Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 39 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Á morgun hefði vinur minn Jón Rúnar Árnason orðið fimmtugur. Slysið á Reykjanesbraut- inni hinn 30. nóvember síð- astliðinn minnti okkur svo óþyrmi- lega á hverfulleik heimsins. Eitt augnablik er brautin svo bein og greið framundan, næsta augnablik er dýrð heimsins horfin og engin framtíð meir. Fyrir mig er einhvern veginn svo erfitt að setja það í samhengi að Rúnar og Vilborg séu ekki hluti af mínu daglega lífi, alltaf til stað- ar tilbúin að taka á móti manni, greiða götu manns, gera greiða eða bara stytta stundir þegar á þurfti að halda. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en Rúnar væri einhvers staðar innan færis. Við vorum fæddir sinn hvorum megin við Hlíðargöt- una á Norðfirði, hann 19. mars en ég aðeins seinna í árinu. Feður okkar sjómenn og aldavinir. Líka fæddir á Norðfirði og voru þar alla sína tíð, partur af hinum daglega raunveruleika með raunum hans og gleði eftir því hvernig vindarnir blésu hverju sinni. Mínar fyrstu minningar tengjast Rúnari, eins og þegar við vorum pínulitlir að hrella hænurnar hans Kalla gamla á Franskamel eða troða grjóti inn um rörið í veggn- JÓN RÚNAR ÁRNASON VILBORG JÓNSDÓTTIR ✝ Jón Rúnar Árnasonfæddist í Neskaupstað 19. mars 1951. Vilborg Jónsdóttir fæddist í Kefla- vík 28. 8. 1955. Þau létust af slysförum 30. nóvember 2000 og fór útför þeirra fram frá Keflavíkurkirkju 8. desember. um (loftræstitúðan á baðherberg- inu heima hjá Rúnari).Við eign- uðumst líka okkar fyrstu skíði um sömu jólin. Þeir höfðu gott samb- and karlarnir, feður okkar. Skíða- iðkun okkar þróaðist að vísu á ólíkan hátt. Þetta urðu reyndar einu skíðin sem ég eignaðist en Rúnar eyddi öllum sínum vetrar- stundum í fjallinu, óþreytandi að klifra upp brekkurnar, til þess eins að renna sér á augabragði niður aftur. Eljan skilaði líka sínu. Verð- launagripirnir sem hann eignaðist fyrir skíðaiðkunina voru að mér fannst óteljandi. Við Rúnar vorum seinna samtíða í Reykjavík að læra og héldum sambandinu þá eins og síðar þó fleiri dagar liðu nú milli funda en oft áður. Á þeim árum kynntust þau Rúnar og Vilborg og héldu eftir það áfram götuna saman. Það var svo góð upplifun að kynnast Vilborgu, það var eins og þau hefðu alltaf tilheyrt hvort öðru og við gömlu vinirnir vorum aldrei fyrir, við vorum bara, eins og allt- af. Eitt af því sem stendur upp úr í minningunni er frá 1974 þegar við fórum í samfloti akandi frá Reykjavík til Norðfjarðar, þá höfðu feður okkar báðir keypt sína fyrstu bíla, annar karlinn rúmlega fimmtugur en hinn rúmlega sextugur. Þetta var stuttu áður en vegurinn sunnan jökla var formlega opnaður og þurft- um við stundum að krækja niður á sanda til að komast fram hjá ófullgerðum veg- arköflum. Ég man að ég hálföfundaði Rúnar því þau voru tvö í bílnum og höfðu félagsskap hvort af öðru en ég var einn. Þarna kynntist ég Vilborgu fyrst. Árin æða áfram og vegferð okk- ar Rúnars hélt áfram að fléttast saman. Þó að við veldum okkur ólíkar starfsgreinar og þó að stór- an part af sinni starfsævi væri hann á sjó og við byggjum aldrei í sama byggðarlagi á fullorðinsárum hélst sambandið alltaf og gerðum hvor fyrir sig lykkjur á leiðir til að setjast niður saman, stutta eða langa stund og spjalla um lífið og tilveruna, börnin okkar og gamla daga, pólitík eða bara eitthvað annað sem valt upp það sinnið. Ég á enn erfitt með að sætta mig við að þetta sé rétt, þessi frétt um slysið á Reykjanesbrautinni. Ég finn enn sárt til, eins veit ég að foreldrar þeirra og systkini finna líka sárt fyrir missinum en sárast er og verður fyrir synina þrjá sem misstu báða foreldra sína eins og hendi væri veifað. Jón Ingi, Árni Rúnar og Björn Vilberg, og aðrir vandamenn, ég sendi ykkur mínar samúðarkveðj- ur og bið Guð að vera með ykkur nú og ævinlega. Kolbeinn Ingi Arason. Mig langar að minn- ast bróðursonar míns Gunnars Ölvis. Gunnar fæddist í Danmörku og ólst þar upp fyrstu ár- in sín ásamt tveimur eldri bræðrum. Hann var afburða fallegt barn, með augu sem bræddu alla sem á hann horfðu. Það var ekki svo sjaldan að mamma hans var stoppuð á göngu með hann, af konum sem langaði svo mikið að dást að þessu fallega barni sem þær gerðu undantekningalítið ráð fyrir að væri stelpa og sögðu: Mikið óskaplega hefur hún falleg augu. Það var ekki gert ráð fyrir að strákar væru með svona stór falleg augu og löng augnhár sem hvíldu á kinnunum þegar hann svaf. Þessar sömu konur hefðu svo sannarlega haft ástæðu til að dást að honum áfram, ekki þá bara fyrir út- litslega fegurð heldur líka það sem inni fyrir bjó. Í veikindum sínum stóð Gunnar sig svo vel að manni finnst það með ólíkindum. Þegar hann var spurður um líðan sína voru svörin ævinlega: „Mér líður bara vel.