Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 76

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VERKFALL félaga í Sjómannasam- bandi Íslands og Vélstjórafélagi Ís- lands hófst kl. 23 í gærkvöldi og hjá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands á miðnætti. Eina mínútu yfir tólf á miðnætti gekk síðan í gildi verk- bann sem útgerðarmenn hafa sett á sjómenn. Fundur stóð enn yfir hjá ríkissáttasemjara þegar Morgunblað- ið fór í prentun í nótt og var jafnvel búist við að hann stæði eitthvað fram eftir nóttu. Samkvæmt upplýsingum Tilkynn- ingaskyldunnar á miðnætti voru þá um 170 skip á sjó. Dagróðrabátar voru flestir komnir að landi og mörg önnur skip á landleið. Sjómannasam- bandið áréttaði í gær að þær útgerðir sem ekki virtu ákvæði um að veiðar- færi ættu að vera komin úr sjó kl. 23 ættu á hættu að vera sektaðar sam- kvæmt kjarasamningum. Trillukarlar mega róa í verkfallinu og frá Grinda- vík róa t.d. um 20 trillur með línu. Verkfallið tekur til allra skipa stærri en 12 tonna og nær til á sjö- unda þúsund sjómanna í Sjómanna- sambandi Íslands, Vélstjórafélagi Ís- lands og Farmanna- og fiski- mannasambandinu. Að auki má gera ráð fyrir því að fimm til sex þúsund manns við fiskvinnslu í landi verði fyr- ir barðinu á verkfallinu. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á veiðar og vinnslu sjávarafla. Áhrifanna gætir strax á loðnuflot- anum en um 150 þúsund tonn eru eftir af loðnukvótanum eftir að sjávarút- vegsráðherra staðfesti í gær tillögu Hafrannsóknarstofnunar um aukn- ingu loðnukvótans um 100 þúsund tonn. Mjög góð loðnuveiði var í gær aust- an Ingólfshöfða og kepptust skipin við að fylla sig áður en verkfall hæfist. „Það er mokveiði og mjög blóðugt að þurfa að hætta veiðum, alveg skelfi- legt. Nú er loksins farið að mokveið- ast úr austurgöngunni og það væri hægt að veiða úr henni 7 til 10 daga í viðbót,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, í gær. Þetta er í fjórða sinn sem sjómenn hefja verkfall á síðustu sjö árum. Í janúar 1994 stóð verkfall yfir í tæpar tvær vikur og var bundinn endir á það með setningu bráðabirgðalaga. 1995 hófst verkfall á fiskiskipaflotanum 25. maí og tókust samningar eftir 22 daga verkfall. Verkfall hófst á fiskiskipa- flotanum 2. febrúar 1998 sem sjó- mannasamtökin frestuðu til 11. febr- úar. Það hófst á ný 15. febrúar og stóð til 27. mars þegar miðlunartillaga rík- issáttasemjara var lögfest. Kjara- samningar sjómanna runnu úr gildi 15. febrúar 2000 og hafa viðræður ekki skilað árangri. Flotinn stöðvast – áhrifa verkfalls gætir fljótt Morgunblaðið/Kristinn SCHENGEN-upplýsingakerfið (SIS), sem geymir skrár yfir eftir- lýsta einstaklinga, óæskilega útlend- inga, stolna muni o.fl. í öllum aðild- arlöndum Schengen, var tekið í fulla notkun hér á landi skömmu eftir ára- mót. Hafa þegar fundist þrír útlend- ingar við landamæraeftirlit og lög- gæslu hér á landi sem reyndust vera skráðir í upplýsingakerfið sem „óæskilegir útlendingar“ en þeim er bannað að koma til aðildarlanda Schengen. Um 650 íslenskir lögreglumenn og landamæraverðir hafa fengið að- gang að kerfinu og nota það við lög- gæslustörf. Einn útlendingur sem á að mæta fyrir dómi erlendis hefur einnig fundist hér við uppflettingu í upplýsingakerfinu. Hefur lögreglu- yfirvöldum viðkomandi lands verið gert viðvart að maðurinn sé hér á landi. Enginn útlendinganna hefur hins vegar verið handtekinn enda ekki talið að um afbrotamenn sé að ræða. 8 Íslendingar skráðir „óæski- legir