Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 67

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 67 Vesturgötu 2, sími 551 8900 VINIR DÓRA spila í kvöld  ASTRÓ: Tískusýning frá verslun- inni Kiss í Kringlunni föstudagskvöld. Kvöldið hefst kl. 22 með því að boðið er upp á rauðan, hvítan og gylltan vökva.  ÁLAFOSS FÖT BEZT: Ellen Krist- jánsdóttir og Kombóið leika frá kl. 22 fimmtudagskvöld. Miðaverð 500 kr. Hinir eldhressu Kjartan og Jói leika föstudags- og laugardagskvöld.  ÁRSEL: Furðufataball fyrir fatlaða verður haldið kl. 20–23 laugardags- kvöld. Þeir sem mæta í furðufötum borga 300 kr., hinir borga 400 kr. Ald- urstakmark 16 ára.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld kl. 20 til 23.30.  ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Rúnar Þór leikur og syngur föstudags- og laug- ardagskvöld.  BIFRÖST, Sauðárkróki: Á móti sól leikur á stórdansleik laugardags- kvöld.  BREIÐIN, Akranesi: Land og synir mæta á svæðið laugardagskvöld. Hús- ið opnað kl. 23.  CAFÉ 22: Dj-ar kvöldsins leika allt frá rokki í dúndrandi diskó bæði kvöldin. Tilboð á barnum föstudags- og laugardagskvöld. Breakbeat.is kvöld miðvikudagskvöld. Fram koma dj. Habit, sem m.a. er þekktur fyrir spilerí sitt á Hjartsláttarkvöldunum, dj. Addi, dj. Eldar og dj. Reynir. Leik- in verður jungle-, drum & bass- og ex- perimental-tónlist á efri hæð Café 22 fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 21–1. Aldurstakmark er 18 ár, aðgangseyrir 300 kr. en 500 kr. eftir kl. 23.  CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveit- in Spútnik verður með dúndurdans- leik föstudags- og laugardagskvöld.  CATALINA, Hamraborg: Það eru hinir eldhressu Hilmar og Pétur sem leika föstudags- og laugardagskvöld.  DÚSSA-BAR, Borgarnesi: Gleði- gjafinn Ingimar leikur á harmonikk- una frá kl. 23–3 föstudagskvöld.  FJÖRUKRÁIN: Dansleikur með hljómsveitinni KOS föstudags- og laugardagskvöld. Víkingasveitin leik- ur og syngur fyrir veislugesti. Fjaran: Jón Möller spilar rómantíska tónlist fyrir matargesti.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Buttercup leikur föstudagskvöld. Þess má geta að hljómsveitin fer senn í stúdíó til að taka upp ný lög fyrir sumarið. Sænski teknóspilarinn Joel Mull á Rými #4 laugardagskvöld. Joel Mull er vel þekktur í heimi teknó- tónlistarinnar. Hann spilar pumpandi hardhouse-tónlist í bland við fönkí teknó. Hann hefur leikið á stærstu teknóhátíðum heims og auk þess að gefa út sína eigin tónlist hjá Inside hefur Joel átt plötur hjá nokkrum virtustu plötuútgáfum teknóbransans. Aðrir sem koma fram um kvöldið eru Grétar G., dj. Kái og dj. Lux.  GRAND HÓTEL REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir.  GULLÖLDIN: Svensen og Hallfunkel leika fyrir dansi föstudags- kvöld. Sælusveitin, þeir Hermann Arason og Níels Ragnarsson, leikur laugardagskvöld.  HITT HÚSIÐ : Föstudagsbræðing- ur á Geysi Kakóbar. Það eru hljóm- sveitirnar Sofandi, Rými og Náttfari sem ætla að leika framsækið og furðu- legt rokk. Sofandi ætlar að kynna efni af nýútkominni breiðskífu sinni Ang- uma, sem verður til sölu á staðnum. Tónleikarnir byrja upp úr kl. 20. Að- gangur auðvitað ókeypis, ekkert rugl og allir 16 ára og eldri velkomnir.  INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi föstudags- kvöld.  JÓI RISI, Breiðholti: Dúettinn Blátt áfram leikur föstudags- og laug- ardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Vinir Dóra halda tónleika fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Hunang með Karl Örv- ars fremstan á sviði í diskófíling föstu- dags- og laugardagskvöld.  KLAUSTRIÐ: Opnunarpartý hár- greiðslustofunnar Fólk & fiðrildi og hefst það kl. 22 föstudagskvöld. Wake me up-partý laugardagskvöld. Tekin verða nokkur lög úr sýningunni. Hús- ið opnar kl. 22. Aldurstakmark 21 árs. Dj. Jói, dj. Heiðar Austmann og dj. Gonzalez í búrinu bæði kvöldin.