Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Auk-
uren, Mánafoss og
Trinket koma í dag.
Remöy fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Ár-
bakur kom og fór í
gær. Bogdan fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Enska
kl. 10 og kl. 11. Góu-
gleði verður haldin
föstud. 2. mars kl.
13.30. Þjóðlegar kaffi-
veitingar, mætum í
þjóðbúningum.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bókband, kl. 9–16.30
pennasaumur og búta-
saumur, kl. 9.45 morg-
unstund, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl. 13
opin smíðastofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 14 dans, kl.
14–17 glerskurður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Pútttímar í Íþróttahús-
inu á Varmá kl. 10–11 á
laugard. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mos. á Hlað-
hömrum á fimmtud. kl.
17–19. Jóga kl. 13.30–
14.30 á föstud. í Dval-
arheimili Hlaðhömrum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 9 fóta-
aðgerð, kl. 10 hársnyrt-
ing, kl. 11.10 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 15. bingó.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 smíðar og út-
skurður, glerskurð-
arnámskeið og leir-
munagerð, kl. 9.45
verslunarferð í Aust-
urver, kl. 13.30 boccia.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar í Bæj-
arútgerð kl. 12–11.30
Opið hús í boði Rot-
aryklúbbs Hafnar-
fjarðar og Innerwheel
kl. 14. Haustferð
FEBH 1. okt. til Prag,
Bratislava, Búdapest og
Vínar, uppl. í Hraunseli
s. 555-0142
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
handavinnustofan opn-
uð, kl. 9.30 danskennsla,
gler og postulínsmálun,
kl. 13 opin handa-
vinnustofan og klippi-
myndir, kl. 14.30 söng-
stund.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13.
Leikhópurinn Snúður
og Snælda sýnir,
„Gamlar perlur“ sem
eru þættir valdir úr
fimm gömlum, þekktum
verkum. Sýningar eru á
miðvikud. kl. 14 og
sunnudögum kl. 17, í
Ásgarði, Glæsibæ.
Miðapantanir í s. 588-
2111, 568-9082 og 551-
2203. Góugleði á vegum
FEB og Heimsferða
verður haldin föstudag-
inn 2. mars. Hátíðina
setur Ólafur Ólafsson,
formaður FEB. Glæsi-
legur matseðill. Feðg-
arnir Örn Árnason og
Árni Tryggvason
skemmta, kórsögnur,
upplestur, ferðavinn-
ingar. Veislustjóri verð-
ur Sigurður Guðmunds-
son, skemmtanastjóri
Heimsferða. Hljómsveit
Hjördísar Geirs leikur
fyrir dansi. Sala að-
göngumiða á skrifstofu
FEB. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–
16 s. 588-2111.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Í dag félags-
vist í Holtsbúð kl. 13.30.
Mánud. 5. mars kl. 15
leiðbeiningar um vísna-
gerð í Kirkjulundi,
stjórnandi Ragnar Ingi
Aðalsteinsson. Spiluð
félagsvist á Álftanesi 8.
mars kl. 19 30.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, gler-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 13.30 bókabíll, kl.
15.15 dans.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug kl. 9.30,
kl. 10.30 helgistund, frá
hádegis spilasalur og
vinnustofur opin, m.a.
glermálun, Aðstoð frá
skattstofunni verður
veitt miðvikud. 21. mars
(ath. breytt dagsetn-
ing), skráning hafin.
Ferðagleðin á Hótel
Sögu. „Kátir dagar,
kátt fólk“ sunnud. 4.
mars. Nokkrir miðar til
sölu hjá félagsstarfinu.
Allar upplýsingar í síma
575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, gler og postulín, kl.
9.30, leikfimi kl. 9.05, kl.
9.50 og kl. 10.45, kl. 13
taumálun, og klippi-
myndir, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13 brids, kl.
14 boccia, kl. 13–16
handavinnustofan opin.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14
félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið. Að-
stoð við skattaframtal
verður 12. mars kl. 9
tímapantanir í s. 568-
6960.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9.45 boccia, kl.
14 félagsvist.
Vesturgata 7. Kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 10 helgistund
í umsjón sr. Hjálmars
Jónssonar. Kór félags
eldri borgara syngur,
kl. 13 leikfimi, kl. 13
kóræfing. Frost og funi,
vetrarferð, 8. mars kl.
13 , ekið verður Blá-
fjalla- og Þrengslaveg.
