Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST er að Reykjavíkurflugvöll- ur verður í notkun til ársins 2016 eða lengur og á þeim tíma getum við ekki leyft okkur að hafa flugvöllinn og starfsemi honum tengda í tilvist- arkreppu og niðurníðslu. Þar sem búið er að leggja veru- lega fjármuni í endurbyggingu á flugbrautum vallarins, þá ber okkur skylda til þess að nýta þá fjármuni sem best. Lagðar hafa verið fram tillögur um enduruppbyggingu á öllu flug- vallarsvæðinu og byggingu á sam- göngumiðstöð við Loftleiðahótelið. Ég tel að þessar tillögur séu ágæt- ar, þ.e. að byggja eigi myndarlega samgöngumiðstöð sem þjóni bæði flugi og fólksflutningum á landi. Slík miðstöð yrði miðsvæðis í borginni og kæmi því að fullum not- um til framtíðar, þó svo að flugvöll- urinn yrði hugsanlega færður síðar meir. Við þessar framkvæmdir myndu losna byggingarlóðir á flug- vallarsvæðinu fyrir Háskólann, íbúð- arbyggð og undir atvinnuhúsnæði. Víða eru lóðir miðsvæðis í borg- inni sem henta mjög vel undir íbúða- byggð sem og svæði við flugvöllinn sem henta betur undir aðra starf- semi en er á þeim í dag. Að þessum svæðum þarf einnig að huga. Ásýnd flugvallar- svæðisins mun gjör- breytast við þær fram- kvæmdir sem lagðar eru til í tillögunum. Fyrirhugað er að flytja kennslu- og ferjuflug á næstu árum frá Reykjavíkurflug- velli og þá hugsanlega suður í Kapellu- eða Hvassahraun og við það fækkar lendingum og flugtökum um helm- ing á Reykjavíkurflug- velli. Við flutning á kennslu- og ferjuflugi kemur reynsla á það svæði sem verður fyrir valinu, sem gæti nýst til frekari ákvarðanatöku um aukinn flugrekstur á viðkomandi svæði síðar meir. Ég tel afar mikilvægt að hafa þyrluflugvöll við hátæknisjúkrahús hér í höfuðborginni fyrir slysa- og sjúkraflug sem og góða aðstöðu fyrir þessa mikilvægu starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu og væri hentugt að sú aðstaða yrði til framtíðar við Reykjavíkurflugvöll eins og gert er ráð fyrir í nefndum tillögum. Sífelld þróun er í flugi og því þarf að fylgjast vel með öllum valkostum í því sambandi, sem ég veit að flugmálayfir- völd og flugfélög munu gera af kostgæfni með flugöryggi og hag- kvæmni að leiðarljósi. Sú þróun gæti komið upp í flugi á allra næstu árum að hægt verði að notast við styttri flugbrautir en er í dag þótt fyllsta ör- yggis sé gætt og þá væri hugsanlega hægt að stytta suður-norður- brautina. Í framhaldi af því gæti skapast hag- kvæmur kostur að færa austur-vesturbrautina út á uppfyllingu á Litluskerjum í Skerja- firði. Bent hefur verið á hugsanlegan valkost varðandi flugvöll á Álftanesi, sem ég tel að eigi að kanna nánar. Einnig verður að huga að því að á næstu árum getur ferðamáti fólks af landsbyggðinni og þeirra sem sækja landsbyggðina heim breyst veru- lega, t.d vegna bættra samgangna. Að ýmsu þarf því að hyggja í þess- um efnum. Skoðun mín er því sú að þeim til- lögum og áætlunum sem nú liggja fyrir varðandi Reykjavíkurflugvöll eigi að hrinda í framkvæmd að hluta til og bæta með því alla ásýnd flug- vallarsvæðisins. Beðið verði með að endurbyggja dýr flugskýli og aðra þá þætti sem ekki eru aðkallandi varðandi flug- öryggi þar til línur skýrast betur við rannsóknir og reynslu á öðrum flug- vallarstæðum í nágrenni höfuðborg- arinnar. Samgöngur við Keflavíkurflugvöll eiga eftir að breytast mikið og verða greiðfærari á næstu árum og þar með við svæðið sunnan