Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 70
Filmundur sýnir Girlfight
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sprengistjarna
(Supernova)
G e i m m y n d
Leikstjóri Thomas Hill. Aðal-
hlutverk Angela Bassett, James
Spader. 90 mín., Bandaríkin 2000.
Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
BAKSVIÐ þessarar annars lítt
merkilegu geimmyndar er allsérstakt
svo vægt sé til orða tekið. Í fyrsta lagi
sátu stórfrægir
kappar í leikstjóra-
stólunum þrátt fyr-
ir að hið óþekkta
nafn Thomas Hill sé
síðan á endanum
skráð fyrir öllu
saman. Málið er
nefnilega að þegar
betur er að gáð
virðast menn eitt-
hvað hafa verið ókyrrir í brúnni og
stjóraskipti orðið nokkrum sinnum.
Þeir nafntoguðustu sem komu þar við
eru ekki ómerkari menn en spennu-
myndaleikstjórinn mistæki Walter
Hill og sjálfur Francis Ford Coppola!
Allt þetta havarí í kringum fram-
leiðslunna hefur síðan augljóslega
leitt af sér óráðsíu hina mestu því
myndin kostaði heilar 60 milljónir
dollara en náði síðan ekki að hala inn
nema lítið brot af þeirri upphæð.
Framleiðendurnir eru því trúlega enn
að sleikja sárin. Það sem er verst er
að þetta vafasama baksviðsrugl hefur
skaðað myndina á mjög merkjanleg-
an máta. Hún er stefnulaus, þung-
lamaleg og heldur óspennandi áhorfs.
Sem er töluverð synd þegar litið er til
þess að upphaflega hugmyndin hefur
örugglega litið ágætlega út á pappír –
áður en farið var að þvæla henni baka
til í Hollywood-vindunni.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Langt úti
í buska
Lulu á bryggjunni
(Lulu on the Bridge)
D r a m a
Bandaríkin. Leikstjóri og handrits-
höfundur Paul Auster 1998. Leik-
arar: Harvey Keitel, Mira Sorvino,
Kevin Corrigan, Vanessa
Redgrave, Mandy Patinkin,
Willem Dafoe.
MYNDIN segir sögu af ástar-
sambandi djassleikara (Harvey
Keitel) og hálfmisheppnaðrar leik-
konu (Mira Sorv-
ino), en þegar höf-
undurinn Paul
Auster á hlut að
máli má búast við
að öllu sé snúið á
hvolf og aðra
kanta. Eftir hina
feikigóðu Smoke
hefur Auster lítið
fengist við kvik-
myndagerð en hann hefur engu
gleymt í handritsgerð og leikstjórn-
in ferst honum vel úr hendi (Blue in
the Face var tekin upp á tveimur
dögum og varla hægt að segja að
henni hafi verið leikstýrt). Það er
draumkennd tilfinning yfir allri
myndinni og gæti hún farið í taug-
arnar á mörgum en aðrir ættu að
njóta hennar. Mörg fræg andlit úr
heimi leiklistar og tónlistar koma
fram í myndinni og má nefna Lou
Reed og David Byrne í litlum hlut-
verkum.
Leikararnir leysa hlutverk sín vel
af hendi og er frábært að sjá Willem
Dafoe fá bitastæðari hlutverk upp á
síðkastið eftir ládeyðu síðustu ára.
Ottó Geir Borg
Draum-
kennd ver-
öld Austers
SÍBERÍU, Rússlandi. 28. febrúar 2001. Allt er breytingum háð jafnvel hér
langt fyrir norðan heimskautsbaug. Þegar ég var að rölta um bæinn í dag
rakst ég á þennan sérkennilega veitingastað. Ekki vantar nú útsjónarsemina,
ekki nóg með að eigandinn yrði sér út um nokkur þúsund rúblur með Coke-
auglýsingu heldur leysti hann húsnæðisvanda sinn með því að kaupa sér
gamlan olíutank og innrétta hann sem veitingahús. Heimamenn eru alvanir
þvílíkum lausnum en mér varð æði starsýnt á fyrirbrigðið. Annars er ég núna
að reyna að komast aftur til Moskvu en það lítur ekki gæfulega út þessa
stundina. Það er ófært með flugi og hinn möguleikinn er ísbrjótur til Murm-
ansk sem er talsvert langt fyrir vestan Tamír-skagann og talsvert sunnar.
