Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 44
UMRÆÐAN
44 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR ungir nem-
ar í sjávarútvegsfræð-
um við Háskólann á
Akureyri skrifa grein í
Morgunblaðið þriðju-
daginn 6. mars sem
ber yfirskriftina
,,Vandinn skelfilegur
verði ekki brugðist
við“. Í greinini er ráð-
ist ómaklega að
Starfsgreinasambandi
Íslands og forystu-
sveit þess,sérstaklega
þó formanni sam-
bandsins Halldóri
Björnssyni. Vitnað er í
fund sem forystumenn
sambandsins áttu með
ríkisstjórn Íslands um byggða- og
atvinnumál á landsbyggðinni. Talað
er um að stjórnendur Starfsgreina-
sambandsins séu úti á þekju í um-
ræðum um sjávarútvegsmál á Ís-
landi bæði varðandi veiðar og
vinnslu. Greinarhöfundar leyfa sér
að rangtúlka skoðanir sambandsins
í stað þess að kynna sér málið eins
og eðlilegt hlýtur að teljast í málum
sem þessum.
Þar sem ég er einn af svoköll-
uðum forystumönnum í Starfs-
greinasambandinu tel ég mig
tilknúinn að svara þessari grein
þrátt fyrir að hún sé varla þess
verð enda full af hroka og útúr-
snúningum. Sá sem þetta skrifar
hefur yfir 20 ára reynslu af sjáv-
arútvegsmálum, hefur starfað í
fiskvinnslu, setið í
stjórnum útgerðar og
fiskvinnslufyrirtækja
auk þess að vera í for-
svari fyrir fiskvinnslu-
fólk á Íslandi til fjölda
ára og þykist því
þekkja nokkuð vel til
þessara mála. Ekki
síst vegna þessa hef ég
komið að því að móta
stefnu Starfsgreina-
sambandsins í sjávar-
útvegsmálum sem til
stendur að ljúka með
vorinu. Stefnu sem
byggist á skoðunum
fiskvinnslufólks um að
efla landvinnslu og þar
með byggð í landinu. Ég er sem
sagt landsbyggðarmaður eins og
þeir félagar, reyndar er annar
greinarhöfundurinn, Páll Kristjáns-
son, sveitungi minn frá Húsavík og
þekkir því til starfa minna að
verkalýðsmálum og málefnum fisk-
vinnslufólks. Leitt er að heyra að
hann telji forystusveit Starfs-
greinasambandsins vera á villigöt-
um í sjávarútvegsmálum, forystu-
sveit sem ég tilheyri. Að sjálfsögðu
er honum frjálst að hafa sínar skoð-
anir, þrátt fyrir að ég telji að hann
hafi átt að kynna sér málið betur
áður en hann skrifaði þessa grein.
Sérstaklega þrjú atriði fara fyrir
brjóstið á greinarhöfundum varð-
andi hugmyndir Starfsgreinasam-
bandsins í sjávarútvegsmálum. Það
eru ummæli Halldórs Björnssonar
um að dregið verði úr útflutningi á
óunnum fiski, fiskur veiddur í ís-
lenskri lögsögu verði boðin til sölu
á Íslandi og að fiskvinnsluhúsum
verði gert kleift að eignast kvóta.
Halldór Björnsson er í góðu sam-
bandi við félagsmenn Starfsgreina-
sambandsins og skynjar stöðu
þeirra vel, stöðu fiskvinnslufólks
sem kallar eftir auknu starfsöryggi
og kvótakerfi sem tryggir búsettu
og starfsöryggi þeirra. Þetta er það
sem formaður Starfsgreinasam-
bandsins hefur verið að kynna und-
anfarið og sjávarútvegsnemarnir
leyfa sér að rangtúlka.