Hafnarfjarð- ar. Einnig eru öll tæki til fólksflutn- inga að verða betri og þægilegri með hverju árinu sem líður. Við eigum því að flýta okkur hægt í þessum efnum og skoða alla þá kosti sem eru inni í myndinni með framtíðarsýn í huga. Að sjálfsögðu getum við gert könnun á vilja borgarbúa er varðar Reykjavíkurflugvöll, en ég tel þó að borgarbúar geti ekki tekið raunhæfa afstöðu til veru flugvallarins til framtíðar fyrr en eftir nokkur ár. Þá verður komin reynsla á ýmsar framkvæmdir við flugvöllinn sem við verðum hvort sem er að gera á næstu 2–3 árum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Jafnframt útkoma á rannsóknum sem í vændum eru varðandi vænt- anlegt flugvallarstæði undir kennsluflug. Flutningur á flugvelli er dýr fram- kvæmd og því þarf að vanda til verksins og umfram allt huga að öllu öryggi og ekki síður að því grund- vallaratriði að völlurinn þjóni því hlutverki sem honum er ætlað. Vera má að eftir 16–20 ár verði ekki raunhæf þörf á nema einum að- alflugvelli sem myndi þjóna bæði innanlands- og millilandaflugi. Eins og staðan er í dag er ég ekki viss um að það henti að blanda sam- an innanlandsflugi við millilandaflug á Keflavíkurflugvelli sem fer ört vaxandi. Þó má vera að það gæti hentað síðar meir við vissar aðstæður frá stærstu flugvöllum landsins. Fyrirhugaður kennsluflugvöllur gæti hugsanlega nýst að hluta til farþegaflugs er varðar minni en traustar flugvélar í innanlandsflugi og jafnvel sjúkraflugi að vissu marki. Sú samgönguæð sem flugið er okkur í dag má ekki verða að al- mennu þrætuepli, heldur eiga stjórnvöld að taka höndum saman án pólitískra skoðana og ná lendingu í málinu sem hentar bæði höfuðborg okkar landsmanna sem og lands- byggðinni allri sem best. Kanna þarf þá kosti sem gætu komið til greina Ómar G. Jónsson Flugvöllur Sú samgönguæð sem flugið er okkur, segir Ómar G. Jónsson, má ekki verða að almennu þrætuepli. Höfundur er fulltrúi. Í UMRÆÐUM undanfarinna vikna hefur mér sárnað hvernig landsbyggðar- menn hafa lagst í skotgrafirnar og lýst sig andvíga því að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni. Hafa þeir jafnvel túlk- að slíkar tillögur sem aðför að sér. Hollvinir Reykjavíkurflugvallar hafa síðan kynt undir þessu og reynt að láta líta svo út að þeir sem vilji flugvöllinn burt séu vondir við lands- byggðina. Þetta tel ég vera alvarlega skammsýni því ýmis tækifæri felast í því fyrir lands- byggðina ef innanlandsflugið fer til Keflavíkur. Það er því alveg hægt að vera landsbyggðarmaður og vera fylgjandi því að innanlands- flugið fari þangað. Skal hér drepið á nokkur þessara tækifæra. Fyrst skal nefna sjúkraflugið. Ef innanlandsflugið fer til Keflavíkur tekur 40 mínútum lengri tíma að fara með sjúkling frá landsbyggð- inni á Landspítalann. Þetta eykur mikilvægi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem er mjög nálægt Akureyrarflugvelli. Þetta ætti að stuðla enn frekar að því að sjúkra- húsið verði á alþjóðlegan mæli- kvarða. Auk þess hefur stefnan verið að miðstöð sjúkraflugs sé á Akureyri svo þetta fer vel saman. Nánast öll bráðatilfelli þar sem mínúturnar skipta máli eru nú þeg- ar leyst með þyrlum. Íbúar landsbyggðarinnar fara til útlanda eins og aðrir og þurfa þá, eins og staðan er núna, að fljúga til Reykjavíkur og keyra síðan þaðan til Keflavíkur. Það er til mikilla þæginda fyrir landsbyggðarmenn að geta flogið beint til Keflavíkur og síðan áfram út í heim. Talið