Hveragerði skoðað und-
ir leiðsögn Magnúsar
Kristjánssonar. Fylgst
með vinnu bakara við
hverabakstur. Kaffi-
hlaðborð í Skíðaskál-
anum Hveradölum,
dansað. Leiðsögumaður,
Helga Jörgensen.
Skráning í s. 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
fatasaumur og morg-
unstund, kl. 10 boccia
og fótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, körfugerð,
spilað.
Gullsmárabrids. Brids í
Gullsmára kl. 13 á
mánud. og fimmtud.
Mæting og skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
ÍAK. Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11 í Digra-
neskirkju.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. S. 551-8800.
Í dag kl. 14–17: Prjónað
og saumað fyrir Rauða
krossinn. Verkefni: hlý-
ir skór, treflar og
barnateppi. Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Kl. 19.30 tafl.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Biblíulestur í
dag kl. 17 hefur Bene-
dikt Arnkelsson.
Hana-nú, Kópavogi.
Sælustund verður hjá
Tónlistarklúbbi í Gull-
smára í kvöld kl. 20.
Spiluð verður tónlist
allt frá Bach til Bjarna
Bö. og Bítlanna. Mætið
með uppáhaldsdiskinn
ykkar! Sunnud. 4. mars
verður menningarreisa
til Reykjavíkur. Farið í
heimsókn í Listasafn
Einars Jónssonar og
Listasafn Íslands,
Hafnarhúsinu. Rúta frá
Gullsmára kl. 14 en
Gjábakka kl. 14.15.
Skráning í s. 554-3400
og 564-5260 sem fyrst.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Fundur í kvöld
kl. 20. Spilað verður
bingó.
Kvenfélag Kópavogs.
Farið verður í heimsókn
til Kvenfélags Bessa-
staðahrepps 6. mars.
Lagt af stað kl. 20 frá
Hamraborg 10. Uppl. í
s. 554-0388, Ólöf.
Kvenfélagið Hrönn
heldur skemmtikvöld 2.
mars í Húnabúð, Skeif-
unni 11, kl. 20. Konur
mætið með hatta.
Húnvetningafélagið,
félagsvist í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
20. Árshátíðin verður í
Húnabúð, Skeifunni 11,
laugardaginn 3. mars
og hefst með borðhaldi
kl. 20. Miðasala í dag
kl. 17–20.
Í dag er fimmtudagur 1. mars, 60.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: En
hjálparinn, andinn heilagi, sem fað-
irinn mun senda í mínu nafni, mun
kenna yður allt og minna yður á allt
það, sem ég hef sagt yður.
(1. Kor. 15, 58.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
SIGRÚN hafði samband
við Velvakanda og langaði
að koma á framfæri upp-
skrift að góðæristertu. Það
eru 15 bollar af kvótagróða,
slatti af skattalækkun til
fyrirtækja, mikið af lyfti-
dufti (e. smekk), ½ tesk.
velferðarmál, klípa af
tekjutengingu og ómældur
hroki. Tertan er bökuð í
skuld. Passa þarf vel að hún
falli ekki vegna viðskipta-
halla.
Skreyting: Tertan er
þakin glassúr í bláum lit
með grænum röndum og
utan á henni hanga innan-
tóm loforð, húsnæðisekla,
fátækt, óborgaðir nýir bílar
og botnlausar skuldir heim-
ilanna. Á toppnum trónir
hungurvofan.
Raddir kvenna á
öldum ljósvakanna
ÉG var að horfa á þáttinn
Silfur Egils á SkjáEinum,
sunnudaginn 18. febrúar sl.
Þar voru mættir til leiks,
ásamt stjórnanda þáttarins
Agli Helgasyni, Dagur
Eggertsson, Þórlindur
Kjartansson og Margrét
Sverrisdóttir. Herramenn-
irnir töluðu og töluðu og
allt gott um það að segja.
Margrét átti greinilega erf-
itt með að komast að, en
hinir mælsku herramenn
voru ekkert á því að hleypa
henni að og stjórnandinn
gerði ekkert í málinu. Þetta
er ekki í fyrsta skipti, sem
ég verð var við svona í fjöl-
miðlum. Konur þurfa að
standa betur saman, því
töluvert vantar ennþá á
það, að litið sé á þær sem
jafnoka karla. Konur nútil-
dags eru yfirleitt vel
menntaðar og vel upplýstar
og hafa margt gott til mál-
anna að leggja.
