Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 47

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 47 Á MORGUN munu borgarbúar kjósa um stefnu í skipulagsmálum borgarinnar. Þeir munu kjósa um það hvort þjóni betur hagsmunum borgarinnar og landsins alls þegar til framtíðar er litið að nýta lungann úr Vatnsmýrinni, ríflega 130 ha lands, fyrir flugvöll eða nýja íbúðar- og at- vinnubyggð. Látum skynsemi ráða för Í aðdraganda þessarar atkvæða- greiðslu hefur leynt og ljóst verið al- ið á togstreitu milli höfuðborgarbúa og hinna sem þurfa að sækja hingað um langan veg, oft mjög mikilvæga þjónustu. Þetta er gamalt stef sem hefur verið leikið á Íslandi hvenær sem minnsta tilefni hefur gefist til þess og þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að kalla fram erfiðar tilfinn- ingar hjá öllum sem hlut eiga að máli. Tilfinningar eiga vissulega rétt á sér en í því máli sem kosið verður um á morgun held ég að betra sé að láta skynsemi og rök ráða. Hvort heldur sem menn mæla með eða gegn nýtingu Vatnsmýrar fyrir flugvallarstarfsemi geta þeir fært rök fyrir því að verði þeirra málstað- ur ofan á hafi það í för með sér mest- ar hagsbætur fyrir alla landsmenn. Hvort við samþykkjum þau rök eða ekki ræðst af þeirri framtíðarsýn sem við höfum fyrir hönd íslensks samfélags. Þeir sem eru ákafastir talsmenn þess að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri hafa látið að því liggja að verði þeirra vilji ekki ofan á í atkvæðagreiðslunni séu Reykvík- ingar að senda landsmönnum öllum skilaboð um að borgin vilji ekki leng- ur gegna höfuðborgarhlutverki sínu. Ýkjukennd umræða af þessum toga þjónar engum skyn- samlegum tilgangi enda er henni öðru fremur ætlað að hræða fólk frá því að fylgja skoðun sinni. Lærdómar úr fortíð höfuðborgar Reykjavík er, var og verður höfuðborg landsins alls – ekki öðru fremur vegna þess að hér séu, hafi verið eða jafnvel verði svo merki- leg samgöngumann- virki, heldur vegna þess að hér hefur þróast það þéttbýli og sú sam- félagsgerð sem þarf til að standa undir atvinnu-, mennta- og menning- arlífi sem er í takt við tímann hverju sinni. Þetta þéttbýli var ekki burðugt í upphafi síðustu aldar fremur en at- vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar en samfara vexti þess og viðgangi hefur þjóðinni líka vaxið ásmegin. Alda- löng viðleitni stórbænda og skamm- sýnna stjórnmálamanna til að halda aftur af þróun atvinnuhátta og þétt- býlis á Íslandi, sem þeir gerðu með skírskotun til hagsmuna fólksins í hinum dreifðu byggðum, kom niður á þjóðinni allri. Það var ekki fyrr en hún braust undan því oki og hlýddi kalli tímans sem hér fór að vaxa auð- ur í landi. En hvað kemur þessi sagnfræði flugvellinum í Vatnsmýrinni við? Mikið, vegna þess að sagan fjallar ekki um fortíðina heldur um nútíð- ina. Hún er sögð til að við megum draga af henni lærdóma. Það á við í dag eins og jafnan áður að hags- munaaðilar reyna, með hjálp stjórnmálamanna og með vísan í óskil- greinda hagsmuni landsmanna, eins lengi og stætt er að halda aftur af þróun sem er þeim ekki hagfelld. Á endanum verða þeir þó að láta undan þunga straumsins, nú eins og þá. Þá var fólkið að vísu ekkert spurt hvað það vildi en nú er öldin sem betur fer önnur, a.m.k. í Reykjavík. Samkeppnishæfni og betri lífskjör Þróun atvinnuhátta og byggðar á Íslandi í upphafi síðustu aldar var í samræmi við þróun sem orðið hafði á öllum Vesturlöndum, en hún var bara seinna á ferðinni hér á landi vegna þess að ráðamenn létu sig hafa það að fórna langtímahagsmunum á altari skammtímahagsmuna. Nú, við upphaf 21. aldarinnar, stöndum við andspænis nýjum kröfum, nýjum at- vinnuháttum og nýjum hugmyndum um þróun þéttbýlis. Samkeppnis- hæfni borga og þjóða í framtíðinni mun ekki síst ráðast af því hvernig þeim tekst að aðlagast þessum nýju tímum. Hagvaxtarsvæði heimsins í dag eru borgirnar og hvarvetna fer nú fram umræða um það hvernig þær geti í senn verið samkeppnis- hæfar og búið íbúum sínum góð lífs- kjör – en hvorugt getur án hins verið. Lykilhugtak í þeirri umræðu er þétt- ing