídí, eins og ég kallaði hana fram-
an af, var með svo stórt hjarta, að
elska hennar og umhyggja náði langt
út fyrir frændgarð og vinahóp og
þeir eru margir sem minnast hennar
með eftirsjá. Þegar við Deddi eign-
uðumst börnin kom enn betur í ljós
hvern bakhjarl við áttum í Dídí og
Sverri tengdaföður mínum, því þau
hafa verið óþreytandi í að létta undir
með okkur á allan hátt. Palli og Sara
Margrét hafa átt því láni að fagna að
eiga tíma með þeim sem er ómet-
anlegur. Amma, eins og hún heitir í
hugum okkar, var sko engin venju-
leg amma, hún hafði alltaf tíma til að
gleðja, hlusta, spila og spjalla og
bakaði bestu pönnukökur í heimi og
fleiri en „alvöru barnabörnin“ köll-
uðu hana ömmu Dídí. Velvild ömmu
og afa í garð okkar Dedda,
barnanna, fjölskyldu minnar og vina
okkar allra var slík að eftir var tekið.
Amma var fastheldin á gamla siði og
venjur og vildi að regla væri á hlut-
unum en samt svo ótrúlega frjálsleg
og nútímaleg í öllum samskiptum.
Það hrifust allir af því hve hún var
kát og hress og hún naut sín sjaldan
betur heldur en þegar haldnar voru
veislur og boð.
Þá var hún í essinu sínu.
Þau afi eiga góða vini sem þau
hafa átt skemmtilegar samveru-
stundir með á liðnum áratugum og
oftar en ekki var það amma sem stóð
fyrir því að fólk hittist og naut sam-
vista. Eins voru þau á undanförnum
misserum farin að taka þátt í starfi
„heldri borgara“ eins og hún kallaði
það og fóru nokkrar ferðir með þeim
innanlands.
Það eru forréttindi að fá að vera
tengdadóttir slíkrar sómakonu sem
amma var og sárt að missa hana.
Ég bið góðan Guð að leiða hana á
nýjum brautum. Takk fyrir allt.
Margrét.
Þegar ég kveð ömmu mína, hugsa
ég um allt það skemmtilega sem við
höfum gert saman. Við fórum í bíl-
túra með afa og líka stundum í sum-
arbústað á sumrin. Þá sátum við
stundum úti í góða veðrinu, og ef ís-
bíllinn kom, keypti hún nóg af ís.
Alltaf þegar mamma og pabbi fóru til
útlanda flutti hún heim til okkar
Palla og kallaði það að koma í vist.
Það var alltaf svo notalegt. Hún var
oft að hekla og leyfði mér að putta-
prjóna hjá sér. Amma var alltaf að
gera handavinnu fyrir Húsmæðra-
félagið og leyfði mér að hjálpa til á
basarnum. Ég á eftir að sakna henn-
ar rosalega mikið og líka góða mat-
arins sem hún bjó til.
Guð geymi elsku ömmu mína.
Sara Margrét.
Elsku amma Dí. Þú varst alltaf
svo góð vinkona mín. Gegnum barn-
æsku mína, unglingsár og fram að
því sem ég er í dag þá varst þú alltaf
tilbúin að hjálpa mér og leiðbeina
mér um hvað var rétt og hvað var
rangt.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín á Ránargötuna, sem barn lék ég
mér þar með henni Þóru en eftir að
ég varð eldri sat ég inni í eldhúsi með
þér, borðaði kex og mjólk og við gát-
um talað endalaust saman. Og eftir
að ég átti dóttur mína komum við
alltaf saman til þín og þá varst þú
orðin langamma Dí. Dóttur minni
fannst voðalega gaman að sitja á eld-
húsgólfinu hjá þér með peru eða
banana og leika sér með pottana
þína.
Elsku yndislega vinkona mín, þó
að aldursmunur okkar væri mikill þá
náðum við alltaf svo vel saman og ég
á alltaf eftir að minnast þín og sakna
þín. Fyrir mig hefur það verið ómet-
anlegt að hafa átt þig sem auka-
ömmu og trúnaðarvin.
Elsku Sverrir og fjölskylda, ég
votta ykkur mín dýpstu samúð.
Yndislegri manneskju er vart
hægt að finna.
Linda Camilla.
Ég veit að vorið kemur
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Hún minnti á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta, fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Og svipur hennar sýndi,
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Innilegar þakkir fyrir tryggð og
trúfasta vináttu í gegnum 60 ár.
Þínar vinkonur,
Ásta Jensdóttir og Vilborg
Guðsteinsdóttir.
Mig langar að minnast hennar
Dídíar með nokkrum orðum.
Alveg frá því að ég kynntist henni
sem lítil stelpa hefur mér þótt ákaf-
lega vænt um hana enda ekki annað
hægt vegna hlýju og elskusemi sem
bjó í hjarta hennar.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hversu mikla ást og umhyggju hún
sýndi mér þegar amma mín féll frá
fyrir fjórum árum og sagði að ég ætti
sig alltaf að og það sýndi hún mér.
Ég mun sakna þess að sjá hana
ekki aftur á Vallarbrautinni þar sem
við hittumst gjarnan yfir kaffi og
góðu spjalli.
Hún var sannkallaður sólargeisli
sem skein út frá hvar sem hún kom
við.
