Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 18. mars 1971: „Í gær birtust í Morg- unblaðinu stutt viðtöl við helztu forsprakka í viðræðum ungra Framsóknarmanna og hannibalista, auk þess sem frá því var skýrt, að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hefði ekkert viljað segja um yf- irlýsingu þá, sem þessir aðilar sendu frá sér sl. mánudag, og afstöðu forystu Framsókn- arflokksins til hennar. Einn þeirra manna, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, var Már Pétursson, for- maður Sambands ungra Framsóknarmanna. Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði m.a. „Þá sagði Már, að frá sínum bæjardyrum séð hefði merkilegasta niðurstaða þessara viðræðna verið sú, að yfirlýsing hefði komið fram í þessu frá SVF um, að þau yrðu ekki þriðji aðilinn í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum að loknum kosn- ingum, en opnuðu leiðina fyr- ir því, að þeir færu í breiða vinstri stjórn. Það mundi þýða, að þeir gætu hugsað sér stjórnarsamstarf við Alþýðu- bandalagið.“ . . . . . . . . . . 18. mars 1981: „Frumvarp sjálfstæðismanna um ný orkuver byggir á þeirri skynsamlegu grundvall- arforsendu, að ríkisstjórnin skuli fela Landsvirkjun eða landshlutafyrirtækjum að reisa og reka þrjár nýjar stjórvirkjanir sem og stækka Hrauneyjafossvirkjun. Með því að leggja þá skyldu á herðar ríkisstjórninni, að hún „skuli“ fela virkjunaraðilum að ráðast í þessar fram- kvæmdir, er tryggt að ráðist verði í hverja þeirra um sig, þegar rannsóknum og und- irbúningi öllum er lokið. Með þessu ákvæði er farið inn á nýjar brautir, sem eðlilegt er að velja, þegar við blasir, að á næstu árum verður skyn- samlegt að ráðast í nývirkj- anir í Þjórsá við Sultartanga, í Blöndu og í Jökulsá í Fljóts- dal. Við hverja þessara ný- virkjana er við sérstök vanda- mál að etja og breiða verður úr þeim eftir þeim leiðum sem þykja heppilegastar á hverj- um stað. Samkvæmt frum- varpinu á að ljúka virkj- unarverkefnunum á þeim áratug, sem nú er að hefjast.“ . . . . . . . . . . 17. mars 1991: „Í ræðu á ársþingi iðnrek- enda ræddi fráfarandi for- maður samtakanna, Víg- lundur Þorsteinsson, hugsanlega einkavæðingu orkuvera landsmanna. Hann taldi tímabært að afnema ein- okun ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði atvinnulífsins og huga að flutningi valds og ábyrgðar þannig, að við- skiptalegt mat sitji í fyrirrúmi í rekstri þeirra. Víglundur Þorsteinsson nefndi í þessu sambandi fimm orkufyr- irtæki, sem hann taldi kjörin til einkavæðingar, þ.e. Lands- virkjun, Hitaveitu Reykjavík- ur, Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Orkubú Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða. Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GRUNNUR AÐ SAFNABÍÓI Í HAFNARFIRÐI Þarft starf hefur verið unnið áKvikmyndasafni Íslands alltfrá því það var stofnað á ní- unda áratugnum. Fyrir um þremur árum flutti safnið af Laugaveginum í Reykjavík í húsnæði gamla frysti- hússins í Hafnarfirði. Um leið fékk Hafnarfjarðarbær safninu tíma- bundið í hendur Bæjarbíó, sem stað- ið hefur við Strandgötuna frá 1944, en árið 1996 gerðu Kvikmyndasafn- ið, Hafnarfjarðarbær og mennta- málaráðuneytið samning um að safn- ið ræki Bæjarbíó og hæfi þar rekstur svokallaðs safnabíós. Er- lendur Sveinsson, fyrsti safnstjóri Kvikmyndasafnsins, hóf baráttuna fyrir því að safnið fengi sýningarað- stöðu og athugaður yrði sá mögu- leiki að setja upp safnabíó. Nú virð- ist sá draumur vera að rætast. