Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR segir að ákvæði
skaðabótalaga frá 1993 um hámark
viðmiðunartekna brjóti ekki í bága
við stjórnarskrá. Það sé ekki ómál-
efnalegt og nái á sama veg til allra
sem eins standi á um.
Hæstiréttur dæmdi í gær í máli
manns, sem krafði Sjóvá-Almennar
tryggingar um skaðabætur í kjölfar
bílslyss sem hann lenti í á Reykja-
nesbraut í desember 1998. Lamaðist
hann í fótum og bol upp undir axlir,
auk þess sem mikil lömun er í hand-
leggjum. Varanleg örorka mannsins,
sem er læknir og starfaði sem sér-
fræðingur á Landspítalanum, var
metin 100% og varanlegur miski
hans 90%.Var gerður samningur við
Sjóvá-Almennar um bótagreiðslur til
hans, samtals rúmar 46 milljónir
króna. Maðurinn gerði þó fyrirvara
við samninginn, m.a. taldi hann að
ákvæði 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga
nr. 50/1993 um hámark tekjuviðmið-
unar síðustu 12 mánuði fyrir slys
bryti í bága við stjórnarskrárvarin
réttindi hans, en við útreikning ör-
orkubóta var tekjuviðmiðun þessi
lægri en raunverulegar tekjur hans
síðustu 12 mánuði fyrir slysið. Þá
mótmælti hann því að ekki hefði ver-
ið greidd viðbót vegna varanlegs
miska samkvæmt heimild í lögunum.
Taldi hann sig eiga rétt á rúmum 5
milljónum króna frá tryggingafélag-
inu vegna þessa.
Hæstiréttur sagði að aflahæfi
manna væri verndað af 72. grein
stjórnarskrárinnar um friðhelgi
eignarréttarins. Hins vegar væri
ótvírætt að löggjafinn hefði heimild
til að setja reglur um það, hvernig
ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi
manna er skert. Ákvæði skaðabóta-
laganna bryti ekki í bága við jafn-
ræðisreglu 65. greinar stjórnar-
skrárinnar.
Hæstiréttur tekur hins vegar und-
ir að hinn metni 90% miski nái ekki
að bæta miska læknisins að fullu og
hækkaði miskabætur til hans um
35%, eða um tæpar 1,5 milljónir
króna.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Garðar Gíslason, Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Guðrún og Pétur skiluðu sér-
atkvæði. Guðrún var sammála meiri-
hlutanum um allt nema bætur fyrir
varanlegan miska og vildi hækka
þær um 50%, sem er það hlutfall sem
mest er unnt að fara fram úr há-
marksmiskabótum. Hún vísaði til
þess að vart væri unnt að hugsa sér
alvarlegri áverka en þann sem lækn-
irinn varð fyrir.
Pétur Kr. Hafstein sagði að skýra
yrði fyrri dóma Hæstaréttar á þann
hátt, að svigrúmi löggjafans til að
setja reglur um ákvörðun bóta væru
settar þær skorður að fullar bætur
fáist fyrir líkamstjón, eftir því sem
föng séu á. Óumdeilt væri að rúmar 3
milljónir skorti á að maðurinn hefði
fengið tjón sitt vegna varanlegrar
örorku bætt miðað við tekjur hans
fyrir slysið. „Þegar um stjórnar-
skrárvarin réttindi er að ræða á borð
við aflahæfi eru það ekki haldbær og
málefnaleg rök af hálfu löggjafans
fyrir ákveðnum hámarksbótum til-
tekins hóps manna að segja, svo sem
gert var í athugasemdum með frum-
varpi til skaðabótalaga, að tekjuháir
menn geti auðveldlega keypt sér vá-
tryggingar eða einfaldlega borið um-
framtjón sitt sjálfir. Þá eru það held-
ur ekki frambærileg rök fyrir
skerðingu stjórnarskrárvarinna
réttinda þessa tiltekna hóps umfram
aðra, að því fylgi almennt talsverður
ávinningur, að almannatrygginga-
bætur og aðrar greiðslur frá þriðja
manni verði ekki dregnar frá bóta-
kröfu,“ segir Pétur m.a. og telur lög-
in að þessu leyti brjóta gegn 72. og
65. grein stjórnarskrárinnar. Hann
var einnig sammála Guðrúnu um að
hækka bæri miskabætur um 50%
vegna alvarlegra afleiðinga slyssins.
