Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 57

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 57 Venni frændi er dá- inn. Blessuð sé minning hans. Í minningunni fer hugurinn til Húsavík- ur, árin 1948-1949. Ég lítil stúlka hjá afa og ömmu og Boggu. Birna og Venni bjuggu uppi á lofti í Pósthúsinu hans afa. Ég kom ekki oft þangað. Allir komu í Bjarnahúsið. En það voru alveg sérstaklega fallegir hlutir í kringum þau Venna og Birnu. Og svo var Venni alltaf á ferðinni um allt í dökkum fötum með stóran hatt og talaði alltaf hátt. Mér fannst hann góður maður. Mér var hann alltaf góður. Þegar Venni kom suður, sem var æði oft, bjó hann oftast hjá okkur. Og enn minnist ég þess, að alltaf heyrðist allt dálítið hátt í kringum hann. Þegar ég var táningur, skammaði hann mig fyrir herberg- ið mitt, föt lágu í hrúgu á gólfinu. Hann skipaði mér að ganga betur um. Snyrtimennska kostaði ekki neitt, þessi orð Venna frænda festu rætur í huga mér. Og ég man þau ávallt þegar ég ætla að vera löt. Síðar á ævinni, enn í heima- húsum hjá foreldrum mínum, virt- ust orð frænda ætla að verða tvíeggjuð fyrir hann: Litla stúlkan, hún ég, að vaxa og þroskast, hjálp- aði til við að taka til á heimilinu, allt skyldi í röð og reglu, líka bæk- ur, sem Venni frændi var að lesa. „Hvað hefurðu nú gert af bókinni minni, stelpa?“ „Hún er á sínum stað í bókahillunni, hann Venni frændi minn kenndi mér, að snyrtimennska, röð og regla, kost- ar ekkert.“ Venni hafði ósköp gaman af að keyra bíl. Og vildi eiga fallega bíla. Ég hefi grun um að þeir bræður, Ásgeir faðir minn og hann, hafi stundum verið í kappi um, hvor ætti flottari bíl. Venni keyrði um ótrúlegustu lönd með Birnu sína, sem var sólargeislinn hans. Þau fluttust suður, og bjuggu í sama húsi og móðir mín, svo á þeim tím- um leit ég oft inn. Venni hafði ferðast mjög víða, var vel að sér í mörgum erlendum tungumálum, og fróður um menn og málefni. Hann var mikil félags- vera, hafði gaman af að ræða við fólk, og fólk hafði gaman af að hitta hann. Ég kom þá oft með út- lenda gesti mína í heimsókn til Venna. Glatt var oft á hjalla, því Venni var allra manna fróðastur um ótrúlegustu mál, innlend sem erlend. Hann var líka oft „á Netinu“ og fylgdist einnig þar með áhugamál- um sínum. Hann var „góður kall“ hann Venni frændi. EN, væri Venni „kominn á brókina,“ sínar hvítu „afabrækur,“ nú, þá var hann bara ekki til viðtals. Bara ekki. Og því varð hver og einn að taka. Þó hann væri allra manna hugljúfastur, þá var hann líka „kóngur í sínu ríki.“ EF hlutirnir hentuðu honum ekki, þá var hann sko ekkert lamb að leika við. Og hananú. Ég sá hann ekki oft nú síðustu árin, en ég vissi alltaf vel af hon- um, og að til hans gæti ég alltaf leitað, ef þess gerðist þörf. Guð blessi vininn minn góða, hann Venna frænda, og styrki Birnu mína og börnin þeirra. S. Þórdís (Dísella). Hann Venni frændi var þjóð- sagnapersóna á mínu heimili. Hann vann hjá Helga Benedikts- syni, föður mínum, um nokkurra VERNHARÐUR BJARNASON ✝ VernharðurBjarnason fædd- ist á Húsavík 16. júní 1917. