Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ramsóknarflokkurinn hefur nú átt í stjórnar- samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn í sex ár, en flokkarnir mynduðu ríkisstjórn 1995 eftir að Framsókn- arflokkurinn vann góðan sigur í al- þingiskosningum, fékk 23,3% at- kvæða. Í kosningunum 1999 tapaði flokkurinn verulegu fylgi og fékk 18,4% atkvæða, sem er raunar svip- að fylgi og hann fékk í kosningunum 1987 og 1991. Framsóknarflokkur- inn hefur fengið slaka útkomu í skoðanakönnunum að undanförnu og víst má telja að flokksmenn séu ekki alls kostar ánægðir með gengi flokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði í aðdraganda flokksþingsins haldið 26 fundi um allt land og rætt við mjög stóran hóp stuðningsmanna flokksins. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum áhuga flokksmanna á flokksstarfinu. Það væru margir sem vildu láta til sín taka og m.a. hefði sums staðar komið til kosn- inga þegar félög voru að velja full- trúa á flokksþing sem væri frekar sjaldgæft. Halldór sagði að fram hefði kom- ið á þessum fundum að flokksmenn væru óánægðir með útkomu flokks- ins í skoðanakönnunum og menn hefðu ýmsar skýringar á henni. Hann sagðist reikna með að staða flokksins yrði rædd á flokksþinginu, enda væri þingið vettvangur fyrir slíka umræðu. Hann myndi sjálfur m.a. koma inn á vígstöðu flokksins í setningarræðu sinni. Veik staða í skoðana- könnunum Veik staða Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum á sama tíma og Vinstri-grænir hafa stöðugt verið að styrkja stöðu sína hefur ýtt undir vangaveltur um að vinstrisinnaðir kjósendur flokksins hafi í einhverj- um mæli horfið frá stuðningi við hann. Í nýlegri skoðanakönnun kom t.d. fram að Vinstri-grænir væru næststærsta stjórnmálaaflið á landsbyggðinni, en Framsóknar- flokkurinn hefur jafnan verið í þeirri stöðu að vera að berjast við Sjálfstæðisflokkinn um forystuhlut- verkið í landsbyggðarkjördæmun- um á norðan- og austanverðu land- inu. Þótt viðmælendur Morgunblaðs- ins hefðu áhyggjur af þessari stöðu taldi enginn þeirra að hún hefði bein áhrif á stjórnarsamstarfið. Kjör- tímabilið væri ekki hálfnað og of snemmt væri að segja fyrir um hvort áhugi framsóknarmanna á að halda því áfram væri eitthvað að dofna. Framsóknarmenn hefðu meiri áhuga á sveitarstjórnarkosn- ingunum á næsta ári og á flokks- þinginu myndu menn leitast við að blása krafti og kjarki í flokksmenn. Skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um hvort hann eigi að bjóða fram undir eigin merkjum í Reykjavík í borgar- stjórnarkosningunum að ári. Sumir segja það ekki koma til greina en aðrir segja nauðsynlegt að flokkur- inn bjóði fram B-lista í næstu kosn- ingum. Greinilegt er að margir framsóknarmenn óttast að kjósend- ur í Reykjavík mundu refsa flokkn- um í kosningunum ef hann „sprengdi“ R-listann, ekki síst þar sem R-listinn nyti góðs gengis í skoðanakönnunum. Einn viðmæl- andi blaðsins sagði að ákvarðanir Framsóknarflokksins í borginni myndu ekki síst ráðast af ákvörð- unum Vinstri-grænna um framboð í Reykjavík. Ef ekki næðist sam- komulag innan R-listans um sam- eiginlegt framboð vildu framsókn- armenn að Vinstri-grænir sætu uppi með þann „Svarta-Pétur“ að hafa sprengt R-listann. Aftur kosið um varaformann Á síðasta flokksþingi Framsókn- arflokksins var líkt og nú kosning um varaformann. Finnur Ingólfs- son sigraði þá Siv Friðleifsdóttur með um 63% atkvæða. Þingfulltrú- ar hafa án efa ekki átt von á að þurfa aftur, rúmum tveimur árum síðar, að kjósa sér nýjan varaformann, en ekki hvers konar stjórnmá hún væri. Menn eru hins vegar fle mála um að Jónína sé stjórnmálamaður og haf skörulega fram fyrir hönd þann skamma tíma sem setið á þingi. Margir eru en þeirrar skoðunar að y flokksins og ímynd væri „lé „frískari“ með Jónínu í fo en ef Guðni væri þar. Raunar