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Léttir sprettir leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Stjörnu- kvöld með Borgardætrum laugar- dagskvöld. Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti. Sýningin hefst um kl. 21.30.  LEIKHÚSKJALLARINN: Fyndnir fimmtudagar með Erni Árna og Karli Ágústi fimmtudagskvöld. Austfirð- ingaball föstudagskvöld. Fram koma hljómsveitirnar Súellen og Rokk- abillybandið með Pollock-bræðrum, Einari Ágústi o.fl. Hljómsveitin Sixt- ies sér um stuðið laugardagskvöld.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu- dans verður með dansæfingu kl. 20.30–23.30 fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugardagskvöld.  MÓTEL VENUS, Borgarnesi: Hljómsveitin Undryð leikur föstu- dagskvöld.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm- sveitin Buttercup leikur fyrir dansi laugardagskvöld.  NAUST-KRÁIN: Góugleði. Matur og drykkur eins og hver vill til kl. 22 fyrir 2.500 kr föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Furstarnir ásamt söngvurunum Geir Ólafssyni og Mjöll Hólm leikur til kl. 3.  NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyr- ir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Reykjavíkurstofa – bar og koníaks- stofa: Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. Op- ið frá kl. 18.  NELLY’S CAFÉ: Dj. Le Chef í búrinu og sér um að koma dansþyrst- um í rétta gírinn föstudags- og laug- ardagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Bahoja skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  ORMURINN, Egilsstöðum: Diskó- tek um helgina.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hot ’n’ Sweet leikur um helgina en þeir eru Sigurður Dagbjartsson og Birgir J. Birgisson. Söngkonan Helga Möller syngur með þeim félögum laugardagskvöld.  RAUÐA LJÓNIÐ: Trúbadorinn Gulli Reynis sér um tónlistina föstu- dags- og laugardagskvöld.  SJALLINN, Akureyri: Bubbi Mort- hens og hljómsveitin Stríð og friður leika föstudags- og laugardagskvöld. Undanfarnar vikur hafa þeir verið í hljóðveri að taka upp efni á væntan- lega plötu þannig að á efnisskránni verður góð blanda af því gamla góða og nýju efni. Óli Palli, einræðisherra Rokklands, verður með og dj-ast eitt- hvað fram undir morgun.  SKUGGABARINN: Útsending frá Djúpu lauginni verður á Skugganum alla föstudaga fram á vor föstudags- kvöld. Allir velkomnir. Húsið opnað kl. 22. Að lokinni útsendingu verður dj. Nökkvi með öll heitustu R&B-lög- in alla nóttina en hann leikur einnig laugardagskvöld. 500 kr. inn eftir kl. 24. Aldurstakmark 22 ára.  SPOTLIGHT: Land og synir leika órafmagnað frá kl. 22.30 í tilefni bjór- dagsins fimmtudagskvöld. Dj. Cesar verður með brjálaða föstudagsstemm- ingu föstudagskvöld. Drykkur fylgir hverjum drykk til kl. 2. Limbókeppni. Skráning í keppnina er á barnum frá kl. 24 laugardagskvöld. Dj. Paul Oscar hefur umsjón með keppninni og held- ur uppi dansstemmingu fram eftir nóttu.  ÚTLAGINN, Flúðum: Diskórokk- tekið og plötusnúðurinn Skugga-Bald- ur sér um tónlistina föstudagskvöld. Reykir, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. Miðaverð 500 kr. frá miðnætti.  VIÐ ÁRBAKKANN, Blönduósi: Trúbadorarnir Halli og Kalli halda uppi fjörinu laugardagskvöld. Miða- verð 500 kr.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Tón- leikar með Guitar Islancio kl. 21 fimmtudagskvöld. Gítarsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson. Hljómsveitin Karma með Labba í broddi fylkingar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Frá A til Ö Sænski teknóspilarinn Joel Mull leikur á Rými #4 laugardags- kvöld á Gauki á Stöng. HEY! Ég var að heyra hreint geggj- aða plötu með nýrri sveit frá London sem kallar sig Sugababes. Jú, þú ert örugglega búinn að heyra smáskíf- una „Overload“, eða taka eftir mynd- bandinu þar sem þær líða framhjá