útlendingar“ í SIS Fyrir nokkru var erlendur ferða- maður stöðvaður við eftirlit í Leifs- stöð þar sem í ljós kom að ferðaskil- ríki hans voru skráð stolin í Upplýsingakerfi Schengen. Maður- inn sagðist vera hollenskur en vega- bréfinu hafði verið stolið nokkrum dögum áður. Var hann sendur til baka undir eftirliti til Stokkhólms. Einnig hefur komið í ljós að átta íslenskir ríkisborgarar hafa verið skráðir í upplýsingakerfið af aðild- arríkjum í Schengen-samstarfinu sem „óæskilegir útlendingar“ er meina ber komu inn á Schengen- svæðið samkvæmt. 96. grein Schengen-samningsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um af hverju mennirnir eru skráðir í kerfið. Ýms- ar aðrar ástæður en afbrot geta legið þar til grundvallar en ef þeir koma fram á landamærum svæðisins er þeim vísað frá. Ísland verður form- legur aðili að Schengen-samstarfinu 25. mars og verða Íslendingarnir átta þá væntanlega teknir af listan- um, skv. upplýsingum blaðsins. Auk þessa hafa 20 vegabréf sem stolið hefur verið af Íslendingum verið skráð inn í kerfið erlendis. Svonefnd Sirene-skrifstofa sem starfrækt er á alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra hefur yfirumsjón með ís- lenska hluta SIS. Hefur hún frá ára- mótum skráð fjóra eftirlýsta Íslendinga inn í kerfið. Einnig hafa verið skráð óútfyllt íslensk vegabréf sem stolið var úr íslenska sendi- ráðinu í París fyrir nokkrum árum. Upplýsingakerfi Schengen í notkun Fimm útlend- ingar hafa fundist skráðir TAP Flugfélags Íslands nam 382 milljónum króna á síðasta ári en tapið var 198 milljónir króna árið 1999. Að árinu 2000 meðtöldu hefur hlutdeild Flugleiða í tapi félagsins frá því það var stofnað árið 1997 verið 849 milljónir króna og Flug- leiðir hafa lagt fram 1.130 milljónir króna í stofnfé og hlutafjáraukn- ingu flugfélagsins. Að sögn forstjóra Flugleiða, Sig- urðar Helgasonar, er þetta gjör- samlega óviðunandi afkoma og eru þrír kostir í stöðunni hjá Flugleið- um hvað varðar þátttöku í innan- landsflugi. Í fyrsta lagi er kostur að taka um það ákvörðun að hætta í innanlandsflugrekstri, sem yrði þá gert í áföngum á tveimur árum. Í öðru lagi telja stjórnendur kost á að halda rekstrinum áfram með miklum breytingum sem unnið hef- ur verið að síðustu mánuði. Stefnt er að því að auka tekjur félagsins um 15% en rekstrargjöld aukist að- eins um 5% í ár og rekstrarnið- urstaða ársins 2001 verði um 400 milljónum króna betri en niðurstaða síðasta árs. Þriðji kosturinn sem félagið telur sig eiga er háður kosti númer tvö. Þessi kostur er að fá fleiri sterka hluthafa að félaginu. „Það er vita- skuld háð því að hægt sé að sýna já- kvæða afkomu af rekstrinum. Markmiðið væri að vera áfram í þessari starfsemi en deila áhættu og ábata með öðrum,“ að sögn Sig- urðar Helgasonar á aðalfundi Flug- leiða sem haldinn var í gær. Í máli stjórnarformanns Flug- leiða, Harðar Sigurgestssonar, kom fram að í fyrsta sinn á liðlega ára- tug gerðu Flugleiðir ekki ráð fyrir vexti í áætlunarflugi milli landa. Ár- ið 2000 fluttu Flugleiðir rúmlega 1,4 milljónir farþega í áætlunarflugi á milli landa. Er það 7,9% aukning frá 1999. Flugleiðir íhuga að hætta innanlandsflugi  Árið 2001 / 24 ÓVÍST er hvenær skipverjar á Eld- hamri leysa landfestar en skipið kom til Grindavíkur um kvöldmat- arleytið í gær. Verkfall hófst klukk- an 23 í gærkvöldi og áttu öll veið- arfæri þá að vera komin um borð. Landfestar bundnar  Verkfallsaðgerðir /6  Blóðugt / 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.