Hingað liggja engir vegir eða járnbrautir nema bara innan svæðis. Ég á nú
von á að þetta leysist fljótlega, annars væsir svo sem ekki um mig. Rússarnir,
vinir mínir, leggja sig í líma við að hugsa vel um útlendinginn.
Dagbók ljósmyndara
Sérkennilegt veitingahús
Í KVÖLD ætlar Filmundur aðsýna myndina Girlfight eftirKaryn Kusama. Þetta er hennar
fyrsta mynd en framleiðandi hennar
er John Sayles.
Diana Guzman býr í lítilli íbúð í
Brooklyn ásamt föður sínum og
yngri bróður. Hún á í erfiðleikum
með að finna sjálfa sig, hún er stöð-
ugt að lenda í vandræðum í skólan-
um og upplifir mikið ofbeldi heima
hjá sér. Diana finnur hjá sér þörf til
að gera uppreisn gegn þeim erfiðu
aðstæðum sem henni hafa verið
skapaðar, bæði í skólakerfinu og um-
hverfi sem mótast hefur af fátækt-
inni og fordómum gagnvart uppruna
hennar og kyni. Dag einn uppgötvar
hún boxíþróttina fyrir tilviljun og
þar með hefur hún fundið farveg fyr-
ir reiðina og þau vonbrigði sem hafa
haft stjórn á lífi hennar til þessa.
Diana byrjar að æfa box í laumi og
smám saman tekst henni að ná
stjórn á skapi sínu.
Girlfight kallast að mörgu leyti á
við Billy Elliot sem er sýnd hér á
landi við góðar undirtektir um þess-
ar mundir, en báðar myndirnar fjalla
um ungt fólk sem kýs að tjá sig eftir
leiðum sem umhverfið samþykkir
ekki auðveldlega vegna tengsla
þeirra við hefðbundin kynhlutverk.
Enn þann dag eru konur sem ger-
endur líkamlegs ofbeldis ekki algeng
sjón í kvikmyndum sem byggjast á
raunverulegum aðstæðum en ekki
fantasíum. Oftast er litið svo á að lík-
amlegt ofbeldi sé tjáningarmáti karl-
mennskunnar en í Girlfight er þess-
ari hefðbundu hlutverkaskipan
umturnað þar sem Diana notar of-
beldi til að tjá sig, eins og fyrir henni
er haft, en er ekki fyrst og fremst
fórnarlamb ofbeldis. Þó er ekki hægt
að segja að ofbeldi sé upphafið í
myndinni og ekki verið að mæla með
því sem tjáningarmáta, heldur er
frekar verið að benda á margbreyti-
leika tjáningar óháð stöðluðum
kynjaímyndum. En Girlfight er jafn-
framt raunsæ bardagamynd og kall-
ast á við aðrar slíkar. Hnefaleika-
íþróttin sem leið til að öðlast aukna
sjálfsvirðingu, samfélagsviðurkenn-
ingu og lífsfyllingu er nokkuð al-
gengt minni í myndum sem taka á
bardagaíþróttum á einhvern hátt,
minnir t.d. töluvert á fyrstu Rocky-
myndina.
Girlfight vann til aðalverðlauna á
Sundance-hátíðinni í fyrra og Karyn
Kusama var valin besti leikstjórinn á
sömu hátíð, en þá er aðeins upptalið
örlítið brot af öllum þeim verðlaun-
um og tilnefningum sem aðstand-
endur myndarinnar hafa hlotið und-
anfarið.
Með aðalhlutverk fara Michelle
Rodriguez, Santiago Douglas og
Jaime Tirelli. Rodriguez hefur hlotið
verðskuldaða athygli fyrir frumraun
sína í þessari mynd.
Sýningin í kvöld hefst kl. 22:30 en
myndin verður endursýnd á mánu-
dagskvöldið á sama tíma.
Stúlka
slær á móti
Leikkonan unga Michelle Rodriguez þykir standa sig með prýði í
þessari fyrstu mynd sinni.