Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Hvid-
björnen kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss og Lotta Kosan
koma á morgun, Arctic
Trader fer á morgun.
Mannamót
Félagsstarfið Norð-
urbrún 1 og Furugerði
1. Fimmtudaginn 29.
mars verður farið í
Fljótshlíðina. Stutt
stopp í Hveragerði,
súpa, brauð og kaffi í
Hlíðarenda, Hvolsvelli.
Njálusafnið skoðað og
ekið að Tumastöðum.
Leiðsögumaður: Anna
Þrúður Þorkelsdóttir.
Lagt af stað frá Norð-
urbrún kl. 10.15, frá
Furugerði kl. 10.30.
Skráning og nánari upp-
lýsingar á Norðurbrún í
síma 568-6960 og í Furu-
gerði í síma 553-6040.
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist,
kl. 12.30 baðþjónusta.
Framtalsaðstoð verður
veitt 22. mars, skráning
í s. 562-2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, penna-
saumur og perlusaumur,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13.30 félags-
vist, kl. 13 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Tímapöntun í fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10–
13 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 13.30 enska, fram-
hald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun, kl.
9.45 leikfimi, kl. 9 hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verða púttæf-
ingar í Bæjarútgerðinni
kl. 10–11.30. Tréút-
skurður í Flensborg kl.
13. Félagsvist kl. 13.30.
Á þriðjudag brids og
saumur kl. 13.30.
„Grænlenskir dagar“:
Fjörukráin býður
félagsmönnum í Félagi
eldri borgara í Hafn-
arfirði á Grænlenska
daga í Fjörukránni í dag
kl. 15.30. Grænlands-
kynning og kaffiveit-
ingar.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Félagsvist
á Garðaholti í boði
Kvenfélags Garðabæjar
22. mars kl. 19.30. Rútu-
ferðir samkvæmt áætl-
un. Vorfagnaður í
Kirkjuhvoli í boði Odd-
fellow 29. mars kl. 19.30.
Fótaaðgerðir mánudaga
og fimmtudaga. Ath.
nýtt símanúmer,
565 6775.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Félagsvist í
dag kl. 13.30. Dans-
leikur sunnudagskvöld
kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Leiðbeining
í gömlu dönsunum kl.
19–21. Söngvaka kl.
20.30, umsjón Sig-
urbjörg Hólmgríms-
dóttir. Þriðjudagur:
Skák kl. 13.30, afhend-
ing verðlauna fyrir
meistaramótið. Alkort
spilað kl. 13.30. Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði kl. 10
á miðvikudagsmorgunn.
Ath. Opnunartími skrif-
stofu FEB er kl. 10–16.
Upplýsingar í síma
588 2111.
Itc-Íris heldur fund
mánudaginn 19. mars kl.
20 í safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju v/
Strandgötu. Allir vel-
komnir. Nánari uppl. í s.
555-2821.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30 eru
vinnustofur opnar frá
hádegi, spilasalur opinn,
kl. 14 kóræfing, dans hjá
Sigvalda fellur niður.
Aðstoð frá skattstofunni
verður veitt miðvikud.
21. mars, skráning haf-
in.
Félagsstarf aldraðra,
Háteigskirkju. Spilað í
Setrinu mánudaga kl.
13–15, kaffi. Miðviku-
dagar kl. 11–16 bæna-
stund, súpa í hádeginu,
spilað frá kl. 13–15,
kaffi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 14 félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9–17, kl. 9.30 gler og
postulínsmálun, kl. 13.30
lomber og skák, kl. 14.30
enska, kl. 17 myndlist.
Einmánaðarfagnaður og
handverksmarkaður
verða í Gjábakka
fimmtudaginn 22. mars.
Þeir sem áhuga hafa á
að selja þar handverk
sitt, vinsamlegast bókið
sem fyrst.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 10.30 bæna-
stund, kl. 13 hárgreiðsla,
kl. 14 sögustund og
spjall.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Ferð í Listasafn Íslands
miðvikudaginn 21. mars
kl. 14.30. Farið verður
með rútu, skráning í
síma 588 9335.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9–14,
bókasafnið opið kl. 12–
15, ganga kl. 10. Aðstoð
við skattframtal verður
miðvikudaginn 21. mars.
Þeir sem voru búnir að
panta tíma halda tím-
unum; nánari uppl. í s.
568 6960.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, kl. 13 leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
býður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheim-
ilinu að Gullsmára 13 á
mánudögum og fimmtu-
dögum. Mæting og
skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús þriðjudag frá kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fræðsla.
Kvenfélagið Keðjan
heldur fund í Húnabúð
mánudaginn 19. mars.