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, sem tók við starfi safnstjóra um mitt síð- asta ár, segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að það sé lögbundið hlutverk safnsins að sinna miðlun á kvikmyndakosti þeim, sem hafi verið varðveittur, en án sýningaraðstöðu hafi því hlutverki ekki verið sinnt. „Þetta miðlunarhlutverk er að mínu viti eitt það allra mikilvægasta í starfsemi safns eins og kvikmynda- safns,“ segir Sigurjón. „Miðla kvik- myndalistinni í sem breiðastri mynd og ekki síst gera hluta af þeim ger- semum, sem við varðveitum, að- gengilegan í kvikmyndahúsi, sínu eðlilega umhverfi.“ Safnabíó af þessu tagi eru rekin í flestum nágrannalöndum okkar og stunda mjög fjölbreytta sýningar- starfsemi. Það yrði mikill fengur að slíku safnabíói í íslenskri menning- arflóru. Kvikmyndin er viðurkennt listform. Til þess að vera læs á þetta listform er jafn nauðsynlegt að hafa aðgang að þeim verkum, sem hafa mótað þróun þess, og að hafa lesið ákveðnar bækur til að hafa kjölfestu í bókmenntum. Slík þekking fæst hins vegar ekki nema þessi verk séu aðgengileg. Í safnabíóinu yrði ekki aðeins hægt að nálgast íslenska kvikmyndaarfleifð, heldur gæfist al- menningi kostur á að kynnast kvik- myndaforminu með hætti, sem ekki er boðið upp á í hinum almennu kvikmyndahúsum. Með safnabíói yrði einnig unnt að fá hingað til lands verk framsæknari kvikmynda- gerðarmanna þannig að kvikmynda- unnendur gætu séð hvar vaxtar- broddarnir eru í kvikmyndagerð. Sigurjón segist vonast til að hægt verði að halda úti sýningum alla daga vikunnar og sér fyrir sér að haldnar verði margar litlar kvik- myndahátíðir, þar sem kynntar verði myndir ákveðinna leikstjóra, ákveðin form kvikmynda, kvik- myndasaga ákveðinna landa eða eitthvað í þeim dúr. Safnabíó njóta ákveðinnar sérstöðu miðað við hin almennu kvikmyndahús að því leyti að þau þurfa ekki að borga leigu heldur aðeins höfundarlaun og eru því ekki að sama skapi háð lögmál- um markaðarins. Draumurinn um safnabíó er hins vegar ekki orðinn að veruleika. Enn vantar fjármagn og segir Sigurjón að Kvikmyndasafnið muni þurfa að veita fé inn í rekstur þess. Í nýju frumvarpi til kvikmyndalaga er þess getið í lýsingu á verksviði Kvik- myndasafns Íslands að það muni starfrækja safnabíó. Slíkt ákvæði væri til lítils ef safnið hefði ekki fjármagn til að gegna þeirri skyldu. Safnabíó er tímabær stofnun til að gegna hlutverki, sem í raun hefur ekki verið sinnt frá því að kvik- myndaklúbburinn Fjalakötturinn leið undir lok. M IKILS titrings hefur gætt á fjármálamörkuð- um upp á síðkastið og í síðastliðinni viku fór bandaríska Dow Jones- vísitalan niður fyrir tíu þúsund stig í fyrsta skipti í langan tíma. Gengi hlutabréfa hefur lækkað á flestum helstu mörkuðum og ekkert bendir til að þeir muni rétta úr kútnum alveg á næstunni. Það er hins vegar ekki einungis í helstu iðn- ríkjunum sem ástandið hefur verið erfitt, víðs vegar í heiminum má finna ríki er eiga við alvar- lega erfiðleika í efnahagsmálum að etja. Ekki síst hafa augu margra beinst að Argentínu upp á síðkastið sem glímir við stórfelld efnahagsleg vandamál, er gætu haft víðtækari afleiðingar ef ekki tekst að ná tökum á þeim. Ræðst það af því hversu þungt landið vegur þegar skuldir þróunarríkja eru teknar saman. Raunar eiga þeir sem heimsækja Argentínu erf- itt með að flokka landið með svokölluðum þróun- arríkjum. Höfuðborginni Buenos Aires, sem er ein af helstu stórborgum heims, svipar að mörgu leyti til evrópskra stórborga á borð við París og Madrid, nema hvað hún er töluvert stærri og fjölmennari en evrópsku borgirnar. Evrópu- búum, er heimsótt hafa önnur lönd Suður-Am- eríku, kemur það raunar oft í opna skjöldu, hversu evrópskt yfirbragð Argentína hefur yfir sér. Flestir íbúa landsins eru af ítölsku bergi brotnir og bera það yfirleitt með sér. Um leið og komið er út fyrir Buenos Aires á hinar geysilega víðfeðmu sléttur landsins tekur