Í fyrsta lagi hlýtur að teljast eðli-
legt að unnið verði að því að draga
verulega úr útflutningi á óunnum
fiski sem veiddur er í íslenskri lög-
sögu og fiskvinnslufólki verði veitt
þar með aukið starfsöryggi og sjáv-
arútvegsfræðingum þar með. Vandi
landvinnslunar í dag snýst öðru
fremur um að tryggja fyrirtækjum,
sem skapa bæði atvinnu og verð-
mæti, aðgang að hráefni til vinnslu,
það verður ekki gert með því að
flytja fiskinn óunnin á markaði er-
lendis. Forystumenn Starfsgreina-
sambandsins hafa ekki haldið því
fram að að stöðva eigi allan útflutn-
ing á óunnum fiski heldur að dregið
verði verulega úr honum sem að
mínu mati er þjóðhagslega hag-
kvæmt. Það er ekki rétt fullyrðing
að fyrirtæki hafi ekki náð viðunandi
árangri í karfa- og flatfiskvinnslu
og þess vegna sé í lagi að flytja
þessar tegundir út á erlenda mark-
aði, hvað með ÚA, Granda og Har-
ald Böðvarsson. Þá er það ekki
sjálfgefið að útgerðir með lítinn
kvóta fái hærra verð fyrir fiskinn
með því að selja hann erlendis eins
og fram kemur í greininni. Eins og
gefur að skilja sveiflast verð á
mörkuðum bæði hér heima og er-
lendis.
Í öðru lagi er það misskilingur og
fáfræði að verið sé að boða að allur
fiskur sem veiddur er í íslenskri
landhelgi verði boðinn upp á mörk-
uðum á Íslandi. Hugmyndin gengur
ekki út á það. Hins vegar er talið
eðlilegt að fiskverkendum á Íslandi
gefist tækifæri á að bjóða í allan
fisk sem veiddur er í Íslenskri lög-
sögu eftir ákveðnum reglum og fyr-
irtæki í útgerð og fiskvinnslu geti
byggt sig upp með því að skip í
þeirra eigu geti landað reglulega í
vinnslu á þeirra vegum eins og
þekkt er hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyrar og öðrum stórum aðilum í
sjávarútvegi. Þetta er sennilega
eitt besta kerfið ef horft er til
starfsöryggis fiskvinnslufólks. Á
þessu má sjá að skoðanir sjávarút-
vegsfræðinganna eru að nokkru
leyti þær sömu og eru innan Starfs-
greinasambandsins.
Í þriðja lagi hafa verið uppi hug-
myndir innan Starfsgreinasam-
bandsins að byggðatengja eigi
kvótann með því að fiskvinnsluhús/
sveitarfélög geti eignast hlutdeild í
kvóta sem unninn verði í viðkom-
andi byggðalagi. Að mínu mati er
þetta ein besta aðgerðin til að
tryggja áframhaldandi byggð á
landsbyggðinni sem jafnframt
myndi stuðla að auknu starfsöryggi
fiskvinnslufólks. Það er óeðlilegt að
útgerðaraðili í litlu sjávarþorpi geti
komist í þá stöðu að hafa alla
þorpsbúa undir hælnum með því að
geta selt eða leigt frá sér kvóta úr
byggðarlaginu og lagt þar með við-
komandi samfélag í rúst. Sveitar-
félagið og landverkafólk á sinn rétt
enda er fiskurinn í sjónum sameign
þjóðarinnar samkvæmt 1. grein
laga um stjórn fiskveiða. Þá er rétt
að benda þeim félögum á að fisk-
vinnslufyrirtæki eiga kvóta í dag
þrátt fyrir að þær stundi ekki út-
gerð. Kvótinn er skráður á skip í
eigu annarra. Það þekkir Páll
Kristjánsson úr sinni heimabyggð.
Í lokin vil ég bjóða þeim Baldri
Snorrasyni og Páli Kristjánssyni
sjávarútvegsnemum í heimsókn til
Húsavíkur og uppfræða þá um hug-
myndir Starfsgreinasambands Ís-
lands sem settar voru fram á fundi
með ríkistjórn Íslands 9. febrúar
2001.
Vandinn skelfilegur
verði ekki brugðist við
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Fiskvinnsla
Sveitarfélagið og land-
verkafólk á sinn rétt,
segir Aðalsteinn Á.
Baldursson, enda er
fiskurinn í sjónum sam-
eign þjóðarinnar.
Höfundur er formaður Matvælasviðs
Starfsgreinasambands Íslands.
