Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 52
HESTAR
52 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu er jörðin Skálmholt, Villingaholtshreppi. Um ræðir 230 ha
jörð, skammt vestan við Þjórsárbrúar, þjóðveg nr. 1.
Leigutekjur eru af sumarhúsalóðum sem leigðar eru frá jörðinni
og möguleiki á að fjölga þeim. Ræktað land er um 60 ha. Hús
þarfnast viðgerðar. Frábær staðsetning, um 45 mín. akstur frá
Rvík. Jörð með margskonar möguleika, t.d til hrossaræktar og
ferðaþjónustu.
Útivistar og
ferðaþjónustujörð til sölu
Fasteignasala lögmanna
Suðurlandi
Austurvegi 3, 800 Selfossi.
Sími 482 2849, fax 482 2801
Netfang: logmsud@selfoss.is
GUÐRÚN Fjeldsted rekur hesta-
leigu og reiðskóla á Ölvaldsstöðum
í Borgarfirði. Á undanförnum 16
árum hefur hún boðið fötluðum
börnum, sem verið hafa í sum-
ardvöl á vegum Þroskahjálpar á
Vesturlandi, í Holti í Borgarfirði,
að koma og kynnast reiðmennsku
og umgengni við hesta.
Börnin hafa fengið að fara á
hestbak, allt eftir getu hvers og
eins, og einnig læra þau sem geta
að leggja á, spretta af og auðvitað
þarf svo að kemba hestunum. Sum
fara í reiðtúra og segir Guðrún
það hafa mjög jákvæð áhrif á
börnin þegar þau finna hvað þau
geta. Sumum þykir til dæmis mik-
ið afrek að ríða yfir „fljótið“
Gufuá.
Erfitt að finna sérhannaða
hnakka fyrir fatlaða
Börnin eru frá þriggja ára og
upp í tvítugt og koma mörg þeirra
ár eftir ár. Í byrjun hefur Guðrún
oft reitt þau fyrir framan sig og
einnig þá einstaklinga sem eru
mikið fatlaðir og hafa ekki jafn-
vægi til að sitja sjálfir. En börnin
stækka og þyngjast og þá reynist
erfitt að halda þeim eða lyfta. Það
veldur miklu álagi á handleggi og
herðar aðstoðarmannsins.
Guðrún segist sjálf vera farin að
finna mikið fyrir þessu álagi. Það
hafi enn frekar ýtt henni áfram við
að reyna að finna hnakk sem væri
sérhannaður fyrir fatlaða. Hún
segist nefnilega hafa orðið vör við
að margir einstaklingar fái ekki
eins mikið út úr reiðmennskunni ef
teymt er undir þeim og aðstoð-
armenn ganga við hlið hestsins til
að styðja við reiðmanninn. Að sögn
Guðrúnar hefur hún leitað logandi
ljósi að sérhönnuðum hnakk fyrir
fatlaða, bæði á sýningum erlendis
og á Netinu, en án árangurs. Hún
sá sér því ekki annað fært en að
ráðast í verkið sjálf. Hún fékk Er-
lend Sigurðsson í lið með sér og
eftir þeim hugmyndum sem hún
hafði eftir áralanga vinnu með fötl-
uðum á hestbaki og tilsögn hefur
hann hannað og smíðað hnakk.
Hnakkurinn er enn í þróun en í
vikunni var nýjasta eintakið, það
þriðja á þróunarbrautinni, prófað
af fötluðum nemendum Reiðskól-
ans Þyrils í Reykjavík.
Nokkrir mismunandi fatlaðir
einstaklingar prófuðu hnakkinn.
Hann reyndist vel en þó sagði Er-
lendur að hann sæi að enn ætti
hann eftir að endurbæta hnakkinn.
Hann sagðist líklega hafa stoppað
hann of mikið. Hann hafi verið að
hugsa um að hafa hann nógu vel
stoppaðan svo skúffa, þar sem sér-
stöku baki er smeygt inn í, mundi
ekki meiða bak hestsins. Hann sæi
það nú að hnakkurinn þyrfti að
leggjast betur að hestinum og
þennan hluta hans ætli hann að
endurskoða. Sú útgáfa af hnakkn-
um sem prófuð var er með mjög
djúpu og öruggu sæti og handfangi
fyrir faman. Síðan er hægt að
festa bak, sem er nokkurs konar
hálfhringur, við hnakkinn. Hægt
er að velja um þrjár mismunandi
hæðir á baki. Á bakið eru fest ör-
yggisbelti, eitt sem fest er um
mittið og síðan ólar yfir axlirnar.