Argentína hins vegar á sig annan svip. Horfnar eru glæsilegar „evrópskar“ breiðgötur höfuð- borgarinnar, þar sem veitingahús og hátísku- verslanir keppa um athygli vegfarenda, og við tekur byggð þar sem stéttaskiptingin er augljós og bílaflotinn virðist tekinn beint af minjasafni um sjöunda og áttunda áratuginn. Argentína hefur á síðastliðnum árum gengið í gegnum miklar pólitískar og efnahagslegar sviptingar. Lýðræði hefur fest sig rækilega í sessi eftir að endi var bundinn á stjórn hersins fyrir tæpum tveimur áratugum í kjölfar Falk- landseyjastríðsins. Óðaverðbólga níunda ára- tugarins heyrir jafnframt sögunni til og ógnar ekki lengur samfélagslegum stöðugleika. Staða efnahagsmála er þó langt í frá viðunandi og þó svo að Argentínumenn búi við bestu lífskjör allra þjóða Suður-Ameríku hafa þeir orðið að herða sultarólina hressilega síðastliðin ár. Argentína í vanda FYRIR skömmu töldu flestir að efna- hagsvandi Argentínu væri í rénun eftir 33 mánaða samfelldan efnahagslegan samdrátt. Í lok síðasta árs náðist samkomulag milli Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og argentínskra stjórnvalda um lántöku upp á um 40 milljarða dollara til að koma í veg fyrir að til þess þyrfti að koma að Argentínumenn frestuðu greiðslum á erlendum lánum. Að auki höfðu vaxtalækkanir í Bandaríkjunum jákvæð áhrif á greiðslubyrði Argentínu en gjaldmiðillinn pesó hefur um ára- bil verið tengdur við dollara á genginu einn á móti einum. Það kom því flestum á óvart er Fernardo de la Rua, forseti Argentínu, tilkynnti í byrjun mán- aðarins uppstokkun á ríkisstjórn sinni eftir að José Luis Machinea lét óvænt af embætti sem fjármálaráðherra. Þá voru einungis liðnir rúmlega tveir mánuðir frá því að hann lýsti því yfir að samkomulag Argentínu og IMF boðaði tímamót á sviði efna- hagsmála. Í fyrstu virtist sem sú spá myndi ganga eftir. Vextir fóru lækkandi (ekki síst vegna lækkandi vaxta í Bandaríkjunum) og ríkisstjórnin hóf herferð til að hvetja íbúa lands- ins til aukinnar neyslu og fjárfestinga til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar. Fljótlega kom þó í ljós að hagtölur gáfu ekki tilefni til jafn- mikillar bjartsýni og vonir stóðu til og í kjölfarið kom upp hneykslismál er veikti mjög trúverð- ugleika stjórnarinnar í augum markaða. Um var að ræða peningaþvættismál er teygði anga sína inn í stjórnkerfið og meðal annars virtist líklegt að Pedro Pou seðlabankastjóri tengdist því. Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur hafið rannsókn á málinu en því tengjast nokkrir argentínskir bankar, sem m.a. eru sak- aðir um að hafa stundað þvætti á eiturlyfja- gróða. Pou, sem heldur fram sakleysi sínu, hefur verið undir miklum þrýstingi að segja af sér en hann situr enn sem fastast, að því er virðist með stuðningi De la Rua. Þó hefur nafn Domingo Cavallo einnig heyrst nefnt þegar rætt er um hugsanlegan arftaka Pous í embætti seðlabankastjóra, en hann var fjármálaráðherra í stjórn Carlos Menems er pesóinn var tengdur við dollarann. Cavallo situr nú á þingi og hefur upp á síðkastið látið í ljós ýmsar skoðanir á því hvernig best sé að haga gengismálum Argentínu. Meðal annars hefur hann haldið því fram að skynsamlegra kunni að vera að tengja pesóinn við myntkörfu, sem í væru meðal annars evra og jen, í stað þess að festa gengi gjaldmiðilsins við gengi dollarans. Við þessu hafa þó margir efnahagssérfræð- ingar varað og sagt að slík breyting væri í raun ávísun á stórfellda gengisfellingu og mikla óvissu í efnahagsmálum. Óvissan fælist ekki síst í því að þar með væri opnað fyrir að stjórnvöld gætu hvenær sem er krukkað í gengi pesóans, t.d. með því að breyta innbyrðis vægi einstakra gjaldmiðla í myntkörf- unni. Lopez