Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 35 Í ævisögu Sir Isaiah Berlin skrifar Michael Ignatieff að Berlin hafi í þekktustu ritgerð sinni í raun haldið uppi vörnum fyrir þá sem vilja ekki skipta sér af pólitík. Með þessu hafi Berlin eiginlega haldið fram því sem nefna mætti pólitíska rólyndishyggju. Isaiah Berlin kom í heiminn í Riga í Lettlandi 1909 og varð ungur fyrir barðinu á fasisma, bæði Þjóðverja og Rússa, enda varð öll hans ævi ein allsherjar barátta gegn hvers konar kúgun og forsjónarhyggju – og hann var meira að segja andvígur því að það væri á einhvern hátt skylda manns að hafa pólitíska skoðun. Berlin slapp með fjölskyldu sinni til Englands, og þessi lettn- eski gyðingur varð að klassískum Englendingi í tvídjakkafötum án þess þó nokkurntíma að hætta að vera lettneskur gyðingur. Hann varð að fræðingi í Oxford, fyrst í heim- speki, en hin stranga rök- greining- arhefð sem var að ryðja sér til rúms þarna á fyrri hluta 20. aldarinnar átti ekki við hann og hann breyttist í blandaðan fræðing – stjórn- málaheimspeking og sagnfræð- ing. Sennilega hefur enginn fræði- maður haft eins mikil og bein áhrif á gang hugmyndasögunnar á síðustu öld og Berlin, og ástæða þess er sennilega sú, að hann hélt sig aldrei alveg innan akadem- íunnar, heldur lét að sér kveða á opinberum vettvangi, bæði póli- tískum og sem „intellektúal skemmtikraftur“ fyrir ríkt fólk. Fyrir þetta var hann gagnrýndur af fræðimönnum og kannski ekki tekinn fyllilega alvarlega. Ignatieff segir í ævisögunni að þegar Berlin lést 1997 hafi komið í ljós að bæði vinstri og hægri menn hafi haft horn í síðu hans. Vinstri mönnum þótti ekki síst þessi pólitíska rólyndishyggja, sem nefnd er hér að ofan, var- hugaverð, og í raun fela í sér vörn fyrir ríkjandi ástand og óhefta einstaklingshyggju. Hægri mönn- um gast aftur á móti ekki að þeirri félagslegu frjálslynd- isstefnu sem Berlin hélt ætíð fram, og leit í raun á sem grund- vallarviðhorf sitt. Þekktasta heimspekiverk Berl- ins er án efa ritgerðin Tvær hug- myndir um frelsi (Two Concepts of Liberty), þar sem hann gerði greinarmun á jákvæðu frelsi og neikvæðu. Þessi greinarmunur er löngu orðinn einn af grundvall- arþáttum allrar stjórnmálaheim- speki. Jákvætt frelsi er frelsi til at- hafna, en neikvætt frelsi er frelsi frá hvers konar höftum. Berlin hafði miklar efasemdir um já- kvætt frelsi, því að honum sýndist í því felast mikil hætta á forsjón- arhyggju, og þeirri hugsun að hægt væri að ákveða fyrirfram í hverju hamingjan væri fólgin – ef maður bara fylgdi röklegri skyn- semi. Þarna er sennilega komin meg- inástæðan fyrir því að bæði vinstri og hægri menn voru fúlir út í Berlin, og þetta er líka undir- staðan í pólitísku rólyndisstefn- unni: Berlin hafnaði því, að með skynsamlegri pólitík – eða rökvísi og skynsemi yfirleitt – væri hægt að leysa öll vandamál. Hugmyndir fólks um það hvað er rétt og hvað er gott munu allt- af verða mismunandi og ósam- ræmanlegar og þess vegna er hvorki hægt að segja að vinstri- menn né hægrimenn hafi end- anlega rétt fyrir sér. Að svo miklu leyti sem hægt er að segja að pólitík sé nauðsynlegur þáttur í mannlífinu er hún ill nauðsyn, en ekki leiðin til að losna við ánauð. Þess vegna er ekki hægt að halda því fram, að afskipti pólitík sé borgaraleg skylda eða óhjá- kvæmilega manni fyrir bestu. Löngunin til pólitískra afskipta, sagði Berlin, er í rauninni bara löngunin til að hljóta athygli og viðurkenningu þess hóps sem maður tilheyrir – þráin eftir því