Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 35

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 35
FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 35 Borðstofusett Borð + 6 stólar Stækkanlegt borð 140-220x85, Eldhússett Borð + 4 stólar Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Sunnudaga frá kl. 13-16 Stækkanlegt borð 190-280x90 Í NEW York hefur sjónvarpsstöðin WNBC legið undir ámæli vegna mikillar umfjöllunar um nýja deild í ameríska fótboltanum, svokallaða XFL-deild. Áhersla sjónvarpsstöðv- arinnar á fréttir af öllu því sem við- kemur deildinni þykir ekki fagleg í ljósi þess að XFL-deildin virðist ekki ætla að ná vinsældum meðal al- mennings. Eigendur sjónvarps- stöðvarinnar eiga hins vegar jafn- framt hlut í XFL-deildinni og það er talin líklegasta skýringin á allri um- fjölluninni. Ameríski fótboltinn er ákaflega vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum. Leikmenn með hjálma og vel varðir alls konar hlífum renna saman á vellinum og verða oft af mikil átök. Áhorfendur hafa gaman af skellun- um og byltunum, líkt og þeir hafa gaman af amerísku fjölbragðaglím- unni, þar sem sviðsettar eru miklar barsmíðar og fantatök. Samtímis höfðað til áhuga á fótbolta og glímu Í febrúar sl. var átta liða XFL- deildinni hleypt af stokkunum en skammstöfunin vísar til heitisins „Extreme Football League“. Þarna sáu menn sér leik á borði og ætluðu að sameina áhuga almennings á fót- bolta og fjölbragðaglímu. Áhorfend- um var lofað að í þessari deild myndu leikmenn berjast af enn meiri hörku en ella og liðin bera flest heiti sem vísa til þessarar hörku, s.s. Djöflarnir, Ofsarnir, Brjálæðingarnir og Útlagarnir. Í auglýsingum áður en deildin tók til starfa var því nánast lofað að bein- brot yrðu daglegt brauð. Auk þess að leggja áherslu á hörku leikmann- anna var því einnig haldið á lofti að klappstýrurnar væru fallegri og léttklæddari í þessari deild en hinni hefðbundnu NFL-deild. Fjárhagur og fagleg umfjöllun NBC-sjónvarpsfyrirtækið á hlut í nýju fótboltadeildinni og hefur legið undir gagnrýni fyrir að láta fjár- hagslega hagsmuni sína ganga framar faglegri umfjöllun. Sjón- varpsstöð fyrirtækisins í New York, WNBC, hefur ekki látið sitt eftir liggja, eins og sagt var frá í stuttri grein á heimasíðu tímaritsins Brill’s Content hinn 6. mars. Sjónvarps- stöðin framleiddi m.a. þætti sem sýndir voru á undan fyrstu fjórum leikjunum í deildinni og vann fréttir um allt frá svarta og rauða fótbolt- anum sem notaður er í deildinni upp í frásagnir af fáklæddum klappstýr- um og viðtal um nýju deildina við yf- irmann íþróttadeildar NBC. Alls var 19 sinnum fjallað um deildina á sjónvarpsstöðinni frá því daginn áð- ur en fyrsti leikurinn fór fram og næstu tvær vikur þar á eftir. Á sama tíma sögðu helstu keppinautar WNBC, stöðvarnar WABC og WCBS, samtals átta sinnum frá deildinni og takmörkuðu umfjöllun sína við að sýna úr leikjum og segja frá stöðu liða. Snúa gagnrýninni á keppinautana Á heimasíðu Brill’s Content er haft eftir Jim Bell, framleiðanda XFL-þáttanna hjá NBC Sports, að keppinautarnir hafi gert of lítið úr fréttaefni frá deildinni. Þeir ætli sér augljóslega að fjalla eins lítið um deildina og þeim sé stætt á. Hann viðurkennir, að áhugi á umfjöllun verði alltaf meiri á þeim stöðvum sem eiga hlut að umfjöllunarefninu. Bill Kistner, yfirmaður þátta- gerðar á íþróttadeild WNBC, segir að NBC hafi ekki gefið út neina dag- skipun um að nýju deildinni skuli hampað sérstaklega, en hins vegar hljóti menn að líta á það hvað komi stöðinni best þegar ákvörðun er tek- in um umfjöllun. Áhorfendur ekki spenntir Brill’s Content hefur einnig eftir starfsmanni eins keppinautarins, CBS, að þar á bæ vilji menn ekki hampa fótboltadeild í eigu annarrar sjónvarpsstöðvar sem sé að reyna að auka áhorf sitt. Áhorfendur hafa hins vegar ekki verið jafnspenntir fyrir nýju deild- inni og vonast var til. Á aðeins ein- um mánuði, frá fyrsta leiknum 2. febrúar og fram til 3. mars, féll áhorfið um 75%. Reuters Sjónvarpsstöðin WNBC hefur verið gagnrýnd fyrir mikla umfjöllun um hina nýju íþróttagrein, afbrigði af ruðn- ingi með aukaskammti af ruddaskap, og sagt að um hagsmunaárekstur sé að ræða. Hér eigast við Útlagarnir frá Las Vegas og Launmorðingjarnir frá New Jersey og New York. Sjónvarpsstöð fjallar um eigin fótbolta