Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 44

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝLEGUM sjón- varpsþætti níddi Hannes Hólmsteinn enn og aftur skóinn af Jóni Ólafssyni og þyk- ir þetta varla frétt- næmt lengur. Áhugi minn á þessu máli kviknaði þar sem Hannesi er einnig tíð- rætt um viðtal er birt- ist við Jón í nýút- komnu tímariti. Þar greinir Jón frá þrýst- ingi um að ráða Frið- rik Friðriksson í stól sjónvarpsstjóra Stöðv- ar 2. Enginn vill að sjálfsögðu kannast við að þrýsta á einn né neinn í svona sambandi en ég bendi Hannesi á grein er birtist í Degi 25. septem- ber 1998. Yfirskriftin er: Viacom hótar Landsímanum lögsókn. Þar er haft eftir Böðvari Guðmunds- syni, þáverandi sjónvarpsstjóra Barnarásarinnar, eftirfarandi: „Hluthafar í Barnarásinni skoða nú hvort samstarf sé hugsanlegt við Stöð 2 eða Skjá 1. Það er ekki í fyrsta skipti sem viðræður um barnarás hjá ÍÚ fara fram. ,,Ég var í febrúar sl. í samningum við Stöð 2 og allt opið að ég færi þar inn. Landsíminn vildi hins vegar alls ekki að af því samstarfi yrði. Mig grunar helst að þar hafi einhver persónupólitík spilað inn í.“ Þarf að segja eitthvað meira? Ég þekki svona þrýsting per- sónulega og get sagt það hér með að á upphafsárum Íslenska sjón- varpsfélagsins stóð til að dreifa er- lendum sjónvarpsrásum um breið- band Landsímans, samkvæmt opnu til- boði þáverandi for- stjóra stofnunarinnar, sem tilkynnti af mikl- um eldmóði að hér væri nýtt flutningafyr- irtæki á ferðinni og öllum sem hefðu dag- skrárefni væri frjálst að leita til ríkissímans. Ég mætti og bauð fram samninga um er- lendar stöðvar, löngu áður en Landsíminn aflaði sér slíkra samn- inga sjálfur. Sjón- varpsstjóri ríkissím- ans, sem ekki fékk Stöðvar 2 „djobbið“ kom svo í veg fyrir að einkaframtakið fengi að njóta sín og einmitt þess vegna stofnaði ég Skjá 1 og hóf rekstur hefðbundinnar sjónvarpsstöðvar, sem lengi vel var ekki dreift á breiðbandi ríkissímans. Skiljanlega. Í dag er afskiptum mínum af því félagi er lokið og ný verkefni fram- undan. Einmitt þess vegna get ég upp- lýst þá sem það vilja vita, að ég er undir stöðugum þrýstingi að hverfa frá þeirri hugmynd að stofnsetja nýja sjónvarpsstöð í samkeppni við gulldrengi Hannesar, en af því ég er þrjóskur með eindæmum verður þessum mönnum ekki að ósk sinni, þrátt fyrir annars þó nokkur skemmtileg plott, sem þó gera lítið annað en að veita mér takmarkaða dægrastyttingu, enda kraftlausir mjálmarar og ísaldarfyrirbrigði. Þurfi menn einhverjar sannannir sátum við tveir frá Stöð 1 fund með sjónvarpsstjóra ríkissímans og ósk- uðum eftir aðgangi að breiðvarpinu fyrir okkar nýju ókeypis sjónvarps- rás. Því miður, það er ekki pláss, var svarið sem við fengum. Á sama tíma er verið að semja við Stöð 2 um aðgengi að ég veit ekki hvað mörgum rásum, og jú, nýjar erótískar stöðvar skjóta upp koll- inum, en sama erlenda stöðin verð- ur í dreifingu hjá Kapalneti okkar, sem dreift er á öðrum dreifileiðum. Hvaða glóra er í þessu? Pólitík? Samkeppnishömlur? Allt í lagi, not- endur breiðvarpsins verða þá bara af nýrri ókeypis afþreyingarrás, enda sem betur fer fleiri dreifileiðir á sjónvarpsmerkjum. Þetta er ein- hvers konar „déjà vu“ enn og aftur, kannski af því að ég stend þessum körlum fyllilega á sporði og telst óæskileg stærð á þessum annars ágæta sjónvarpsmarkaði. Mjálmarar og ísaldarfyrirbrigði Hólmgeir Baldursson Fjölmiðlun Ég er undir stöðugum þrýstingi, segir Hólm- geir Baldursson, að hverfa frá þeirri hug- mynd að stofnsetja nýja sjónvarpsstöð í sam- keppni við gulldrengi Hannesar. Höfundur er forstöðumaður Stöðvar 1 og Kapalnets. NÚ þegar styttist óðum í 26. flokksþing framsóknarmanna, sem verður haldið dagana 16.