hafa ands Guðna í varaformannskjö mitt nefnt að með kjöri h Framsóknarflokkurinn þu legt yfirbragð. Guðni hafi pólitíska ferli fyrst og fre beitt sér að landbúnaðarm málefnum landsbygg Hann hafi því ekki nægileg skírskotun. Ólíklegt sé höfði mikið til kjósenda borgarsvæðinu þar sem fyrir flokkinn að styrkja st Finnur tók sem kunnugt er fyrir rúmu ári ákvörðun um að hætta þátttöku í stjórnmálum. Hann er þó enn formlega varaformaður Fram- sóknarflokksins. Þrír hafa boðið sig fram til vara- formanns, Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra, Jónína Bjart- marz alþingismaður og Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður. Bakgrunnur frambjóðendanna er um margt ólíkur. Guðni hefur tekið virkan þátt í flokksstarfi í 30 ár og var t.d. um tíma formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Hann hefur verið alþingismaður í 14 ár og ráðherra í tvö ár. Jónína og Ólafur Örn höfðu hins vegar starfað í Framsóknarflokkn- um í skamman tíma áður en þau settust inn á Alþingi. Ólafur Örn var kjörinn á þing árið 1995 fyrir Fram- sóknarflokkinn í Reykjavík og Jón- ína var í þriðja sæti á lista flokksins í sama kjördæmi fyrir síðustu kosn- ingar. Þegar Finnur Ingólfsson hætti á þingi settist hún inn á þing. Enginn vafi þykir leika á að Guðni njóti þess í þessu kjöri að hafa starfað lengi í flokknum og þekkja þar vel alla innviði. Hann þekkir persónulega stóran hluta þingfulltrúa og hefur að sögn geng- ið skipulega til verks við að afla stuðnings þeirra. Jónína efnileg en með stuttan pólitískan feril Þeim sem Morgunblaðið ræddi við bar saman um að skammur póli- tískur ferill Jónínu ylli henni erf- iðleikum. Flokksmenn þekktu ekki vel störf hennar og margir væru hikandi við að ljá henni atkvæði ein- faldlega vegna þess að þeir vissu 26. flokksþing Framsóknarflokksins hefst í da Spenn kosning manns Á milli 800-900 Ekki er búist við hörð- um átökum um málefni á flokksþingi Fram- sóknarflokksins sem hefst í dag, en reikna má með að staða flokks- ins almennt verði rædd. Á þinginu verður nýr varaformaður flokksins kjörinn. Egill Ólafsson velti fyrir sér stöðu Framsóknarflokksins og kosningu nýs varaformanns. Guðni Ágústsson EITT af verkefnum flokksþings framsóknar- manna er að afgreiða breytingar á lögum flokksins. Breytingarnar eru nokkuð viðamikl- ar og markast m.a. af því að búið er að taka ákvörðun um að breyta kjördæmamörkum landsins. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um sumar breytingartillögur sem lagðar verða fyrir flokksþingið. Á miðstjórnarfundi í síðasta mánuði komu fram fjölmargar athugasemdir við tillögurnar og verða þær ræddar áfram í laganefnd flokksþingsins. Ekki er útilokað að lagabreytingarnar gætu haft einhver áhrif á kosningar á flokksþinginu ef þær verða samþykktar óbreyttar. Fram til þessa hefur fa þinginu um h inn formaður gjaldkeri o.s. öll embættin ið verður með formannskjör kosningu um Ágústsson ko telja nauðsyn um það embæ Friðleifsdótti Eitt megin arflokksins h Lagabreytingar gæ ÁRANGURSRÍK TILRAUN Í ORKUVINNSLU KIRKJA LÁGRA ÞRÖSKULDA Karl Sigurbjörnsson, biskupÍslands, ræðir í nýútkomnuhirðisbréfi sínu um mál, sem mikið hafa verið til umræðu í samfélaginu, afstöðuna til útlend- inga og fólks sem á önnur trúar- brögð en þorri þjóðarinnar og af- stöðu til samkynhneigðra. Viðhorf biskups mætti gjarnan verða sem flestum til fyrirmyndar. Karl biskup segir að gestrisni og umburðarlyndi íslenzku þjóðarinn- ar sé runnið af rótum kristinnar trúar, þar sem kærleiksboðorðið sé í brennidepli, orð og fordæmi frels- arans og krafan um að sýna útlend- ingum virðingu og kærleika. Hann hvetur presta og söfnuði til að „hvetja til umburðarlyndis gagn- vart fólki af öðrum trúarbrögðum, efna til samtals við múslima í byggðarlögum sínum og stuðla að því að ótti og tortryggni víki.