Kaliforníu. Morgunblaðið. Í FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins nýlega var fjallað um kvenvæð- ingu grunnskólanna og notuð hug- tökin „kvenlægt“ og „karllægt“. Þessi orðnotkun vakti nokkur við- brögð lesenda sem þótti helst til langt seilst í nýyrðasmíðinni og ár- angurinn orðskrípi. Málið var borið undir Gísla Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennara á Akureyri, sem skrifar að staðaldri þáttinn Ís- lenskt mál hér í blaðið. Hér kemur svar hans: Voð = flík var í fornu máli váð. Meðan svo var, myndaðist með i- hljóðvarpi sögnin að væða(st). Hún mun upphaflega hafa verið notuð um vígbúnað, hét og heitir enn hervæða (st), í bókstaflegri merkingu að fara í bardagabúnað. Með líkingamáli voru svo mynd- aðar hliðstæður eins vélvæða(st), iðnvæða(st) og hnattvæða(st). Sam- svarandi nafnorð eru alþekkt. Kannski eru „væðingarnar“ orðnar óþarflega margar, en þetta er rétt myndað. Skóli kvenvæðist ekki beinlínis né bókstaflega; húsið fer ekki í kven- mannsföt, en skóli er dæmi um tvö- falda merkingu, ef ekki meira, það er skólahúsið og svo stofnunin með öllu sínu fólki og starfsemi. Þegar sagt er að skóli kvenvæðist, er vitanlega átt við að konum þar fari fjölgandi, þ.e. þeim sem ganga í kvenmannsfötum, ef við hugsum til upphaflegu merkingarinnar eins og í hervæðast. Ef skóli karlvæðist, þá fjölgar þar þeim sem þar ganga í karlmannsföt- um, að slepptu líkingamáli: karlkyns kennurum fjölgar. Af 3. kennimynd sagnarinnar að liggja, lágum, myndast lýsingarorð- ið lægur sem oftast er í samsetning- um, þótt hitt sé til. „Dasaður sef, því vel er lægt“, segir í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar. Í Orðastað Jóns Hilmars Jónsson- ar (afbragðs bók) segir svo: -lægur lo ná-, nær-, fjar-; norð-, suð-, aust-, vest-; mið-, kjarn-, stofn-, frum-; hlið-, að-, við-, frá-, bak-, sam-; þver-, kross-; mis-; botn-, jarð-, haf-; rúm-, kar-; land-, sveit-, stað-; kyn-, ætt-, arf-, stétt-; eðlis-, geð-; (um hesta) í-, mýr-, keldu-; djúp-, grunn-; skip-; hug-, hlut-; út- Því þá ekki líka kvenlægur og karllægur, þegar það á við? Kven- læg viðhorf liggja í konum. P.s. Karllægur er að vísu hættu- lega líkt karlægur. Af kvenvæðingu ORÐIÐ heiftarköst var notað í Morgunblaðinu nýlega um mokveiði á loðnumiðunum. Ýmsir stöldruðu við þessa notkun orðsins og lesandi hafði samband við blaðið og spurði hvort það væri virkilega svo að allt hefði logað í illdeilum um borð í viðkom- andi skipi. Aðrir töldu þessa notkun orðsins gagnsæja og til þess fallna að auðga málið. Gísli Jónsson, sem skrif- að hefur um íslenskt mál í Morgun- blaðið í fjölda ára, gerir ekki athuga- semd við þessa notkun orðsins. Frásögnin birtist á miðopnu með mörgum myndum og var þar lýst líf- legum degi á loðnumiðunum á Faxa- flóa undir fyrirsögninni: Menn að fá heiftarköst vestur af Garðskaga. Þessi fyrirsögn var byggð á samtali við skipverja á Ingunni AK 150. Íslenskan auðug Fyrrnefndur lesandi sagðist hafa kennt íslensku í mörg ár og tengdist auk þess sjómönnum og málfari þeirra. Hann sagðist aldrei hafa heyrt orðið heiftarkast notað í þessu sambandi. Hann hefði því bæði flett upp í orðabók og haft samband við Orðabók Háskólans. Á hvorugum staðnum fyndist þessi notkun orðs- ins. Hann sagði íslenskuna auðuga af orðum um mikinn afla. Nær væri að nota þessi orð svo þau féllu ekki í gleymskunnar dá heldur en að búa til vafasöm nýyrði þó skiljanleg væru. Nefna mætti orð eins og aflahrotu, landburð og mokveiði. Rosi og heift sem áhersluforskeyti Þessi notkun orðsins var borin undir Gísla Jónsson fyrrverandi menntaskólakennara á Akureyri og sendi hann blaðinu eftirfarandi klausu : „Mál þarf að vera sveigjanlegt. Það má ekki stirðna. Til þess að tákna eitthvað mjög mikið, þurfum við að hafa eitthvað sterklegt í samsetning- um. Rosi merkir regn- eða vindasöm tíð, en við hikum ekki við að gera þetta að áhersluforskeyti og segja rosalega mikið og meira að segja rosalega gott. Heift merkir ekki bara „áköf reiði“, heldur líka ákafi, sjá Orðsifja- bók Ásgeirs Bl. Magnússonar. Heift- arkast á miðunum þarf því ekki að þýða reiðikast. Þarna má nota heift- ar sem áhersluforskeyti, ekki síst til tilbreytingar, ef menn hafa verið orðnir leiðir á orðum eins og land- burður eða mokafli.“ Sterkleg samsetning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.