Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 11/3–17/3  ALLUR innflutningur á kjötafurðum frá löndum Evrópusambandsins og EFTA hefur verið tak- markaður vegna gin- og klaufaveiki. Innflutningur á hráu kjöti frá ríkjum ESB er með öllu bann- aður. Sama gildir um inn- flutning lifandi dýra. Bannið gildir um ótiltek- inn tíma.  LÖG um frjálst framsal fiskveiðiheimilda hafa haft afgerandi áhrif á fólksflótta íbúa á lands- byggðinni, aukna skulda- söfnun útvegsfyrirtækja og lækkun launa starfs- fólks í fiskvinnslu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar.  RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Atla Helgasyni fyrir að hafa banað Ein- ari Erni Birgissyni hinn 8. nóvember sl. Atli hefur játað að hafa orðið Einari Erni að bana.  ÁÆTLUÐ aukning líf- eyrisskuldbindinga rík- issjóðs vegna nýgerðs kjarasamnings ríkisins við framhaldsskólakenn- ara nemur ríflega 5,3 milljörðum króna á samn- ingstímanum, eða um 46,26% frá árslokum 2000 til aprílloka ársins 2004.  FYRSTU tvo mánuði ársins bárust Íbúða- lánasjóði 57 umsóknir um greiðsluerfiðleikalán eða frystingu lána vegna greiðsluerfiðleika. Það eru meira en tvöfalt fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Flotinn stöðvast vegna sjómannaverkfalls VERKFALL félaga í Sjómannasam- bandi Íslands og Vélstjórafélagi Ís- lands hófst kl. 23 á fimmtudagskvöld og hjá Farmanna- og fiskimannasam- bandi Íslands á miðnætti sama kvöld. Verkbann sem útgerðarmenn settu á sjómenn tók þegar gildi. Verkfallið tekur til allra skipa stærri en 12 tonn og nær til á sjöunda þúsunds sjó- manna. Að auki má gera ráð fyrir að verkfallið nái til fimm til sex þúsund manns sem starfa við fiskvinnslu í landi. Áhrifanna gætir strax hjá loðnu- flotanum en um 150 þúsund tonn eru enn óveidd af loðnukvótanum. Þetta er í fjórða sinn sem sjómenn hefja verk- fall á síðustu sjö árum. Kjarasamning- ar sjómanna runnu út 15. febrúar 2000 og hafa viðræður enn ekki skilað ár- angri. Kjaradeilur sjómanna og út- vegsmanna hafa verið erfiðar síðustu árin og oftar en ekki þurft atbeina rík- isvaldsins til að binda enda á þær. Íhuga að hætta innanlandsflugi TAP Flugfélags Íslands nam 382 millj- ónum króna á síðasta ári en tapið var 198 milljónir króna árið 1999. Að árinu 2000 meðtöldu hefur hlutdeild Flug- leiða í tapi félagsins frá því það var stofnað árið 1997 verið 849 milljónir og Flugleiðir hafa lagt fram 1.130 millj- ónir króna í stofnfé og hlutafjáraukn- ingu flugfélagsins. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir afkomuna gjörsamlega óviðunandi og þrír kostir séu í stöðunni hjá Flugleiðum hvað varði þátttöku í innanlandsflugi. Í fyrsta lagi sé kostur að hætta í innan- landsflugrekstri, í öðru lagi sé kostur á að halda rekstrinum áfram með mikl- um breytingum þar sem stefnt væri að því að auka tekjur félagsins um 15% en rekstrargjöld aukist aðeins um 5% í ár. Þriðji kosturinn er að fá fleiri sterka hluthafa að félaginu. INNLENT Átök harðna í Makedóníu ÁTÖK milli albanskra skæruliða og makedóníska hersins bárust á miðviku- dag til Tetovo, næststærstu borgar landsins, sem er um 40 km suðvestur af landamærunum að Kosovo, þar sem skærur höfðu áður átt sér stað. Á fimmtudag var að sögn lögreglu barist í nágrenni Skopje, höfuðborgar landsins, og óttast margir að átökin geti þróast í borgarastríð. Albanskir skæruliðar, sem hafa látið að sér kveða í suðurhluta hlutlausa svæðisins milli Kosovo-hér- aðs og Serbíu, sömdu á mánudag um tímabundið vopnahlé við Júgóslavíu- stjórn. Stjórnvöld í