Einnig kom í ljós við þessa prófun
að líklega þarf bakið að vera
mýkra þar sem það kemur við
knapann, sérstaklega það sem nær
upp undir hendur á tiltölulega
stórum einstaklingi, og ólarnar
þyrftu að vera breiðari. Löfin á
hnakknum eru sérstök að því leyti
að þau eru með stuðningspúða
bæði framan við fótlegginn og
einnig aftan við hann til að halda
honum stöðugum. Þá eru notuð
ístöð sem eru lokuð að framan til
að fæturnir renni ekki fram. Hægt
er að hafa ístaðsólarnar hvort sem
er yfir eða undir löfunum.
Ánægjan að sitja
einn á hesti
Guðrún sagði að þessi frum-
hönnun gæti veitt mörgum fötl-
uðum reiðmönnum, þar á meðal
lömuðum og spastískum, þá
ánægju og frelsi að geta setið hest
einir og jafnvel í hópi annarra
reiðmanna.
Auk þess vonast hún til að þessi
hnakkur eigi eftir að opna nýja
möguleika fyrir fatlaða og nýtast
þeim í endurhæfingu. Þá eigi hann
vonandi einnig eftir að létta að-
stoðarmönnum þeirra lífið svo um
munar.
Þróa sérhann-
aðan hnakk
fyrir fatlaða
Þótt reiðmennsku fatlaðra og reiðþjálfun
vaxi fiskur um hrygg er erfitt að fá sérhann-
aðan hnakk fyrir þá. Guðrún Fjeldsted fékk
því Erlend Sigurðsson í lið með sér og þau
hafa hannað slíkan hnakk. Ásdís Haralds-
dóttir fylgdist með þegar hann var prófaður.
Morgunblaðið/Ásdís HaraldsdóttirErlendur Sigurðsson, hönnuður og smiður, Guðrún Fjeldsted hug-
myndasmiður, og Magnús Jónsson sem smíðar virkið. Nýi hnakkurinn: Á að geta veitt fötluðum þá ánægju að sitja hest einir.
TÖLTKEPPNI á ís hefur ótrúlegt
aðdráttarafl fyrir áhorfendur og
eftir að farið var að halda ístölt í
Skautahöllinni í Reykjavík hefur
þessi siður breiðst út. Um helgina
verður keppt í Stjörnutölti í
Skautahöllinni á Akureyri og laug-
ardaginn 31. mars nk. verður hið
árlega Ístölt í Skautahöllinni í
Reykjavík. Þann sama dag ætla
Danir að reyna sig í ístölti og hefur
heyrst að mikill áhugi sé á mótinu
þar í landi.
Stjörnutöltið í Skautahöllinni á
Akureyri verður haldið á morgun,
laugardag 17. mars, og hefst það
kl. 20.30. Keppendur verða: Matth-
ías Eiðsson á Ómi frá Brún, Krist-
ján Þorvaldsson á Synd frá Akur-
eyri, Jón Kristófer Sigmarsson á
Freydísi frá Glæsibæ, Sigurður
Sveinbjörnsson á Hrafni frá Úlfs-
stöðum, Úlfhildur Sigurðardóttir á
Skugga frá Tumabrekku, Arnar
Grant á Ofsa frá Engimýri, Arndís
Björk Brynjólfsdóttir á Halldóri
frá Vatnsleysu, Haraldur Guð-
mundsson á Ægi frá Móbergi,
Sveinn Ingi Kjartansson á Sporði
frá Naustum, Anna Catharina á
Prinsi frá Kommu, Baldvin Ari
Guðlaugsson á Golu frá Ysta-Gerði,
Jóhann Þorsteinsson á Smið frá
Miðsitju, Anton Páll Níelsson á
Skugga frá Víðinesi, Tryggvi
Björnsson á Snekkju frá Bakka,
Birgir Árnason á Ósloga frá
Rauðalæk, Gísli Gíslason á Birtu
frá Ey, Höskuldur Jónsson á Regin
frá Engimýri og Hans Kjerúlf á
Laufa frá Kollaleiru.
