Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS RÍKISÚTVARPIÐ hefur nú í tví- gang verið með beinar útsendingar frá verðlaunaafhendingum, Golden Globe-verðlaunanna og síðan Grammy-verðlaunanna, frá Banda- ríkjunum og á hrós skilið fyrir það. Ís- lenskir þulir reyndu að skila því sem fram fór á íslensku – sem reyndar framan af voru ægilegar pælingar bandarískra sjónvarpskvenna um tísku, smekk stjarnanna og fengu sumar stjörnurnar að kyssa sjón- varpskonurnar og segja alheimi frá fatakaupum sínum. Í báðum tilvikum var Íslendingur meðal tilnefndra og létu áreiðanlega margir sig hafa það að bíða spenntir og reyna að upplifa stemmninguna. Í beinum útsending- um er sjálfsagt að hafa íslenska þuli sem tjá okkur það sem fram fer, þótt óneitanlega skemmi það fyrir þegar þeir tala ofaní hið erlenda mál, þannig að áhorfendur missa af því sem á eftir fer. Það sem vekur hinsvegar ómælda hneykslan mína er að á meðan mikill styr stendur um flutning lags í Evr- ópusöngvakeppninni í Kaupmanna- höfn, og útvarpsráð RÚV stendur vörð um íslenska tungu, svo að hún mengist ekki um alla tíð við flutning popplags á óæðri málum, er ekki að finna nokkurt samræmi í orðum og gjörðum. Ég hef nefnilega nú í tvígang orðið vitni að endursýningum fyrrnefndra verðlaunahátíða, þar sem öll útsend- ingin var endursýnd, væntanlega fyr- ir þá sem kusu að horfa ekki á beinu útsendingarnar. En þarna máttu hin- ar óæðri tungur flæða á ný yfir land- ann, rétt eins og um beinar útsend- ingar væri að ræða. Enginn var íslenski textinn, heldur var einungis spiluð upptaka af beinu útsendingun- um eins og þær fóru fram og máttu áhorfendur þannig þola þá vankanta sem óhjákvæmilega verður að þola í beinni útsendingu. Fyrir þetta metn- aðarleysi RÚV í vörslu tungunnar fór fram fleiri klukkutíma flutningur enskrar tungu, ótextaður, að vísu með innskotum þula. Óskað er eftir samanburði á áhrif- um þessa endurflutnings á íslenska tungu við flutning þriggja mínútna popplags. Þessar endurtekningar hefði auðveldlega mátt texta eins og hvert annað erlent efni. Íslenskir áhorfendur eiga betra skilið en að hrá ótextuð 5 tíma upptaka af beinni út- sendingu sé endurflutt á föstudags- kvöldi, eins og gert var 23. febrúar sl., á sama tíma og óskarsverðlaunamynd með íslenskum texta var sýnd á sam- keppnisstöð og íslenskar lesbíur kom- ust á blint stefnumót í beinni útsend- ingu á íslensku, á annarri stöð. Ég bendi að lokum RÚV á, verði framlag Íslands í Evrópusöngvakeppninni á erlendri tungu, að þeim er tæknilega mögulegt, með samvinnu textahöf- undar, að setja íslenskan texta við flutning íslenska lagsins, meira að segja í beinu útsendingunni, ef ein- ungis viljinn er fyrir hendi. ÁSA BJARNADÓTTIR, Grandavegi 41, Reykjavík. Hvar liggur metnaður RÚV? Frá Ásu Bjarnadóttur: FYRIR um það bil 60 árum flutti Benedikt Sveinsson frá Víkingavatni, faðir Bjarna Benediktssonar ráð- herra, útvarpserindi um íslensk mannanöfn. Þetta voru tillögur um nafngiftir Íslendinga. Benedikt Sveinsson var gáfaður hugsjónamað- ur og hugsuður og þess verður að til- lögur hans væru teknar til greina. Hann var af merkum þingeyskum ættum og var um skeið þingmaður Þingeyinga, var þá framsóknarmað- ur, en gerðist síðar sjálfstæðismaður. Eins og margir aldamótamenn var hann mikill ættjarðarvinur og þjóð- ernissinni sem mat íslensku þjóðina mikils. Ef þetta útvarpserindi er til annaðhvort hjá afkomendum Bene- dikts eða hjá útvarpinu þá ætti að senda afrit af því til mannanafna- nefndar, sem ætti að taka þessar til- lögur til greina. Í stórum dráttum voru þessar til- lögur eitthvað á þessa leið: Öll ætt- arnöfn skal leggja niður og allir kenna sig við föður sinn, og endingunni -son ekki sleppt aftan af föðurnafninu, t.d. Haraldsson, ekki Haralds, Pétursson, ekki Péturs. Tví- eða fleirnefni verði lögð niður og allir heiti aðeins einu nafni. Endingunni -ur verði ekki sleppt aftan af nöfnum, t.d. Erlingur, ekki Erling, Bæringur, ekki Bæring, Bernharður, ekki Bernharð. Öll bibl- íunöfn og önnur nöfn af suðrænum uppruna skal leggja niður og aðeins notuð nöfn af norrænum uppruna. Norræn nöfn sem afbakast hafa í meðförum útlendinga verði þýdd á ís- lensku og breytt samkvæmt því, t.d. Helga, ekki Olga, Elfráður, ekki Al- freð, Hróbjartur, ekki Róbert, Vil- hjálmur, ekki Vilhelm svo að dæmi séu tekin. Eðlilega er erfitt að muna nákvæm- lega hvernig Benedikt orðaði ræðu sína, hefur hann sennilega gert það meira í formi ábendinga um það hvað best færi við íslenskt beygingakerfi. MAGNÚS ÞORSTEINSSON, Vatnsnesi, Grímsnesi. Tillögur Benedikts Sveinssonar um nafngiftir Íslendinga Frá Magnúsi Þorsteinssyni: Þumalína, Pósthússtræti 13 GJAFABRJÓSTAHÖLD fyrir nætur og daga. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri KRINGLAN sími 568 6062 ÓDÝRU STÍGVÉLIN KOMIN AFTUR! 1750.- st. 28-36 1750.- st. 28-46 1000.- st. 21-30 Minn a en MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 63

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.