Ég kveð Dídí með fullt hjarta
þakklætis fyrir að hafa fengið að
þekkja svo yndislega konu sem
ávallt lét gott af sér leiða.
Elsku Sverrir, Sverrir Egill, Dag-
mar og fjölskyldur, ég og fjölskylda
mín sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi guð vera
með ykkur í sorginni.
Júlía Björgvinsdóttir.
Kveðja frá Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur
Þriðjudagurinn 20. febrúar var
mikill sorgardagur meðal félags-
kvenna, er okkur barst sú harma-
fregn, að hún Sigríður okkar Berg-
mann hefði látist þá um morguninn.
Þriðjudagurinn er vikulegur
vinnudagur hjá félagskonum í félag-
inu og vorum við því flestar saman-
komnar þennan dag.
Sigríður hafði starfað í Húsmæðra-
félaginu í yfir 40 ár og þekkti manna
best sögu þess. Oft miðlaði hún okkur
fróðleik um starfsemi félagsins frá
því fyrr á árum enda hafði Dagmar
móðir hennar verið einn af stofnend-
um þess. Sigríður var sagnabrunnur
fyrir okkur og í frásögnum hennar
skynjuðum við svo vel baráttu
kvenna á árum áður fyrir réttindum
sínum og væntingum.
En á þessum fyrstu árum félags-
ins starfaði það á annan máta en það
gerir í dag, enda tímarnir aðrir. En
hugsjónir kvennanna hafa ekki
breyst í grundvallaratriðum.
Sigríður sat í stjórn félagsins um
áratuga skeið, lengst af sem ritari og
formaður basarnefndar. Félagið
heldur basar einu sinni á ári og var
Sigríður aðaldrifkrafturinn í fram-
leiðslu basarmunanna. Hún var ótrú-
lega fersk og ötul, stöðugt að koma
með nýjungar í gerð ýmissa muna og
nösk á hvað félli í smekk eldri sem
yngri.
Ekki máttu munirnir vera eins ár
frá ári í meginatriðum. Eitthvað
nýtt, eitthvað öðruvísi varð að vera í
farvatninu. Og hún hvatti konurnar
áfram á sinn bráðskemmtilega hátt,
með glettni og gamansemi.
Sigríður var mjög greind kona og
ótrúlegur gleðigjafi. Aldrei féll henni
verk úr hendi. Það var ótrúlegt
hverju hún afkastaði og vel virk var
hún og rösk. Haft er fyrir satt að
handavinnupoki hafi verið við hvern
stól sem hún settist á.
Frá því snemma á haustin hittast
félagskonur á þriðjudögum og vinna
að handavinnu og gerð basarmuna
fram á vor. Að sjálfsögðu er þá ávallt
kaffi og meðlæti á boðstólum og ófá-
ar voru kræsingarnar sem Sigríður
kom með til að gleðja konurnar, enda
ákaflega myndarleg húsmóðir.
Það er hverju félagi auðlind að
hafa einstaklinga sem geta gefið af
sjálfum sér, Sigríður var svo sann-
arlega ein þeirra, óþreytandi að
miðla til kvennanna, ekki bara varð-
andi handverkið heldur var hún líka
hvatamaður og skipuleggjandi sum-
arferða, vorfagnaða, jólafunda og
þorrablóta. Allt fórst henni frábær-
lega vel úr hendi.
Í mörg ár var hún fulltrúi félags-
ins á þingum Bandalags kvenna í
Reykjavík. Margar góðar tillögur
sem þar voru fluttar á vegum Hús-
mæðrafélags Reykjavíkur voru upp-
runalega hugarfóstur hennar.
En við félagsksonur fundum það
svo gjörla að Sigríður stóð ekki ein.
Fjölskylda hennar stóð þétt að baki
henni og studdi hana í öll um málum
er sneru að velferð Húsmæðra-
félagsins. Sverrir eiginmaður henn-
ar hefur reynst félaginu ómetanleg
stoð og stytta. Þær voru ófáar ferð-
irnar og vinnustundirnar sem hann
hefur lagt á sig fyrir félagið okkar,
ætíð boðinn og búinn til að lagfæra
og snyrta það sem aflaga hafði farið í
félagsheimilinu á Baldursgötunni.
Við félagskonur í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur sitjum hnípnar og eig-
um erfitt að átta okkur á svo skyndi-
legu fráfalli vinkonu okkar. En
margt ber að þakka. Við þökkum
góðum Guði fyrir að hafa fengið að
njóta svo gjöfullar og ánægjulegrar
samveru með Sigríði um langa tíð og
við biðjum algóðan Guð að umlykja
vinkonu okkar um alla tíð og veita
eiginmanni hennar og fjölskyldu
styrk í sorginni.
Hafi Sigríður þökk fyrir allt, Guð
blessi minningu hennar.
SIGRÍÐUR LOVÍSA
BERGMANN
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
=
4
+
/+/
*
!
& !
, !
C53
33
$D "
.!(! 8E
0<1
* * 4
% (
,&
*
#$
#" 9
!
7
-!! . +!! / !'!
+!!'!
!
!
!* ' +
((
!
!*
!*'!
7(
!'! 5 !
' 0!0#!1
www.granit.is
4
+
*
/
*
! %
5)
33
' & . /!! ' ,$&"
!0( F0
!1
09 /!
!!( "!
/, ! 1
3'&
(
* /
&
#
*
=8>?@<>('3>8A<;;
+1