“ Í kaflanum um samkynhneigð segir m.a. í hirðisbréfi biskups: „Víða er samkynhneigð hafnað í heilagri ritningu. Eru þau fyrir- mæli ótvíræð og sígild? Hvað með hliðstæð boð sem varða stöðu kvenna og kynlíf í lögmáli Móse og hjá Páli? Hver er staða þeirra boða? Er samkynhneigð meiri synd en ýmislegt annað sem fordæmt er í lögmálinu og bréfum postulanna, en sem flestir eru nú sammála um að eru forboð bundin samtíma- menningu þeirra?“ Biskup leggur ríka áherzlu á að kirkjan sé öllum opin og ekki spurt um kynhneigð. Kirkjan verði að horfast í augu við þann sársauka og neyð sem ótti við samkynhneigð og fordómar valdi samkynhneigðum. Biskup gengur ekki svo langt að taka undir með þeim sem mælt hafa með hjónavígslu samkyn- hneigðra í þjóðkirkjunni og bendir á að engin þjóðkirkna Norðurlanda hafi treyst sér til að stíga það skref. Hins vegar tekur hann af skarið um að „þeim sem leita fyr- irbænar kirkjunnar og blessunar guðs yfir samlíf sitt og heimili er ekki vísað á bug, hvert svo sem sambúðarform heimilisfólksins er.“ Ummæli biskups Íslands um þessi mál einkennast af umburðar- lyndi og kærleika og undirstrika vilja hans til að kirkjan þróist á þann veg sem hann lýsir sjálfur: „Kirkjan á að vera opin, víðsýn, umburðarlynd og halda opnu sambandi við heiminn og gefa fólki færi á að vaxa í þekkingu, skilningi, náð. Hún á að hafa lága þröskulda jafnframt því sem hún stendur föst á óhagganlegum grunni postul- anna og heldur fast í játningu trú- arinnar.“ Það getur borgað sig að faraótroðnar slóðir og taka áhættu. Það sýnir tilraunaverk- efni Hita- og vatnsveitu Akureyr- ar, sem nú heitir Norðurorka. Í tilrauninni var bakrásarvatni frá dreifikerfi hitaveitunnar dælt nið- ur í jarðhitakerfið á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Tilraun þessari lauk fyrir rúmu ári og nú er nið- urdælingin um 8% af heildarorku- framleiðslu hitaveitunnar. Nýting bakrásarvatns til orku- vinnslu er einnig umhverfisvæn og eykur verulega nýtingu auð- lindarinnar auk þess sem rennsli á volgu vatni um fráveitukerfi bæj- arins minnkar. „Árangurinn af þessu verkefni er mun meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona,“ sagði Franz Árnason, framkvæmdastjóri Norðurorku, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hafist var handa við þetta verk- efni árið 1997. Þannig er staðið að verki að um 15 gráða heitu bak- rásarvatni er dælt 12 km leið frá Akureyri til jarðhitasvæðisins á Laugalandi og dælt þar undir háum þrýstingi niður í djúpar hol- ur sem gefið höfðu lítið vatn. Vatnið fer niður á 500 til 2.000 metra dýpi þar sem bergið er 90 til 100 gráða heitt og er dælt upp að nýju 90 til 95 gráða heitu. Margir hafa komið að þessu verkefni auk Hita- og vatnsveitu Akureyrar og má þar nefna Orku- stofnun, Háskólann í Uppsölum, RARIK og Hoechst Danmark. Heildarkostnaður við verkefnið var um 135 milljónir króna en á móti kom 50 milljóna króna styrk- ur frá Evrópusambandinu. Eins og sakir standa er eini kostnaðurinn við þetta nú við raf- orkuna sem fer í að dæla vatninu niður í jörðina. Búist er við að hægt verði að nýta umræddar bor- holur í 20 til 25 ár og jafnvel leng- ur. Nú þegar er farið að kanna for- sendur fyrir frekari orkuvinnslu af þessu tagi. „Þetta fór kannski ekki nákvæmlega eins og við héld- um en að mörgu leyti betur,“ sagði Ólafur G. Flóvenz hjá Orkustofn- un í samtali við Morgunblaðið í gær. „Niðurdælingin er orðin fastur liður í orkuvinnslunni og menn eru farnir að opna augun fyrir þessum möguleika víðar.“ Það er aðeins með því að vera tilbúinn að reyna nýjar leiðir, sem vænta má framfara. Árangurinn af tilrauninni á Laugalandi sýnir hvers virði það er þegar stofnanir og fyrirtæki eru reiðubúin til að fylgja góðum hugmyndum eftir og í þessu tilfelli skemmir ekki fyrir að verkefnið er á sviði orku- vinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.