Auk keppninnar verða nokkur
kynbótahross sýnd. Þau eru hryss-
urnar Kveikja frá Árgerði, Tíbrá
frá Búlandi, Saga frá Bakka, Fiðla
frá Akureyri, Komma frá Flugu-
mýri, Þota frá Hólum, Skák frá
Staðartungu og Þraut frá Glæsibæ
og stóðhestarnir Glampi frá Vatns-
leysu og Hróður frá Refsstöðum.
Miðinn á Stjörnutöltið kostar
1000 kr. og að sögn Stefáns Erl-
ingssonar er enn hægt að kaupa
miða í Hestabúðinni á Akureyri.
Aðeins topptöltarar
með mikla útgeislun
Það er verslunin Töltheimar sem
stendur fyrir Ístöltinu í Reykjavík
að vanda. Erling Sigurðsson hjá
Töltheimum sagði að mótið yrði
með svipuðu sniði og verið hefur.
Þó verða heldur færri hross, eða 24
talsins. Í forkeppninni verða þrjú
hross inni á vellinum í einu og verð-
ur alltaf riðið upp á sömu hönd.
Átta efstu hestar eftir forkeppni
keppa áfram þannig að sá sem er í
8. sæti keppir við 1. hest, 7. við 2.,
6. við 3. og 5. við 4. Þrír efstu hest-
arnir fara beint inn í A-úrslit, en
fjórir næstu keppa um hver kemst
inn sem 4. hestur í A-úrslit.
Erling sagði að mikil áhersla
yrði lögð á að velja topphesta með
mikla útgeislun til keppninnar.
Fljótlega munu fara að birtast nöfn
einhverra þeirra. Hann sagði að
reynt yrði að fara að öllu með gát
og enginn glannaskapur leyfður.
Dýralæknir verður á staðnum,
hrossin fara í fótaskoðun áður en
þau fara inn á völlinn og öll hrossin
verða með sérstakar ísfjaðrir auk
skafla til frekara öryggis.
Sigurður Sæmundsson og Erling
verða þulir og eiga væntanlega eft-
ir að skemmta áhorfendum með vel
völdum athugasemdum að vanda.
Boðið verður upp á ýmsar upp-
ákomur, þar á meðal skautaatriði
frá Skautahöllinni. Öll veitingasala
verður í höndum Skautahallarinnar
og ágóði af henni mun renna til
styrktar skautaíþróttinni. Aðrir
starfsmenn verða á vegum Tölt-
heima.
Sala aðgöngumiða hefst ekki fyrr
en í vikunni fyrir mótið og sagðist
Erling búast við að þeir yrðu á
sama verði og í fyrra, þ.e. kr. 2.000
í sæti og 1.500 í stæði.
Mikill áhugi á ístölti
norðan og sunnan heiða
EIGENDASKIPTI hafa orðið
á versluninni Töltheimum
sem varð til þegar hestabúð-
irnar Hestamaðurinn, Reið-
sport og Reiðlist sameinuðust
á sínum tíma. Fyrrum eig-
endur hafa selt hlutafé sitt í
fyrirtækinu og er Birgir
Skaptason nýr aðaleigandi og
talsmaður hluthafa fyrirtæk-
isins.
Að sögn Birgis verður
rekstur Töltheima áfram
byggður á starfi forveranna
og til stendur að reka versl-
unina með svipuðu sniði.
Hann sagðist þó stefna að því
að bæta þjónustuna enn frek-
ar og nýta alla þá möguleika
sem slík verslun býður upp á.
Áfram verður boðið upp á
sömu vörumerki en sterk við-
skiptasambönd hafa skapast
við framleiðendur margra
þekktra vörumerkja, svo sem
Mountain Horse. Einnig sagði
Birgir að boðið væri upp á
góðar íslenskar vörur svo sem
fjölbreytt úrval af hnökkum
og öðrum reiðtygjum og hefur
verið vaxandi útflutningur á
þessum vörum, m.a. í gegnum
vefsíðu Töltheima. Þessi þátt-
ur starfseminnar segir hann
að bjóði upp á mikla vaxt-
armöguleika sem hann hafi
mikinn áhuga á að nýta sér
Eigenda-
skipti á
Tölt-
heimum
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050