Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í miðju Kína er Sichuan, eitt stærsta og fjölmennasta héraðið í þessu víðfema ríki. Héraðið er meðal ann- ars þekkt fyrir bragð- sterkan mat og mikið fjölmenni enda búa þar samtals um 130 millj- ónir. Þar er því með eindæmum þéttbýlt sérstaklega í mið- og aust- urhluta þess. Héraðið er einnig heimkynni pöndunnar eða bjarnar- kattarins (xiong mao) eins og hann heitir á kínversku. Heimkynni hennar eru í norður- og norðvest- urhluta Sichuan þar sem hún lifir á bambus og laufblöðum sykurreyrs. Talið er að einungis um 1.000 pönd- ur lifi á þessum slóðum en Kínverj- ar hafa á síðustu árum eytt miklu fé í rannsóknir og verndun umhverfis þeirra. Landshættir í Sichuan eru sér- stæðir. Til suðurs og austurs ein- kennast landshættir af láglendi, svokallaðri Chuanxi-sléttu, en þar er jarðvegur afar frjósamur enda hefur landbúnaður alltaf verið uppi- staðan í hinu fábrotna hagkerfi hér- aðsins og býr mikill meirihluti íbúa enn í sveitum og þorpum. Til vest- urs og norðurs í Sichuan taka fjöllin við og byggðin er miklu dreifðari. Í þessum hluta héraðsins byrjar tíb- etska hásléttan að taka á sig mynd og hægt er að fara úr ys og þys Chengdu-borgar með sinni mann- mergð og mengun, í landslag sem minnir helst á svissnesku Alpana, á einungis nokkrum klukkutímum. Við tekur hreint loft og tær fjalla- sýn þar sem snjóhvítir tindar gægj- ast upp úr skýjahafinu. Lifandi og listrænt andrúmsloft Tvær stórar borgir eru í Sichuan, Chengdu og Chongqing. Chengdu er höfuðborgin í héraðinu og er skemmtilegasta borgin í Kína og er vel þess virði að gera sér ferð þang- að. Andrúmsloftið er lifandi í borg- inni en hún er meðal annars fræg fyrir mikið götulíf og listir. Ferða- mannaiðnaður líður þó fyrir að Chengdu er langt inni í miðju landi og fæstir ferðamenn sem koma til Kína gera sér far um að stoppa þar. Chongqing er einna frægust fyrir að hafa verið síðasta aðsetur rík- isstjórnar þjóðernissinna með Chi- ang Kai-Chek í broddi fylkingar í stríðinu á móti Japönum. Chiang hraktist frá Nanking til Chongqing undan árásum Japansherja. Chongqing er einnig upphafsstaður hinna frægu siglinga niður hin stór- kostlegu Þrjú gljúfur á Yangtze- fljótinu sem munu heyra sögunni til þegar heimsins stærsta vatnsafls- virkjun verður að fullu komin í gagnið. Of löng ferð í langferðabíl Á leið okkar frá Norður-Víetnam til Chengdu höfðum við rekist á kanadíska ferðalanga í ferðamanna- bænum Dali sem sögðu okkur frá hestaferð sem þau höfðu farið í norðausturhluta Sichuan. Þvílíkan lofsöng um eina ferð höfðum við aldrei heyrt og vorum undireins ákveðin í að reyna að komast til Songpan, lítils þorps með nokkur þúsund íbúa, en þar biðu víst hest- arnir klárir til að flytja okkur á vit ævintýranna. Hins vegar gekk ekki þrautalaust að komast á staðinn. Lagt var af stað frá Chengdu í býtið. Stúlkan sem daginn áður seldi okkur mið- ana í langferðabílinn hafði fullvissað mig um að um væri að ræða nokkuð þægilegan farkost og það ætti að fara vel um okkur á leiðinni. Þegar komið var auga á rútuna á stöðinni í Chengdu var undir eins ljóst að það biði okkar erfið ferð. Ekki ein- ungis var farkosturinn að minnsta kosti 25 ára gamall heldur voru sæti og innréttingar afar fábrotnar. Viðhald virtist einnig hafa liðið var- anlegan skort á sama tímabili. Af fenginni reynslu reiknuðum við með að vera að minnsta kosti 12 tíma á leiðinni en áætlunin gerði ráð fyrir um átta tíma akstri. Þegar lagt var af stað var rútan þá þegar orðin full bæði af fólki og farangri. Svo virtist sem þessi farkostur þjónaði bæði sem fólks- og vöruflutningabíll. Allt þetta fólk og farangurinn hindraði þó ekki bílstjórann í að stoppa reglulega þegar einhver á götu- kantinum veifaði og þá upphófst mikið prútt um verð. Þannig var reynt að hámarka tekjur á hvern ekinn kílómetra. Á endanum var bíllinn orðinn gjörsamlega pakkað- ur af fólki. Okkur fór nú ekki að lí- tast á blikuna, greinilegt var að jafnvægispunktur bílsins var orðinn alltof hár og framundan var margra klukkutíma akstur upp á við á hættulegum fjallavegi sem var ým- ist með beljandi stórfljót á hægri hönd og þverhníptan klettavegg á vinstri hönd eða öfugt. Samferða- menn okkar voru meðal annars heill trésmíðaflokkur á leið til vinnu sem kepptist við að reykja á milli þess sem þeir lágu sofandi hver um ann- an þveran. Að geta sofið á sínu græna eyra við þessar kringum- stæður var okkur hulin ráðgáta. Bílstjórinn keyrði eins og finnskur rallökumaður við undirleik Elvis Presley og Jerry Lee Lewis og þar sem hann átti bara eina spólu gekk                                                         "#  $  %        !     &          '     ( )  *  %                                                                          !   "#  $  % & ' ( )   $ ( ' ( )         *   ' (  +   ( !( $ *     ,     *  #  ' - - +  ' ( ' & * (  $ & ( - + 1  ( $ &  + !  .  -  ( $  ( $ + & + .   / $ # 1 (  ( $ & ( * (  ( $  ) !#  * (  ( $ ( ( $ ' $  & 1 ( $ ( $ (  - ( +  )  $ ( $ -  $  - ( $  ( $ & + $  $ ( $  ! - ( ) ' ( 1 0012 0312 0112 0012 0042 312 512 542 342 0112642               $     7  &   8$9 '7  !     " #$ % &'  $#$ % &'  ()!  * &+, ) -./ 01 ( 2$ + ." +" 3' 1 2 Hestaferð um rætur tíbetsku há- sléttunnar Norðvesturhluti Sichuan-héraðs er hluti af Kína sem gaman er að kynnast en fáir erlendir ferðamenn heimsækja. Tómas Orri Ragnarsson fór í útreiðartúr um gullfallegt fjalllendi á þessum slóðum ásamt þremur leiðsögumönnum, föður sínum og systur á sjö hestum. Hefðbundinn byggingarstíll á svæðinu. Timbur og hleðslur úr náttúrusteini eru mest notuðu byggingarefnin. Zhaga-fossinn sem hægt og rólega breytir farveginum. Ljósmyndir/TOR Riðið inn eftir dalnum á leið til Songpan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.