að tilheyra einhverju sem er stærra og meira en maður sjálfur. Þessi skoðun Berlins er ekki auðhöfð, þótt henni hafi und- anfarið vaxið ásmegin – kannski fyrir tilstuðlan Berlins og manna eins og hans. Það sem gerir manni erfitt um vik að hafa þessa skoðun er ekki síst það að hún gengur gegn sjálfum Aristótelesi og einhverjum frægustu orðum hans, um að mennirnir séu „póli- tísk dýr“. En mest af öllu fór í taugarnar á Berlin sú hugmynd sumra heimspekinga að fólk viti ekki alltaf hvað sé því sjálfu fyrir bestu, og þess vegna þurfi gáfaðir menn að hugsa fyrir það og segja því hvað því myndi í raun finnast ef það bara gæti hugsað rökrétt og skynsamlega. Þetta er í samræmi við fyrr- nefnda vantrú á pólitík sem leið- inni til fegurra mannlífs. Það er ekki hægt, hvorki með því að gera frjálshyggju að algildu við- miði, né með því að gera sósíal- isma algildan, að koma mannlíf- inu í „réttan“ farveg. Slíkur farvegur er einfaldlega ekki til. Þess vegna er í rauninni aðeins eitt alveg ljóst, og það er, að póli- tísk sannfæring – hvort heldur sem er hægri eða vinstri – er röng sannfæring. (Þetta felur ekki í sér að hægt sé að segja að einhver sannfæring sé „rétt“.) Og af þessu leiðir að jafnvel þótt pólitík sé óhjákvæmilegur þáttur í mannlífinu verður fólk að eiga þess kost að skipta sér ekki af henni ef það vill það ekki. Að segja pólitísk afskipti vera borg- aralega eða siðferðislega skyldu er ekkert annað en forsjón- arhyggja af verstu sort. Pólitík er óhjákvæmilegur þáttur í mannlífinu. Vont veður er líka óhjákvæmilegt í lífinu, en það er ekki þar með sagt að við þurf- um öll að vera veðurfræðingar eða hafa áhuga á veðrinu. Pólitískt rólyndi „Ef ég væri beðinn að útskýra hvað ég á við með ímynd þess sem enskt er, þá myndi ég kynna þig fyrir lettnesk- gyðing- þýsk- ítalskri blöndu af allri menningu Evrópu. Ég myndi kynna þig fyrir Isaiah Berlin.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@yorku.ca William Waldegrave ✝ Ragnar Jónssonfæddist á Nesi í Norðfirði 29. septem- ber 1924. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 11. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún A. Karlsdóttir, f. 17. apríl 1899, d. 11. júní 1982, og Jón Sveins- son, f. 27. desember 1892, d. 2. febrúar 1931. Ragnar átti þrjú systkini, Svein- björgu, Ingibjörgu og Rögnvald, sem er látinn. Ragnar kvæntist Sigríði (Stellu) Ingvarsdóttur frá Skipum í Stokkseyrarhreppi, f. 12. október 1928. Börn Ragnars og Sigríðar eru: 1) Jón Ingvar, bæklunar- skurðlæknir, f. 19. júní 1954, kvæntur Helenu Ölmu Ragnars- dóttur viðskiptafræðingi, f. 8. mars 1954: Þeirra synir eru Ragn- ar, f. 29. júlí 1973, Ingvar Þór, f. 11. febrúar 1981, og Egill Örn, f. 7. maí 1983. Eiginkona Ragnars er Sara Ruth Sigurbergsdóttir, f. 7. júlí 1974, og eiga þau dótturina Helenu Ölmu, f. 23. des. 1999. 2) Guð- mundur, bygginga- verkfræðingur, f. 6. október 1955, kvæntur Herdísi Þórisdóttur hjúkr- unarritara, f. 9. maí 1956. Þeirra börn eru Stella Rut, f. 28. febrúar 1995, og Daníel Þór, f. 24. febrúar 1997. Ragnar ólst upp á Norðfirði til 12 ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur. Hann lauk barnaskólanámi á Norðfirði, stundaði nám í kvöld- skóla KFUM í Reykjavík og við Verslunarskóla Íslands um skeið. Á árunum 1947–1954 starfaði Ragnar hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, en árið 1954 hóf hann störf hjá málningarverksmiðjunni Hörpu hf., sem hann gegndi til ársloka 1995, er hann lét af störfum sök- um aldurs. Útför Ragnars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 19. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur tengdafaðir okkar Ragnar Jónsson varð bráðkvaddur að heimili sínu sunnudaginn 11. mars síðastliðinn. Það er sárt fyrir okkur öll að sjá skyndilega á eftir svo yndislegum manni sem Ragnar var. Yngstu barnabörnin sem hann passaði daginn fyrir andlát sitt eiga erfitt með að skilja hvers vegna afi er allt í einu farinn. Hann sem alltaf var tilbúinn að lesa, spila, púsla eða gera það sem barnabörnunum datt í hug. Við minnumst Ragnars sem ein- staklega hægláts og ljúfs manns með kímnigáfuna í góðu lagi. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka, ævisögum, sjómannasögum og sagnfræðitengdu efni. Okkur fannst einhvern veginn alltaf á jól- um að Ragnar fengi ekki réttu jólagjöfina ef það var ekki góð bók. Þegar við komum í heimsókn í Hraunbæinn er myndin af Ragn- ari oftast sú að hann sat í stólnum sínum með bók eða dagblað í hendi og þá auðvitað búinn að leysa krossgátuna. Einnig litum við allt- af upp í eldhúsgluggann á leiðinni að húsinu því Ragnar var sjaldan langt frá kaffibrúsanum, sat oft við gluggann og hlustaði á fréttir í út- varpinu eða viðtalsþætti sem hann hafði mjög gaman af. Hann missti helst ekki af neinum fréttaþætti hvort sem það var í útvarpi eða sjónvarpi. Þessi hægláti, prúði maður vissi heil ósköp um menn og málefni. Hann var vel metinn af sinni fjölskyldu sem nægði honum, enda fjölskyldan honum dýrmæt- ust af öllu. Lítillátari og nægju- samari maður fyrirfinnst varla. Þau hjón Ragnar og Stella sem alla tíð hafa verið óaðskiljanleg, hafa ætíð verið sonum sínum og síðar fjölskyldum þeirra helsta stoð og stytta. Þau hafa gætt meira eða minna allra barna- barnanna, bæði þeirra þriggja eldri sem nú eru á aldrinum 17–27 ára og þeirra yngri sem aðeins eru fjögurra og sex ára. Það var mikilvægt að eiga afa og ömmu eins og Ragnar og Stellu, þegar fyrsta barnabarnið fæddist sem um leið átti athvarf hjá þeim, þar sem foreldrarnir voru ennþá ung í framhaldsskóla. Það var ekk- ert sjálfsagðara, fannst þeim. Við fáum seint fullþakkað allan stuðn- inginn. Ragnar var þó minna heima við þegar eldri barnabörnin voru sem mest á heimili hans, þar sem hann vann myrkranna á milli, eins samviskusamur og ósérhlífinn og hann var. Það ber ekki að skilja svo að hann léti drengina afskiptalausa, það var öðru nær. Það var ekki síst honum og Stellu að þakka, að bæði synirnir og sonarsynirnir náðu góðum tökum á skákíþrótt- inni. Það var nánast undantekn- ingarlaust tekið fram tafl þegar drengirnir komu í heimsókn til afa og ömmu. Þau voru ófá skiptin sem afi gerði sér ferð til að fylgj- ast með, er sonarsynirnir tóku þátt í grunnskólamótinu í skák um nokkurra ára skeið. Ragnar var mikill stuðnings- maður Skautafélags Akureyrar þar sem einn af sonarsonum hans er leikmaður með liðinu. Hann fylgdist því af miklum hug með úr- slitabaráttu um Íslandsmeistara- titilinn í íshokkí í ár. Lokaleik- urinn var háður daginn áður en Ragnar lést og við fullyrðum að fá- ir hafa glaðst meira en Ragnar yf- ir sigri Akureyringanna. Ragnar var orðinn nokkuð full- orðinn eða 70 ára þegar yngri son- ur þeirra hjóna eignast dóttur, það var loksins komin stúlka í þessa strákafjölskyldu, hvílík gleði. Það geislaði af Ragnari sem og öðrum í fjölskyldunni litlu þótt hann væri ekki að hafa mörg orð um hlutina. Tæpu ári eftir að litla daman fæddist lét hann af störfum vegna aldurs, en þá gafst betri tími til að sinna