þér við hvítan bakgrunn. Spice Girls? Nei, þetta eru raunverulegar vinkonur sem kynntust í barnaskóla og hafa sungið saman allt sem að kjafti (og barka) kemur síðan þá. Og haltu þér fast: Þetta eru raunveru- legar „lólítur“ – þær eru bara 15 ára! Þessi fyrsta plata þeirra í fullri lengd er auðheyranlega unnin af hljómlistarmönnum með margra ára reynslu að baki. Þetta eru lagasmiðir og útsetjarar sem eru búnir að fara í fullt af tónfræðitímum, og útskrifað- ir úr djassskólum og klassísku námi – en ástríða þeirra og virðing fyrir góðu poppi er aldrei langt undan. Þar koma 15 ára gellurnar inní spil- ið! Þessi plata er frábært kjaftshögg á allar þær froðupoppssöngsveitir sem mengað hafa öldur ljósvakans með innantómu tísti sínu. Aldrei aft- ur S Club 7! Sugababes voru ekki uppgötvaðar í djassballetskóla Báru. Þær elska að syngja saman og harmónera, og ein- faldlega löbbuðu inná skrifstofu London Records, hittu herra Lond- on og sungu fyrir hann eins og eitt En Vogue-lag án undirleiks. Samn- ingaviðræður hófust á staðnum. Svo var hóað í nokkra lítt þekkta en klára músíkanta til að semja lög og texta ásamt stelpunum, sem heita... ööö... Siobhan, Mutya og Keisha. (Þetta eru skírnarnöfnin þeirra.) Textarnir eru bara nákvæmlega um það sem 15 ára stelpur eru að spá í þessa dagana: Stráka, stráka og aftur stráka! Sem slíkir búa þeir yfir töluvert meira innsæi en sambæri- legir textar um sama málefni. Stelp- unar hafa lagt línurnar um það sem þær eru að pæla, og fullvaxnir texta- höfundar hafa dregið hugmyndir þeirra að landi. Þetta er of flott til að vera samið af 15 ára óhörðnuðum stelpuhnátum. Svo koma líka pælingar um kross- göturnar sem maður stendur á þeg- ar maður er bólugrafinn unglingur á bömmer. Bendi ég þar á eitt pott- þéttasta lag plötunnar, „Look At Me“ (ruglist ekki saman við jómfrú- arsmáskífu Geri „Fag Hag“ Halli- well). Það lag er mjög fallegt upp- gjör milli foreldris og barns, sem biður um að takinu af sér verði sleppt svo það fái óáreitt að læra af eigin mistökum. Þetta er alltaf mjög byltingarkennt augnablik fyrir alla foreldra – og unglinginn, sem líður eins og hann sé í stofufangelsi ann- ars. Kominn tími til að kveða um þetta í góðu popplagi. „Papa Don’t Preach“ var jú í gangi þegar Suga- babes voru enn á brjósti. Önnur útúrfrábær lög sem hafa rúllað endalaust í geislaspilaranum mínum, fyrir utan „Overload“ og „Look At Me“ eru „Same Old Story“, „One Touch“, „Real Thing“ og svo besta lag plötunnar, „Just Let It Go“. Nú er ég búinn að telja upp helminginn af plötunni! Nokkuð góð afköst af fyrstu plötu að vera, það verð ég að segja! Upptökur og útsetningar eru fyrsta flokks, með óvenju mikið næmi fyrir smáatriðum og hljóðfær- anotkun. Sem popp má flokka þetta undir „næstum því“ R&B, með sterkum áhrifum frá TLC og smá Craig David. Það má vera að söngur stelpnanna sjálfra virki einhæfur við fyrstu heyrn, þær hafa jú sungið með útvarpinu síðustu 15 árin, þar sem Mariah Carey og aðrar slaufu- söngkonur hafa ráðið ríkjum. Þær kunna alveg sínar trillur og slaufur, en það er eitthvað annað og meira í gangi þarna. Ég hlakka til að heyra hvernig þær koma til með að hljóma eftir 5 ár. One Touch með Sugababes er plata sem kemur í heimsókn til þín inn um bakdyrnar og reynist svo vera velkominn aufúsugestur þegar þú nærð að kynnast henni betur. Lögin eru pottþétt, textarnir flottir, „fílingurinn“ svalur, þær eru sætar, syngja flott, allt smellur saman... mér þrýtur þakkarorðið... þetta er svo æðislegt að... vá, þetta er svo geggjað að ég held að það sé að líða yfir mig aaaaaahhh... PLONK! Mutya Buena, Keisha Buchanan og Siobhan Donaghy, liðsmenn hljóm- sveitarinnar S Club 7 – reynið að bera þessi nöfn fram! ERLENDAR P L Ö T U R Páll Óskar tónlistarmaður, fjallar um fyrstu plötu Sugababes – One Touch.  Ekkert S Club 7 hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.