Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR ánægju- legt að sjá, að viðbrögð okkar Þórunnar Svein- bjarnardóttur, alþingis- manns, við Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins hinn 4. febrúar sl. skyldu verða tilefni frekari umfjöllunar þess um mannréttindi hinn 4. mars. En þrátt fyrir ágæti þess kallar bréfið aftur á viðbrögð af minni hálfu, því ekki verður hjá því komist að leiðrétta mistúlkun greinar minnar frá 18. febrúar og koma á framfæri upplýsingum, sem höfundur Reykjavíkurbréfs hef- ur sýnilega ekki haft undir höndum um breytta afstöðu mannréttinda- samtakanna Amnesty International og Human Rights Watch til efnahags- legra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir, að í máli okkar Þórunnar „virðist koma fram sá skilningur að „allir“, þ.m.t. stjórnvöld í öðrum vestrænum ríkjum, séu sannfærðir um algildi allra þeirra réttinda, sem hér eru til umræðu, jafnt hinna klassísku, borg- aralegu og stjórnmálalegu réttinda og félagslegu og efnahagslegu rétt- indanna“. Mér er það hulin ráðgáta hvernig höfundur hefur lesið slíkan skilning úr grein minni. Því var hvergi haldið fram, að „allir“ væru sannfærðir um algildi mannréttinda, þvert á móti var þar skýrt tekið fram, að menn hefðu aldrei getað komið sér saman um uppruna, eðli og umfang mannrétt- inda, hvort heldur væri borgaralegra og stjórn- málalegra réttinda eða efnahagslegra, félags- legra og menningar- legra réttinda. Hinsveg- ar hefði náðst „víðtæk sátt“ um að sérhver ein- staklingur hefði – í krafti þess að vera manneskja – viss sið- ferðisleg réttindi og finna mætti tilteknar grundvallarreglur og viðmiðanir í þeim efn- um, sem við gætu átt í sérhverju samfélagi. Slík viðmiðun er til dæmis Mann- réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna, sem svo hefur verið í hávegum höfð og svo títt til vísað um heim allan, að margir fræðimenn telja hana hafa öðlast gildi þjóðréttarvenju sem öll- um þjóðum beri að fylgja. Á grund- velli hennar hafa síðan verið gerðir al- þjóðasamningar um tiltekin réttindi, sem teljast til réttarreglna þjóðarétt- ar, eins og skýrt var í grein minni og þau ríki sem hafa fullgilt þá hafa skuldbundið sig til að framfylgja þeim. Þess má geta, að hinn 31. maí 2000 (skv. lista frá UNESCO) höfðu 144 aðildarríki SÞ af 188 fullgilt samninginn um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi en aðeins 46 ríki full- gilt viðauka hans, sem heimilar ein- staklingum að kæra brot til mannréttindanefndarinnar. Samn- ingurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hafði verið fullgiltur af 142 ríkjum, þar á meðal öllum ríkjum Evrópu, sem aðild eiga að SÞ nema Tyrklandi, Andorra og Páfagarði. Bandaríkin hafa ekki full- gilt samninginn. Því var einnig haldið fram í grein minni, að á þeim tíma, sem liðinn væri frá því Vesturveldin og kommúnista- ríkin deildu um rétthæð mannrétt- inda á tímum Kalda stríðsins, hefði öllum orðið ljóst, að þeirra allra væri þörf og – að þau væru samtvinnuð og hvert öðru háð. Hér var að sjálfsögðu átt við leiðtoga ríkjanna sem deilt höfðu; sjónarmið þeirra í þessum efn- um hafa nálgast óðfluga frá því að Sovétríkin liðuðust sundur enda þótt þau falli ennþá ekki alveg saman. Þau voru þó aldrei andstæðari en svo, að í formálum beggja alþjóðasamning- anna frá 1966 var lögð áhersla á sam- tvinnun réttindanna; tekið er fram í þeim báðum, að sú hugsjón, að menn geti notið