Vonandi verður það
þannig í framtíðinni að
stjórnendur þátta leyfi
konum að komast að til
jafns við karla.
Ég vona, að í framtíðinni
heyri ég raddir kvenna
hljóma meira á öldum ljós-
vakanna.
Hallgrímur.
Bændaferðir
Í Morgunblaðinu 9. febrúar
sl. er auglýsing frá Úrval-
Útsýn, þar sem þeir aug-
lýsa bændaferðir. Mér
finnst þessi auglýsing orka
tvímælis, þar sem ég hef átt
mikil og góð samskipti við
litla ferðaskrifstofu, sem
heitir Bændaferðir. Lang-
aði mig að vekja athygli á
þessu.
Kt. 301145-3739.
Dönsku vikublöðin
MIG langar til að fá upplýs-
ingar um hvernig á því
stendur, að dönsku viku-
blöðin skuli vera orðin eld-
gömul (hálfs mán.) þegar
þau koma í búðir hér. Þar
að auki eru þau næstum
helmingi dýrari en úti.
Blöðin kosta rúmar 20
dk.en hér rúmar 400 ísl.kr.
Ekki eru fleiri en þrjár
ferðir til Kaupmannahafn-
ar á dag. Ensk og þýsk blöð
blöð koma hingað eftir 1–2
daga. Hver er ástæðan fyr-
ir þessum seinagangi?
Hólmfríður Jónsdóttir.
Bíómyndir um
borð í flugvélum
ÉG kom úr leiguflugi frá
Verona, laugardaginn 17.
febrúar sl. með Flugleið-
um. Um borð í vélinni var
boðið uppá tvær bíómyndir.
Önnur myndin var ágæt en
hin var þvílíkur viðbjóður.
Ekkert nema hryðjuverk.
Mér finnst ekki hægt að
bjóða fólki uppá slíkar sýn-
ingar, þar sem meirihluti
farþega er fjölskyldufólk.
Flugleiðir hljóta að geta
vandað val sitt betur.
Helga Jörgensen.
Flugvallarmálið
FLUGVALLARMÁLIÐ
er mál framtíðarinnar, ekki
mál dagsins. Að láta kjósa
fyrir 30 milljónir í algjöru
tilgangsleysi er gjörsam-
lega út í hött. Hvernig er
hægt að bjóða fólki uppá
þetta? Þetta er hneyksli.
Þetta er eins og að kasta
peningunum út um
gluggann. Það væri miklu
nær að nota þessa peninga í
eitthvað þarfara. Þetta er
ein hringavitleysa frá upp-
hafi til enda. Almenningur
ætti að rísa upp og mót-
mæla þessu bulli. Það þarf
að stöðva þetta fólk, sem er
ekki starfi sínu vaxið.
Kt. 310129-4619.
Tapað/fundið
Budda fannst í
Rauðavatnsskógi
BUDDA fannst í Rauða-
vatnsskógi fyrir jól. Það
gæti verið unglingur sem
væri eigandi buddunnar.
Upplýsingar í síma 557-
1161.
Dýrahald
Hvítur og svartur
högni í óskilum
HVÍTUR og svartur
ómerktur högni, ca. 5 mán-
aða, er í óskilum í Furu-
grund 6 í Kópavogi. Hann
hefur verið þar síðan mánu-
daginn 26. febrúar sl. Upp-
lýsingar í heimas. á morgn-
ana 554-2016 eða í vinnus.
554-0573 María.
Hundur í óskilum
BLENDINGUR, dökkgul-
ur með aðeins svart ofan á
rófunni, ca. 4–5 ára fannst
við Hótel Geysi, sunnudag-
inn 25. febrúar sl. Hann er
greinilega húsvanur. Upp-
lýsingar veitir Brynjar í
síma 486-8710 eða 898-
1594.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góðæristertan
Víkverji skrifar...
Á SÍÐUSTU misserum hafa fjöl-margir Íslendingar byrjað að
leggja fyrir reglulega í séreignarlíf-
eyrissjóði. Enginn vafi leikur á að
þetta er skynsamleg sparnaðarleið,
ekki síst vegna þess að vinnuveitend-
ur leggja fram viðbótarframlag ef
launamaður leggur fyrir með þessum
hætti. Með því að leggja fyrir í sér-
eignarsjóð getur launafólk því tryggt
sér 1% launahækkun. Um næstu ára-
mót verður framlag vinnuveitenda
2%.