AÐ LOKNUM löng-
um aðdraganda ákvað
borgarráð Reykjavík-
ur loksins 13. feb. sl.
um hvað íbúar höfuð-
borgarinnar fái að
greiða atkvæði laugar-
daginn 17. mars: ,,Vilt
þú að flugvöllur verði í
Vatnsmýri eftir
2016?“, eða ,,Vilt þú að
flugvöllur fari úr
Vatnsmýri eftir 2016?“
Fimm dögum síðar op-
inberaði borgarstjóri
sitt eigið val, – flug-
völlurinn fari. En
hvert ætti hann þá að
fara?
Fyrir nokkrum vikum var borið í
hvert hús höfuðborgarinnar 20
síðna blað frá þróunarsviði Ráðhúss
Reykjavíkurborgar
undir fyrirsögninni
,,Framtíðarborgin
Reykjavík“. Á fjórum
síðum í miðju blaðsins
er fjallað um flugvall-
armálið, og borgarbú-
um þar m.a. bent á að
ef þeir kjósi flugvöll-
inn burt úr borginni
séu þrír kostir fyrir
hendi, Löngusker,
Hvassahraun eða
Keflavík.
Lönguskerjum
hafnað
Ýmsar hugmyndir
hafa áður verið kynntar um gerð
nýs flugvallar á sjávarfyllingum í
Skerjafirði, þ. á m. á Löngu-
skerjum. Þótt enn séu í kynning-
argögnum Reykjavíkurborgar tí-
undaðir meintir kostir og gallar
þeirra var þessi hugmynd þó í
reynd formlega afgreidd út af borð-
inu í ,,Greinargerð um flugvallar-
hugmyndir á höfuðborgarsvæðinu“,
sem borgarverkfræðingur gerði
fyrir ,,Samvinnunefnd um svæðis-
skipulag á höfuðborgarsvæðinu“, og
kynnt var á fundi borgarráðs 16.
jan. sl.
Þar segir á bls. 14: ,,Ekki verða
með lauslegri athugun fundin rök
sem réttlæta frekari skoðun á flug-
vallargerð í Skerjafirði heldur verði
leitað annarra lausna varðandi
flutning Reykjavíkurflugvallar ef til
þess kæmi. Sérstök umsögn Borg-
arskipulags Reykjavíkur var einnig
mjög neikvæð varðandi staðsetn-
ingu flugvallar í Skerjafirði.“
Til viðbótar hefur borgarstjóri nú
fyrir nokkru lýst þeirri skoðun
sinni, að flugvöllur úti í Skerjafirði
kæmi ekki til álita með hliðsjón af
ýmsum umhverfisþáttum.
Þar með hafa bæði embættis-
menn og ráðandi stjórnmálamenn
Reykjavíkurborgar hafnað flugvelli
úti í Skerjafirði. Sama sinnis eru
samgönguyfirvöld og flugrekendur.
Hvers vegna er þá þessi kostur enn
kynntur í dreifigögnum Reykja-
víkurborgar og á spjöldum og
myndböndum hennar á flugvalla-
sýningunni í Ráðhúsinu í liðinni
viku?
Hvassahrauni einnig hafnað
Í sömu kynningargögnum
Reykjavíkurborgar er einnig bent á
,,nýjan völl í Hvassahrauni sunnan
Hafnarfjarðar“ sem hugsanlegt
flugvallarstæði, og þar taldir upp
sjö meintir kostir hans, en aðeins
þrír ókostir. Einn ókostanna er orð-
aður svo: ,,Frekari mælinga veð-
urfars á svæðinu er þörf.“ Af hálfu
ráðgjafa borgarinnar eru þetta
væntanlega dulkóðaðar upplýsing-
ar, sem á mannamáli þýða: ,,Flug-
völlur á þessum stað kemur ekki til
álita fyrir innanlandsflugið“!
Þessi staðreynd hefur að sjálf-
sögðu legið ljós fyrir í marga ára-
tugi, og er löngu staðfest bæði af ís-
lenskum flugmönnum og öðrum
sérfróðum aðiljum, sem að málinu
hafa komið. Í ofangreindri grein-
argerð borgarverkfræðings, sem
kynnt var borgarráði 16. jan., segir
t.d. á bls. 17 um þennan kost, – sem
reyndar er utan höfuðborgarsvæð-
isins: ,,Flugmálastjórn telur ekki
fýsilegt að flytja innanlandsflugvöll
á völl sunnan Hafnarfjarðar vegna
óhagstæðs veðurfars og nálægðar
við Keflavíkurflugvöll.“ Í yfirlýsing-
um samgönguráðherra, nú síðast í
grein hans í Morgunblaðinu sl.
sunnudag, hefur hann ítrekað stað-
fest að flugvöllur í Hvassahrauni sé
ekki talinn raunhæfur kostur.