er að millilandaflug í heiminum aukist um 10% á hverju ári þessi árin. Ís- lendingar fylgja þeirri þróun. Það er því líklegt að landsbyggðarmenn á leið til útlanda verði stærri og stærri hluti farþeganna á komandi árum. Svipað gildir um ferðamenn sem koma til Íslands. Núna er það þannig að þeir sem koma fljúgandi til landsins verða að fara til Reykjavíkur. Það er engin önnur leið. Fólk í ferðaþjónustu úti um land hefur síð- an gagnrýnt ferða- þjónustuna á höfuð- borgarsvæðinu fyrir það að reyna að passa að þessir ferðamenn fari sem minnst frá höfuðborgarsvæðinu. Þ.e. fari að hámarki dagsferðir svo þeir gisti alltaf á höfuðborgarsvæðinu. Með innanlandsflugi í Keflavík er þó að minnsta kosti kominn sá möguleiki að einhverjir þessara ferðamanna fljúgi beint áfram í náttúrufegurðina á Vestfjörðum, Norðurlandi eða Austurlandi. Ég skil alls ekki hvað menn meina þegar þeir segja að innanlandsflug í Keflavík mundi skaða ferðaþjón- ustuna. Ég held að það bæti hana. Eitt enn um flugið. Færeyja- og Grænlandsflugið hefur farið um Reykjavíkurvöll. Ef það flyttist til Keflavíkur held ég að möguleikar Flugleiða ykjust í þessu flugi. Þá gætu Færeyingar og Grænlending- ar flogið með Flugleiðum til Kefla- víkur og þaðan beint til áfanga- staða Flugleiða í útlöndum. Það er merkilegt hvað Íslendingar hafa alltaf verið áhugalausir um við- skipti við þessa næstu nágranna okkar. Með innanlandsfluginu flytjast mörg störf til Keflavíkur. Það er jákvætt. Með hverju starfi sem flyst úr Reykjavík minnkar það að- eins þensluna og ringulreiðina þar en Keflavík styrkist á móti. Ekki veitir af, því sennilegt er að herinn dragi áfram saman starfsemi sína og fari að lokum. Starfsmenn við innanlandsflug sem vilja fylgja með til Keflavíkur geta selt íbúðir sínar í Reykjavík á okurverði og keypt betri íbúðir í Keflavík á lægra verði ef staðan 2016 verður svipuð og nú. Innanlandsflugið til Keflavíkur er ódýrasti kosturinn. Meira að segja ódýrari en þær nauðsynlegu breytingar sem gera yrði í Vatns- mýrinni ef marka má þátt Elínar Hirst sl. sunnudag. Augljóst er að það er líka ódýrara að reka einn flugvöll en tvo. Öll þurfum við að hugsa um skynsamlega nýtingu fjármuna ríkisins. Landsbyggðar- menn líka. En lítum nú á gallann. Hann er sá að flestir sem fara um Reykja- víkurflugvöll eru að fara til eða frá Reyjavíkursvæðinu. Þ.e. eru ekki að fara til útlanda eða til Keflavík- ur. Fyrir þennan hóp lengist leiðin með því að fara um Keflavík. Menn tala þar um 40 mínútur. En það er alls ekki reyndin fyrir alla! Það er firra að halda því fram að allir sem eru að koma til höfuðborgarsvæð- isins með flugi séu að fara í miðbæ- inn. Það væri eins vitlaust að halda því fram að öll umferð til borg- arsvæðisins fari rakleiðis niður í miðbæ. Við vitum að svo er ekki. Sú umferð greinist sundur í allar áttir. Eins er það með flugfarþeg- ana, þeirra brottfarar- og ákvörð- unarstaður er út um allar trissur. Aðeins lítill hluti þeirra er að fara að sinna einhverjum stjórnsýsluer- indum í miðbænum enda eru slík samskipti í vaxandi mæli höfð um Internetið. Hve miklu munar t.d. fyrir Hafnfirðing að keyra á Reykjavíkurvöll eða keyra til Keflavíkur? Sennilega um 15 mín- útum. Hversu miklu munar það fyrir Breiðhylting eða flugfarþega sem er að fara í Smárann? Senni- lega vel innan við 30 mínútum. Af framansögðu vona ég að menn sjái að það eru tvær hliðar á þessu máli fyrir