Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 32

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ STORMUR og Ormur, barnaeinleik- ur byggður á sögu með myndum eft- ir Barbro Lindgren og Ceciliu Tor- udd, er fyrsti einleikurinn á dagskrá Kaffileikhússins á yfirstandandi ein- leikjadögum. Barnaeinleikurinn verður sýndur á sunnudag kl. 15. Einleikari er Halla Margrét Jóhann- esdóttir. Leikstjóri er Thomas Ahrens. Einleikurinn Stormur og Ormur fjallar um mann sem hittir ánamaðk sem vill vera vinur hans. Manninum líst auðvitað ekkert á það. Þó maður sé einmana leggur maður ekki lið sitt við hvern sem er…eða hvað? Á end- anum tekst þó góð vinátta með þeim Stormi og Ormi, þeir félagar taka sér ýmislegt fyrir hendur og eru ekki alltaf á eitt sáttir. Barnaeinleikurinn Stormur og Ormur er byggður á sænskri barna- bók eftir Barbro Lindgren og Ceciliu Torudd og var upphaflega leikgerð bókarinnar unnin af By-teatern í Svíþjóð. Sú leikgerð hefur verið sýnd víða um heim við miklar vinsældir. Í Þýskalandi vann Thomas Ahrens nýja leikgerð verksins sem byggði að nokkru leyti á upphaflegu leikgerð- inni. Sýningin Stormur og Ormur í Kaffileikhúsinu byggir á leikgerð Thomasar. Barnaein- leikur í Kaffileik- húsinu Halla Margrét Jóhannesdóttir leikur Storm og Orm. LEIKFÉLAG Siglufjarðar er 50 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur verið ráðist í að setja upp sýningu á Djöflaeyjunni eftir Einar Kára- son í leikstjórn Guðjóns Sigvalda- sonar og verður frumsýningin í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í Nýja bíói á Siglufirði. Leikstjórinn leggur áherslu á kómíska þáttinn í þessu drama- tíska verki, þar sem dramatíkin er brotin upp með spaugilegum að- stæðum, fyndnum persónum og síðast en ekki síst, mikilli tónlist frá braggaárunum. Alls taka 16 leikarar þátt í sýningunni. Í helstu hlutverkum eru Sigrún Ingólfs- dóttir, Ingi Hauksson, Maríanna Kristinsdóttir og Páll Þorvaldsson. Efni verksins er mörgum kunn- ugt, en það er samið eftir skáld- sögu Einars Kárasonar sem var m.a. kvikmynduð. Braggarnir sem setuliðið á stríðsárunum skildi eft- ir sig í Reykjavík leystu þann mikla húsnæðisvanda sem skap- aðist vegna fólksflutninga til borg- arinnar. Þeir voru ódýrt húsnæði sem fólk fékk úthlutað hjá hús- næðismálanefnd. Við þessa ráð- stöfun myndaðist ákveðið bil milli fólksins í bröggunum og hinna sem bjuggu í betra húsnæði. Á síðastliðnu ári bryddaði leik- félagið upp á þeirri nýjung að bjóða upp á sýningu með kvöld- verði, í samstarfi við Nýja bíó 1924. Vegna vinsælda þeirra verð- ur einnig svo í þetta sinn og verð- ur matseðillinn að hætti bragga- búa. Morgunblaðið/Halldór Þormar Maríanna Kristinsdóttir, Páll Þorvaldsson og Guðmundur Guðlaugsson í Djöflaeyjunni. Djöflaeyj- an sett upp á Siglufirði Siglufjörður. Morgunblaðið. Í NORRÆNA húsinu á sunnu- dag, kl. 14, verður kvikmynda- sýning fyrir börn. Þá verður sýnd norska ævintýramyndin Leitin að nýrnasteininum, leik- stjóri er Vibek Idsøe. Framleið- andi er John M. Jakobsen. Myndin segir frá því er kvöldið áður en Simen og afi hans ætla til Kaupmannahafnar gista þeir í kofa á lítilli eyju. Þegar afi verð- ur allt í einu veikur verður Sim- en hræddur. Hann skilur ekki hvað er að afa og leitar hugg- unar hjá traustum vini sínum, bangsanum. Bangsinn talar bæði og hugsar og gefur góð ráð. Hann dregur fram efna- fræðidótið hans Simens, þar sem leynast galdraefni. Bangsi gerir Simen pínu-agnar-lítinn svo að hann getur farið inn í afa. Í myndinni er blandað saman tölvutækni við venjulega kvik- myndatækni, líkami afans er skoðaður að innan og rauðu og hvítu blóðkornin leika stórt hlut- verk. Aðgangur er ókeypis. Ævintýramynd í Norræna húsinu ALICE er þreytt á því að búa í Suður-Afríku, þreytt á flækingnum um allan heim með eiginmanninum, Peter, sem byggir stíflur og er enn óánægð eftir að hafa misst barn í Afríku. Einmitt þegar hjónabandið er orðið laust í reipunum er Peter rænt af skæruliðum og málaliðinn Terry Thorne kemur Alice til hjálpar en á milli þeirra kviknar ástarneisti. Þessi tilfinningalega úlfakreppa sem Alice er komin í er efni í gott