Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 42
UMRÆÐAN
42 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
K
rafan um atkvæða-
greiðsluna, sem
fram fer á morgun
um framtíð Reykja-
víkurflugvallar, var
borin fram af ýmsum og um
margt ólíkum ástæðum. Vert er
að hafa í huga þau sjónarmið, sem
þar bjuggu að baki, þegar Reyk-
víkingar nýta sér lýðræðislegan
rétt sinn til að opinbera skoðun
sína á þessu réttnefnda stórmáli.
Mörgum brá í brún þegar upp-
lýst var að borgarstjórinn í
Reykjavík hefði staðfest skipulag
flugvallarsvæðisins fram til ársins
2016. Þetta gerði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir með því að und-
irrita plagg í þá veru ásamt
samgönguráðherra Sjálfstæð-
isflokksins, Sturlu Böðvarssyni.
Sú ákvörðun borgarstjórans
var alvarleg
yfirsjón af
hálfu þessa
fulltrúa Reyk-
víkinga. Af
þeim sökum
er ljóst að at-
kvæðagreiðslan missir að nokkru
leyti marks; margir telja hana
ástæðulausa með öllu og stór hluti
Reykvíkinga er þeirrar hyggju að
flugvöllurinn í Vatnsmýrinni þurfi
að víkja löngu áður en árið 2016
gengur í garð. Á hinn bóginn er
sjálfgefið að þeir, sem eru þess-
arar skoðunar, mæti á kjörstað á
morgun og láti í ljós þann vilja
sinn að flugvöllurinn verði fluttur.
Ef að líkum lætur mun þrýst-
ingurinn á ráðamenn Reykjavíkur
vaxa til mikilla muna á allra
næstu árum. Í máli þessu tekst á
ný hugsun og gömul og þeim mun
óhjákvæmilega fjölga, sem eru
þeirrar skoðunar að þetta mann-
virki frá hernámsárunum verði að
víkja. Að þessu leyti er líklegt að
atkvæðagreiðslan breyti í raun
litlu og að augu sífellt fleiri opnist
gagnvart breyttum kröfum og nú-
tímalegum hugmyndum um
skipulagsmál.
Í annan stað er vert að hafa í
huga að krafan um atkvæða-
greiðsluna kom einnig til sökum
þess að stjórnmálamenn í Reykja-
vík hundsuðu skipulega að hafa
frumkvæði í máli þessu. Þetta á
við bæði um R-lista og D-lista,
sem allt fram á síðustu stundu
hafa forðast að leggja fram skýra
stefnu, annaðhvort í þá veru að
halda beri í flugvöllinn í Vatns-
mýrinni eða að hann beri að
leggja niður og nýta svæðið á ann-
an veg.
Nú, daginn áður en gengið
verður til atkvæða, er svo komið
að afstaða flestra borgarfulltrúa
liggur fyrir en skýr pólitísk stefna
í nafni listanna tveggja hefur ekki
verið lögð fram. Að vísu hafa
ákveðnar vonir vaknað. Þannig
hefur leiðtogi sjálfstæðismanna í
borginni, Inga Jóna Þórðardóttir,
lýst yfir því efnislega að hún telji
það áhugaverðan kost að flytja
flugvöllinn á uppfyllingu í Skerja-
firði. Sá kostur var kynntur með
sérlega áhrifamiklum hætti í
Reykjavíkurmynd Hrafns Gunn-
laugssonar.
Þessi kostur er sá, sem vakið
hefur mesta hrifningu, enda ein-
kennir hann stórhugur og fram-
tíðarsýn. Þá er þessi kostur að
auki best fallinn til að sætta sjón-
armið Reykvíkinga og lands-
byggðarfólks. Vonir hafa því
vaknað um að sjálfstæðismenn í
höfuðstaðnum reynist tilbúnir til
að standa undir þeim kröfum, sem
til þeirra eru gerðar, og taki póli-
tíska forustu í málinu. Það ferli
ber að hefja með því að leggja til
að þaulkannað verði hvort koma
megi upp alþjóðlegum flugvelli á
Lönguskerjum.
Í þriðja lagi ættu Reykvíkingar
ekki að vanmeta þá ákvörðun
ráðamanna að bera framtíð flug-
vallarsvæðisins undir borgarbúa.
