Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR segir að tollstjóraembættinu í
Reykjavík hafi verið óheimilt að opna bókasend-
ingar í þeim tilgangi einum að nálgast vörureikn-
inga eða önnur gögn til ákvörðunar aðflutnings-
gjalda. Tollframkvæmdin hefði gengið í berhögg
við einkalífsvernd stjórnarskrárinnar auk með-
alhófsreglu stjórnsýsluréttar, en skattheimtu-
sjónarmið hefðu aðallega ráðið henni.
Í málinu var deilt um fjórar bókasendingar að
utan sumarið 1999. Starfsmenn tollgæslunnar í
Reykjavík opnuðu þær í því skyni að nálgast
vörureikninga inni í sendingunum, svo að
ákvarða mætti virðisaukaskatt sem hluta að-
flutningsgjalda, áður en móttakanda var gert
viðvart um sendingarnar.
Maðurinn sem fékk bókasendingarnar reisti
málatilbúnað sinn einkum á því, að tollyfirvöld-
um væri óheimilt að stunda reglubundna skoðun
og opnun allra bókasendinga, sem berast í pósti
frá útlöndum. Gilti einu í hvaða tilgangi slík
skoðun væri gerð, hvort heldur væri til inn-
heimtu virðisaukaskatts eða eftirlits með inn-
flutningi. Tollyfirvöld gætu í mesta lagi krafist
opnunar bókasendinga við úrtaksathuganir eða
annars, ef sérstök rök væru til þess. Persónuleg
afstaða fælist í vali manns á lesefni og með að-
gerðunum væri vegið að einkalífi hans og tján-
ingarfrelsi. Þeir, sem keyptu bækur frá útlönd-
um, sætu heldur ekki við sama borð og aðrir,
sem fengju annan varning frá útlöndum, svo sem
blöð og tímarit.
Málefnaleg mörk valdsins
Hæstiréttur segir ótvírætt, að tollstjóraemb-
ættið hafi víðtæka heimild samkvæmt lögum til
að skoða og rannsaka hvers konar varning, sem
til landsins er fluttur. „Þessu valdi tollgæslunnar
verða þó sett málefnaleg mörk, er dregin verða
af ákvæðum stjórnarskrár og meðalhófsreglu
stjórnsýsluréttar auk annarra laga um réttar-
stöðu borgaranna,“ segir Hæstiréttur. Af hálfu
tollstjórans hafi hin umdeilda tollmeðferð á
bókasendingum einkum verið réttlætt með því,
að ríka nauðsyn beri til skilvirkrar innheimtu
virðisaukaskatts af innfluttum varningi. Þá hafi
tollstjórinn lagt á það ríka áherslu, að þessi toll-
framkvæmd sé viðtakendum sjálfum til mikils
hagræðis.
Hæstiréttur segir ljóst, að skattheimtusjón-
armið hafi aðallega ráðið tollframkvæmdinni.
Póstsendingar frá öðrum löndum falli undir
ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einka-
lífs. Afskipti af þeim verði því að eiga sér skýra
og ótvíræða lagastoð og ríka réttlætingu. Að-
ferðin sem slík sé til þess fallin að þrengja að
friðhelgi einkalífs og nægi það ekki eitt út af fyr-
ir sig, að starfsmenn við tollgæslu séu bundnir
þagnarskyldu. Tollstjórinn hafi ekki sýnt fram á,
að nauðsynlegt hafi verið að opna reglubundið og
fyrirvaralaust póstsendingar að utan að viðtak-
endum fornspurðum til að ná því lögmæta mark-
miði að innheimta aðflutningsgjöld og ekki hafi
verið kostur á öðrum aðferðum í því skyni.
Hæstiréttur segir tollstjóra óheimilt að opna allar bókasendingar að utan
Tollframkvæmd í ber-
högg við stjórnarskrá
Þrír heimasigrar
í körfuboltanum/B2
Kristinn í hóp bestu dómara
í Evrópu/B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið
út ákæru á hendur Atla Helgasyni
fyrir að hafa banað Einari Erni
Birgissyni með því að slá hann
margoft í höfuðið með hamri á bif-
reiðastæði í Öskjuhlíð í Reykjavík
hinn 8. nóvember sl. Atli hefur játað
að hafa orðið Einari Erni að bana.
Ríkissaksóknari krefst þess að
Atli verði dæmdur til refsingar og
hann verði sviptur leyfi til málflutn-
ings fyrir héraðsdómi.
Ríkissaksóknari kærir Atla einnig
fyrir fjárdrátt með því að hafa dreg-
ið sér og notað heimildarlaust í eig-
in þágu rúmlega fjórar milljónir
sem voru eign fyrirtækis sem hann
og Einar Örn áttu. Lögmaður fyr-
irtækisins krefst þess að Atli verði
dæmdur til að greiða fyrirtækinu
rúmlega sex milljónir auk dráttar-
vaxta.
Atli er einnig kærður fyrir fjár-
drátt með því að hafa í opinberu
starfi á árunum 1999 og 2000 sem
héraðsdómslögmaður og skipaður
skiptastjóri dregið sér 1,2 milljónir
króna. Þá er honum gefið að sök að
hafa dregið sér um 1,7 milljónir sem
skiptastjóri þrotabús Agnars W.
Agnarssonar.
Foreldrar Einars Arnar krefjast
þess að Atli verði dæmdur til að
greiða þeim samtals 10 milljónir í
miskabætur og unnusta hans krefst
um 19 milljóna í bætur fyrir missi
framfæranda og 5 milljóna í miska-
bætur.
