Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 10

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEILSUGÆSLAN er hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar. Með of lít- illi nýliðun í röð sérfræðinga í heim- ilislækningum og brotthvarfi manna úr greininni molnar hornsteinninn, að því er fram kom í máli Katrínar Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki á Al- þingi, sem gerði heilsugæsluna í Reykjavík að umtalsefni í fyrir- spurnatíma ásamt flokkssystur sinni Ástu Möller. Gerðu þær heilbrigðis- ráðherra fyrirspurnir varðandi möguleika á þjónustusamningum um rekstur heilsugæslustöðva í Reykja- vík og inntu jafnframt eftir ástæðum fyrir því að heimilislæknar hafa ekki fengið leyfi hjá Tryggingastofnun ríkisins til að starfa sjálfstætt við sérgrein sína á eigin stofum á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár. Katrín sagði að í dag vantaði 15–20 heimilislækna á höfuðborgarsvæð- inu og um 20 á landsbyggðinni. Með- alaldur sérfræðinga í heimilislækn- ingum færi hækkandi, en sífellt fleiri verkefnum væri beint að heilsugæsl- unni. Til að fá fleiri nýliða inn í hóp heimilislækna þyrfti stefna stjórn- valda að vera skýr og leggja þyrfti á það áherslu að frumþjónustan stæði undir nafni. „Þótt talsvert hafi áunnist og ráðuneyti heilbrigðismála lagt sig fram um að fjölga læknum dugar það ekki til þegar fólk flyst til Reykjavík- ur í þeim mæli sem verið hefur. Þeir læknar sem enn eru í vinnu mega ekki brenna út vegna þrýstings ut- anfrá, þeir þurfa að fá sín eigin frí og hafa taugar til að yfirgefa svæði sitt og sjúklinga þótt enginn fáist afleys- ari. Þetta er því vandamál fólksins sem ekki kemst að,“ sagði Katrín ennfremur. Í svörum Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra kom fram að í auknum mæli væri verið að vinna að gerð þjónustu- samninga á vegum hinna ýmsu ráðu- neyta. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefði unnið ötullega að gerð árangursstjórnarsamninga og þjónustusamninga við eigin stofn- anir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstofnanir. Gerði hún ráð fyrir að samningum af þessum toga mundi fjölga á næstu mánuðum. Kom fram að innan heilsugæslunnar í Reykja- vík væru nú tveir þjónustusamning- ar í gildi, annars vegar við Heilsu- gæsluna í Lágmúla og hins vegar við Læknavaktina, og í báðum tilfellum væri reynslan mjög jákvæð. Sagðist hún hafa beint því til stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík að undirbúa rekstur næstu heilsugæslustöðvar með það í huga, að leitað verði eftir sjálfstæð- um rekstraraðilum til að bera ábyrgð á starfseminni og gerður við þá þjónustusamningur. Sagðist hún helst hafa heilsugæslusvæðið við Heima og Voga í huga í þessu sam- bandi, en einnig annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu þar sem vaxandi þörf væri fyrir nýjar heilsugæslu- stöðvar. Þá upplýsti ráðherra að 15 heimilislæknar hefðu nú leyfi hjá TR til að starfa sjálfstætt. Eru þeir allir í Reykjavík. Sagðist hún fylgjandi breytilegum rekstri innan heilsu- gæslunnar og minnti í því sambandi á að nú eru fimm mismunandi rekstrarform við lýði innan heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Til að nýir heimilislæknar fái að taka til starfa þarf samkvæmt samn- ingi TR við sjálfstætt starfandi heimilislækna samdóma álit héraðs- læknis, Læknafélagsins og TR um að þörf sé á fleiri læknum til starfa. Ráðherra sagði það skoðun héraðs- læknis og ráðuneytisins að mikil- vægt væri að færa samning þennan frá