landsbyggðina. Væri ekki réttara að skoða málið frá báðum hliðum en að húka í skotgröfunum? Innanlandsflug til Keflavíkur Jón Þorvaldur Heiðarsson Flugvöllur Með hverju starfi sem flyst úr Reykjavík, segir Jón Þorvaldur Heiðarsson, minnkar þenslan og ringulreiðin þar en Keflavík styrkist á móti. Höfundur er eðlisfræðingur. VIÐKVÆÐI sam- gönguráðherra, flug- málastjóra og hóps þingmanna sem gerði mikinn hávaða á Al- þingi á þriðjudaginn er að í flugvallarmál- inu séu aðeins tveir kostir: Annaðhvort Vatnsmýrin og blóm- legt innanlandsflug eða Keflavík og dauði flugsins innanlands. Fjöldi pólitíkusa utan af landi fór með þessa þulu úr ræðustól þingsins – sumir náðu meira að segja að setja svolitla tilfinn- ingu í lesturinn – en þingmenn Reykjavíkur létu ekki svo lítið að hafa skoðun á málinu. Hvar voru þeir? Þessi málflutningur er óheiðar- legur, hann er rangur og það er næstum átakanlegt að hlusta á hann. En því miður hefur þetta kænskubragð orðið aðalatriði í mál- inu. Þeir sem vilja flugvöllinn úr Vatnsmýri eru útmálaðir sem óvin- ir landsbyggðarinnar og það virðist ekki breyta neinu þótt þeir hafi lagt til fjölda kosta sem myndu hæfa innanlandsflugvelli: Hvassa- hraun, Löngusker, Álftanes, Eng- ey, Akurey, Kapelluhraun. Verði ofan á að flugvöllurinn fari, hafa stjórnvöld meira en áratug til að ákveða hvaða kostur verður valinn. Sumir þeirra eru heldur ekki dýrir, að minnsta kosti ekki miðað við þá sóun að leggja besta byggingaland á Íslandi undir illa nýttan flugvöll. Þá má nefna að enginn ráðherra eða þingmaður hefur lagt til að inn- anlandsflugið verði flutt til Kefla- víkur, fyrir því virðist alls ekki vera neinn pólitískur vilji. Þetta tal um að valkostirnir séu bara tveir er ekki annað en hræðsluáróður sem þeir hafa kokkað upp, samgönguráðherrann og flugmálastjórinn, og þykjast sjálfsagt mjög lævísir. En á þessu þarf ekki að taka neitt mark. Að endingu hlýtur valdið að vera hjá þingmönn- um, þeim sömu og nú vilja fá mikla aðdáun vegna frækilegrar varðstöðu sinnar fyrir landsbyggðina. Ef marka má hetjuanda þessara snöf- urmenna ætti þeim ekki að verða skotaskuld að verja hagsmuni landsbyggðarinnar á þessu sviði sem öðrum. Samgönguráðherra rís upp á Al- þingi og vill fá sátt í málinu, gott ef hann talaði ekki um þjóðarsátt? Ja, það er stórt orð Hákot! Ráð- herrann virðist núorðið gjörsam- lega hugfanginn af slægð sinni. Hann umgengst öll sjónarmið nema sín eigin af fullkominni lítils- virðingu, lætur þau sem vind um eyru þjóta, og ætlast svo til að menn kalli þetta þjóðarsátt! Maður verður nokkuð ráðþrota undir svona málflutningi, en einna helst minnir þetta á sáttaboðin sem ind- íánar í Ameríku fengu á sínum tíma og reyndust þeim heldur þungbær. Hvað felur þjóðarsátt ráðherrans annars í sér? Jú, flugvallarsvæðið minnkar ögn og það verður hægt að stækka einbýlishúsabyggðina í Skerjafirði svolítið. Flugvélarnar munu halda áfram að fljúga yfir bæinn með slysahættu og gný; hið dýrmæta byggingaland verður van- nýtt og bærinn mun halda áfram að þenjast upp um holtin með tilheyr- andi óhagræði, tímasóun og fjár- austri. Þessar hugmyndir eru klastur og málflutningurinn svo óvandaður að manni er vandi á höndum að svara honum. Óvandaður málflutningur Egill Helgason Höfundur er blaðamaður. Flugvöllur Þessar hugmyndir eru klastur, segir Egill Helgason, og málflutn- ingurinn óvandaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.