Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 76

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO MOKVEIÐI hefur verið á loðnu- miðunum í Faxaflóa síðustu daga og flest skip hafa náð að fylla sig á skömmum tíma. Auk þess sem Ægir er gjöfull um þessar mundir hefur veðrið ekki spillt og renni- blíða yfirleitt verið á Faxaflóa þar sem þessi hnúfubakur brá á leik framan við hlaðið fley á þriðjudag. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Nóg fyrir alla Það væru tvö atriði óljós í þessu máli. Í fyrsta lagi vildi sambandið fá úr því skorið hvort verkfall sjómanna, með þeim aðdraganda sem boðun þess hefur tekið, gæti flokkast sem ófyr- irséð atvik líkt og bruni og hvort fyrirtæki hafi þar með rétt til að taka starfsfólk af launaskrá án nokkurs fyrirvara. „Við höfum beðið lögfræðinga sambandsins að skoða þetta mál sér- staklega. Fyrirtækin geta nýtt sér svokallaða 60 daga reglu, en hún fel- ur í sér að fyrirtæki geta tekið ákvörðun um að senda fólk heim með þriggja daga fyrirvara og Atvinnu- leysistryggingasjóður greiðir þá mis- mun sem er á atvinnuleysisbótum og launum. Við höfum viljað að fyrirtæk- in fari þessa leið frekar en að taka starfsfólk af launaskrá og vísa því á atvinnuleysisbætur.“ Kristján sagðist vita til þess að nokkur stór fyrirtæki í fiskvinnslu ætluðu sér að halda fólki á launaskrá og nýta sér 60 daga regluna ef verk- fall sjómanna kæmi til framkvæmda. Kristján sagði að Starfsgreinasam- bandið hefði líka áhyggjur af stöðu útlendinga sem störfuðu í fiskvinnslu. Málsókn kemur til greina „Útlendingar með tímabundið at- vinnuleyfi eiga ekki rétt á atvinnu- leysisbótum samkvæmt ströngustu lagatúlkunum Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Staða þeirra er trygg ef fyrirtæki fara þá leið að halda öllu starfsfólki á launaskrá í verkfalli. Ef starfsfólk verður hins vegar tekið út af launaskrá fá útlendingarnir ekki atvinnuleysisbætur og eru þar af leið- andi launalausir í verkfalli og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við munum þá væntanlega hefja málsókn á hendur fyrirtækjum eða á hendur Atvinnuleysistrygg- ingasjóði til að tryggja stöðu þessa fólks. Þetta fólk borgar að sjálfsögðu tryggingagjald eins og allir aðrir og á þess vegna rétt á atvinnuleysisbótum að okkar mati.“ Yfirvofandi verkfall sjómanna hefði áhrif á stöðu fiskvinnslufólks Staða útlendinga með tíma- bundið atvinnuleyfi óljós ÓLJÓST er hver staða útlendinga sem eru með tímabundið atvinnuleyfi verð- ur ef kemur til verkfalls sjómanna 15. mars. Sviðstjóri matvælasviðs Starfs- greinasambandsins, varasviðstjóri og framkvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins ræddu þetta mál á fundi í vikunni og var ákveðið að fela lögmönnum sambandsins að skoða málið og undirbúa hugsanlegar málsóknir ef með þarf. Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði að hugsanlegt verkfall sjómanna gæti haft víðtæk áhrif á fiskvinnslufólk. SAMKVÆMT áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins verður Árni Tómasson endurskoðandi ráðinn bankastjóri Búnaðarbanka Íslands og tekur við því starfi í framhaldi af aðal- fundi bankans sem haldinn verður hinn 10. marz nk. Bankastjórarnir Stefán Pálsson og Jón Adolf Guðjónsson hafa báðir óskað eftir að láta af störfum og var sú ósk þeirra raunar komin fram þeg- ar stefnt var að sameiningu Lands- banka og Búnaðarbanka, sem ekki varð af. Stefán Pálsson lætur af störfum vegna aldurs en Jón Adolf Guðjóns- son mun taka að sér að stýra ritun sögu Búnaðarbankans sem ákvörðun var tekin um á síðasta ári. Bankastjórar Búnaðarbankans verða því tveir í framhaldi af aðal- fundi bankans, þeir Sólon Sigurðsson, sem verið hefur einn þriggja banka- stjóra bankans, og Árni Tómasson. Tveir bankastjórar við Búnaðarbankann FORSÆTISRÁÐHERRA er reiðubúinn til samstarfs við forystu- menn annarra stjórnmálaflokka um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segir hann að stofn stjórnarskrár- innar megi rekja allt til 1874 og því sé ástæða til þess að endurskoða ýmsa kafla hennar, t.d. þá sem snúa að embætti forseta Íslands. Davíð Oddsson lét þessi orð falla í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær en Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, beindi þá tveimur fyrirspurnum til hans um stjórnar- skrána og endurskoðun hennar. Forsætisráðherra varar þó við að menn ætli sér um of við endurskoð- unina og segist fremur telja að end- urskoðunin ætti að snúa inn á við, t.d. í fyrstu tvo kafla stjórnarskrár- innar, þar sem m.a. er fjallað um valdheimildir forseta og ráðherra. Vísaði hann til þess að stjórnarskrá- in geti t.d. í engu þeirra einu starfa forsetans sem stjórnskipunin geri ráð fyrir að forseti sinni án atbeina ráðherra, semsé hlutverks hans við stjórnarmyndanir. Sagðist hann sjá fyrir sér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá og myndi þá tengjast því að þingræðisreglan væri fest í sessi en einnig skilyrðum til þess að mynda utanþingsstjórn og boða til kosninga. Davíð Oddsson forsætisráðherra um stjórnarskrána Endurskoðun tímabær  Reiðubúinn /10 TÖLVUM og raftækjum að verðmæti um 6,5 milljónir króna var stolið úr gámi við Norðurbakka Hafnarfjarðar- hafnar aðfaranótt þriðjudags. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar í Hafnarfirði að morgni þriðjudags. Þjóf- arnir höfðu klippt á hengilás og þannig komist inn í gám- inn. Þeir höfðu á brott með sér 49 tölvur, 71 myndbands- tæki, 44 kaffivélar, 30 mynd- skanna, sex uppþvottavélar og önnur raftæki. Útsöluverðmæti 10–12 milljónir Eigandi tækjanna var verslunin Elko í Kópavogi en samkvæmt upplýsingum frá versluninni nemur útsöluverð- mæti tækjanna um 10–12 milljónum króna. Fjöldi gáma frá versluninni er á Norður- bakka, á athafnasvæði Flutn- ingsmiðlunarinnar Jóna en þjófarnir brutust aðeins inn í þann sem geymdi verðmæt- ustu vörurnar. Fólk sem hafði fest kaup á vörum hjá Elko sótti tækin í gámana. Víst má telja að þjófarnir hafi notað flutningabifreið til að koma góssinu undan. Lög- reglan biður þá sem urðu var- ir við mannaferðir um Norð- urbakkann aðfaranótt þriðju- dags eða snemma morguns og hafa upplýsingar um þetta mál að hafa samband við lög- reglu. Tölvurnar voru af gerðinni Fujitsu-Siemens en slíkar tölvur hafa ekki áður verið til sölu hér á landi. Raðnúmer á tölvunum er 3382990051- 3382990100. Tölvurnar voru í blágrænum kössum með mynd af karlmanni og konu. 49 tölvum og fjölda raftækja stolið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.