Ákæra
gefin út
á hendur
Atla
Helgasyni
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra hefur að tillögu veiðimála-
stjóra staðfest fimm friðunarsvæði
þar sem eldi frjórra laxa í sjókvíum
er óheimilt. Fyrir liggja fagleg álits-
gerð Veiðimálastofnunar um málið,
umsögn dýralæknis fisksjúkdóma og
tilmæli veiðimálanefndar. Markaður
er rammi þeirra svæða sem fiskeldi
getur þróast á en jafnframt verður
heimilt að vera með regnbogasilung,
bleikju og ófrjóan lax víðar.
Eftirtalin svæði við strendur
landsins eru nú friðuð: Í Faxaflóa
innan línu sem dregin er frá Garð-
skaga að Malarrifi á Snæfellsnesi, í
Breiðafirði innan línu sem dregin er
frá Hellissandi að Látrabjargi, í
Húnaflóa og Skagafirði innan línu
sem dregin er frá Geirólfsgnúp að
Siglunesi, við Skjálfanda innan línu
sem dregin er frá Bjarnarfjalli að
Tjörnesstá og við Norðausturland
innan línu sem dregin er frá Hraun-
hafnartanga að Fonti á Langanesi,
frá Fonti að Glettinganesi og frá
Glettinganesi að Dalatanga. Reglu-
gerðin hefur þegar öðlast gildi.
Í umsókn veiðimálastjóra segir
meðal annars: „Náttúrulegir laxa-
stofnar eru mikilvæg og verðmæt
auðlind, sem nauðsynlegt er að
vernda. Því er nauðsynlegt að beina
laxeldi í sjókvíum inn á svæði, sem
minna viðkvæm teljast gagnvart um-
hverfisáhrifum á veiðiár.“ Einnig er
tekið fram að endurskoða megi frið-
uð svæði síðar.
Svæði undir lax-
eldi afmörkuð
FORSTJÓRI Byggðastofnunar mun
leita eftir samningum við Kaupfélag
Skagfirðinga á Sauðárkróki um leigu
efstu hæðar byggingar KS við Ár-
torg. Sá kostur að fara með starf-
semina inn í Stjórnsýsluhúsið við
Skagfirðingabraut er því úr sögunni.
„Við erum búnir að athuga málið
gaumgæfilega og eins og landið ligg-
ur nú er þetta besti kosturinn,“ segir
Theódór Agnar Bjarnason forstjóri
Byggðastofnunar. Verðhugmynd
Byggðastofnunar gengur út frá 740
krónum á fermetrann í húsi KS, en
þeim bauðst fermetrinn í Stjórn-
sýsluhúsinu á 850 krónur eftir að
eigandi Stjórnsýsluhússins, sveitar-
félagið Skagafjörður, lækkaði tilboð
sitt úr 980 krónum.
„Við verðum með ódýrari leigu á
fermetra og getum komið allri starf-
seminni fyrir á einni hæð,“ segir
Theódór.
Gísli Gunnarsson forseti sveitar-
stjórnar sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar segist undrandi á þessum
málalyktum, enda hafi hann haldið
að Byggðastofnun færi í Stjórnsýslu-
húsið við Skagfirðingabraut.
„Þetta er undarleg ákvörðun, sér-
staklega þar sem Byggðastofnun á
þriðjunginn í Stjórnsýsluhúsinu, þar
sem þróunarsvið hennar er nú. Við
höfðum lækkað leiguna úr 980 krón-
um á fermetrann í 850 kr en við töld-
um það ekki okkur samboðið að
keppa frekar við Kaupfélag Skag-
firðinga. Síðasti fundur okkar með
forstjóra Byggðastofnunar og tveim-
ur starfsmönnum stofnunarinnar,
gaf okkur tilefni til bjartsýni, en
þessar fréttir valda vonbrigðum.“
Byggðastofnun til Sauðárkróks
Húsnæði Kaup-
félagsins talið
besti kosturinn
BANDARÍSKIR landgönguliðar frá
varnarliðinu veittu í gær banda-
rísku flugmönnunum Barböru Gard
og Gwen Bloomingdale, sem létust í
flugslysi við Vestmannaeyjar 6.
mars sl., heiðursfylgd frá bænahúsi
Fossvogskirkju til Keflavík-
urflugvallar.
Í fréttatilkynningu frá banda-
ríska sendiráðinu segir að líkams-
leifar kvennanna hafi verið brennd-
ar og voru kerin send utan til
eftirlifandi ættingja í gær.
Barbara Gard var landgönguliði í
bandaríska hernum til margra ára
og var höfuðsmaður þegar hún
lauk virkri herþjónustu fyrir land-
gönguliðið. Þá starfaði hún lengi
með Þjóðvarðliði Texas og hafði
þar einnig tign höfuðsmanns.
Bloomingdale var lögfræðingur
og rak fyrirtæki.
Morgunblaðið/Ásdís
Líkamsleifar kvennanna voru
brenndar og voru duftkerin
flutt til Bandaríkjanna í gær.
Heiðursfylgd
fyrir látna
flugmenn
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eft-
ir umferðarslys við harðan árekstur
á Strandarheiði, á Reykjanesbraut-
inni, á ellefta tímanum í gærkvöld.
Lögregla og sjúkrabílar fóru á
slysstað auk tækjabíls sem kallaður
var út til að losa fólk úr bílunum.
Loka þurfti Reykjanesbrautinni
vegna slyssins um tíma. Ekki var vit-
að hversu alvarlega fólkið var slasað.
Fjórir slösuðust
á Strandarheiði