–18. mars nk., verða þingfulltrú- ar að gera upp við sig hverja þeir vilja sjá í næstu stjórn flokks- ins. Er óhætt að segja að frambjóðendur í embættin þrjú séu all- ir ágætum kostum og hæfileikum gæddir. Ímynd Framsókn- arflokksins þarf að betrumbæta enn meir en gert hefur verið og nú gefst tækifæri til að breikka forystu flokksins. Víst er að breyt- inga er þörf, ekki breytinganna vegna, heldur hefur minnkandi fylgi flokksins undanfarin ár komið skýrum skilaboðum áleiðis þess efnis. Framsóknarflokkurinn stendur á ákveðnum tímamótum, tímamótum sem geta skipt sköpum um framtíð hans. Samkvæmt síðustu alþingis- kosningaúrslitum og skoðanakönn- unum undanfarna mánuði hefur fylgi flokksins alls ekki verið í takt við það sem réttast væri. Sóknarfærin hafa verið gríðar- mörg en framsóknarmenn ekki nýtt þau nægilega vel. Framsókn- arflokkurinn stendur einn flokka eftir á „miðjunni“, sem er ótvíræð- ur kostur í stjórnmálum, en hinn gullni meðalvegur gildir þar eins og annars staðar. Hleypa þarf nýju blóði inn í for- ystu flokksins eigi hann að eiga möguleika á að stækka og dafna í íslenskri pólitík. Jónína Bjartmarz hefur boðið sig fram til embættis varaformanns og ber að fagna því og virða þegar öflugt fólk býður flokknum fram krafta sína. Jónína er hæfur frambjóðandi og mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn með fullri virðingu fyrir mótframbjóð- endum hennar. Þótt Jónína státi ekki af áralangri reynslu í pólitík þá fer hér kona með mikla og víðtæka reynslu bæði í at- vinnulífinu og af félagsmálum. Fjölskyldumál í víð- tækum skilningi eru Jónínu hugleikin. Eru þá meðtalin menntamál, heilbrigðismál og félagsmál. Þetta eru málaflokkar sem skipta íslensku þjóðina gríð- armiklu máli og þar með Fram- sóknarflokkinn. Auk þess að hafa starfað sem lögmaður um langt skeið hefur hún verið ötull talsmaður foreldrasam- taka og þar með forvarna í víð- tækum skilningi. Hún hefur í nokk- ur ár verið formaður Heimilis og skóla, sem eru landssamtök for- eldra. Með því að gera Jónínu að vara- formanni Framsóknarflokksins væri um leið verið að breikka for- ystu flokksins og þar með koma að nýjum sjónarmiðum og möguleik- um – sem er mjög nauðsynlegt fyr- ir framtíðarsýn og framtíðarmögu- leika flokksins eins og áður hefur komið fram. Framsóknarmenn mega ekki gera þau mistök að útiloka nýtt og hæfileikaríkt fólk þegar það er í raun bráðnauðsynlegt flokknum að fá slíka einstaklinga í sínar raðir. Slíkum einstaklingum verður að hleypa að í forystuhlutverk – því fyrr því betra. Framsóknarflokkurinn hefur óhikað stillt upp framvarðarsveit hæfra einstaklinga og þá burtséð frá hvort um konur eða karla er að ræða, sem er jákvætt fyrir flokk- inn, en aðalatriðið er auðvitað að velja þann