Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur JónGuðjónsson fæddist 19. júlí 1933 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur í Neskaupstað 12. mars síðastliðinn. Faðir hans var Guðjón Jónsson sjó- maður og síðar um- sjónarmaður Verka- mannabústaðanna í Reykjavík, f. 20. júlí 1891, d. 30. maí 1971. Móðir hans var Gróa Guðnadóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 3. maí 1893, d. 5. júlí 1985. Systir Guðmundar er Sunneva Guðjóns- dóttir Snæhólm. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Guð- björg Sigurgeirsdóttir, húsfreyja. Börn þeirra eru: Guðjón Páll flug- maður, Hjalti Geir rafeindavirki og Gunnhildur Þóra, fulltrúi í tölvudeild Lsp. Seinni kona hans er Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrun- arkona. Þeirra börn eru: Ragn- heiður hjúkrunarfræðingur, Erna lögfræðingur, Sól- veig leiklistarnemi og Guðrún nemi. Barnabörn Guð- mundar eru níu. Guðmundur lauk cand. med. prófi frá HÍ 1965 og varð sér- fræðingur í bæklun- arskurðlækningum 1985. Hann starfaði lengst af sem bækl- unarskurðlæknir á Landspítalanum ásamt hlutastarfi á Hrafnistu. Var ráð- gefandi sérfræðing- ur frá Landspítalanum fyrir bækl- unarlækningar við Reykjalund og rak einnig eigin stofu í Domus Me- dica. Síðustu fimm árin starfaði hann sem yfirlæknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað, en hélt jafnframt heimili með fjöl- skyldu sinni að Sæbraut 3 á Sel- tjarnarnesi. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 19. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. Í minningu föður míns „Dagurinn er liðinn, myrkrið grúf- ir yfir jörðunni. Það er kominn tími til þess að ég haldi niður að fljótinu og fylli krús mína. – Kvöldloftið er þrungið hinum tregabundna hljómi vatnsins. Æ, það kallar mig út í rökkrið. Enginn göngumaður fer um hinn afskekkta veg, vindurinn þýtur og bylgjurnar hreykja sér hátt á fljótinu. – Ég veit ekki hvort ég kem aftur til baka. Ég veit ekki hverjum mér auðnast að mæta. Í kænunni niðri við vaðið leikur hinn ókunni á lútu sína.“ (R. Tagore.) Guðjón Páll Guðmundsson. Miklar harmafregnir bárust okkur aðfaranótt mánudags er tengdafaðir okkar, Guðmundur J. Guðjónsson læknir, varð bráðkvaddur í Neskaup- stað. Okkar kynni af þessum öðlingi hófust fyrir rúmum áratug síðan er við kynntumst elstu dætrum hans, þá við lítinn fögnuð tengdamóður okkar. Guðmundur hafði þó trú á dóm- greind dætra sinna og reyndist líkt og svo oft áður, hafa rétt fyrir sér. Fyrstu búskaparárin okkar kom ekki annað til greina en að við byggj- um í sitthvorri íbúðinni í húsi þeirra á Sæbrautinni undir verndarvæng þeirra Guðmundar og Guðrúnar. Var þá oft glatt á hjalla og háreysti mikið, ekki síst þegar öll hersingin var sam- an komin á einum stað, af einskærri tilviljun oftast á kvöldmatartíma. Þá var Guðmundur nú ekki að æsa sig, lá bara í sínu sófahorni og „svaf“ en lét ekki svona klið raska ró sinni. Það var ekki hans háttur að láta smá- atriði trufla sig. Það var ekki fyrr en kom að því að við tengdasynirnir seildumst inn á heilagt umráðasvæði hans, bílskúr- inn, að hann taldi aðgerða þörf. Við áttum það nefnilega til að vera full ágengir þegar kom að óteljandi verk- færum tengdapabba. Gekk það svo langt að þegar eitthvert verkfæri fannst ekki strax, þá hafði Guðmund- ur það alltaf að orði að nú hefði Frið- þjófur tekið það. Var Friðþjófur þá jafnvel í öðrum landshluta. Þetta leystist þó farsællega, hengilás var settur á verkfærakistuna, okkur til sárrar gremju og flest öll verkfærin flutt austur til Norðfjarðar. Hann þóttist engu að síður vera nokkuð lánsamur með val dætra sinna á mannsefnum, því þekking þeirra lá á sitthvoru