borgaralegs og stjórnmála- legs frelsis, verið óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verði skilyrði til þess að menn fái notið allra þeirra réttinda sem báðir samningarnir kveða á um. Enda þótt menn hér á Íslandi greini enn á um margt sem þessi mál varðar er mér mjög til efs að margir beri í reynd brigður á þörf réttind- anna; þegar að er gáð má sjá, að deil- urnar hér snúast fyrst og fremst um praktísk atriði. Og ekki hvarflar að mér – né hefur það komið fram í mín- um skrifum, eins og höfundur Reykjavíkurbréfs segir – að þeir, sem ekki telji að gera eigi öllum réttindum jafn hátt undir höfði eða binda þau í stjórnarskrá, séu andvígir samhjálp eða telji menntun óþarfa. Spurningin er fyrst og fremst hvernig eigi að nálgast vandamálin, hvort ganga skuli út frá hugtakinu „réttindi“ eða ölmusuhugsuninni. Frumkvæði Alþjóðanefndar lögfræðinga Höfundur Reykjavíkurbréfs held- ur því fram, að ég „gefi í skyn“ að „eitthvert samkomulag sé á meðal lögfræðinga um málið“, eins og þar segir. Þessi fullyrðing höfundar er út í hött. Hví skyldi ég gefa slíkt í skyn í grein, sem skrifuð er í beinu fram- haldi af margra vikna rökræðum og ritsmíðum í íslenskum fjölmiðlum, þar sem fram kom svo ekki varð um villst, að a.m.k. íslenska lögfræðinga greinir þar verulega á – og erlenda vitaskuld einnig. Eina hugsanlega skýringin á þessari ályktun höfund- arins er, að hann dragi hana af frá- sögn minni af fundum þjóðréttar- fræðinganna í Limburg-háskólanum í Maastricht í Hollandi 1986 og 1997. Í greininni var þó ekki einu sinni frá því sagt, sem ég upplýsi hér og nú, að frumkvæðið að þeim fundum átti Alþjóðanefnd lögfræðinga (The Int- ernational Commission of Jurists, ICJ). Rétt er að taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að innan hennar vébanda eru ekki allir heims- ins lögfræðingar, heldur er hún heimsþekkt samtök lögfræðinga, sem áratugum saman hafa unnið afar merkilegt starf á sviði mannréttinda. Meðal markmiða þeirra er lagaleg vernd og efling allra mannréttinda, þar á meðal efnahagslegra, félags- legra og menningarlegra réttinda. Árið 1995 efndi Alþjóðanefnd lög- fræðinga t.d. til ráðstefnu í Bangalore á Indlandi þar sem rætt var um þessi réttindi sérstaklega og hverju hlut- verki lögfræðingar gætu og ættu að gegna við eflingu þeirra. Þar var minnt á langvarandi áhuga samtak- anna á samtvinnun allra mannrétt- inda, sem m.a. hefði lýst sér í yfirlýs- ingum þar um í Delhi árið 1959, Lagos árið 1961, Limburg-reglunum 1986, álitsgerð samtakanna fyrir heimsráðstefnuna um félagslega þró- un árið 1995, auk margra annarra starfa þeirra í þágu mannréttinda. Í Bangalore var samþykkt sérstök að- gerðaáætlun um hvernig stuðlað skyldi að eflingu efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra rétt- inda, sem væru „óaðskiljanlegur hluti hinnar alþjóðlegu mannréttindalög- gjafar“, eins og þar sagði. Stefnubreyting Amnesty International Höfundur Reykjavíkurbréfs vísar til greinar Aryeh Neiers, fyrrum framkvæmdastjóra Human Rights Watch, í yfirlitsriti Oxford-útgáfunn- ar um alþjóðastjórnmál, þar sem hann segir, að röksemdir þeirra, sem haldi fram jafngildi efnahagslegu og félagslegu réttindanna og hinna klassísku mannréttinda, hafi ekki fengið hljómgrunn á Vesturlöndum og engin af fremstu óháðu alþjóða- samtökunum á sviði mannréttinda hafi tekið upp baráttu fyrir efnahags- legu og félagslegu réttindunum. Höf- undur