María Sigurðardóttir
miðill verður með
skyggnilýsingarfund.
Ath. fundurinn hefst kl.
20 stundvíslega.
Hana-nú, Kópavogi.
Spjallstund verður kl. 14
á mánudag á lesstofu
Bókasafns Kópavogs.
Fundarefni: Svipleiftur
úr sögu Hana-nú og
undirbúningur fyrir
samverustundina með
nemendum í Mennta-
skólanum í Kópavogi
sem verður í Gjábakka
29. mars n.k. Allir vel-
komnir.
Hríseyingafélagið.
Hríseyingar: Bingó
verður í Skipholti 70
sunnudaginn 18. mars
kl. 14. Góðir vinningar.
M.a. aðalvinningur:
vikudvöl í sumarhúsi í
Hrísey. Allir velkomnir.
Í dag er sunnudagur 18. mars, 77.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Varpa áhyggjum þínum á Drottin,
hann mun bera umhyggju fyrir þér,
hann mun eigi að eilífu láta réttlátan
mann verða valtan á fótum.
(Sálm. 55, 23.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
SKRÁSETJARI sögu Ol-
íuverzlunar Íslands hf. ósk-
ar aðstoðar lesenda við að
þekkja mennina á mynd-
inni sem voru starfsmenn
BP á Klöpp. Frá vinstri
ókunnur, Ólafur Guðnason,
ókunnur.
Skrásetjari sögu Olíu-
verzlunar Íslands hf. óskar
aðstoðar lesenda við að
þekkja mennina á mynd-
inni sem voru starfsmenn
BP. Frá vinstri Jóhannes
Skúlason, ókunnur, ókunn-
ur, Ólafur Guðnason,
ókunnur, Einar Guðmunds-
son, ókunnur, Aðalsteinn
Guðmundsson, Valdimar
Jónsson, ókunnur, Þorkell
Gíslason.
Skrásetjari sögu Olíu-
verzlunar Íslands hf. óskar
aðstoðar lesenda við að
þekkja mennina á mynd-
inni. Þeir voru starfsmenn
BP á Klöpp. Frá vinstri
ókunnur, Aðalsteinn Guð-
mundsson, ókunnur, Þor-
kell Gíslason, ókunnur,
ókunnur. Þeir sem telja sig
geta veitt lið eru vinsam-
legast beðnir um að hafa
samband við Hall Hallsson
eða Friðrik Kárason. Hall í
síma 896-9898 eða hallur-
@hallo.is, Friðrik í síma
515-1260 eða eosfk@olis.is.
Þakkir fyrir
greinaskrif
ÉG vil þakka fyrir stór-
kostleg greinaskrif í Les-
bók Morgunblaðsins 10.
mars sl. eftir Torfa Ólafs-
son, sem hann nefnir „Um
meðferð almannafjár“. Það
eru orð í tíma töluð. Hjart-
ans þakkir fyrir, Torfi.
G.H.S. kt. 070131-4049.
Tapað/fundið
Silfurmen tapaðist
SILFURMEN með svört-
um stórum íslenskum
steini, tapaðist við Borgar-
bókasafnið í Tryggvagötu
fyrir skemmstu. Upplýs-
ingar í síma 551-5216 á
kvöldin.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kannast einhver
við mennina á
myndunum?
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fylgist vel meðíþróttum úr fjarska. Honum
hefur lengi blöskrað hvernig þjálf-
arar og leikmenn hafa leyft sér að
koma fram gagnvart þeirri ómiss-
andi stétt, dómurum. Íþróttir eru
þannig að einhver verður að sigra
og einhver að tapa, en svo virðist
sem sumir eigi ótrúlega erfitt með
að sætta sig við tap. Margir virðast
a.m.k. mun síður líta í eigin barm
eftir skýringum taps en skammast
vegna frammistöðu dómaranna.
Nýjasta dæmið eru ummæli Viggós
Sigurðssonar, þjálfara karlaliðs
Hauka í handknattleik, eftir tapleik
gegn Aftureldingu á miðvikudaginn
var.
Viggó segir í Morgunblaðinu:
„Dómgæslan var hneyksli og því
miður ekki í fyrsta skipti í vetur,“ og
bætir svo við: „Ástandið er óþolandi,
annar dómari leiksins lagði okkur í
einelti frá fyrstu mínútu. Það er
bara ekki hægt hvernig hann fær að
haga sér.“ Og Víkverji sá og heyrði
Viggó tala á þeim nótum á Stöð 2 að
annar dómari leiksins hefði mætt til
leiks staðráðinn í því að lið Viggós
færi ekki með sigur af hólmi!
Getur verið að Viggó og aðrir,
sem láta slíkt út úr sér í hita leiks-
ins, trúi því sjálfir sem þeir segja?