sem hæfastur er í hvert embætti hverju sinni og þá með framtíðarsýn flokksins í huga. Öruggt er að Jónína er fram- bjóðandi sem er traustsins verður. Frambjóðandi sem mun leggja sig allan fram. Frambjóðandi sem býr yfir víðtækri reynslu sem myndi nýtast á pólitískum vettvangi. Frambjóðandi sem er vel máli far- inn og með hagnýta menntun. Frambjóðandi sem er rökfastur og sterkur í málflutningi. Frambjóð- andi sem getur unnið undir álagi og í mótlæti. Frambjóðandi sem er flokknum til sóma. Frambjóðandi sem er atkvæðisins verður. Notið atkvæði ykkar skynsam- lega með heildar- og framtíðar- möguleika Framsóknarflokksins að leiðarljósi – kjósið Jónínu Bjart- marz sem varaformann Framsókn- arflokksins. Jónínu Bjartmarz sem varaformann Linda Björk Bentsdóttir Framsókn Jónína er hæfur fram- bjóðandi, segir Linda Björk Bentsdóttir, og mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn. Höfundur er héraðsdómslögmaður og starfar hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum hf. Þjónustusamningar, útboð, einkavæðing mun leysa vanda leik- skólanna. Þessi viðhorf birtast æ oftar og koma einkum frá þeim sveit- arstjórnamönnum sem aðhyllast frjálshyggju- sjónarmið og brask sem því fylgir. Þeir reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að hagkvæmara sé að aðr- ir en opinberir aðilar reki leikskóla. Þeir halda því fram að einkavæðing eyði bið- listum, komi betur til móts við þarfir for- eldra, auki fjölbreytni og stuðli að bættum kjörum leikskólakennara. Þetta geta sveitarfélög að mínu mati allt uppfyllt ef vilji er fyrir hendi og hafa sum reyndar gert þetta nú þeg- ar. Sveitarfélög hafa fulla burði til að reka góða leikskóla og ég held því fram að það sé almenn skoðun for- eldra og leikskólakennara að svo verði í framtíðinni. Hluti af samfélags- þjónustunni Í stefnu Félags íslenskra leikskóla- kennara kemur skýrt fram að mennt- un leikskólabarna skuli vera á ábyrgð samfélagsins og því eigi sveitarfélög og opinberir aðilar fyrst og fremst að reka leikskóla. Það er mín skoðun að öll menntun barna og ungmenna eigi að vera hluti af samfélagsþjónust- unni, þ.m.t. talið leikskólastigið. Hvaða rök mæla með því að leikskól- inn fremur en aðrir skólar sé settur á svokallaðan markað og einkavædd- ur? Reyndar ætla þeir sem lengst eru komnir í þessum hugmyndum að fara sömu leið með grunnskólann. Eina ástæðan sem kemur í hugann er að sveitarstjórnamenn vilji losna við ábyrgð og skyldur sem fylgja því að reka skóla, auk þess að vilja alla skapaða hluti á markað. Ókeypis leikskóli Í áðurnefndri stefnu er einnig ákvæði um það að stefna beri að því að 6 tíma dvöl á dag í leikskóla verði ókeypis. Þetta er sanngirnismál og byggist á því að jafna rétt barna til leikskólagöngu þannig að fjárhagur foreldra hafi þar engin áhrif. Það er staðreynd að gjöld í einkaleikskólum eru víðast hvar hærri en í opinberum leikskólum. Það gefur því augaleið að aukin einkavæðing leiðir til enn frekari gjaldtöku fyrir menntun barna í leikskólum og þar með mis- munun. Ég spyr, hvaða rök mæla með því að gjaldtaka fari fram í leik- skólum fremur en í öðr- um skólum? Skyldur sveit- arfélaga Í lögum um leikskóla kemur skýrt fram að það sé verkefni sveitar- félaga að reka