sviðinu. Annar gat smíðað, hinn gat fiktað með hon- um í tölvunni og báðir gátu eldað, en helsta umkvörtunarefni okkar við Guðmund var að móðirin hefði hvorki kennt dætrunum að elda góð- an mat né þvo þvott. Þetta voru góð ár sem við áttum öll saman á Sæbrautinni og ekki voru síðri hinar mörgu ánægjulegu sam- verustundir eftir að Guðmundur tók að sér yfirlæknisstöðu við Sjúkra- húsið á Norðfirði. Sá siður var kom- inn á að jólunum eyddum við öll sam- an á Sæbrautinni en hittumst á páskum og yfir sumartímann í Nes- kaupstað. Svo ferðuðumst við öll í kross eftir því sem hægt var, við austur eða Guðmundur í bæinn. Við eigum margar góðar minningar sem gætu fyllt heilu bækurnar, ef ritaðar væru. En þetta eru minningar sem ekki verða frá okkur teknar, þó svo þessi yndislegi tengdafaðir hverfi á braut. Þessi góði maður, sem ávallt var tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd og veita hverjum sem er aðstoð sína hvenær sem hann mögulega gat. Það var því ekki að ástæðulausu að margir, ekki síst sjúklingar hans, tækju hann í dýrðlingatölu og köll- uðu hann Guðmund góða. Hann var einfaldlega dýrðlingur. Menn eins og Guðmundur eru „raritet,“ fjársjóður sem ekkert kemur í staðinn fyrir. Guð blessi minningu hans og megi hún lifa lengi og verða öðrum til eft- irbreytni. Friðþjófur og Sigurður T. Jæja Guðmundur minn, nú er víst komið að leiðarlokum hjá okkur. Þetta er bara alltof snemmt. Við kynntumst fyrir tæplega þremur ár- um og vinátta okkar var rétt að byrja. Það var alltaf svo gaman þeg- ar þú komst í bæinn, hún Rúna þín ljómaði öll af gleði yfir því að pabbi hennar væri loksins kominn eftir alltof langa fjarveru í Neskaupstað. Ég er svo feginn því að við komum öll til þín um síðustu verslunarmanna- helgi og áttum yndislegar stundir saman. Ég er líka svo feginn því að þið Guðrún áttuð frábæran tíma út af fyrir ykkur síðustu mánuðina, um jólin, fyrir austan, í London og San Francisco, og svo loks heima á Sel- tjarnarnesinu. Þetta var ykkur ómet- anlegur tími sem aldrei verður tek- inn frá ykkur. Þú varst alveg hreint yndislegur maður, það þótti öllum af- skaplega vænt um þig og þú varst vinsæll hvar sem þú fórst. Íbúar í Neskaupstað sýndu það í verki þegar Guðrún, stelpurnar þínar og Agnar fóru að sækja þig. Ég vil nota tæki- færið og þakka íbúunum þann ein- staka hlýhug sem þeir sýndu í þeirra garð á þessum erfiðu tímum. Við vorum alltaf eitthvað að spjalla saman, ég og þú, og það síðasta sem við ræddum um áður en þú fórst var flugvallarmálið. Þótt við værum ekki alveg sammála skildum við afstöðu hvor annars og bárum virðingu fyrir henni. Þannig var það alltaf þegar við spjölluðum saman. Það var alltaf hægt að leita til þín ef maður hafði ekki svarið við einhverju, þú vissir svo margt. Við höfðum sameiginlega tækjadellu og ég var búinn að hlakka til að grúska með þér í því þegar þú loksins flyttir heim. Það verður bara að bíða betri stundar. Ég gæti örugg- lega skrifað um þig heila bók en ég læt hér við sitja. Ég vil þó að lokum lofa þér tvennu: Ég lofa því að mæta vel í skólann það sem eftir er. Og ég lofa því að vera eins góður og ég get við hana Rúnu þína því hún saknar þín svo ofboðslega mikið. Mér þykir mjög vænt um þig Guðmundur minn og ég sakna þín mikið. Ég vona þó að við munum hittast aftur seinna. Takk fyrir allt. Þinn vinur, Jóhann Bjarni Kolbeinsson. Afi, þú átt að knúsa mig, sagði litli Bessi við afa sinn fyrir nokkru. Og Guðmundur knúsaði alla, – fjöl- skyldu sína, vini og vandamenn, spít- alann sinn og samferðamenn sína. Ánægja hans og lífsfylling fólst í því að hjálpa öðrum. Og hann var mjög fær um það. Ég heyrði frá því sagt, að það væri eins og eitthvert