Vonandi ekki. Ummæli sem þessi
eru ákaflega hvimleið, svona fram-
koma virðist hafa liðist í íþrótta-
hreyfingunni víðs vegar í heiminum
en þegar litið er á þau í víðara sam-
hengi er auðvitað ekki um neitt ann-
að en ærumeiðingar að ræða; maður
er sakaður um að mæta til leiks
staðráðinn í því að hafa rangt við.
Nokkur ár eru síðan Víkverji velti
því fyrir sér hver yrði fyrstur til
þess að láta á það reyna hvort slíkt
mannorðsmorð eigi frekari rétt á
sér í íþróttahreyfingunni en annars
staðar. Hlýtur ekki að koma að því
að einhver dómarinn fer í meiðyrða-
mál við einhvern þjálfarann? Vík-
verji bíður spenntur.
x x x
Á HEIMASÍÐU HappdrættisHáskóla Íslands er að finna
ýmsan fróðleik um starfsemina eins
og nærri má geta, og að auki eitt og
annað skemmtilegt, til að mynda
sögur af viðbrögðum sumra vinn-
ingshafa þegar þeir fengu fréttir um
milljónavinning.
Ein sagan er svohljóðandi:
„Get ég fengið að tala við mömmu
þína? Einn vinningshafi af þremur í
Aðalútdrætti janúar 2001 er þrítug
kona búsett í vesturbænum í
Reykjavík. Þegar starfsmaður HHÍ
hringdi til hennar strax að loknum
útdrætti svaraði stúlkubarn í sím-
ann, á að giska 5 ára. Hringjarinn
frá HHÍ vildi ekki ljóstra upp er-
indinu fyrr en hann hefði náð í vinn-
ingshafann sjálfan og ákvað því að
kynna sig ekki en spurði stúlkuna:
„Get ég fengið að tala við mömmu
þína?“ Stúlkan var ekki á því og lét
hringjarann óspart finna fyrir því að
upphringing hans ylli ónæði eins og
um símasölumann væri að ræða og
sagði að mamma hennar vildi ekki
láta trufla sig. Hringjarinn bað aft-
ur en barnið reifst og skammaðist
yfir ónæðinu og ítrekaði að hringj-
arinn ætti ekkert með að tala við
mömmu sína. Hringjaranum varð
ekkert ágengt sama hvað hann
reyndi en loks þegar hann spurði
angurværri röddu: „Gerðu það ...
gerðu það, má ég fá að tala við
mömmu þína, bara smástund“ gaf
barnið leyfi sitt og kallaði í móður
sína sem kom von bráðar í símann.
Hún vissi að sjálfsögðu ekki á
hverju hún átti von þegar henni var
tilkynnt að hún hafði unnið 3 millj-
ónir króna á annan af tveimur mið-
um sem hún á.“
x x x
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMENNStöðvar 2 nefna nánast aldrei
handknattleikslið Aftureldingar
nema kalla liðsmenn þess kjúklinga-
bændurna úr Mosfellsbæ. Skyldi
þetta vera regla á íþróttadeildinni,
eða venja sem þeir geta ekki vanið
sig af? Eða finnst fólki þetta sniðugt
að eilífu? Má eiga von á því í úr-
slitakeppninni í körfubolta að talað
verði um flugvallarstarfsmenn í lið-
um Keflavíkur og Njarðvíkur, sjó-
menn í Grindavíkurliðinu eða stein-
ullarframleiðendur í Tindastóli frá
Sauðárkróki?
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 grunar, 4 á hesti, 7 fisk-
að, 8 frost, 9 keyra, 11
rændi, 13 sár, 14 kjáni,
15 feiti, 17 tunnur, 20
greinir, 22 fjandskapur,
23 tignarmanni, 24 af-
komendur, 25 þreytuna.
LÓÐRÉTT:
1 yndis, 2 kverksigi, 3
tala, 4 klína, 5 skýja-
þykkni, 6 duglegur, 10
pysjan, 12 dauði, 13
knæpa, 15 konan, 16 am-
boðið, 18 glitra, 19 glæsi-
leiki, 20 starf, 21 manns-
nafn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fábreytta, 8 skrök, 9 tútna, 10 aki, 11 rómar, 13
reisa, 15 sakna, 18 eigra, 21 ugg, 22 eiðið, 23 Iðunn, 24
kauðalegt.
Lóðrétt: 2 áfram, 3 ríkar, 4 ystir, 5 totti, 6 ósar, 7 hana,
12 ann, 14 efi, 15 skel, 16 keðja, 17 auðið, 18 Egill, 19
grugg, 20 asni.
K r o s s g á t a