sál- fræðidrama sem væri kryddað með mannránsspennu og auðvitað bless- aðri ástinni. En þessi mynd virkar ekki, hún er hundleiðinleg og hrein- lega hlægileg á köflum. Í fyrsta lagi tekst ekki að byggja upp neina samúð með persónunum þar sem óáhugaverð stíflu- og olíu- pólitík eru í fyrirrúmi í upphafi og rétt er tæpt á Alice og aðstæðum hennar. Þegar ránið á sér stað er manni því nokk sama, og fer að bíða eftir að Terry Thorne birtist og ást- arsagan byrji. En hún lætur á sér standa ásamt framvindu og spennu myndarinnar, bæði í mannráninu og innra með Alice. Mestur hluti myndarinnar fer í að Crowe sýnir að hann er klár gæi og kann sitt fag, en það var búið að af- greiða með upphafsatriði myndar- innar. Russell Crowe er alls ekki heillandi í þessu hlutverki og virðist einhvern veginn ekki finna flöt á per- sónunni, annan en þann að hann er harður nagli. Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar hann birtist í felugallanum með svartmálaðan nebbann sinn, eins og hann væri að leika í Dýrunum í Hálsaskógi. Meg Ryan sýnir að hún hefur því miður enga dramatíska dýpt og túlkun hennar á konu í hræðilegri aðstöðu er bæði flöt og algjörlega laus við allt raunsæi. David Morse sem leikur Peter er hins vegar ágætur og Gottfried John er skemmtilegur sem samfangi hans. Öll atriðin sem sýna mannránið eru almennilegri. Þau eru raunsærri, betur leikin og þar nýtur sín frábær kvikmyndataka, sem er sá þáttur myndarinnar sem stendur upp úr hvað fagmennsku varðar. Þessi mynd er allan tímann að byrja. Ránið er algjörlega óspenn- andi þar til rétt í lokin, sem gengur ekki. Og þegar Terry kyssir Alice eins og þau hafi verið gift til margra ára rekur maður upp stór augu því maður vissi ekki að neitt væri að ger- ast á milli þeirra, en hafði þó grunað það af því að maður var búinn að sjá kynningarmyndbandið. Ójafnvægi er ríkjandi í þessari mynd. Hún er oft ósmekkleg og ófrumleg, hún er með eindæmum langdregin og fyrirsjáanleg í þokka- bót. Proof of Life er ein versta mynd sem ég hef séð lengi, lengi. Ástir og átök í frumskóginum KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjórn: Taylor Hackford. Hand- rit: Tony Gilroy. Aðalhlutverk: Meg Ryan, Russell Crowe, David Morse, Pamela Reed og David Caruso. Warner Bros. 2000. PROOF OF LIFE  Hildur Loftsdótt ir TÓNLIST frá Vín og Broadway hljómaði á Hótel Borgarnesi síðast- liðið sunnudagskvöld við mikla ánægju þeirra 130 Borgfirðinga sem á hlýddu. Flytjendur voru Veislu- tríóið en í því eru Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó, Páll Einarsson á kontrabassa og Sigurður Ingvi Snorrason á klarínettu. Tríóið hafði með sér góðan liðsauka, þau Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og söngv- arana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópr- an og Bergþór Pálsson baríton. Á efnisskrá kvöldsins var sígild tónlist af léttara taginu, nokkurs konar þverskurður af tónlist frá tveimur heimsálfum af ólíkum upp- runa sem á það sameiginlegt að hafa náð miklum vinsældum um allan heim. Fyrri hluti tónleikanna inni- hélt tónlist frá Vín og voru m.a. leik- in og sungin verk eftir Strauss, Schrammel og Stolz. Eftir hlé tók við söngleikjatónlist frá Broadway m.a. eftir Gershwin og Webber. Viðstadd- ir hylltu flytjendur með lófataki og fengu í staðinn að heyra þrjú auka- lög. Tónlistarfélag Borgarfjarðar stóð fyrir tónleikunum en það hefur starf- að ötullega að því að sinna allri teg- und tónlistar og haft það að mark- miði að Borgfirðingar gætu heyrt fjölbreytta og vandaða tónlist. Tón- leikarnir voru annað verkefni félags- ins af þremur á þessu 34. starfsári. Árlegir aðventutónleikar voru haldnir í Reykholtskirkju í samvinnu við Borgarfjarðarprófastsdæmi fyrir jólin þar sem Kammerkór Vestur- lands flutti metnaðarfulla dagskrá. Hinn 16. júní nk. mun svo Trio Is- landico halda djasstónleika í Borg- arfirði. Húsfyllir á Vínartónleikum Borgarnes. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Veislutríóið í Borgarnesi: Páll Einarsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Sigurður Ingvi Snorrason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.