Víkverji hefur í tvö ár lagt fyrir í
séreignarsjóð. Fyrir nokkrum dög-
um fékk hann yfirlit frá verðbréfa-
fyrirtækinu sem sér um að ávaxta
sjóðinn. Þá kom í ljós að á síðasta ári
bar sjóðurinn neikvæða vexti. Í stað
þess að fá nokkur þúsund krónur í
vexti voru nokkur þúsund krónur
bakfærðar af reikningi hans. Þetta
þóttu Víkverja slæm umskipti og
raunar dálítið óþægilegt til þess að
vita að lífeyriseign hans, sem hann
ætlar sér að nota á elliárunum, skuli
vera svona háð sveiflum í efnahags-
lífinu. Ekki er hægt að tala um að á
síðasta ári hafi verið sérstök kreppa í
efnahagslífinu. Vöxturinn var hins
vegar ekki sá sami og verið hefur og
hlutabréfamarkaðir drógust aðeins
saman. Víkverja varð hugsað til þess
hvað gerðist ef hér yrði virkilegt bak-
slag í efnahagslífinu. Hvernig færi þá
fyrir lífeyrissparnaðinum? Lærdóm-
urinn sem verðbréfafyrirtækin hljóta
að draga af þessu er sá, að þau verða
að leitast við að draga úr áhættu í
fjárfestingum og reyna að ávaxta
peningana með tryggari hætti.
x x x
VÍKVERJI keypti í vetur geisla-diskinn Eniga meniga, en á
honum syngur Olga Guðrún Árna-
dóttir lög eftir Ólaf Hauk Símonar-
son. Víkverji hlustaði talsvert á þessa
plötu þegar hún kom út á sínum tíma.
Það verður að segjast að þessi barna-
plata hefur elst einstaklega vel.
Börnin á heimilinu hrífast af lögun-
um eins og Víkverji gerði fyrir mörg-
um árum.
Það er önnur barnaplata sem hef-
ur líka elst afar vel, en það er plata
Hrekkjusvínanna, en að henni stóðu
m.a. nokkrir þeirra tónlistarmanna
sem mynduðu hljómsveitina Stuð-
menn.
x x x
FRÉTT á forsíðu Morgunblaðsinsí gær kom óþægilega við Vík-
verja. Fréttin var um að Taliban-
hreyfingin í Afganistan ætlaði sér að
eyðileggja allar fornar styttur sem
ekki tengdust íslömskum sið. Meðal
annars er um að ræða 2.000 ára
gamlar styttur frá þeim tíma þegar
Afganistan var miðstöð lærdóms og
pílagrímsferða búddhatrúarmanna.
Óstaðfestar fréttir herma að þegar
sé búið að eyðileggja eitthvað af
styttum.
Það er vitað að stjórnvöld í Afgan-
istan hafa staðið fyrir margvíslegum
mannréttindabrotum í nafni trúar-
innar. Nú virðist þessi stjórnmála-
stefna hafa tekið nýja og óvænta
stefnu. Með hreinum ólíkindum er að
mönnum skuli detta í hug að eyði-
leggja ómetanleg menningarverð-
mæti í nafni trúarinnar. Það versta
við þetta er að heimurinn virðist eiga
litla möguleika á að koma í veg fyrir
þetta slys.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 Illmælin, 8 pysjan, 9
einskær, 10 eyktamark,
11 kaka, 13 ákveð, 15
fugl, 18 úrþvættis, 21
hestur, 22 skrifa, 23
klaufdýr, 24 uppástung-
una.
LÓÐRÉTT:
2 melrakki, 3 þekkja, 4
úldna, 5 angan, 6 afkimi,
7 andvari, 12 guð, 14
skip, 15 lítilsvirt, 16 þátt-
takandi, 17 afréttur, 18
óveður, 19 lykt, 20 harm-
ur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hlíta, 4 tefja, 7 álkan, 8 nótum, 9 agn, 11 port,
13 iður, 14 efinn, 15 rugl, 17 nekt, 20 hal, 22 mögla, 23
æmtir, 14 apans, 25 tærir.
Lóðrétt: 1 hjálp, 2 ískur, 3 Anna, 4 tonn, 5 fátið, 6 aum-
ar, 10 geisa, 12 tel, 13 inn, 15 rimma, 16 gagna, 18 eitur,
19 tórir, 20 hass, 21 lært.