Þarna er um að ræða virðing-
arverða tilraun til að þróa fram
virkara lýðræði á Íslandi. Engu
skiptir í þessu efni hvar í flokki
menn standa. Þróunar í átt til
virkara lýðræðis gætir nú þegar
víða erlendis og flest bendir til
þess að þetta form, þ.e.a.s. þjóð-
aratkvæði og skoðanakannanir,
verði nýtt í auknum mæli á Vest-
urlöndum í náinni framtíð. Efa-
semdir um það form einkennast
af hræðslu stjórnmálamanna um
missi valdsins og úreltri forræð-
ishyggju; fullyrða má að fylgi við
þennan framgangsmáta muni
vaxa í mörgum þeirra ríkja, sem
fylgja leikreglum lýðræðis og eru
stolt af því.
Metnaður Íslendinga ætti með
réttu að standa til þess að vera
þar í fararbroddi.
Því miður hefur ákveðnum
stjórnmálamönnum tekist að gera
ágreininginn um framtíð flugvall-
arsvæðisins að þjóðlegri deilu
milli höfuðborgar og lands-
byggðar. Sú framganga lýsir í
raun í hnotskurn öllu því, sem
breyta þarf í íslenskum stjórn-
málum. Deilan hefur þó ef til vill
verið til góðs að því marki sem
hún hefur leitt í ljós hversu ólík
nálgun býr að baki hjá þeim, sem
telja stórhug og framtíðarsýn há-
leit fyrirbrigði í sjálfum sér, og
hjá hinum, sem sífellt berjast
gegn breytingum, oftast í nafni
tiltekinna hagsmuna en ævinlega
af ótta við hið ókomna og nýja.
Í deilunni um Reykjavík-
urflugvöll takast á smásýni og
stórsýni, afturhald og framfara-
hugur, gömul hugsun og ný.
Í ljósi þess að „flugvallarmálið“
tekur í raun til ýmissa grunn-
þátta, sem varða í senn framþró-
un Reykjavíkur og þjóðfélagsins
alls, hlýtur að valda miklum von-
brigðum það fálæti, sem flestir
þingmenn höfuðborgarinnar hafa
sýnt því. Sú framganga ætti að
vera borgarbúum hvatning til að
taka þátt í kosningunum, óháð því
hvaða skoðun þeir hafa á stað-
setningu flugvallarins.
Stórbrotin sýn til framtíðar
Reykjavíkur hefur verið sett fram
í „flugvallarmálinu“; sýn um
alþjóðlegan flugvöll steinsnar frá
miðborginni, um brýr og
tengingar og byggð á eyjum. Þeir,
sem vilja óbreytt ástand, og þeir,
sem hundsa kosningarnar á
morgun, eru með því að leggja sitt
af mörkum til þess að áfram verði
stuðst við staðnaðar, smágerðar
og líflausar hugmyndir á vett-
vangi stjórn- og skipulagsmála;
íslenskar „reddingar“ í stað
stórhugar og heildarlausna.
Og þeir, sem kjósa að leiða
atkvæðagreiðsluna hjá sér, verða
þá jafnframt að eiga það við sig að
hafa unnið gegn viðleitni til að
gera lýðræðið virkara á Íslandi.
Smáhugur
og stórsýni
Vilja íbúar Reykjavíkur að áfram verði
stuðst við staðnaðar, smágerðar
og líflausar hugmyndir á vettvangi
stjórn- og skipulagsmála?
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
AUKINN áhugi á
skipulagsmálum er
mikið fagnaðarefni.
Virk umræða með þátt-
töku alls almennings
fer nú fram um ráðstöf-
un lands og náttúru-
auðlinda til framtíðar
og fjallað er um áhrif
einstakra áætlana á
byggð, búsetu og sam-
félagsgerð. Allir íbúar
landsins geta tekið þátt
í þessari umræðu og
haft áhrif á hana.
Gætum að
Innan tíðar verður
skylt samkvæmt lögum að skipu-
lagsáætlanir, svæðisskipulag og að-
alskipulag, lúti mati á umhverfis-
áhrifum. Það á við væntanlegt
svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis-
ins og aðalskipulag Reykjavíkur. All-
ir íbúar landsins munu hafa sama
rétt á að koma með athugasemdir og
ábendingar.
Mikil umræða hér í Reykjavík um
framtíð Reykjavíkurflugvallar er
fagnaðarefni. Hún vekur íbúana til
umhugsunar um skipulag borgarinn-
ar og er hluti af framtíðarþróun
byggðar í Reykjavík næstu áratugi.
Flestir líta þó á Stór-Reykjavíkur-
svæðið, þ.e. Reykjavík, Seltjarnar-
nes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garða-
bæ, Álftanes og Hafnarfjörð, sem
eina heild, og telja að skipulag svæð-
isins þurfi að taka mið af því.
