Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 1
63. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. MARS 2001 RÚSSNESKRI farþegaþotu á leið frá Tyrklandi með 174 innanborðs var rænt í gær og hún þvinguð til að lenda í Saudi-Arabíu. Herma fregnir að ræningjarnir hafi krafist þess að Rússar hættu hernaði í sjálfstjórnar- lýðveldinu Tsjetsjníu. Talið var að ræningjarnir, sem eru að minnsta kosti tveir, ef til vill fjórir og sagðir vopnaðir hníf, haka og hugsanlega sprengjum, væru Tsjetsjenar. Far- þegar eru flestir rússneskir eða tyrk- neskir. Fljótlega var allmörgum far- þegum sleppt og fullyrt var að 15 manns hefði tekist að flýja út um aft- urdyr en þær fréttir voru ekki stað- festar. Um miðnætti í gær höfðu saudiarabískir sérsveitarmenn um- kringt vélina á flugvellinum í Medina og var reynt að semja við mennina um friðsamlega lausn. Einn af 12 manna áhöfn vélarinnar hlaut hnífstungu og var sagður alvar- lega særður. Mun hafa komið til ryskinga þegar ræningjarnir reyndu að komast inn í flugstjórnarklefa þot- unnar. Vélin hrapaði skyndilega nær þrjú þúsund metra í loftinu meðan slagsmálin stóðu yfir, að sögn CNN- sjónvarpsstöðvarinnar. Rússneskur embættismaður sagði í gærkvöldi að Vladímír Pútín forseti, sem var staddur í Síberíu en hélt þeg- ar aftur til Moskvu, vildi að reynt yrði að finna friðsamlega lausn á málinu. En tvær þotur fyrir sérsveitarmenn hefðu um hríð verið reiðubúnar ef Saudi-Arabar færu fram á aðstoð. Flugræningjarnir leyfðu, að sögn saudi-arabísks embættismanns, kon- um, börnum og eldra fólki, auk hins særða, að fara frá borði. Að sögn saudi-arabísks fréttamanns, er CNN ræddi við, slepptu ræningjarnir um 60 manns. Sagði hann saudi-arabísk stjórnvöld reyna að semja við ræn- ingjana en ekki væri ljóst hverjar kröfur þeirra væru. „Helsta áhyggju- efni saudi-arabískra embættismanna er öryggi farþeganna,“ sagði maður- inn. Aleksander Klímov, framkvæmda- stjóri Vnukovo Airlines, sem rekur vélina, sagði að af samtölum við flug- stjóra hennar, Nikolaj Vínogradov, hefði mátt ráða að ein af kröfum ræn- ingjanna væri að Rússar hættu hern- aði í Tsjetsjníu. Vélinni var rænt nokkru eftir flug- tak frá Istanbúl klukkan 13.30 í gær að staðartíma, eða klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Ferðinni var heitið til Moskvu. Flugvélin er af gerðinni Túpolev 154 og var í leiguflugi. Upp úr klukkan þrjú síðdegis að ís- lenskum tíma lenti vélin í Medina. Rússneskri farþegaþotu með 174 innanborðs rænt og snúið til Saudi-Arabíu Ræningjar slepptu tug- um gísla AP Kona á Vnukovo-flugvelli í Moskvu bíður grát- andi eftir fréttum af afdrifum fólksins í rúss- nesku flugvélinni sem var rænt. Á innfelldu myndinni sést vélin á flugvellinum í Medina í gærkvöldi. Riyadh, Ankara, Moskvu. AFP, Reuters. GOSDRYKKJAFYRIRTÆK- IÐ Coca Cola í Bandaríkjunum hefur látið undan þrýstingi frá kennurum og foreldrafélögum og ákveðið að draga úr áróðri sínum fyrir framleiðsluvörunni í skólum landsins. Frá septem- ber nk. verður hægt að fá vatn, ávaxtasafa og fleiri drykki í gosvélum fyrirtækisins og hið víðfræga vörumerki verður fjarlægt af vélunum. Coca Cola hefur að undanförnu gert sam- starfssamninga við nokkur fyr- irtæki er framleiða safa og fleiri goslausar drykkjarvörur. Coca Cola hóf að gera samn- inga við bandaríska skóla fyrir 50 árum um einkaleyfi á gos- drykkjasölu gegn því að skól- inn fengi hluta hagnaðarins og eru slíkar vélar í nær öllum skólum en fleiri fyrirtæki eru nú farin að keppa á