Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 25

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 25
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 25 dd Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Turninum, miðbæjarhúsinu, Hafnarfirði, laugardaginn 24. mars kl. 13 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. 3. Tillaga stjórnar þess efnis að kosið verði um að samstarfssamningur sveitanna verði styttur um eitt ár og starfað verði eftir lögum sveitarinnar frá aðalfundi 2001. Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar MJÖG góð þorskveiði hefur verið í nánast öll veiðarfæri á vertíðar- svæðinu frá Breiðafirði, suður um og austur að Höfn. Verkfall sjó- manna setur því stórt strik í reikn- inginn hjá vertíðarbátunum, sem verða að hætta veiðum yfir hábjarg- ræðistímann. Ljóst er að fisk- vinnsluhúsin munu öll eiga fisk til vinnslu fram yfir helgi. Trillukarlar sjá hins vegar fram á góða tíma nú, það spáir blíðu og líklegt að verð eigi eftir að hækka á mörkuðunum, þeg- ar fiskskorturinn fer að segja til sín. „Það er ágætis afli í nánast öll veiðarfæri, nema færi,“ sagði Grétar Sigurðsson, vigtarmaður í Grinda- vík, í samtali við Verið í gær. „Stærri netabátar hafa verið að koma með upp í 20 tonn inn og smærri bátarnir með 5 til 10 tonn. Trollbátar hafa verið að fá ágætt líka. Línubátarnir hafa verið að fiska mjög vel og loðnubátarnir stoppa ekki. Það hefur gengið bæri- lega að landa þessu öllu. Við erum með fjóra löndunarkrana og línubát- arnir eru dálítinn tíma að landa, þegar þeir koma með svona mikið svo það hefur kannski orðið einhver smábið. Nú eru menn bara að búa sig und- ir verkfall. Línubátarnir lönduðu vel flestir um helgina til að stramma sig af fyrir verkfall og það verður vafa- lítið mikið um að vera í kvöld og nótt. Bátarnir mega vera að til 10 eða svo og þurfa að taka upp netin og koma seint að. Það nýta allir tím- ann eins og þeir geta. Þetta kemur á slæmum tíma, sérstaklega fyrir ver- tíðarsvæðið. Það lamast ansi mikið,“ sagði Grétar. Trillukarlar mega róa í verkfall- inu og segir Grétar að frá Grindavík rói um 20 trillur með línu, einhverjir séu á netum og svo færabátarnir. Hann segir að trillunum fari fjölg- andi enda ætli trillukarlar sér að gera það gott í verkfallinu, einir um hituna. Þeir, sem sendi ferskan fisk utan í flugi, verði að fá fisk og eins sé líklegt að ýsuverð á innanlands- markaðnum hækki. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Trillukarlar hugsa sér nú gott til glóðarinnar enda mega þeir einir róa í verkfalli. Á myndinni er verið að landa úr Brynjari GK 22. Þar var handaflið notað við að koma aflanum úr bátnum og í kar uppi á bryggju. „Það lamast mjög mikið“ MJÖG góð loðnuveiði var rétt austan við Ingólfshöfða í gær og kepptust skipin við að fylla sig fyrir sjómanna- verkfallið. Þannig þurfti aðeins tvö köst til að fylla Örn KE í gærmorg- un, auk þess sem Guðrún Þorkels- dóttir SU fékk um 600 tonn úr nót Arnarins. Jón Axelsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, var að kasta á Meðal- landsbugt þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann vonaðist til að ná að fylla skipið áður en verk- fallið hæfist í gærkvöldi. „Það er mokveiði og mjög blóðugt að þurfa að hætta veiðum, alveg skelfilegt. Nú er loksins farið að mokveiðast úr aust- urgöngunni og það væri hægt að veiða úr henni 7 til 10 daga í viðbót,“ sagði Jón. Vertíðin í góðu meðallagi Vinnsla á loðnuhrognum er enn í fullum gangi hjá flestum framleið- endum. Jón Helgason hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi segir að hrognavinnslan hafi gengið vel til þessa og átti hann von á að hægt yrði að skera þá loðnu sem barst til Akra- ness í gær. Um 400 tonn voru fryst af loðnu á Japansmarkað hjá HB á þessari vertíð og segir Jón vertíðina því hafa verið í þokkalegu meðallagi. „Það kom reyndar bræla í um viku- tíma þegar við hefðum getað fryst mikið á Japan. Eins hefur átan svolít- ið verið að hrella okkur. En að öðru leyti er ekki hægt að segja annað en vertíðin hafi gengið vel,“ sagði Jón. Hrognavinnsla var einnig í fullum gangi hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað í gær að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar vinnslustjóra. „Hrognin eru ennþá eins og best verður á kosið og við náum vonandi að frysta upp í þá samninga sem gerðir voru eða um 380 tonn. Við höf- um lítið heilfryst af loðnu á Japan, sennilega ekki meira en 80 tonn.“ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gerði samninga um sölu á um 3.000 tonnum af loðnuhrognum fyrir ver- tíðina og um 5.000 tonnum af heil- frystri loðnu á Japansmarkað og seg- ir Steindór Gunnarsson, deildarstjóri hjá SH, að væntanlega náist að fram- leiða upp í gerða samninga. Framleiðendur SÍF hf. eru búnir að frysta um 1.500 tonn af loðnu á Japansmarkað að sögn Bjarna F. Sölvasonar deildarstjóra og um 800– 1.000 tonn af loðnuhrognum. SÍF gerði fyrir vertíðina rammasamning um sölu á um 7.000 tonnum af heil- frystri loðnu á Japan og segir Bjarni að enn sé verið að frysta upp í samn- inginn hjá framleiðendum SÍF í Nor- egi. Þá séu framleiðendur SÍF búnir að frysta um 6.000 tonn af loðnu á Úkraínu og Rússland. 140–150 þúsund tonn væntanlega eftir af kvótanum Í gærmorgun höfðu borist um 617 þúsund tonn af loðnu frá áramótum en rúm 743 þúsund tonn að sumar- og haustvertíðum á síðasta ári með- töldum. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist á land um 704 þúsund tonn á vetrarvertíðinni en samtals um 784 þúsund tonn að sumar- og haustveiði árið 1999 meðtalinni. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gærmorgun, að tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar, að auka loðnu- kvóta yfirstandandi vertíðar um 100 þúsund tonn. Ætla má að í gær hafi þau loðnuskip sem voru að veiðum náð að veiða á bilinu 20–25 þúsund tonn og því hafi verið á bilinu 140–150 þúsund tonn eftir af heildarloðnu- kvótanum þegar yfirvofandi verkfall sjómanna átti að hefjast í gærkvöldi. Verkfall stöðvar loðnuveiðarnar „Blóðugt að hætta veiðum“ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hrognavinnslan hefur gengið vel hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaup- stað og hafa þar verið framleidd um 380 tonn af hrognum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.