sjötta skilningarvit hjálpaði honum við að leysa erfiðustu vandamálin í læknis- fræðistarfinu. Guðmundur var mjög hagur maður og lék allt í höndum hans. Hann var „píparinn“ minn, þegar hann lagði lagnir fyrir mig í bæ fyrir norðan, smíðaði, múraði, og jafnvel setti upp rafmagnsgirðingar, en „sérgrein“ hans var þó þekking á bílum og bílaviðgerðir. Og nú hringdi Bessi litli í ömmu sína og sagði. Amma, vektu hann afa. Og við söknum hans öll. Agnar Norland. Sviplegur og sár er missir ástvina Guðmundar J. Guðjónssonar sem lést aðfaranótt 12. mars síðastliðins. Að leiðarlokum sækja minningar um góðan mann á hugann. Ernu og Ransý dætrum hans kynntist ég í átta ára bekk í Melaskóla en þá tókst mikill vinskapur með okkur. Á ég margar góðar minningar af notalegu heimili þeirra Guðmundar og Guð- rúnar fyrst á Sólvallagötu og síðar á Sæbraut. Þar var oft margt um manninn enda hefur heimili þeirra alltaf staðið öllum vinum og kunn- ingjum dætranna opið. Guðmundur var ljúfur og hlýr maður og hafði einstaklega góða nærveru. Þær voru ófáar stundirnar þar sem hann stóð í eldhúsinu með kaffibollann sinn og spjallaði við yngra fólkið um heima og geima og góð kímnigáfa hans var aldrei langt undan. Hann var mikill fjölskyldu- maður og gaf sér alltaf tíma til að ræða málin við dætur sínar. Það var gaman að fylgjast með hversu náið og hlýtt samband var þeirra á milli. Hann hrósaði þeim óspart fyrir það sem þær gerðu vel og hvatti þær áfram ef þess þurfti. Hann vissi ná- kvæmlega hvernig hann gat laðað fram það besta hjá þeim. Faðmlag, hvatning og hrós voru hans aðferðir til að hvetja dætur sínar til dáða. Það var aðdáunarvert að fylgjast með samheldni fjölskyldunnar þegar Guðmundur tók við stöðu yfirlæknis á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fyrir hartnær fimm árum. Það hefur eflaust ekki verið auðveld ákvörðun að taka starfi sem krafðist langra fjarvista frá fjölskyldunni. En eins og öll önnur verkefni leystu þau Gunna þetta vel af hendi og nýttu fjarlægðina til að styrkja enn frekar fjölskylduböndin. Gunna varði mikl- um tíma í að búa honum heimili þar og hafði hún ákveðið að eyða meiri tíma fyrir austan þegar andlát hans bar að. Stelpurnar höfðu líka mikla unun af því að fara austur í fríum sínum og heimsækja pabba sinn með fjölskyld- ur sínar. Hann hringdi reglulega í stelpurnar sínar og fylgdist þannig náið með þeim og fjölskyldum þeirra. Þau hjónin voru nýkomin úr löngu ferðalagi þar sem þau höfðu meðal annars heimsótt Sólveigu dóttur sína í London. Eftir heimkomu dvaldi Guðmundur í nokkra daga heima á Sæbraut í faðmi fjölskyldunnar. Ekki hvarflaði að neinum þegar hann kvaddi fjölskyldu sína sunnudaginn 11. mars til að halda austur til Nes- kaupstaðar að þetta yrði hans hinsta kveðja. En vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Elsku Gunna, Ransý, Erna, Sól- GUÐMUNDUR JÓN GUÐJÓNSSON                                            ! ""   ##$ %   &            '  (      ' &    )       !     # !$ !  #  %   %!  & #'  (%) *+,) %   !$ -+  %! '.    / 0                                            !  "       #$$      !"   # $  % &     $  % $ " !'   ( )   $    !% ( * % ++  % +++ ,                                                !" #$ "   #"! % $'" (                            !"          #     #     $  %   &    '   $  " # )   * +,- .!! * /- +,- .!! *  -.  0- -.  -   +,- -1 # -- " 2-  .!! 2" +,- .!! 23"'  45!  6 ' !$-  !(- +,- .!!  - +,- - * +, )-- *  -. .!! + - +,-  + - + - + -1                        !!!"   # " !                     !   "     !   #$    ""  $"$!  %" ! %  % !$! "&  % !$! '$"  %()" $  % !)" * " *" )% * " * " *"+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.