Reykjavíkurbréfs tekur fram þessu til sönnunar, að hvorki Am- nesty International né Human Rights Watch sinni þessum réttindum. Þetta er rétt svo langt sem það nær en sag- an er ekki öll. Í fyrsta lagi telst Alþjóðanefnd lög- fræðinga til fremstu óháðu alþjóða- samtaka á sviði mannréttinda og hún hefur lengi haft baráttu fyrir þessum réttindum á stefnuskrá sinni. Í öðru lagi er mikið vatn runnið til sjávar síð- an Neier skrifaði grein sína. Oxford- bókin kom út árið 1993, sama ár og mannréttindaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Vínarborg en segja má, að hún hafi valdið straum- hvörfum með hinni sterku áherslu sem í lokayfirlýsingunni var lögð á al- gildi og samtvinnun allra mannrétt- inda. Að Vínaryfirlýsingunni og að- gerðaáætluninni sem fylgdi (Programme of Action) stóðu 171 ríki. Síðan hefur algildiskenningunni mjög aukist fylgi. Það kemur meðal annars fram í inngangskafla ársskýrslu Amnesty International árið 1998 þar sem ítar- lega er fjallað um samtvinnun og al- gildi mannréttinda undir fyrirsögn- inni „Öll mannréttindi öllum til handa“ (All human rights for all). Í þessum athyglisverða inngangi er m.a. fjallað um misvægið í baráttunni fyrir mannréttindum; hversu miklu meiri áhersla hafi verið lögð á borg- aralegu og stjórnmálalegu réttindin en hin efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu. Þar segir að Am- nesty International hafi átt þátt í að stuðla að þessu misvægi þar sem verksvið samtakanna hafi fyrst og fremst beinst að borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Rétt er að minna á, að samtökin Amnesty International voru stofnuð árið 1961 gagngert í því skyni að vinna að frelsun manna sem höfðu verið fangelsaðir vegna skoðana sinna og trúar, svonefndra samviskufanga (prisoners of conscience). Starfsviðið víkkaði fljótt með baráttu fyrir því að menn væru ekki fangelsaðir án dóms og laga og að allir sakaðir menn nytu réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi; síðan kom baráttan gegn pyntingum og dauðarefsingu o.s.frv. Í áranna rás hefur Amnesty International látið æ fleiri þætti mannréttindabrota til sín taka og fram kemur í ársskýrslunni 1998 að samtökin hafi nú enn breikk- að umræðuna og hyggist í herferðum sínum og fræðslustarfi efla allt „lit- róf“ mannréttindanna, eins og þar segir. Þessi þáttur starfseminnar sé þó ennþá vanþróaður en ákvarðanir alþjóðaþings samtakanna 1997 hafi staðfest þörfina fyrir að kanna leiðir til að auka vitund manna um öll mannréttindi, leggja meiri áherslu á efnahagslega og félagslega þætti í skýrslum samtakanna og leggja meira af mörkum til eflingar og verndar efnahagslegra og félagslegra réttinda. Stefnubreyting Human Rights Watch Víkjum þá lítillega að Human Rights Watch; samtökum sem stofn- uð voru í Bandaríkjunum árið 1978 gagngert til þess að fylgjast með því að framfylgt væri mannréttindakafla Helsinkisáttmálans frá 1975, loka- skjals ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (þá skammstöfuð RÖSE, nú ÖSE), sem í tóku þátt 33 Evrópuríki, Bandaríkin og Kanada. Voru samtökin því einskonar systur- samtök Helsinki-nefndanna í Austan- tjaldsríkjunum. Í Helsinki-sáttmálan- um var viðurkenndur réttur einstaklingsins til þess að þekkja og nýta réttindi sín og borgaranna til þess að fylgjast með því hvernig stjórnvöld virtu þessi réttindi. Það notfærðu Helsinki-nefndirnar sér af miklu hugrekki og með ótvíræðum árangri. Samtökin