afastelpunni og yngsta son- arsyninum sem fæddist skömmu síðar. Það var mikið lán fyrir okkur að eignast slíkan tengdaföður og börnin okkar svo hlýjan og góðan afa. Blessuð sé minning Ragnars Jónssonar. Helena og Herdís. Móðurbróðir minn Ragnar varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. þessa mánaðar. Með Ragnari er genginn kær frændi og drengur góður. Þau voru fjögur systkinin, tvær systur og tveir bræður, öll innan við fermingu er þau misstu föður sinn. Það var mikill missir, sem börn komast raunar aldrei yf- ir. Ragnar var þá aðeins sex ára. Þetta var árið 1931. Á þessum at- vinnuleysis- og krepputímum var það ekki óalgengt að systkinahóp- ur tvístraðist er heimilisfaðir eða móðir féll frá. En þessi systkini voru svo lánsöm að eiga einstak- lega duglega og kjarkmikla móður. Með aðstoð tengdamóður, móður og ekki síst systur sinnar tókst ömmu minni Guðrúnu að halda heimili í Neskaupstað eftir lát afa. Atvinnuhorfur voru ekki glæsileg- ar á landsbyggðinni þá frekar en nú. Helst var það þó vinna við sjávarútveginn. Sjóslys voru tíð og amma sagði mér að hún hefði ekki getað hugsað sér að missa syni sína í sjóinn. Árið 1937 flutti hún því ásamt systur sinni Sesselju með börnin til Reykjavíkur. Ragn- ar var þá tólf ára. Mér er þessi upprifjun svo nær- tæk nú vegna þess að ég heyrði ömmu svo oft minnast á hversu mikill og ótrúlegur styrkur Ragn- ar hefði verið heimilinu í upphafi Reykjavíkuráranna. Hann hafði lokið barnaskólaprófi í Neskaup- stað og byrjaði strax að vinna sem sendill er suður kom, en fór jafn- framt í kvöldskóla K.F.U.M. Seinna fór hann í Verzlunarskóla Íslands, en þá voru breyttar at- vinnuhorfur, nóg að gera eftir her- nám Breta og freistandi og jafnvel nauðsyn að halda áfram að vinna. Má segja að frændi minn hafi upp frá því ekki látið sér verk úr hendi falla. Lengst af vann hann hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu. Þar undi hann hag sínum vel, átti góða húsbændur sem hann mat mikils og sem sýndu það oft í verki að þeir kunnu að meta hann. Ber að þakka það. Ragnar var myndarlegur maður, hár og grannur og bar sig vel. Hann var vel greindur, vel lesinn og minnisgóður með afbrigðum. Hann var hægur, lét lítið fyrir sér fara en leyndi á sér og var með góða kímnigáfu. Það var oft gaman að heyra systkinin rifja upp bernskuminningarnar að austan. Greinilegt var að þar áttu þau djúpar rætur. Fjölskylda mín hefur alltaf verið dugleg að halda upp á öll afmæli og hátíðir. Ég á því margar góðar minningar frá uppvaxtarárum mín- um, þar sem börn og barnabörn ömmu Guðrúnar komu saman á heimili hennar og Sellu frænku í Stigahlíðinni og eins á heimilum systkinanna. Þær minningar eru mér dýrmætar. Í einkalífi var Ragnar mikill gæfumaður. Hann kvæntist Sigríði Ingvarsdóttur frá Skipum á Stokkseyri árið 1954. Stella eins og hún er ætíð nefnd er mikil mannkostakona og myndarleg. Heimili þeirra hefur alltaf verið til mikillar fyrirmyndar, enda bæði samtaka í snyrtimennsku. Þau eiga einstöku barnaláni að fagna, synir þeirra báðir, tengdadætur, barnabörn og nú lítil sonarsonar- dóttir hafa verið Stellu og Ragnari til mikillar gleði. Missir þeirra er mikill við svo snöggt fráfall Ragn- ars. Fjölskyldu hans votta ég ein- læga samúð. Blessuð sé minning kærs frænda. Anna Guðrún Jósefsdóttir. RAGNAR JÓNSSON                                                  !  "#  " $   % " &'(  "  %  )"*# !    "#  #*! %     +  "  !*, $ * # &  &( # &  &  &( 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.