skólamark- aðnum. Offita hrjáir nú 10% allra bandarískra barna og Samtök bandarískra hjartasjúklinga segja að tíðni hjartaáfalla fari hækkandi meðal barna og ungs fólks. Offita er sögð vera al- gengasta ástæðan. Gosvélar í banda- rískum skólum Vatninu gefið tækifæri New York. The Daily Telegraph. Í ÞVÍ skyni að herða á ráðstöfunum gegn útbreiðslu gin- og klaufaveiki boðuðu brezk stjórnvöld í gær slátr- un minnst 100.000 klaufdýra til við- bótar við þær rúmlega 200.000 kind- ur, nautgripi og svín sem nú þegar hefur verið slátrað eða til stendur að slátra og eyða. Hollendingar ætla á mánudag að leggja til að banni við fyrirbyggjandi bólusetningu búfjár gegn veikinni verði aflétt í Evrópu- sambandinu, ESB, að sögn tals- manns landbúnaðarráðherra lands- ins, Laurens-Jan Brinkhorst, í gær. Ekki hafa enn fundist tilfelli gin- og klaufaveiki í Hollandi. „Hollenska þingið áleit að slátrun tugþúsunda og jafnvel hundraða þúsunda heilbrigðra dýra í varúðar- skyni væri ósiðleg. Ráðherrann var sammála og mun ræða málin við hina ráðherrana (í ESB),“ sagði talsmað- urinn. Brezki landbúnaðarráðherrann Nick Brown skýrði frá fyrirætlunum stjórnvalda í ræðu í þinginu í Lund- únum í gær. Æ fleiri lönd grípa til róttækra varúðarráðstafana til að hindra að hin bráðsmitandi búfjár- veiki berist inn fyrir þeirra landa- mæri. Staðfest var á þriðjudag að veikin hefði borizt til NV-Frakk- lands. Um níutíu ríki heims hafa nú bannað innflutning búfjár, kjöts og fleiri landbúnaðarafurða, ekki aðeins frá þeim löndum þar sem veikin hef- ur greinzt, heldur láta það sama yfir öll ESB-ríkin ganga. Framkvæmdastjórn ESB hefur mótmælt þessum ráðstöfunum, eink- um banni Bandaríkja- og Kanada- manna gegn öllum innflutningi kjöt- og mjólkurafurða frá ESB. Talsmað- ur framkvæmdastjórnarinnar sagði í gær, að ekki yrði gripið til gagnráð- stafana strax, en útilokaði ekki að banninu yrði svarað með viðskipta- legum gagnaðgerðum síðar. Portúgölsk stjórnvöld hvöttu til þess í gær, að sett yrði bann í öllu Evrópusambandinu við flutningum á búfé á fæti. Fyrr í vikunni bönnuðu Spánverjar, Portúgalar og Belgar kjötinnflutning frá Frakklandi. Bretar herða aðgerðir gegn gin- og klaufaveiki Hollendingar á móti slátrun í varúðarskyni Lundúnum. AP, Reuters.  Enn engin merki/28 AP Franskir embættismenn á eftirlitsstöð í Deulemont í N-Frakklandi með vatnskönnur sem þeir nota til að blanda í sótthreinsandi efni. ÁTÖKIN í Makedóníu milli upp- reisnarsveita albanskra skæruliða og makedónískra hermanna breidd- ust út í gær og var, að sögn lögreglu, barist í grennd Skopje, höfuðborgar Makedóníu. Þetta var annar dagurinn í röð sem herinn og uppreisnarmenn eig- ast við í hæðunum rétt norður af Tet- ovo, næststærstu borg Makedóníu. Íbúar hennar tóku að flýja í gær og mynduðust langar biðraðir við bens- ínstöðvar. Að sögn makedóníska rík- isútvarpsins féllu tveir óbreyttir borgarar, af albönsku bergi brotnir, í átökunum. Einn maður lést í fyrra- dag og fjórtán særðust. Heldur dró úr bardögunum síðdegis í gær. Færri Bandaríkja- hermenn í Bosníu Pentagon, bandaríska varnar- málaráðuneytið, tilkynnti í gær að fækkun bandarískra hermanna í Bosníu væri hafin. Áætlað er að um 1.000 hermenn verði fluttir þaðan. Ekki er fyrirhugað að fækka í 5.600 manna bandarísku liði í Kosovo en sveitirnar eru hluti af friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins, NATO. Makedónía Barist í grennd Skopje Tetovo. AP.  Veldur ugg/26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.