Hæstiréttur dæmir um ákvæði skaðabótalaga
Hámark viðmiðunartekna
samrýmist stjórnarskrá
VERKFALL á fiskiskipaflotanum
nær til á sjöunda þúsund sjómanna
í Sjómannasambandi Íslands, Vél-
stjórafélagi Íslands og Farmanna-
og fiskimannasambandinu. Að auki
má gera ráð fyrir að fimm til sex
þúsund manns við fiskvinnslu í
landi verði fyrir barðinu á verkfall-
inu er áhrifa þess fer að gæta
vegna hráefnisskorts. Þetta er í
fjórða sinn á átta árum sem kjara-
deilur sjómanna og útvegsmanna
leiða til verkfalls og tveimur af
þremur fyrri verkfallsátökum lauk
með lagasetningu.
Verkfallið var boðað frá því
klukkan 11 í gærkveldi og tekur til
allra skipa stærri en 12 tonna. Þá
er skylt að taka veiðarfæri úr sjó og
hætta veiðum, ganga frá afla, sigla
til hafnar og búa skipið undir legu,
samkvæmt upplýsingum Hólmgeirs
Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjó-
mannasambandsins. Fyrstu skipin
komu til hafnar í gærkvöldi og í
nótt, en gera má ráð fyrir að flest
þeirra komi til hafnar í dag og þau
síðustu um helgina, en allt fer það
eftir siglingatíma af miðunum.
Langflest félög Sjómannasam-
bandsins samþykktu verkfall en
það gildir þó ekki um félagið í Snæ-
fellsbæ. Undirmenn á skipum frá
Rifi, Ólafsvík og Hellissandi eru því
ekki í verkfalli en þar sem yfirmenn
eru það ættu fiskiskip þar einnig að
stöðvast í verkfallinu.
Útvegsmenn hafa boðað verk-
bann á sjómenn vegna verkfallsins
og kom það til framkvæmda á mið-
nætti. Verkbannið nær þó ekki til
útgerða í Snæfellsbæ.
Víðtæk áhrif
Verkfallið hefur víðtæk áhrif á
veiðar og vinnslu sjávarafla eðli
málsins samkvæmt, einkum ef það
dregst á langinn. Beinustu áhrifin
strax eru á loðnuveiðar og vinnslu
en um 150 þúsund tonn eru eftir af
loðnukvótanum eftir að sjávarút-
vegsráðherra staðfesti í gær tillögu
Hafrannsóknastofnunar um aukn-
ingu loðnukvótans á yfirstandandi
vertíð um 100 þúsund tonn, en öll
viðbótin kemur í hlut Íslendinga.
Áhöld eru hins vegar um það hve
miklum hluta af kvótanum verður
hægt að ná, þó svo ekki komi til
verkfallsins, þar sem langt er liðið á
loðnuvertíðina
Þá hefur verkfallið mikil áhrif á
vertíðarbáta en vertíð stendur nú
sem hæst og hefur verið mokfiskirí
undanfarna daga á hefðbundnum
veiðisvæðum þeirra frá Breiðafirði
og suður og austur með landinu. Í
kjölfarið mun útflutningur á fersk-
um fiski stórminnka, þar sem ein-
göngu bátar undir tólf tonnum geta
verið á sjó og einnig er hætt við að
áhrifin verði talsverð á saltfisk-
vinnsluna þar sem besta hráefni
hennar er stór vertíðarþorskur.
Vinna í fiskvinnslustöðvum víða
um land mun síðan stöðvast strax
og hráefni þrýtur og 5-6 þúsund
starfsmenn fiskvinnslunnar verða
þar með atvinnulausir. Annaðhvort
fara þeir á atvinnuleysisbætur eða
verða á kauptryggingu hafi menn
trú á að verkfallið verði stutt. Haldi
menn kauptryggingasamningi þýð-
ir það að til viðbótar atvinnuleys-
isbótum frá Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði og launatengdum gjöldum
af þeim, þ.e.a.s. sem nemur fram-
lagi atvinnurekanda í lífeyrissjóð
og tryggingagjaldi, þarf vinnuveit-
andi að bæta við muninum á bót-
unum og launum, auk launatengdra
gjalda af viðbótinni. Samkvæmt
upplýsingum Vinnumálastofnunar
er talið líklegt að einhverjir stóri
aðilar í fiskvinnslu muni halda fólki
á kauptryggingu.
