Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 21

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 21 ✔ Margar stærðir og gerðir ✔ Fáið senda bæklinga ✔ Leitið tilboða Sumarhús frá Norður-Noregi Blönduósi - Gestur Guðmundsson rafvirki, hestamaður og söngvari og Joddi, fimm vetra foli voru á leið um vestanverðan ós Blöndu í síðdeg- isblíðunni og komust ekki hjá því að sjá hinar framkvæmdir Norðurtaks frá Sauðárkróki. Verið er að ljúka framkvæmdum á130 m löngum sjó- varnargarði við austurbakka Blönduóss sem staðið hafa yfir í um mánuð. Mikil þörf er að verja strandlengjuna við Blönduós því aurburður úr Blöndu hefur minnk- að til mikilla muna frá því Blanda var virkjuð og veldur því að sandur í fjörunni hefur minnkað og haf- aldan hefur átt greiða leið að landi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sjóvarnar- garður á Blönduósi FULLTRÚAR Grindavíkurlistans hafa slitið meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokkinn eftir tveggja ára samstarf í bæjarstjórn Grinda- víkur. Þetta er í annað sinn á kjör- tímabilinu sem meirihlutasamstarf slitnar í bæjarstjórn en Framsókn var í samstarfi við sjálfstæðismenn í eitt ár eftir kosningar árið 1998. Ástæðan fyrir klofningnum nú er sú að fulltrúar Framsóknar vildu ekki standa við það það atriði málefnasamnings flokkanna að Hörður Guðbrandsson, fulltrúi Grindavíkurlistans, tæki við for- mannssæti Ómars Jónssonar, Sjálfstæðisflokki, í stjórn Hita- veitu Suðurnesja. Grindavíkur- kaupstaður á tæp 12% í Hitaveitu Suðurnesja og hefur Ómar verið stjórnaformaður frá síðustu bæj- arstjórnarkosningum. Hallgrímur Bogason, oddviti framsóknarmanna, segir að ástæð- an fyrir klofningnum sé sú að meirihluta fulltrúa í bæjarstjórn hafi ekki þótt það samræmast hagsmunum Grindavíkur að odd- viti Grindavíkurlistans, Hörður Guðbrandsson, sem jafnframt hef- ur verið forseti bæjarstjórnar, tæki stöðu stjórnarformanns Hita- veitu Suðurnesja. „Það var meira en Samfylkingin, eða Grindavíkurlistinn eins og það heitir hjá þeim, gat þolað og því fór sem fór. Við framsóknarmenn studdum núverandi stjórnarmann í Hitaveitu Suðurnesja, Ómar Jóns- son, sem búinn er að vera þar á kjörtímabilinu og okkur fannst hagsmunum Grindavíkur betur borgið með því að hann sæti þar áfram.“ Sjálfstæðismenn og Framsókn í meirihlutasamstarf á ný Að sögn Hallgríms hefur sam- starfið við Grindavíkurlistann ver- ið stirt í nokkuð langan tíma, en hann segist ekki hafa metið stöð- una þannig að stirðleikinn væri það mikill að meirihlutinn félli á því hver sitji sem stjórnarformað- ur Hitaveitunnar. Hallgrímur sagði að í framhaldinu yrði fljót- lega rætt við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Grindavíkur. Hörður Guðbrandsson, fráfar- andi forseti bæjarstjórnar, segir að aðdragandinn að slitum á sam- starfi flokkanna spanni tæpt ár. „Það hafa verið erfiðleikar í sam- starfinu frá því í fyrravor sem enda með slitum á meirihlutafundi. Fyrir ári var ágreiningur um nokkur mál og þá neituðu fulltrúar Framsóknarflokksins að mæta á meirihlutafundi um tíma. Og loks í gær neituðu þeir að standa við samkomulagið í málefnasamningn- um um stjórnarkjör í Hitaveitu Suðurnesja. Öll önnur stjórnakjör hafa gengið eftir samkvæmt sam- komulaginu og við ákváðum þá að slíta samstarfinu.“ Hörður sagðist meta stöðuna þannig að líklegast myndu Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur taka upp meirihlutasamstarf á nýjan leik. Grindavíkurlistinn sleit meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn Deilt um stjórn- arsetu í Hitaveitu Suðurnesja NÝTT íþróttahús verður vígt laug- ardaginn 17. mars á Breiðdalsvík og hefst vígslan kl. 14. Fjölbreytt dagskrá verður í tilefni vígslunnar og verður hún í höndum grunnskól- ans, leikskólans, tónlistarskólans og Umf. Hrafnkels Freysgoða. Að lokinni dagskrá í íþróttahúsinu verður boðið upp á veitingar í grunnskólanum. Fyrsta skóflustunga fyrir íþróttahúsinu var tekin 1. apríl á síðasta ári af öllum leikskóla- og grunnskólabörnum í Breiðdals- hreppi. Bygging hússins hefur tekið innan við eitt ár og er heildarkostn- aður um 51 millj. kr. Heildarstærð hússins er 673 m². Íþróttasalur er 14,5 x 27 m en í húsinu er einnig að- staða fyrir líkamsrækt. Næsta framkvæmd á sviði æskulýðs- og íþróttamála í sveitarfélaginu er bygging sundlaugar. Ráðgert er að sundlaugin rísi við hlið íþróttahúss- ins þannig að samnýta megi bún- ingsaðstöðu, segir í fréttatilkynn- ingu. Vígsla íþróttahúss Breiðdalshrepps AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið. Þumalína, Pósthússtræti 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.