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 13. mars. ára skeið og sagði gjarnan að pabbi hefði kallað sig uppáhalds- frænda sinn. Móðir mín minnist Venna sem djúpviturs manns sem hún vildi helst að stjórnaði landinu. Þá yrðu engin efnahags- vandræði og hvers manns vandi leystur. Ég man fyrst eftir Venna einn góðan veðurdag árið 1956 eða 57, þegar ég var á 5. eða 6. ári. Ég var einn heima og lá á gólfinu í borðstofunni að hlusta á jarðarför. Þá heyrði ég að útidyr- unum var hrundið upp og einhver kallaði: „Er einhver heima?“ Mér varð eitthvað fátt um svör, en Venni rann á hljóðið og sagði: „Sæll vertu, þetta er Venni frændi. Blessaður hættu að hlusta á þessa andsk. jarðarför og hlustaðu held- ur á mig. Ég er miklu skemmti- legri!“ Og það var ekki að sökum að spyrja. Við Venni fórum inn í stofu og setti hann mig á hné sér. Þegar móður mína bar að garði skömmu síðar vorum við í hróka- samræðum og fannst mér þetta af- ar skemmtilegur frændi sem ég sat hjá, og það sem var ef til vill allra best, mér fannst ég hafa sagt honum heilmikið gagnlegt um lífið og tilveruna. Síðar áttum við Venni oft eftir að ræða saman og hann að gefa mér ýmis heilræði. Reyndar sagði hann mér stundum til syndanna og vorum við þá býsna skorinorðir hvor við annan. Venni var hafsjór af fróðleik um hvers kyns efni. Fylgdist ótrúlega vel með efnahagsmálum hvarvetna í veröldinni, vissi ýmislegt um stjórnarfar og þróun í ólíkum heimshlutum, kunni skil á margs konar þjónustu- og iðngreinum – eiginlega var sama hvar drepið var niður fæti: Venni vissi skil á flestu. Ekki dagaði hann uppi þegar tölvuöldin gekk í garð. Hann til- einkaði sér kosti Alnetsins og var á meðal þeirra fyrstu sem eign- uðust gervihnattadisk. Hann bætti stöðugt við sig fróðleik og mundi allt sem hann heyrði og las. Ýmsar sögur eru sagðar um hann og eru vafalaust sumar orð- um auknar. Þó þarf ekki svo að vera. Til að mynda finnst mér ætíð jafnskemmtileg sagan um það þeg- ar hann var sendur sem strákling- ur að hreinsa flautuna á Brúar- fossi. Venni tók til óspilltra málanna, en sá þá eitthvað skondið sem var að gerast niðri á þiljum, stakk fötunni með fægileginum inn í flautuna ásamt burstanum og skrapp frá. Skömmu seinna blés skipið til brottfarar og fengu þá farþegarnir á framþiljunum heldur ókræsilega gusu. Þegar ég var að safna efni um vélskipið Helga VE 333 var Venni einn af mínum helstu heimildar- mönnum. Sögur hans af lífinu um borð í Helga eru ógleymanlegar og kostulegar eru lýsingarnar á því hvernig hann kom í kring viðskipt- um við enska kaupsýslumenn. Hann talaði um skipið eins og lif- andi veru og lýsti kostum þess eins og maður fjallar um unnustu sem hann hefur eignast á ungum aldri. Í rauninni talaði hann jafn hlýlega um vélskipið Helga og konuna sína. Þeir faðir minn og Venni voru ekki ætíð sammála um alla hluti og stundum þótti pabba hann nokkuð uppátækjasamur. Eitt sinn tók Venni sig til og greiddi öllum starfsmönnum hans út laun með ávísun. Þá tíðkaðist að leggja laun starfsmanna inn á reikning og gátu þeir tekið út vörur í versl- unum Helga Benediktssonar. Þetta þótti Venna heldur gamal- dags og ákvað því eitt sinn fyrir páska að gera bragarbót á. Ekki féll föður mínum þetta alls kostar illa en starfsmenn Útvegsbankans í Vestmannaeyjum kunnu honum litlar þakkir því að fjárþurrð var í bankanum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænda minn með innilegu þakklæti fyrir samveruna hér á jörð. Venni verður hverjum þeim sem honum kynntist ógleymanleg- ur fyrir heilræði, skemmtun og hreinskilni. Arnþór Helgason. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Vernharðs Bjarnason- ar. Ég var kominn á unglingsár þegar ég man fyrst eftir Venna Bjarna eins og hann var tíðast kallaður heima á Húsavík. Hann var þá fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Kaupfélagið var undir forystu framsóknarmanna en Venni setti ekki slíka hluti fyrir sig þó hann hefði aðrar pólitískar skoðanir. Þetta fannst mér ein- kenna öll kynni af honum að skoð- anir manna villtu ekki um mat á einstaklingunum né verkum þeirra. Vernharður var af stórri fjöl- skyldu og foreldrar hans settu mikinn svip á bæjarlífið á Húsavík. Bjarnahúsið eða Ásbyrgi eins og það víst hét var áberandi bygging og bæjarprýði. Þar ólst upp þessi stóra fjölskylda svo oft hefur verið þar líf í tuskunum. Vernharður hleypti reyndar heimdraganum snemma og leitaði orku sinni út- rásar á sjómannsferli sínum og störfum erlendis. Síðan kom hann heim og lauk þá námi við Sam- vinnuskólann. Með þeirri reynslu sem hann öðlaðist við kynni sín af menningu annarra þjóða fékk hann góða yf- irsýn og víðsýni hans var oft mun meira en samferðamenn hans voru tilbúnir að fylgja eftir. Hann var hamhleypa til vinnu og sumum fannst hann ekki alltaf sjást fyrir í framkvæmdum. En hann hafði mikinn metnað og mikinn áhuga fyrir því að hans heimahérað spjaraði sig. Hann lenti í ýmsum útistöðum þá, eins við sína flokks- menn sem aðra en oftast vegna þess að hann var stærri í hugsun en margir samferðamennirnir og kannski á stundum stærri en sam- félagið haði bolmagn til að fylgja eftir. Ég man best eftir Venna sem framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lags Húsavíkur á árunum 1957– 1967 en ég kominn til starfa heima á Húsavík. Þá vann hann ötullega að uppbyggingu Samlagsins og var stórhuga. Ekki voru allir honum sammála þó síðar kæmi í ljós að það húsnæði sem hann kom upp nýttist vel. Það má merkilegt heita að með jafn djarfhuga mann eins og Venni var þá andæfði hann heldur togaraútgerð á Húsavík. Hann var talsmaður bátaútgerðar, það útgerðarform væri besta tryggingin fyrir hráefni til Fisk- iðjusamlagsins. Kannski hefur hann haft ótta af því að ótryggara yrði hvar togararnir lönduðu afla sínum þó hann hafi varla haft hug- boð um þá þróun sem varð í þess- um málum síðar í hans heimabæ. Hitt hefur trúlega valdið miklu um þessa skoðun Venna að hann var einstaklingshyggjumaður og vildi að menn ættu báta sína sjálfir og ekki spenntur fyrir bæjarúterð, þó hann væri líka maður félagslegra samtaka eins og margir sjálfstæð- ismenn af gamla skólanum. En hvatinn að þessari kveðju- grein til Vernharðs er góður vin- skapur hans og föður míns. Þann tíma sem Venni var framkvænda- stjóri Fiskiðjusamlagsins var faðir minn trúnaðarmaður verkamanna á vinnustaðnum. Með þeim tókst mikill vinskapur sem entist meðan báðir voru á lífi. Á svo fjölmennum vinnustað koma oft upp einhver ágreiningsmál og á stundum geta þau verið nokkuð snúin. Það kom því í hlut föður míns að ræða þau við framkvæmdastjórann og þeim tókst alltaf að leiða þau mál til lykta. Eins var það að faðir minn stóð jafnan í vörn fyrir Vernharð þegar honum þótti réttu máli hall- að hvað framkvæmdastjórann snerti. Svona mál geta oft orðið erfið í litlu samfélagi og ég vissi það að Venni mat mjög mikils þá afstöðu föður míns að láta