“ „Ég hef það fínt,“ og annað í þeim dúr. En maður vissi að það bara gat ekki verið eins og á stóð. En svör hans veittu þeim sem spurðu styrk og von. Ég er búin að sjá hvaðan Gunnar hafði þennan styrk. Eftir að hafa verið með foreldrum hans og bræðr- GUNNAR ÖLVIR IMSLAND ✝ Gunnar ÖlvirImsland fæddist í Óðinsvéum í Dan- mörku hinn 13. októ- ber 1986. Hann lést á heimili sínu í Eiðis- mýri 20 á Seltjarnar- nesi hinn 6. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sel- tjarnarneskirkju 13. mars. um þennan erfiða tíma síðustu daga fer það ekkert á milli mála. Frá þeim hefur streymt einhver kraftur sem hefur styrkt okkur sem í kringum þau erum og gert okkur kleift að gefa þeim af okkur. Fyrir það verð ég æv- inlega þakklát mín vegna og annarra. Við umönnun Gunn- ars hefur fjölskylda hans ekki staðið ein. Þau hafa hlotið ómet- anlegan stuðning frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, starfsfólki deildar 12 E á Landspítalanum og þeim sem annast heimahlynningu. Mig langar líka að minnast á hlut prestsins þeirra, hans Sigurðar, hvernig hann hefur stutt við bakið á þeim öllum í veikindun- um, verið vinur og félagi Gunnars og vina hans og annast þau af alúð og umhyggju er alveg sérstakt. Mig langar fyrir hönd stórfjölskyldnu Ómars og Brynju og strákanna að þakka þér, Sigurður, og ykkur öllum sem hafið stutt þau í veikindum Gunnars og þessa síðustu daga. Það er gott að vita af ykkur. Mig langar að láta fylgja með til- vitnun í þeirri von að hún megi hjálpa okkur öllum sem syrgjum að líta tilveruna bjartari augum: Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Fyrir þau sem yngri eru, langar mig að láta þetta hljóða svona: Ekki vera leið og sorgmædd, Því þá verð ég líka leiður og sorg- mæddur. Ég er nálægt ykkur þó þið sjáið mig ekki. Og þegar þið eruð glöð verð ég glaður líka. Þegar þið hugsið um mig, ekki gráta, brosið heldur og þá brosi ég með ykkur. Elsku Brynja, Ómar, Ragnar, Birgir og Arnar, ég bið góðan guð að varðveita ykkur og hugga. Jóna. FRÉTTIR Fáskrúðsfirði - Fólk frá ferða- skrifstofum í Reykjavík var ný- lega á ferðalagi um suður- og miðhluta Austurlands.Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér að- stöðu- og afþreyingarmöguleika. Þessi hópur er í því að selja ferðir fyrir útlendinga og aðra út á land. Boðið var upp á að fólk frá öðrum stöðum á landinu yrði með í þessari ferð og var hópur frá Seyðisfirði með í för. Ferða- skrifstofur sem voru í þessum hóp sérhæfa sig í ferðum um Ísland. Morgunblaðið/Albert Kemp Ferðaskrifstofufólk á ferð um Austurland HVÍTASUNNUKIRKJAN á Ís- landi hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu sem samþykkt var á að- alfundi félagsins fyrir skömmu: „Við upphaf nýrrar aldar hafa vandamál mannsins enn sterk áhrif á umhverfi okkar og þjóðfélag. Það er sorglegt til þess að vita að með aukinni velmegun þá stöndum við frammi fyrir vaxandi tíðni sjálfs- víga, hjónaskilnuðum fjölgar, fjöl- skyldur eru í upplausn og fíkniefn- vandinn fer vaxandi. Þessi eftirsóttu efnislegu gæði hafa ekki veitt þjóðinni þá lífsfyllingu sem hún þarfnast. Gildi kristinnar trúar hafa reynst fram að þessu hin besta vörn, þess vegna vill Hvíta- sunnukirkjan skora á alla að bera málefni líðandi stundar saman við kristin gildi og Biblíuna. Þrátt fyr- ir átök undanfarinna ára um stöðu kristinnar kirkju á Íslandi, þá leita stöðugt fleiri á vit trúarinnar og finna að lausnin er fólgin í per- sónulegri trú á Jesú Krist. Hvíta- sunnukirkjan skorar á ráðmenn sem og landsmenn alla að lifa eftir þeim loforðum sem flestir Íslend- ingar hafa gefið, að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Við biðj- um ráðamönnum og þjóðinni bless- unar Guðs og farsæld til sjávar og sveita.“ Yfirlýsing Hvítasunnukirkjunnar Gildi kristinnar trúar hef- ur reynst besta vörnin Húsavík - Sport- og útivöruversl- unin Tákn hefur verið opnuð að nýju á Garðarsbraut 62 eftir gagn- gerar endurbætur eftir bruna sem varð í versluninni skömmu fyrir síðustu jól. Ekki er hægt að segja annað en vel hafi tekist til og verslunin er glæsileg. Eigandi versluninnar, Ingibjörg Jónsdóttir, sagðist vera mjög ánægð með hvernig til hefði tekist og nú væri aðstaðan orðin eins og hún vildi hafa hana. Örfáum dögum eftir brunann var verslunin opnuð í kaupfélags- húsinu og var starfrækt þar á meðan unnið var að viðgerðum. Ingibjörg segist vera ánægð með að vera komin á sinn stað aftur. Verslunin Tákn opnuð á ný Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ingibjörg Jónsdóttir, eig- andi Tákns, er ánægð með nýju verslunina. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.