Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÁ, þegar Sveinbjörn réð sigtil Ræktunarsambandsins 15ára gamall, settist hann fyrstá jarðýtu og 18 ára gamall keypti hann vörubíl og hóf akstur á vegum vörubílafélagsins Mjölnis í Árnessýslu. Tveimur árum síðar seldi hann bílinn og fór að keyra fyr- ir Mjólkursamsöluna. Var þar á bæ í fimm ár, en hætti síðan og árið 1965 var hann harðákveðinn í að starfa sjálfstætt sem verktaki. Hann fjár- festi í tveimur loftpressum og þar með var fyrirtækið Sveinbjörn Run- ólfsson sf. komið á laggirnar. Árið 1997 var fyrirtækinu breytt í „ehf.“. og kom þá til nafnið Sæþór, enda starfsvettvangurinn kominn á haf út ef þannig mætti að orði komast. Hafnardýpkanir höfðu þá að mestu leyst af hólmi jarðvinnu. Góður vöxtur Sveinbjörn byrjaði sum sé ekki stórt eða með hávaða og látum. Tvær loftpressur, og velta fyrsta ársins nam 3 milljónum króna. Gömlum. „Þetta var frá upphafi verktakafyrirtæki og hefur verið all- ar götur síðan. Í nokkur ár var lax- eldi í sjókvíum hluti af starfseminni, en þar varð árangurinn aldrei meiri en að rétt sleppa á sléttu og því hættum við þeirri framleiðslu. Það var nóg að gera og til marks um það þá var veltan orðin 110 milljónir tíu árum seinna og áhaldalagerinn var upp á um tuttugu tæki að bílunum meðtöldum. Við fórum snemma í alls konar jarðvinnu við gatnagerð og síðan bættust við holræsa- og hita- veitulagnir. Það leið ekki á löngu þar til fyrirtækið var með 10 til 15 manns í vinnu. Ef við höldum áfram að skoða veltuna á tíu ára fresti, þá var hún í 42 milljónum 1987 og 100 milljónum 1997. Þá er komin nýja krónan að sjálfsögðu. Á þessum ár- um hefur fyrirtækið komið víða við sögu, m.a. við Óseyrarbrú, olíuhöfn- ina í Örfirisey, gatnagerð víða, m.a. í Selási, Breiðholti, Grafarvogi, á Flóavegi, hafnardýpkanir í Reykja- vík, Hafnarfirði, Gurndarfirði, Pat- reksfirði, Bíldudal, Hólmavík, Skagaströnd, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Kópavogi og víðar,“ segir Sveinbjörn. Hvenær og hvers vegna snerirðu þér að hafnardýpkunum? „Það hefur verið árið 1994. Þessi algengi jarðvinnumarkaður var mjög að þrengjast. Samkeppnin orð- in svo gífurleg að verðið lækkaði stöðugt og á sama tíma voru tvö svona dýpkunarfyrirtæki að leggja upp laupana. Eins dauði er annars brauð, segir máltækið, og þetta er svoleiðis í þessum bransa. Við keyptum tækjakost annars fyrir- tækisins af Framkvæmdasjóði, 3 dýpkunar- og flutningapramma, en einnig keyptum við einn lítinn og notaðan dýpkunarpramma frá Bandaríkjunum. Síðan höfum við verið að bæta við okkur einu og öðru og síðasta ár fengum við síðan stór- an flutningspramma, 50 metra lang- an 400 rúmmetra, sem við skýrðum Pétur mikla enda uppruninn í Pét- ursborg í Rússlandi. Á þessu ári bættist við ný þýsk 140 tonna grafa sem sett var á gröfuprammann Reyni í stað eldri gröfu. Þetta hafa verið fjárfestingar upp á 150 til 200 milljónir og í dag er óhætt að segja að fyrirtækið sé búið nýjum og ný- legum tækjum af bestu gerð og við erum færir í flestan sjó.“ Er ekki mikið fyrirtæki að ná ris- apramma í heimahöfn alla leið frá Pétursborg? „Það er vægt til orða tekið. Það var Íslendingur sem starfar í Pét- ursborg sem sagði mér frá tækinu á sínum tíma og það tók hálft ár að ná prammanum út úr Rússlandi. Það er löng saga. Allt of löng saga og skrif- ast á skrifræðið í Rússlandi. Upp- runalegir samningar kváðu á um 30 milljónir, en svo stóðst ekkert sem sagt var, það drifu að vandamál úr öllum áttum sem snerust í raun meira og minna um að það birtust alls konar aðilar sem gátu tafið og skemmt fyrir okkur nema að þeir fengju sneið af kökunni. Á endanum var kostnaðurinn kominn í 50 millj- ónir.“ Var í laxeldi Þú nefndir að fyrirtækið hefði verið í laxeldinu forðum. Það er kannski útúrdúr, en fróðlegt væri að heyra lýsingu þína á þeirri starf- semi. „Já, þetta var talið gróðavænlegt á sínum tíma ekki síður en nú. Ég var með kvíar í 4 til 5 ár í Eiðisvík og var einn af örfáum sem enduðu ekki í gjaldþroti eða öðrum stórslysum. Þetta var ein sorgarsaga. Þegar ég ákvað að fara í kvíaeldið var kíló- verðið á eldislaxi 600 krónur. Þegar ég byrjaði að slátra fiski var verðið komið niður í 350 krónur kílóið og þegar framleiðslan var komin í full- an gang var kílóverðið komið niður í 200 krónur. Eftir því sem ég heyri, þá er það verðið sem er uppi á borð- inu í dag, 200 krónur kílóið upp úr sjó. Ég seldi lax fyrir upp undir 20 milljónir króna á ári, en það rétt marði að vera fyrir kostnaði. Það var sjálfhætt og ég var heppinn að komaMokað upp úr Hafnarfjarðarhöfn. MJÖG MARGAR HAFNIR SEM ÞARF AÐ DÝPKA  Sveinbjörn Runólfsson er fæddur í Ölfusholti í Flóa 2.nóvember 1939. Fimmtán ára réð hann sig í vinnu hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða en árið 1965 fór hann í sjálfstæðan rekstur og stofnaði fyrirtæki sitt sem í dag heitir Sæþór og er verktakafyrirtæki sem fæst aðallega við hafnardýpkanir. Sveinbjörn er giftur Lilju Júl- íusdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn, Runólf, sem vinnur hjá Sæþóri, og Sigrúnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg eftir Guðmund Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.