sig ekki skipta mismunandi pólitískar skoð- anir þeirra né heldur þá stöðu sem hvor um sig hafði þegar persón- urnar voru hafðar fyrir rangri sök. Stundum tóku verkamenn þessari afstöðu föður míns með tortryggni en það breytti engu hjá honum. Það er mikilvægt á hverjum vinnu- stað að gott samstarf sé milli framkvæmdastjóra og trúnaðar- manns. Það er forsenda fyrir því að mál leysist með farsælum hætti. Föður mínum þótti mikill missir að því þegar Vernharður flutti burt frá Húsavík því hann vissi gerla hve Venna var uppbygging stað- arins mikils virði og hve annt hon- um var um afkomu verkafólksins. Þá sjaldan ég hitti Vernharð eft- ir að við vorum báðir fluttir til Reykjavíkur þá fann ég það hve hann bar hlýjan hug til föður míns og mat hann mikils. Fyrir það þakka ég á þessari kveðjustund. Með Vernharði er fallinn góður drengur. Ég sendi eiginkonu hans börnum og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Látinn er Ásgeir Halldórsson loftskeyta- maður er starfaði lengstan sinn starfsferil hjá Landhelgisgæsl- unni. Við sem gengum með Geira, eins og hann var kallaður, í gegnum Loftskeytaskólann, minn- umst hans sem góðs námsmanns og frábærs félaga. Við vorum nokkrir Hafnfirðingar í skólanum þá og fórum oft með Geira í Morrisnum hans og var þá oft kátt á hjalla. Geiri var ávallt fyrsti maður til að tilkynna þátttöku sína þegar við héldum afmælisfagnaði ÁSGEIR HALLDÓRSSON ✝ Ásgeir Halldórs-son fæddist í Hafnarfirði 9. janúar 1932. Hann lést á heimili sínu 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 22. febrúar. okkar og er mér sér- staklega minnisstætt síðasta vetur er við héldum upp á 45 ára út- skriftarafmæli okkar og höfðu verið ýmsir erfið- leikar að koma því á fót að alltaf var Geiri já- kvæður og héldum við upp á það með pompi og prakt á Hótel Sögu. Þá voru 13 skólafélagar látnir en síðan hafa tveir látist, Ásgeir og Bárður Gunnarsson, sem reyndar var einn af þeim Hafnfirðingum er ferðuðust með Geira í Morrisnum. Ég vildi með þessum minningar- orðum minnast þessara félaga okkar með söknuði og sendum við ættingj- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Fyrir hönd skólafélaga úr Loft- skeytaskólanum 1954, Jón Kr. Óskarsson. Ég bið þess heitt og vona að vaki yfir þér MAGNÚS BRYNJAR GUÐJÓNSSON ✝ Magnús BrynjarGuðjónsson fæddist á Akureyri 23. maí 1980. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn af völdum áverka sem hann hlaut í um- ferðarslysi og fór út- för hans fram frá Akureyrarkirkju 20. febrúar. Guð og englaher hans og taki þig að sér. Guðjón, Edda, Eva, Atli, Ingólfur og elsku Lísa, ég votta ykkur samúð mína. Missir ykkar er mikill. Megi Guð styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, kæri vinur. Kær kveðja, þín bekkjarsystir, Þóra Björg. Eggert. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst hjá ömmu og það var farið að spila um jólin. Ég hugsa til þín bæði daga og nætur og sendi þér í huga mínum ljós. Þín frænka, Þórey Rut. EGGERT BJARNI HELGA- SON ✝ Eggert Bjarni Helgasonfæddist í Reykjavík 14. nóvember 1963. Hann lést 24. febrúar á Høkland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi og fór útför hans fram frá Árbæjar- kirkju 7. mars sl. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: Í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.