Flugleiðir, og þau eldri flugfélög
sem stofnuðu félagið, eiga að baki
63 ára samfellda reynslu af íslensk-
um flugrekstri. Maður skyldi því
ætla, að til þeirra yrði leitað um álit
varðandi gerð hugsanlegs nýs flug-
vallar sem miðstöðvar innanlands-
flugsins í stað núverandi Reykja-
víkurflugvallar. Ég hef það skrif-
lega staðfest frá bæði forstjóra
Flugleiða og framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, að þeir aðiljar,
sem undanfarið ár hafa verið að
huga að og viðra opinberlega hug-
myndir um nýja flugvelli á sjáv-
arfyllingum úti í Skerjafirði og á
hrauninu sunnan Hafnarfjarðar,
hafi aldrei haft samband við þá eða
aðra yfirmenn eða sérfræðinga
flugfélaganna um slíka kosti. Það
liggur reyndar löngu ljóst fyrir, að
bæði flugfélögin hafna alfarið hug-
myndum um þessa flugvelli sem
ónothæfum fyrir grunnþarfir reglu-
bundins áætlunarflugs.
Miðað við framangreint skiptir
því engu máli hvort forsvarsmenn
Reykjavíkurborgar telji t.d.
Hvassahraun bókhaldslega áhuga-
verðan kost. Sömu aðiljar hafa
ítrekað staðfest að gerð og rekstur
íslenskra flugvalla sé áfram alfarið
á vegum ríkisins, og að Reykjavík-
urborg hafi ekki í huga að byggja
neinn flugvöll. Þá hafnaði bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar því 17. jan. sl.
að til greina komi að gera flugvöll á
þessum stað. Hvers vegna er þá
hugsanlegur nýr flugvöllur í
Hvassahrauni enn kynntur sem
kostur í kynningargögnum borgar-
innar?
Keflavíkurflugvöllur
Frá upphafi umræðna um þetta
mál hafa samgönguyfirvöld og flug-
rekendur margbent á, að verði flug-
vellinum vísað úr höfuðborginni,
muni umrædd flugstarfsemi þurfa
að flytjast til Keflavíkurflugvallar.
Ýmsir þingmenn og sveitarstjórn-
arfulltrúar á Suðurnesjum hafa
reyndar ítrekað hvatt til slíkrar
lausnar, og ekki að ástæðulausu,
því þeir átta sig vel á því að þangað
myndi þá flytjast fjöldi mjög verð-
mætra starfa frá höfuðborginni.
Þeir kjósendur höfuðborgarinn-
ar, sem nk. laugardag hyggjast
greiða atkvæði með því að flugvöll-
urinn fari úr Vatnsmýrinni eftir
2016, verða því að gera sér vel ljóst
að þeir eru þá jafnframt að greiða
því atkvæði að öll umrædd flug- og
ferðaþjónusta flytjist frá Reykjavík
til Keflavíkur.
Lokaorð
Ég hvet hins vegar íbúa höfuð-
borgarinnar til að láta skynsemi
sína ráða í þessu máli og mæta vel á
kjörstað á laugardaginn. Þar er rétt
að hafa í huga þá miklu þýðingu
sem Reykjavíkurflugvöllur hefur
almennt á sviði öryggismála lands-
ins og borgarinnar í víðtækasta
skilningi, og jafnframt grunnhlut-
verk hans í áframhaldandi þróun ís-
lenskrar flug- og ferðaþjónustu.
Greiðum atkvæði með því að flug-
völlurinn verði áfram í Vatnsmýr-
inni eftir árið 2016.
Kynning flugvallarkosta
Leifur Magnússon
Flugvöllur
Ég hvet hins vegar íbúa
höfuðborgarinnar, segir
Leifur Magnússon, til
að láta skynsemi sína
ráða í þessu máli og
mæta vel á kjörstað á
laugardaginn.
Höfundur er verkfræðingur.