Reykjavík hefur um áratugabil
verið þungamiðja almennings-
samgangna hér innanlands. Reykja-
víkurflugvöllur hefur
gegnt þar lykilhlut-
verki. Sjálfsagt er að
Reykvíkingar fái tæki-
færi til að láta í ljós
skoðun sína á skipu-
lagsmálum eins og nú
er fyrirhugað. Hitt er
að mínu viti beinlínis
rangt – að íbúar eins
svæðis geti með inn-
byrðis atkvæða-
greiðslu fyrirfram
ákveðið lokun flugvall-
arins hér í höfuðborg
allra landsmanna.
Aðrir valkostir um
staðsetningu flugvallar
verða að reynast raunhæfir áður en
lokun flugvallarins hér í Reykjavík
er ákveðin. Við ákvörðun um framtíð
flugvallarins þarf að hafa mörg atriði
í huga, enda er mikilvægi hans fjöl-
þætt. Huga þarf að samgöngum að
og frá flugvelli, ákveða hvernig hátta
skal uppbyggingu á þjónustu og taka
ákvarðanir um öryggismál.
Flugvöllinn áfram
í Reykjavík
Umræðan um flugvöllinn hefur
kveikt nýjar hugmyndir um fyrir-
komulag og nýtingu þess svæðis þar
sem flugvöllurinn er nú. Margar eru
þessar hugmyndir áhugaverðar og
mörgum þeirra mætti ef til vill
hrinda í framkvæmd að hluta til þótt
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í
Vatnsmýrinni.
Sú staðreynd að aukin tækni verð-
ur til þess að flugvélar geta nýtt
styttri flugbrautir mun væntanlega
hafa í för með sér að flugvöllurinn
getur nýtt landsvæðið þar sem hann
er öðruvísi og betur. Sjálfsagt er að
leita allra leiða til að takmarka það
land sem flugvöllurinn krefst, gera
allt sem hægt er til að tryggja öryggi
og leitast við að halda í lágmarki
þeim áhrifum sem flugumferð hefur
á nánasta umhverfi sitt. Mikilvægt
er einnig að umhverfi flugvallarins
verði gert sem fallegast en það hefur
stórlega verið vanrækt á undanförn-
um árum.
Það er afar mikilvægt að allir sem
hlut eiga að máli sameinist um að
finna bestu lausn fyrir miðstöð inn-
anlandsflugsins. Ég tel að sú miðstöð
eigi að vera hér á svæði Reykjavík-
urflugvallar.
Mál allra Íslendinga
Jón Bjarnason
Flugvöllur
Það er afar mikilvægt,
segir Jón Bjarnason, að
allir sem hlut eiga að
máli sameinist um að
finna bestu lausn fyrir
miðstöð innanlands-
flugsins. Ég tel að sú
miðstöð eigi að vera hér
á svæði Reykjavík-
urflugvallar.
Höfundur er alþingismaður.
FORSAGA málsins
er sú að fyrir 25 árum
var svo komið á grunn-
slóð við Faxaflóann allt
að Snæfellsnesi, að
hreinlega var búið að
þurrka upp allan fisk á
stóru svæði, af tog-
skipum og netabátum
svo skipstjórar og sjó-
menn lögðu til að
svæði yrðu lokuð fyrir
neta- og togveiði. Við
var brugðið og svæð-
um var lokað. Þetta til-
tekna svæði, sem um
ræðir er, lína dregin úr
Þormóðsskeri úti fyrir
Mýrum og í Gölt við
Hellnanes á Snæfellsnesi. Enginn
veit hvaða áhrif lokun þessi hefur
haft á uppeldissvæði fisktegunda
sem þarna eru, eða hvaða áhrif frið-
un þessi hefur haft á viðkomu teg-
unda. Ekki veit ég hvort Hafró hef-
ur nýtt sér aðstæður til rannsókna
sem þarna hafa skapast.
3. ágúst fær sjávarútvegsráð-
herra bréf frá tveim netabáta-
eigendum, sem róa frá Arnarstapa,
þar sem þeir biðja um að opnaður
sé fyrir þá hluti af þessu lokaða
svæði. Undir skrifa þessir tveir
ásamt Kristni Jónassyni titlaður
bæjarstjóri í undirskrift. Þess skal
geta að þetta mál hafði þá aldrei
verið rætt á bæjarráðsfundi Snæ-
fellsbæjar, því telst þessi undir-
skrift, prívat og persónuleg þó svo
að hann sé bæjarstjóri Snæfellsbæj-
ar að atvinnu.