Belgrad náðu jafn- framt samkomulagi við Atlantshafs- bandalagið (NATO) um að senda hersveitir inn á hlutlausa svæðið, til að flæma skæruliða á brott. Héldu júgó- slavnesku hersveitirnar innreið sína á miðvikudag, í fyrsta sinn síðan Kosovo- deilunni lauk fyrir tveimur árum. Gin- og klaufa- veiki breiðist út Fyrsta staðfesta tilfelli gin- og klaufa- veiki á meginlandi Evrópu greindist í Frakklandi á þriðjudag. Sama dag greindist veikin einnig í Argentínu. Á föstudag voru tilfellin orðin 261 í Bret- landi, þar sem faraldurinn hófst. Búa breskir bændur sig nú undir að slátra allt að einni milljón klaufdýra til að stemma stigu við útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar. Um níutíu ríki heims hafa bannað innflutning búfjár, kjöts og fleiri landbúnaðarafurða, ekki aðeins frá þeim löndum þar sem veikin hefur greinst, heldur láta það sama ganga yf- ir öll aðildarríki Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur mót- mælt þessum ráðstöfunum, einkum banni Bandaríkjanna og Kanada gegn öllum innflutningi kjöt- og mjólkuraf- urða frá aðildarríkjunum.  ÞRÍR Tsjetsjenar rændu á fimmtudag rússneskri farþegaþotu, sem var á leið frá Istanbúl í Tyrk- landi til Moskvu, en 174 voru um borð. Þvinguðu ræningjarnir þotuna til að lenda í Medina í Sádi- Arabíu. Þarlendar sér- sveitir réðust til inngöngu í þotuna á föstudags- morgun og yfirbuguðu ræningjana. Þrír fórust í áhlaupinu, einn flugræn- ingjanna, flugfreyja og farþegi. Rússnesk stjórn- völd segja uppreisn- armenn í Tsjetsjníu hafa staðið á bak við flugránið.  DOW Jones-hlutabréfa- vísitalan í New York fór á miðvikudag niður fyrir 10 þúsund stig, í fyrsta sinn í fimm mánuði. Miklar lækk- anir urðu á fjármálamörk- uðum í Bandaríkjunum og Evrópu í vikunni og segja fjármálaskýrendur nið- ursveifluna nú vera eitt versta markaðshrun sem orðið hafi síðan í krepp- unni í byrjun níunda ára- tugarins.  GEORGE Fernandes, varnarmálaráðherra Ind- lands, sagði af sér á fimmtudag vegna svokall- aðs mútuhneykslis, sem skók indversku ríkisstjórn- ina í vikunni. Hneykslið kom upp á þriðjudag, þeg- ar fréttavefur sýndi mynd- band, þar sem háttsettir foringjar í hernum og embættismenn taka við greiðslum gegn því að hygla ákveðnu vopnasölu- fyrirtæki. ERLENT „BYGGÐASTOFNUN er aðeins að verja kröfur sínar með afskriftum 150 milljóna króna á gjaldþroti Nasco í Bolungarvík en ekki gera út af við markaðslögmál í rækjuiðnaði,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stofnunarinnar í svari við gagnrýni Róberts Guðfinnssonar, stjórnarfor- manns Þormóðs ramma–Sæbergs hf., í Morgunblaðinu í gær. „Það lán sem var þegar á húsinu og var veitt fyrir nokkrum árum, stend- ur áfram. Við verjum það en breytum hluta af því í hlutafé. Tvö önnur lán sem veitt voru síðar upp á samtals 150 milljónir, eru afskrifuð,“ segir Krist- inn sem telur þetta hið eina sem hægt var að gera í stöðunni þar sem enginn hafi boðið það hátt verð í eignirnar að það stæði fyrir lánunum. „Ástæða fyrir þeirri lánveitingu var á sínum tíma sú að Skagstrendingur og Burð- arás voru að kaupa sig inn í Nasco og lögðu mikla peninga þar inn. Menn sem þá stjórnuðu för í Byggðastofnun töldu þá rétt að leggja til fjármuni og höfðu menn trú á því að þar væri um að ræða aðgerð sem væri skynsam- lega ígrunduð þar sem tveir vandaðir fjárfestar væru á ferð. Svo fór sem fór og ég minni á að Skagstrendingur var að skila ársreikningi þar sem afskrift- ir voru nærri 250 milljónir vegna hlutafjárkaupa í Nasco, svo þetta er sameiginlegt skipbrot en