Reikna má með að upp undir eitt
þúsund manns af erlendum upp-
runa hafi starfað í fiskvinnslu hér á
undanförnum misserum og hafa
þeir ekki rétt til atvinnuleysisbóta
nema þeir séu frá löndum innan
Evrópska efnahagssvæðisins eða
hafi fengið gefið út ótímabundið at-
vinnuleyfi, sem gerist eftir þriggja
ára starf hér. Minnihluti þeirra hef-
ur því rétt til atvinnuleysisbóta en
þeir halda sínu verði þeir á kaup-
tryggingarsamningi hjá því fyrir-
tæki sem þeir starfa hjá. Sjómenn
hafa verið með lausa samninga frá
því 15. febrúar í fyrra eða í rúmt ár
og hefur hvorki gengið né rekið í
viðræðum þeirra við útvegsmenn á
þeim tíma. Raunar hafa kjaradeilur
sjómanna og útvegsmanna verið
mjög snúnar og erfiðar allan síð-
asta áratug og iðulega ekki fundist
lausn á þeim fyrr en eftir átök og
afskipti ríkisvaldsins. Nú sem fyrr
er það verðmyndun aflans sem er
eitt meginágreiningsefnið, enda
ráðast launakjör sjómanna fyrst og
fremst af því verði sem fæst fyrir
aflann. Sjómenn gera kröfu til þess
að verðlagning aflans miðist við
verð á markaði, þ.e.a.s. að annað
hvort fari aflinn á markað eða verð-
ið sé tengt markaðsverði, en út-
vegsmenn hafa ekki getað fallist á
það. Auk þeirrar kröfu eru sjómenn
einnig með kröfur um úrbætur í
slysatryggingarmálum sjómanna,
auk þess sem þeir leggja áherslu á
hækkun kauptryggingar, aukinn
frítökurétt, framlög í séreignalíf-
eyrissjóði svo nokkuð sé nefnt.
Hólmgeir sagði aðspurður í gær-
morgun áður en samningafundur
sjómanna og útvegsmanna hófst að
ekki sé hægt að leggja málið þannig
upp að verðmyndun aflans sé
stærsta krafa sjómanna í yfirstand-
andi deilu. Þeir séu með aðrar kröf-
ur sem þeir hafi lagt áherslu á eins
og slysatryggingarmálið, framlög í
séreignalífeyrissjóð til samræmis
við það sem aðrir hafi samið um,
auk verðlagningarkröfunnar.
Ágreiningurinn sé ekki einangrað-
ur við eitthvert eitt atriði. Útgerð-
armenn hafi viljað ræða verðlagn-
ingarmálið en þeir hafi ekki gefið
ádrátt um eitt né neitt í öðrum mál-
um.
Útvegsmenn hafa hins vegar lagt
áherslu á breytingar á ákvæðum
um mönnun en þær gera það að
verkum að fækkun í áhöfn verður
til þess að útgerðarkostnaður
eykst.
Í þremur síðustu kjaradeilum
sjómanna hefur alltaf komið til
verkfalla og í tveimur þeirra lauk
kjaradeilunni með lagasetningu
fyrir atbeina ríkisvaldsins. 1994
stöðvaði þáverandi ríkisstjórn sjó-
mannaverkfall með setningu bráða-
birgðalaga eftir að það hafði staðið í
tvær vikur. Vorið 1995 tókust
samningar eftir 22 daga langt verk-
fall og í mars árið 1998 lauk verk-
falli sjómanna með lögfestingu
miðlunartillögu og samþykkt
þriggja frumvarpa sem tengdust
verðlagningu aflans, en útvegs-
menn höfðu fellt miðlunartillöguna.
Verkfall hafði þá staðið í rúmar
tvær vikur samanlagt.
Fiskiskipaflotinn að stöðvast eftir að verkfall sjómanna skall á í gærkveldi
Verkfallsaðgerðir í
fjórða sinn á 8 árum
Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif en allur fiskiskipaflotinn
mun stöðvast á næstu sólarhringum leysist verkfallið ekki. Í sam-
antekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að kjaradeilur sjómanna
og útvegsmanna hafa verið mjög erfiðar síðustu árin og oftar en
ekki þurft atbeina ríkisvaldsins til að binda enda á þær.
!"
# !
$! ! " $
!%
#
% !#
''%
& !
#
"
% '
& #
&
!!
&
()
" * % $
#
&
!# !
+
!(
%
!'
"
,
% ) -% %
&
&
&
%
)./ $
!#
& 0 $ % 1 "
!# -
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
mann í 14 mánaða fangelsi fyrir
ölvunarakstur.
Maðurinn hafði margoft verið
dæmdur fyrir sams konar brot.
Með dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur í desember í fyrra var
hann dæmdur fyrir að hafa í tví-
gang ekið bifreið undir áhrifum
áfengis og sviptur ökurétti. Eftir
að héraðsdómurinn gekk var
hann enn á ný dæmdur fyrir að
aka sviptur ökurétti. Með þeim
brotum sem hann gekkst við rauf
hann ennfremur skilorð eldri
refsidóms.
Hæstiréttur vísar til þess að
manninum hafi fimm sinnum áð-
ur verið gerð refsing fyrir ölvun
við akstur og hann hafifjórum
sinnum hlotið dóm fyrir akstur
sviptur ökurétti. Að þessu sinni
var hann dæmdur í 14 mánaða
fangelsi.
14 mánaða fangelsi
vegna ölvunaraksturs