Morgunblaðið - 16.03.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 27 NORÐMENN hafa ekki í hyggju að skera niður olíuframleiðslu sína sagði Sissel Edvardsen, talsmaður olíu- og orkumálaráðuneytins þar í gær. Edvardsen sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að slíkar áætlan- ir væru a.m.k. ekki á dagsskránni núna. Ummælin koma í framhaldi af vangaveltum um að fulltrúar aðild- arríkja Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) muni komast að þeirri nið- urstöðu á fundi sínum, sem hefst í Vín í dag, að dregið verið úr fram- leiðslu aðildarlanda. Heimildamaður AFP-fréttastof- unnar tengdur fulltrúanefnd OPEC hafði fyrr í gærdag gefið í skyn að Noregur og Mexikó, olíuríki sem eru utan OPEC, myndu haga fram- leiðslu sinni í samræmi við niður- stöður fundarins í Vín. Edvardsen sagði að ríkisstjórn Noregs vildi leggja sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika markaðarins. Hún fylgdist grannt með þróun mála og væri reiðubúin til að laga sig að henni ef nauðsyn krefði. Líklegt er talið að fulltrúarnir ákveði að minnka heildarframleiðsl- una um allt að milljón föt á dag. Markmið OPEC er að halda verðinu á olíufatinu í 25 Bandaríkjadollurum, liðlega 2.000 krónum. Fulltrúar OPEC segjast staðráðnir í að halda verðinu uppi þótt nýjar upplýsingar bendi til þess að olíukaup fari nú minnkandi í mikilvægum Asíulönd- um, m.a. vegna áhrifa af samdrætti í efnahag Bandaríkjanna. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumála- stofnunarinnar, IEA, segir að olí- unotkun í Kína og á Indlandi hafi minnkað verulega í desember. Hefur IEA því endurskoðað spá sína um væntanlega olíunotkun í heiminum á árinu, hún verði minni en ætlað var. Höfundar skýrslunnar segja að sam- ræmdar aðgerðir OPEC til að minnka framleiðsluna í von um að halda verðinu háu eigi að hluta til sök á samdrætti í efnahagsmálum og minnkandi spurn eftir olíu. Olíumálaráðherrar OPEC-land- anna segja á hinn bóginn að vestræn iðnríki hafi of lengi getað keypt olí- una á lágu verði og þeir hafi fyrst og fremst í huga að tryggja að útflutn- ingsríkin hafi framvegis miklar tekjur af olíunni. Enginn niðurskurður í Noregi? Talið að fulltrúar OPEC-ríkja muni ræða samdrátt í framleiðslu á fundi í Vín EGYPSKUR leiðsögumaður sem tók fjóra þýska ferðamenn í gíslingu sl. mánudag gafst upp í gærmorgun. Lögreglan beið Ibrahaims Ali el-Sayyed Moussa á jarðhæð íbúðarhúss- ins þar sem hann hélt til og handtók hann. Nokkrum klukkustundum áður en hann gafst upp sagði Moussa AP-fréttastofunni að hann iðraðist þess að hafa hótað að drepa gíslana ef fyrrverandi eiginkona hans, sem býr í Þýskalandi, sneri ekki aftur til Egyptalands með syni þeirra. Moussa neitaði því einnig í samtalinu að gíslatakan hefði verið sviðsett. Hann sagði þó að mögulegt væri að hann hefði fengið hugmyndina frá einum þeirra. Gíslarnir, sem eru á aldrinum 22–48, munu gefa vitnisburð um málið. Hjúkrunar- kona sek um morð FYRRVERANDI hjúkrunar- kona við sjúkrahús í North- ampton í Massachusetts í Bandaríkjunum, Kristen Gil- bert, hefur verið fundin sek um morð á fjórum sjúklingum og tilraun til að myrða tvo í viðbót. Saksóknarar í málinu sögðu Gil- bert hafa verið að reyna að heilla kærastann sinn með því að gefa sjúklingunum banvæn- an lyfjaskammt. Kviðdómur mun síðar taka af- stöðu til þess hvort Gilbert verður dæmd til dauða eða fangavistar. Kommúnistar mótmæla MÓTMÆLI gegn forseta Úkr- aínu, Leoníd Kuchma, héldu áfram í gær. Þá gengu 3.000 kommúnistar um götur Kíev og kröfðust afsagnar forsetans. Margir þátttakenda í mótmæl- unum í gær voru ellilífeyrisþeg- ar sem sakna gömlu Sovétríkj- anna. Rauðum fánum var haldið á lofti og sumir sungu „Inter- nationalinn“, baráttusöng kommúnista. Mótmæli gegn Kuchma eru nánast daglegt brauð í Kíev. Hingað til hafa þau einkum ver- ið á vegum stjórnarandstæð- inga sem telja Kuchma hafa átt hlut að morði á blaðamanni á síðasta ári. 60% ánægð með Bush GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti nýtur nú stuðnings um 60% kjósenda og er það svipað hlut- fall og faðir hans, George Bush eldri, og forverinn í embætti, Bill Clinton, höfðu fyrstu mán- uðina í embætti. Í nýrri könnun sem gerð var fyrir The New York Times og CBS kemur fram að meira en helmingur kjósenda viðurkennir að Bush sé lögmætur forseti. Þó eru þrír af hverjum fjórum blökku- mönnum á því að hann sé ekki réttkjörinn. Meirihluti aðspurðra styður tillögur Bush um skattalækkun þótt flestir virðist álíta að þær komi einkum efnafólki að gagni. Fáir virðast hrifnir af hug- myndum um að dregið verði úr fjárstuðningi við grunnskóla sem ekki standa sig. STUTT Gíslatöku lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.