byggðar, sem stuðlar að hag- kvæmara og virkara samfélagi. Mönnum er tíðrætt um hið nýja hag- kerfi sem byggist ekki síst á mennta-, rannsóknar-, tækni- og vís- indastofnunum og fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki þrífast best í nálægð við hvert annað, þar sem þau njóta góðs af þeirri deiglu sem verður til þar sem margir hugvitsmenn leggja saman. Til að öflugt þekkingarsam- félag fái þrifist þarf það líka að hafa greiðan aðgang að öflugri menning- arstarfsemi, gefandi afþreyingu, góðu umhverfi og hollri útivist. Kraftmikil borg með öflugan kjarna Og komum þá að höfuðborgarhlut- verkinu. Það er mín skoðun að í sam- spili miðborgar Reykjavíkur og Há- skóla Íslands sé fólginn öflugasti vaxtarbroddur íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þar hefur grunnur verið lagður að því þekkingarsamfélagi sem að ofan var lýst og á honum eig- um við að byggja. Sá grunnur verður ekki lagður annars staðar nema á mjög löngum tíma og með ærnum fórnarkostnaði fyrir samfélagið allt. Eins og málum er háttað í dag leitar þessi starfsemi tilviljanakennt út á jaðrana og færa má rök fyrir því að þar ráði hagsmunir fjárfesta mun meiru en hagsmunir heildarinnar. Haldi þessi þróun áfram má búast við að það fari að sneyðast um höf- uðborgarhlutverkið og í stað þess að Reykjavík verði þétt, vel starfhæf og kraftmikil borg með öflugan kjarna verði hún dreifð og sundurlaus borg með óljóst hlutverk og ímynd. Slík borg er ekki líkleg til að halda í fólk, hvað þá laða það til sín í samkeppni við aðrar borgir. Sameiginlegir framtíðarhagsmunir Í fyrirsjáanlegri framtíð mun Ís- land bara eiga eitt borgarsvæði sem hefur burði til að standast sam- keppni við vaxtarsvæði Evrópu. Þetta svæði þarf auðvitað að vera vel aðgengilegt fyrir alla sem á landinu búa, sem og þá sem sækja það heim í ýmsum erindum. Það er hins vegar mikil einsýni að líta svo á að þá og því aðeins sé landinu öllu vel þjónað að flugvöllur verði í Vatnsmýri um ókomin ár. Í umræðunni nú í aðdrag- anda kosninganna hefur verið sýnt fram á að það er ýmissa kosta völ ef menn vilja af einlægni leita leiða til að þjóna bæði hagsmunum höfuð- borgar og landsbyggðar í bráð og lengd. Í kosningunum ræðst hver afstaða borgarbúa er til framtíðarþróunar borgarinnar. Þegar sú afstaða liggur fyrir er það sameiginlegt verkefni borgaryfirvalda og samgönguyfir- valda að vinna úr þeirri niðurstöðu með hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi. Þegar úrslitin liggja fyrir er það okkar verkefni að vinna að þjóðarsátt í málinu, en eðli málsins samkvæmt getur hún hvorki fyrir né eftir kosningar orðið til einhliða og á forsendum samgönguyfirvalda. Að lokum hvet ég alla borgarbúa til að hugsa þetta mál með framtíðina í huga og greiða síðan atkvæði eins og skynsemin býður þeim. Í tilefni nýrra tíma Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Flugvöllur Ég hvet alla borgarbúa til að hugsa þetta mál með framtíðina í huga, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og greiða síðan atkvæði eins og skynsemin býður. Höfundur er borgarstjóri. MÉR er prívat sama hvort flugvöllurinn er eða fer. Ég flýg sjaldan og flyt seint í uppablokk í Vatnsmýrinni, og ef svo gott tilboð fengist í vallarhróið að hægt væri að skaffa annan jafngóðan – til dæmis með samningum við Álftnesinga – þá fyndist mér það í fínu lagi. En eins og flugvallarmálið hefur verið rekið, eru á því ósæmandi agnúar yfirgangs og sérhyggju. Það hefur augljós- lega styrkt Reykjavík sem höfuðborg og landsnafla að hafa miðstöð innanlandsflugs í hjarta bæj- arins. Það hefur fært bæjarbúum við- skipti og styrkt rökin fyrir að þjappa hér saman þjónustu við alla lands- menn, stjórnkerfi, spítölum, skólum og öðru sem við Reyk- víkingar fyrr og síðar tókum fagnandi. Nú er landsbyggðin í basli og viðskiptin við hana ekki eins ábatasöm og áður. En er sæmandi að snúa rassinum í gamlan gisti- vin þegar hann á helst í vök að verjast? Það er ekki nóg með að flug- vallarfjendur ætli að vísa innanlandsfluginu einhliða út fyrir bæjar- landið og segist ekkert