TR til stjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík og að því loknu fjölga stöðum sjálfstætt starfandi heimilis- lækna. Þetta hefði mætt nokkurri andstöðu, en vonandi leystust þau mál þó farsællega og fljótlega. Heilbrigðisráðherra vill semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslustöðva Segir jákvæða reynslu af þjónustusamningum ÁRLEGA verður veitt fé af fjárlög- um í ferðasjóð íþróttafélaga til að standa straum af kostnaði við keppnisferðir þeirra á viðurkennd- um mótum, verði tillaga til þingsá- lyktunar tveggja þingmanna Fram- sóknarflokksins samþykkt á Alþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason en í því felst að- menntamálaráðherra setji reglur um starfsemi sjóðsins og úthlutun úr honum. Í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að drjúgur þáttur í rekstri einstakra íþróttadeilda sé fjármögn- un keppnisferða vegna viður- kenndra móta, svo sem Íslandsmóts og bikarkeppni. Félögin standi mis- vel að vígi hvað þennan kostnaðarlið varðar. Sem dæmi megi nefna þátt- töku keppnisliða frá Ísafirði í úrvals- deild körfuknattleiks, þátttöku knattspyrnu- og handknattleiksliða frá Vestmannaeyjum, blakliða af Austurlandi og knattspyrnu-, körfu- knattleiks- og handknattleiksliða frá Sauðárkróki og Akureyri. Í ein- stökum flokkum geti verið um að ræða fjölda ferða utan af landi til höfuðborgarsvæðisins þar sem flest keppnislið í viðkomandi flokkum eru. Lið á suðvesturhorninu þurfi reyndar einnig að leggja í kostnað vegna keppnisferða út á land en í sumum tilvikum geti verið um eina ferð á keppnistímabili að ræða fyrir höfuðborgarlið á móti jafnvel tíu ferðum sama keppnisflokks af lands- byggðinni. Stofnun ferða- sjóðs íþrótta- félaga lögð til ÞAÐ var sannkallaður alþingis- kvennafans sem fagnaði fram- sóknarmanninum Jóni Kristjáns- syni, formanni fjárlaganefndar, á kaffistofu Alþingishússins um eft- irmiðdaginn í gær. Var þar kom- inn hópur kvenna sem sótti Jón heim á skrifstofu hans undir lok jólaanna í fyrra þegar beðið var lokaatkvæðagreiðslu og þáði veit- ingar. Við það tækifæri var tekin mynd af Jóni og alþingiskonunum sem algjörlega er hafin yfir flokkadrætti og var hún afhent í gær ásamt hlýjum kveðjum kvennanna sem sögðust ætla að gera þetta að árvissum viðburði. Á skjali sem Jóni var fengið við þetta tilefni er þessi vísa: „Hér situr Jón eins og plantinn plómi / pæjur mæna upp til hans / eins og þær mæri einum rómi / þá öndvegissmíði skaparans.“ Við þetta tilefni þakkaði Jón kærlega góðar gjafir, en lét þess um leið getið að þessi mynd færi upp á vegg á skrifstofunni, hann þyrði ekki að taka hana með heim! Morgunblaðið/RAX Kvenna- fans fagn- aði Jóni BREYTINGAR á ákvæðum laga um almannatryggingar er lúta að rétti ellilífeyrisþega til tekjutrygg- ingar, voru afgreiddar frá Alþingi í gær. Þingmenn allra stjórnarand- stöðuflokkanna sögðust ekki leggj- ast gegn því að komið væri að hluta til móts við öryrkja í kjölfar dóms Hæstaréttar í öryrkjamálinu, en sátu hjá og vísuðu allri ábyrgð á ríkisstjórnina. Önnur og þriðja umræða um frumvarpið fór fram í gær og var sérstök atkvæðagreiðsla síðdegis til að afgreiða málið sem lög frá Al- þingi, en enginn þingfundur er í dag og í næstu viku verður nefnd- avika á Alþingi. Í áliti meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar er lögð áhersla á að samráð hafi verið haft við full- trúa ellilífeyrisþega áður en frum- varpið var lagt fram og lýsir meiri- hlutinn sig sammála þeirri afstöðu sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpið að til framtíðar eigi sömu efnisrök við um réttindi elli- lífeyrisþega og örorkulífeyrisþega að þessu leyti. Þó lagði meirihlutinn til breyt- ingatillögu með lögunum sem sam- þykkt var, en þar var orðalagi breytt þannig að ekki færi á milli mála að þeir sem ekki hafa sótt um tekjutryggingu en eiga rétt á henni gætu sótt um hana sér til handa og ættu þá sama rétt og aðrir sem réttar munu njóta samkvæmt lög- unum. Í áliti minnihluta nefndarinnar segir að með frumvarpinu megi segja að ríkisstjórnin hafi nú fallist á að sömu sjónarmið eigi að gilda um réttindi ellilífeyrisþega og gilda um réttindi örorkulífeyrisþega. Einungis sé þó talið að þessi sjón- armið eigi að gilda til framtíðar, en réttur ellilífeyrisþega aftur í tím- ann ekki viðurkenndur. Þessu mót- mæli minnihluti nefndarinnar og færir fyrir því rök að um afturvirka breytingu hefði átt að vera að ræða. Hitaveita Suðurnesja Í gær var einnig samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um stofnun hluta- félags Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt þeim er heimilt að sameina Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar og stofna hlutafélag um reksturinn er nefnist Hitaveita Suðurnesja hf. Ríkis- stjórninni er heimilt að leggja hlutafélaginu til hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja. Lög um almannatryggingar samþykkt Ellilífeyrisþegum tryggð sömu réttindi og öryrkjum nýrra kjarasamninga dregst veru- lega á langinn. Ákvæðin eiga þó að- eins við og verða því aðeins virk að kjarasamningar viðkomandi stéttar- félags hafi verið lausir lengur en í sex mánuði. Sé nýr kjarasamningur gerður innan sex mánaða frá því að eldri kjarasamningur féll úr gildi hafa þau ákvæði sem frumvarpið fel- ur í sér enga beina virkni. Ákvæðin ættu samt sem áður að hafa óbeina virkni í þá veru að hvetja aðila kjara- deilu til þess að leysa mál sín fyrr en ella. Samtök fiskimanna ekki sökuð um of mikla verkfallsgleði Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að kjarasamningar hafi oft dregist á langinn hjá fiskimönnum sem lengst hafa átt LÍÚ að beinum viðsemjendum, þótt samtök vinnu- veitenda og nú síðast Samtök at- vinnulífsins, SA, hafi verið þar með hlutverk. Segir þar að „samninga- tækni“ LÍÚ sl. 14 ár hafi haft þau áhrif á kjör og kjarasamninga fiski- manna að þeir hafi ekki notið kaup- breytinga á launaliðum eða annarra kjarabóta til jafns við aðra launþega í landinu. Þar muni miklu í tíma, 2.343 dögum eða tæplega sex og hálfu ári á síðustu fjórtán árum. „Samtök fiskimanna verða varla með sanngirni sökuð um of mikla verkfallsgleði til þess að þvinga út- gerðina til samninga þegar litið er á að fiskimenn voru sex og hálft ár á sl. 14 árum með lausa kjarasamninga þegar aðrir nutu kauphækkana mestallan þann tíma. Þess eru þó dæmi að kjarasamningar annarra hafi verið lausir einhverja mánuði, en afrek LÍÚ í þessum efnum er einsdæmi,“ segir í greinargerðinni. GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Með frumvarp- inu segist hann leggja til réttarbót fyrir launþega ef upp kemur sú staða að kjarasamningar séu lausir mán- uðum saman. Í frumvarpinu eru lögð til viðbót- arákvæði þess efnis að launþegum verði tryggðar sambærilegar launa- breytingar og öðrum launþegum hafa verið tryggðar fyrir sömu tíma- bil eða ár ef svo hagar til að gerð Sjómenn með lausa samninga í hálft sjöunda ár á síðustu 14 árum Kjarasamningar verði ekki lausir mánuðum saman ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.