Sjávarútvegsráðuneytið telur
sennilega að undirskrift bæjarstjóra
sé vegna undanfarandi samþykktar
í bæjarstjórn. Ráðuneytið hafði þó
ekki fyrir því að leita umsagnar þar
um eða annarra hagsmunaaðila eins
og t.d. Landssambands smábáta-
eigenda. Þeir biðja Hafrannsókna-
stofnun um umsögn. 28. ágúst
sendir Hafró umsögn, hún telur
ekkert athugavert við að verða við
umræddri beiðni en áréttar þó að
æskilegt sé að svæðið sé lokað yf-
ir hrygningartímann.
18. september er
reglugerðinni breytt af
sjávarútvegsráðuneyt-
inu og hluti svæðisins
opnaður fyrir netabát-
um allt árið.
Mat Hafró á ástandi
þorskstofnsins og
ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar fyrir fiskveiði
árið 2000–2001 leiddi
til þess að ákveðið var
að minnka heildar-
þorskafla um 20%.
Þrátt fyrir það er
ákveðið að opna fyrir
netabátum nýtt veiði-
svæði.
Um mánaðamótin sept.-okt., þeg-
ar reglugerðinni hafði verið breytt,
fá handfærabátaeigendur sem róa
frá Arnarstapa ávæning af breyt-
ingunni. Þeir sem til þekkja vita að
handfæraveiðar verða ekki stund-
aðar innan um netalagnir þar sem
net liggja á veiðistöðum alla daga,
en skakbátar láta sig reka aftur og
aftur yfir veiðistað.
Frá Arnarstapa róa um 30 hand-
færabátar og hefur umrætt svæði
verið eitt af aðalveiðisvæðum
þeirra. Margir þessara báteigenda
hafa byggt sér bústað á Arnarstapa
sem tengist þeirra útgerð. Bæjar-
stjóranum ætti að vera þetta vel
kunnugt þar sem hann á sumarbú-
stað þarna. Kunna þeir honum litlar
þakkir. Nú er slitinn friðurinn í
þessu samfélagi.
13. nóv. skrifuðu 25 smábáta-
eigendur, sem róa frá Arnarstapa,
mótmælabréf til sjávarútvegsráðu-
neytisins og óskuðu eftir að þessi
breyting yrði dregin til baka. Þá
sendu þeir afrit af því bréfi til bæj-
arstjórnar Snæfellsbæjar. Þá varð
uppi fótur og fit, bæjarstjóri leggur
fram tillögu um að bæjarráð sé
samþykkt breytingunni á reglu-
gerðinni. Um það varð mikil um-
ræða og ekki allir á eitt sáttir og
voru bókuð hörð mótmæli en breyt-
ingin var samþykkt með tveimur at-
kvæðum.
Það var sem sagt 23. nóv. 2000
sem fyrst var fjallað um þetta mál í
bæjarstjórn Snæfellsbæjar, fjórum
mánuðum eftir að bréfið með hinni
vafasömu undirskrift barst sjávar-
útvegsráðuneytinu. Það sjá allir
heilvita menn að þessi samþykkt
bæjarstjórnar er yfirklór og til þess
eins að bakka upp bæjarstjórann
persónulega og pólitískt í þessu
óheillamáli.
21. jan. 2001 fá smábátaeigendur
bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu,
það tekur ráðuneytið þrjá mánuði
að svara þeim, en tók aðeins sjö vik-
ur að afgreiða beiðni um opnun á
svæði sem hafði verið lokað í 25 ár.
Þá leituðu þeir aðeins umsagnar
Hafró, nú þurfa þeir hinsvegar að
leita til Útvegsmannafélags Snæ-
fellsness, Hafrannsóknastofnunar
og Snæfellsbæjar. Ráðuneytið
ákveður að reglugerðarbreytingin
standi óbreytt. Niðurlag bréfsins er
svona: „Berist ráðuneytinu hinsveg-
ar endurnýjaðar óskir um að hinu
umdeilda svæði verði lokað þegar
handfæraveiðar almennt hefjast við
norðanverðan Faxaflóa í vor mun
ráðuneytið taka málið upp að nýju.“
1. feb. 2001 bárust sjávarútvegs-
ráðuneytinu endurnýjaðar óskir frá
handfærabátaeigendum.
Nú er slitinn friðurinn í
litlu samfélagi undir Jökli
Konný Breiðfjörð
Leifsdóttir
Fiskveiðistjórn
Þetta mál hafði þá aldr-
ei verið rætt á bæjar-
ráðsfundi Snæfells-
bæjar, segir Konný
Breiðfjörð Leifsdóttir,
og því telst undirskriftin
prívat og persónuleg.
Höfundur er trillukona
á Snæfellsnesi.