gera með hvar það lendi. Það á ekki einasta að þjóðnýta – einhliða – kostnaðinn af nýjum flugvelli heldur er gert út á það – einhliða – að um- ferðarhnútarnir sem Vatnsmýrar- byggðin veldur verði leystir á kostnað landsmanna allra með peningum til þjóðvega í þéttbýli. Mér finnst óeðlilegt að sérnýta ábata en samnýta kostnað. Mér finnst sjálfsagt að réttindum fylgi skyldur og að höfuðborgarréttindum fylgi höfuðborgarskyldur. Mér finnst slappt að forkólfar Reykjavíkurborg- ar skuli ekki sjá þetta og vona að borgarbúar bendi þeim á það á laug- ardaginn. Fáeinar línur um flugvallarfárið Markús Möller Höfundur ólst upp norðan undir Reykjavíkurflugvelli en býr nú í Garðabæ. Flugvöllur Eins og flugvallarmálið hefur verið rekið, segir Markús Möller, eru á því ósæmandi agnúar sérhyggju og yfirgangs. OFT er því haldið fram að lýðræðið velji hverjum samtökum þá forystu sem þau eiga skilið. Framsóknar- menn velja sína for- ystusveit nú á sunnu- daginn og af því tilefni er við hæfi að íhuga hvort Guðni Ágústs- son á erindi í þann hóp. Kynni mín af Guðna hófust fyrir rúmum 20 árum þegar báðir störfuðu sem mjólkur- eftirlitsmenn mjólkur- samlaga, hann á Suð- urlandi en ég í Þingeyjarsýslum. Á náms- og kynnisferð mjólkureftir- litsmanna um Suðurland vakti Guðni sérstaka athygli mína fyrir tvennt. Hann var í mjög nánu og góðu sambandi við alla þá bændur sem við heimsóttum og þeir treystu á hann í öllu því sem varðaði mjaltatækni og meðferð mjólkur. En við ræddum fleira. Fram- sóknarflokkurinn var þá eins og oft fyrr og síðar í nokkru ölduróti og að honum sótt frá öllum hliðum. Átti flokkurinn þá þegar hug Guðna og svall honum móður sem oftar. Þingmennska hans hófst nokkr- um árum síðar og átti ég þá gott samstarf við hann starfandi í stjórn Stéttarsambands bænda. Var hann þá jafnan ódeigur að verja hlut landsbyggðar og bænda jafnt í stjórn- armeirihluta sem stjórnarandstöðu og veitti ekki af. Eftir að Guðni tók að sér bankaráðsformennsku í Búnaðarbanka Ís- lands og jafnframt stofnlánadeild land- búnaðarins varð sam- starf okkar nánara. Með liðsinni góðra manna stóðum við að því að skilja stofnlána- deildina frá Búnaðar- bankanum og mynda úr henni sjálfstæðan sjóð, Lánasjóð landbúnaðarins. Þannig tókst að bjarga eigin fé Lánasjóðsins frá því að vera selt í nafni einkavæðingar. Þá má einnig nefna að Guðni vakti athygli á veikri stöðu lífeyrissjóðanna strax eftir að hann komst á þing. Þar hef- ur mikið áunnist. Þannig óx Guðni af verkum sín- um innan flokks sem utan, frá mjólkureftirlitsmanni í þingmann og síðar bankaráðsformann. Við síðustu alþingiskosningar reyndi enn á, þegar skoðanakannanir sýndu veika stöðu flokksins, en þá brugðust framsóknarmenn á Suð- urlandi hart við og héldu sínu fylgi. Guðni var því sjálfsagður ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr og raunar sjálfgefið að hann tæki við ráðuneyti landbúnaðarmála. Þar hefur honum gefist tækifæri til að efla og kynna landbúnaðinn og raunar dreifbýlið allt og möguleika þess. Höfðað hefur verið til íslenska hestsins sem sameiningartákns borgar og byggðar og er það vel. Það samspil þekkir Guðni af eigin raun enda lengst af verið búsettur á Selfossi, hjarta landbúnaðarins á Suðurlandi. Íslenskur landbúnaður hefur nú sterkari stöðu en verið hefur um árabil og á landbúnaðarráðuneytið undir forustu landbúnaðarráðherra sinn þátt í því m.a. með því að vekja athygli á fjölþættum möguleikum landbúnaðarins og boða þannig nýja sýn með von um bjartari fram- tíð. Guðni Ágústsson er því af mörg- um ástæðum vel að því kominn að verða varaformaður Framsóknar- flokksins og flokkurinn þarf á reynslu og hæfileikum Guðna Ágústssonar að halda. Vöndum vara- formannsvalið Ari Teitsson Framsókn Var hann þá jafnan ódeigur að verja hlut landsbyggðar og bænda, segir Ari Teits- son, jafnt í stjórn- armeirihluta sem stjórnarandstöðu og veitti ekki af. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA *MOIST* rakakremið byggir upp, styrkir og nærir húðina. Þú ert örugg með BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.