leikskóla. Það eru einungis heim- ildarákvæði í sömu lög- um sem segja að heimilt sé að veita öðrum leyfi til reksturs leikskóla, sé um það sótt. Sveitar- stjórnamenn eiga því ekki að hafa frumkvæði að því að stuðla að einkarekstri né útboð- um í leikskólastarfi. Þeir eiga, eins og margir reyndar gera, að standa undir þessum skyldum sínum og leita leiða til að auka fjármagn til leikskóla- reksturs. Það hlýtur að vera réttur barnanna og krafa foreldra. Brotalamir Eitt af því sem hefur verið mjög ábótavant er eftirlit með einkaleik- skólum. Þá hefur almenn ráðgjöf og sérfræðiráðgjöf þar verið lítil eða engin. Þetta gefur tilefni til að ætla að ekki sé farið í einu og öllu eftir lög- um um leikskóla og aðalnámskrá. Dæmi eru um að börn sem þurfa á sérkennslu að halda eigi ekki upp á pallborðið hjá einkaaðilum vegna þess að þau eru „of dýr“. Í sveitar- félögum gilda samræmdar reglur um biðlista. Þar eru börn ekki flokkuð eftir þroska og atgervi. Innritunar- reglur í einkaleikskólum eru aftur á móti óljósar. Þetta skapar óöryggi og ójöfnuð. Einnig getur rekstraraðili tekið þá ákvörðun að loka einkaleik- skólum þegar þeim sýnist. Hvað verður um börnin þá? Kjaraatriði Margir einkaaðilar neita að gera kjarasamninga við stéttarfélög starfsmanna, en kjarasamningar tryggja ákveðin réttindi. Það gefur augaleið að þeir sem ekki gera kjara- samning eiga auðveldara með að brjóta á fólki og dæmi eru um að rekstraraðilar skili ekki inn stað- greiðslu skatta, lífeyrissjóðsgjöldum og félagsgjöldum fyrr en að stéttar- félög skerast í leikinn. Einkarekstur stuðlar að launaleynd frekar en op- inber rekstur og dregur úr virkni í stéttarfélögum. Það hefur sýnt sig að erfitt hefur reynst fyrir þá sem starfa hjá einkaaðilum að vera í trúnaðar- störfum fyrir stéttarfélög og dæmi eru um að einkaaðilar neiti að gefa upplýsingar um launakjör. Töfralausn Ég hvet fólk til að hugsa þessi mál vandlega og láta stjórnmálamenn ekki slá ryki í augun á sér í um- ræðunni um leikskólann og lausnir á vanda hans. Leikskólakennara hvet ég til að búa sig undir að taka þátt í þessari umræðu hvar og hvenær sem er. Reynslan í Noregi, en það er eina landið í Skandinavíu þar sem einka- væðing leikskóla er útbreidd, er ekki góð að mati stéttarfélags norskra leikskólakennara. Stéttin hefur sundrast og mismunun gagnvart börnum hefur aukist. Launakjör eru síst betri innan einkageirans og í samanburði við aðra hópa eru þau mjög lág. Ýmsa hluti má setja á frjálsan markað, en vill íslenska þjóðin setja börnin sín og menntun þeirra á mark- aðstorgið. Það er mín skoðun að sam- félaginu beri að veita ákveðna þjón- ustu, m.a. þjónustu sem felur í sér metnaðarfullt mennta- og heilbrigð- iskerfi fyrir alla. Einkavæðing í leik- skólarekstri er engin töfralausn, hún getur aftur á móti haft alvarlegar af- leiðingar í þá átt að mismuna börnum og skapa enn meira misrétti en ríkir í dag á milli hópa í samfélaginu. Leikskólabörn á markað? Björg Bjarnadóttir Höfundur er formaður Félags ís- lenskra leikskólakennara. Leikskólar Ýmsa hluti má setja á frjálsan markað, segir Björg Bjarnadóttir, en vill íslenska þjóðin setja börnin sín og menntun þeirra á markaðstorgið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.