Murphy tekur við VIÐ stöðu José Luis Machinea tók Ricardo Lopez Murphy, sem til skamms tíma var varnarmálaráðherra í stjórninni. Lopez Murphy þykir íhaldssamur í skoðunum en hann er menntaður hagfræðingur við háskólann í Chi- cago. Raunar stóð til á sínum tíma að Lopez Murphy yrði fyrsti fjármálaráðherrann í stjórn De la Rua. Eftir að hann hafði lýst því yfir að hann væri fylgjandi því að lækka laun ríkis- starfsmanna varð De la Rua hins vegar að lofa að hann yrði ekki skipaður í það embætti. Markaðir hafa brugðist vel við skipan Lopez Murphy í embætti en hann tekur vissulega við erfiðu búi. Því má ekki gleyma að De la Rua hef- ur þurft að glíma við margvíslega erfiðleika allt frá því að stjórn hans, sem er bandalag Róttæka flokksins, sem er miðjuflokkur, og vinstriflokks- ins Frepaso, undir heitinu Alianza, tók við af stjórn Carlos Menems í lok ársins 1999. Eitt af helstu afrekum Menems hafði verið að tryggja stöðugleika pesóans með því að festa gengi hans við gengi bandaríska dollarans árið 1991. Þar með náðist loks að ráða niðurlögum verðbólgunnar sem náði hámarki árið 1989 er hún mældist tæplega 5.000 prósent á ársgrund- velli. Staða ríkisfjármála var hins vegar slæm, hagvöxtur neikvæður og atvinnuleysi tæp 15% er De la Rua tók við embætti. Til að auka tekjur ríkisins og draga úr land- lægum skattsvikum bauðst stjórnin til að semja við þá er ekki höfðu sinnt því að greiða skatta. Það reitti hins vegar þann hluta þjóðarinnar til reiði er borgaði skatta sína samviskusamlega. Sumir sérfræðingar hafa einnig talið að sú ár- átta stjórnarinnar að kenna stjórn Menems um allt sem fór úrskeiðis hafi orðið til að draga úr trúverðugleika hennar á fyrstu mánuðum. Við þetta bættist gengisfelling brasilískra stjórnvalda árið 1999 og hátt gengi dollarans sem gerir argentínskum útflutningsfyrirtækjum erfitt fyrir, til dæmis á mörkuðum í Evrópu. Verð á helstu útflutningsafurðum Argentínu hefur sömuleiðis verið lágt ef frá er skilin olía. Ekki síst hefur efnahagsástandið bitnað hart á millistétt landsins og kaupmáttur hennar hefur skerst verulega upp á síðkastið. Þar sem geng- ismál eru í föstum skorðum urðu stjórnvöld að bregðast við gengisfellingunni í Brasilíu með því að skera niður kostnað og þá oftar en ekki laun starfsfólks. Sjást ummerki þess víða í höfuð- borginni Buenos Aires þar sem meira að segja tiltölulega ódýrir hlutir, jafnvel fatnaður, eru boðnir á vaxtalausum afborgunum. Ástandið hefur sömuleiðis haft áhrif á strauma og stefnur í þjóðfélaginu og um tíma á síðasta ári var Raoul Alfonsín, er var forseti á óðaverðbólguárum níunda áratugarins, skyndi- lega orðinn einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Flestir eru sammála um að Lopez Murphy verði að grípa til róttækra aðgerða ef takast eigi að rétta þjóðarskútuna við. Talið er líklegt að hann muni leggja ríka áherslu á niðurskurð rík- isútgjalda og uppstokkun á ríkiskerfinu í heild. Skrifræði er verulegt í Argentínu og erlendir fjárfestar hafa kvartað sáran yfir því umhverfi sem þeir verða að búa við. Til að mynda er lagð- ur flatur 1% skattur á áætlaðar eignir fyrir- tækja, óháð því hvort fyrirtæki skila í raun hagnaði eða eru rekin með tapi. Rökin fyrir skattinum eru þau miklu skattsvik er viðgangast í landinu en afleiðingin sú að enn fleiri fyrirtæki sjá sér hag í því að hagræða tölum til að komast undan því að greiða skatta. Þannig myndast vítahringur. Þar sem stöðugt fleiri koma sér hjá því að greiða skatta sjá stjórnvöld ekki aðrar leiðir færar en að þyngja skattbyrði þeirra hópa sem telja rétt fram. Einnig er lagður þungur skattur ofan á vaxtagreiðslur fyrirtækja er taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.