Human Rights Watch, sem vinna víða um heim eins og Amn- esty International og Alþjóðanefnd lögfræðinga, lögðu vissulega til skamms tíma mesta áherslu á borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Síð- ustu árin hafa þau hinsvegar í vaxandi mæli látið alheimsvæðingu viðskipta- lífsins til sín taka vegna þeirra miklu og margvíslegu brota á efnahagsleg- um og félagslegum réttindum sem henni hafa fylgt. Í fyrra var gerð skýrsla á þeirra vegum um áætlun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Afríku- ríkið Angólu þar sem mjög var komið inn á þessi mál. Ennfremur um þátt olíufyrirtækja í mannréttindabrotum í Nígeríu og bandarískra fyrirtækja í mannréttindabrotum á Indlandi. Þá fjallar inngangskafli ársskýrslu sam- takanna 2001 um þau vandamál, sem heimsvæðingin hefur í för með sér á sviði mannréttinda og hversu erfitt sé að vinna gegn þeim með þeim ráðum sem nú eru tiltæk. Hafa þau hvatt ein- dregið til þess að fastar verði tekið á þessum vanda. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá, að þessi viðfangsefni hafa orðið æ fleirum æ meira umhugsunar- og áhyggjuefni á síðustu árum. Athygli manna hefur í sívaxandi mæli beinst að nauðsyn þess að tryggja efnahags- leg, félagsleg og menningarleg rétt- indi jafnt sem borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Annað mál er, að því fer fjarri, að allir séu á eitt sáttir um það hvernig að þeim skuli unnið, hvaða leiðir skuli fara til að knýja frekar á um að þessi réttindi verði virt og í heiðri höfð. Þeirra leiða eru fræðimenn að leita, en hverjar svo sem niðurstöður þeirrar leitar verða, er alveg ljóst, að eigi framkvæmd mannréttinda, hvers eðlis sem þau eru, eingöngu að vera undir stjórn- málamönnum komin, munu þau seint ná fram að ganga. Það sýnir reynslan af baráttunni fyrir borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. ÁHERSLUBREYTINGAR ALÞJÓÐLEGRA MANN- RÉTTINDASAMTAKA Margrét Heinreksdóttir Athygli manna hefur í sívaxandi mæli beinst að nauðsyn þess, segir Margrét Heinreks- dóttir, að tryggja efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jafnt sem borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Höfundur er lögfræðingur. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar L minnir á næstu námskeið á vorönn 2001 Pantaðu bækling! Nánari upplýsingar eru veittar á Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, sími 535 1500, bréfsími 551 3284. Netfang: frd@kirkjan.is Biblían og sálgreining. Kennari: Sr. Yrsa Þórðardóttir. Staður: Háskóli Íslands, aðalbygging stofa 5. Tími: 4 miðvikudaga 18/4, 25/4, 2/5, 9/5 kl. 18-20 Draumar. Kennari: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir guðfræðingur. Staður: Háskóli Íslands, aðalbygging stofa 5. Tími: 4 miðvikudaga 18/4, 25/4, 2/5, 9/5 kl. 20-22 Í fótspor pílagríma. Kennarar: Dr. Hjalti Hugason prófessor og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Staður: Háskóli Íslands, aðalbygging stofa 5. Tími: (2 skipti) fimmtudaginn 26/4 kl. 20-22 og sunnudaginn 29/4 Tómasarguðspjall. Kennari: Dr. fil. Jón Ma. Ásgeirsson prófessor. Staður: Háskóli Íslands, aðalbygging stofa 5. Tími: 4 mánudaga 23/4, 30/4, 7/5, 14/5 kl. 18-20 List og trú. Kennari: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Staður: Háskóli Íslands, aðalbygging stofa 5. Tími: 4 mánudaga 23/4, 30/4, 7/5, 14/5 kl. 20-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.