ekki Byggðastofnunar einnar,“ segir Kristinn. Fyrningarleið hægfara þróun Kristinn segist að auki vera algjör- lega ósammála athugasemdum Ró- berts um að fyrningarleið kvótakerf- isins verði til þess að útgerðarmenn verði skildir eftir með skuldir sínar og veiðiheimildum úthlutað til þeirra sem ekki stóðust samkeppnina í sjáv- arútvegi. „Fyrningarleiðin sem ég hef talað fyrir gerir ráð fyrir að innkalla veiðiheimildir á tuttugu til þrjátíu og þremur árum. Það þýðir að útgerð- armenn hafa fullar tekjur af núver- andi veiðiheimildum í tíu til sextán ár sem er miklu lengri tími en tekur að greiða upp fjárfestingar. Kaupi menn kvóta er reiknað með að þaðtaki um 5 til 7 ár að borga hann upp og svo eru mönnum gefin tvö til þrjú ár til að hafa hagnað af fjárfestingunni. Þetta er því ekki byltingarkennd tillaga heldur hægfara þróun. Að setja veiði- heimildirnar á markað þýðir einfald- lega að fólk keppi um þær á jafnrétt- isgrundvelli og þeir sem eru fyrir hafi ekki forskot. Í dag er það hins vegar þannig að þeir sem eru fyrir leigja frá sér afla- heimildina til annarra sem vilja vera útgerðarmenn og okra á þeim mis- kunnarlaust. Fyrningarleiðin er eðli- leg og hún er sjálfsögð. Hún skapar jafnrétti og ekki síst samkeppni með- al útgerðarmanna um veiðiheimildir. Ég spyr því bara hvort sjávarútveg- urinn eigi að vera eina greinin á Ís- landi þar sem samkeppnislögmálinu er úthýst? Á einkaréttur Þormóðs ramma og annarra útvalinna manna að vera um aldur og ævi á sjávarút- vegi?“ Stofnunin er aðeins að verja kröfur sínar Formaður Byggðastofnunar um gjaldþrot Nasco STJÓRN Hafnarsamlags Austur- Héraðs og Fellahrepps samþykkti nýverið að leggja til að höfn við Lagarfljót verði í Egilsstaðavík. Eftir er að afgreiða samþykktina hjá báðum sveitarstjórnum. Egils- staðavíkin þykir mjög hentug hvað varðar dýpi og strauma. Sveit- arstjórn Fellahrepps mun þó held- ur vilja sjá höfnina byggða upp þar sem núverandi bráðabirgðaaðstaða er, við búarsporð Lagarfljótsbrúar og þykir ýmislegt benda til að Fellamenn dragi sig út úr Hafn- arsamlaginu. Stjórn Hafnarsamlagsins er skip- uð tveimur fulltrúum frá Austur- Héraði og einum úr Fellahreppi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Lagt hefur verið til að höfn við Lagarfljót verði í Egilsstaðavík. Höfn á Lagarfljóti í Egilsstaðavík Fellamenn ósáttir við tillögu um staðsetningu hafnar Egilsstöðum. Morgunblaðið. SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra sat fund í ráðherraráði Schengen-ríkja sem haldinn var í Brussel í vik- unni. Var fundurinn haldinn undir formennsku Svía. Á fundinum var m.a. rætt um vaxandi straum flóttamanna og ólöglegra innflytjenda frá og í gegnum ríki á Balkanskaga. Vandinn sem af þessu stafar hefur verið til meðferðar hjá embættismannanefndum að undanförnu og hefur þegar ver- ið gripið til aðgerða gegn honum m.a. með því að veita landa- mæravörðum í Balkanríkjunum aukna aðstoð og þjálfun. Þá var rætt um samræmingu refsinga í Schengen-ríkjunum vegna smygls á ólöglegum inn- flytjendum. Voru skoðanir skiptar meðal ráðherranna. Upplýst var á fundinum um framgang mála vegna gildistöku Schengen-samstarfsins á Norð- urlöndum frá og með 25. mars nk. „Þá þykir það tíðindum sæta að skýrt var frá því á fundinum að Svisslendingar hefðu óskað eftir könnunarviðræðum um að- ild að Schengen-samstarfinu. Hefur því verið tekið vel af Schengen-ríkjunum,“ segir í frétt frá dómsmálaráðuneytinu. Svisslend- ingar í Scheng- en-sam- starfið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.