Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 41 Til söl u Garðyrkjustöð á Flúðum Eignin er 2.200 m² gróðurhús í tómatarækt. 2.000 m² plastgróðurhús í jarðarberjarækt. 170 m² pökkunarhús með kæliklefa. Íbúðarhús 141 m². Heildar brunabótamat eignar 53 millj. Eignin er í mjög góðu ástandi. Garðland til útiræktar ca 5.000 m². 250 m í skóla, verslun, sundlaug, íþróttahús og aðra þjónustu. Ráðgjöf við ræktun möguleg. Upplýsingar í síma 486 6632 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Haukalind 24 - Kópavogi Opið hús í dag frá kl. 14-16 180 fm raðhús á tveimur hæðum auk 27 fm bílskúrs í þessu eftir- sótta hverfi. Eignin skiptist í gesta w.c., saml. stórar stofur, eldhús m. birkiinnrétt., alrými, baðherb., 3 herbergi auk fataherb.,og þvottaherb. með rými þar innaf. Svalir út af efri hæð og mikil loft- hæð. Eignin sem er að mestu leyti fullbúin er vel staðsett á frábær- um útsýnisstað. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. húsbr. 8,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is 530 1500 GLÆSILEGT HEILSÁRSHÚS Í SKORRADAL Til sölu er einn allra glæsilegasti sumarbústaður landsins staðsett- ur á besta stað við Skorradalsvatnið. Bústaðurinn er samtals 82 fm ásamt 150 fm palli. Húsið var byggt 1998 og er allt af vönduðustu gerð. Bústaðurinn er með fullkomnu gufubaðshúsi og tveimur snyrtingum. Hann selst með öllum húsbúnaði sem er af vönduð- ustu gerð. Sjá 43 myndir á mbl.is. Þetta er hús fyrir þá sem gera ítrustu kröfur um staðsetningu og gæði. BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L AF A S T E I G N A S A L A Opið hús verður að Skólabraut 16 á milli kl. 14-16 í dag sunnudag. Þetta er gott parhús á einstaklega góðum út- sýnisstað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er 155 fm á tveimur hæðum með 4-5 góðum herbergjum og stórri stofu. Góður garður. Stutt í skóla, sundlaug og alla þjónustu. Frábært útsýni. Til afhendingar fljótlega. Opið hús Skólabraut 16 Hlíðarvegur 38 - Kópavogi Opið hús í dag sunnudag frá kl. 14-16. Íbúð á tveimur hæðum. Sérinngangur. Íbúðinni er mjög vel við haldið. Stórt og bjart nýuppgert eldhús. Stór stofa. Fjögur svefn- herbergi. Parket á flestum gólfum. Áhv. 3,5 m. Verð 16,0 m. Opið hús í dag sunnudag frá kl. 14-16. María og Jafet taka vel á ykkur. Miðbær - til leigu skrifstofurými Höfum til leigu nýtt skrifstofuhúsnæði í algjörum sérflokki í þessu stórglæsilega húsi. Stærðir frá 160 til 330 fm. Rýmin eru innréttuð með allra glæsilegasta móti, s.s. gegnheilt parket á gólfum, full- komin fjarstýrð lýsing og gluggaopnun, brunakerfi, öryggiskerfi, aðgangskortakerfi o.fl. Eldhús og snyrtingar. Sérinngangur. Ein- staklega skemmtilegt sjávarútsýni. Möguleg samnýting á sameig- inlegri aðstöðu. Húsið er vel staðsett og er aðkoma auðveld. Þetta er rétta tækifærið fyrir virðuleg og traust fyrirtæki. Laust strax. Allar upplýsingar veitir Ágúst á Hóli í síma 894 7230/595 9000 eða agust@holl.is                                                  !" #$   %  &" ' $ $     (     " )    %  !*  +    ,  & " -  ./  " 0" 1*  "   " 2 $$ .  "                         !      Bandalag kvenna í Reykjavík þingar ÞING Bandalags kvenna í Reykjavík, hið 85. í röðinni, var haldið á Grand Hóteli 10. mars síðastliðinn. Þetta er ársfundur þar sem hefðbundin aðalfund- arstörf eru unnin en einnig er tekið fyrir ákveðið þema. Formaður bandalagsins er Hildur G. Eyþórsdóttir en auk hennar eru í stjórn bandalags- ins Margrét K. Sigurðardóttir, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Bryn- dís Jónsdóttir, Ólína J. Jóns- dóttir, Ragnhildur Jónasdóttir og Sigurborg Ragnarsdóttir. Bandalag kvenna í Reykja- vík eru þverpólitísk samtök 20 félaga. Starfsmenntunarsjóður Bandalagsins styrkir einstæð- ar mæður til náms og var sjö konum veittur 100 þúsund króna styrkur hverri úr sjóðn- um árið 2000. Á vegum bandalagsins starfa 12 nefndir og á þinginu skiluðu nefndirnar skýrslum um störf sín á árinu. Nefndirnar fjalla um mál hver á sínu sviði en þau eru m.a. fræðslu og menningar- mál, heilbrigðis og tryggingar- mál, jafnréttismál, kirkjumál málefni eldri borgara, neyt- endamál, umhverfismál, upp- eldis og skólamál. Einnig eru nefndir starfandi sem skipu- leggja og sjá um húsmæðraor- lof, rekstur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og fjáröflunar- nefnd fyrir Starfsmenntunar- sjóð. Nefndirnar lögðu fram ýms- ar ályktanir til samþykktar sem verða sendar m.a. til ráð- herra, annarra alþingismanna o.fl. Ályktað var um heilsu- vernd og heilsueflingu í fram- haldsskólum að hver og einn verði metinn sem einstaklingur við greiðslu eftirlauna frá Tryggingastofnun ríkisins, eft- irlaun eldri borgara verði bætt og tryggt verði launajafnrétti milli innlendra og erlendra starfsmanna, að greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10 % skatt en ekki 38,76% og að unnið verði að því að auka hjúkrunar- rými fyrir aldraða og margt fleira. „Ýmis mál voru rædd og kon- ur fögnuðu því að kona var val- in í embætti hæstaréttardóm- ara, en lýstu vonbrigðum sínum yfir að jólaguðspjall biskups féll niður í jólamessu á aðfanga- dagskvöld um síðustu jól. Þing- ið harmar þá klámvæðingu sem fer sem eldur í sinu um allt land með góðum stuðningi sjón- varpsstöðva og einnig harma þær hinar fjölmörgu fóstureyð- ingar sem framkvæmdar eru í skjóli laga og spyrja: Er ekki til önnur lausn við þessum vanda?“ segir í frétt frá banda- laginu. Lýsa yfir stuðningi við sjómenn EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt á fundi trúnaðarráðs Eflingar- stéttarfélags: „Trúnaðarráðsfundur Eflingar haldinn 15. mars lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu sjómanna í kjaradeilu þeirra við útgerðarmenn. Trúnaðarráðið skorar á útgerðar- menn að ganga þegar í stað til samn- inga við sjómenn. Fundurinn skorar jafnframt á fiskvinnslufyrirtæki að halda fiskvinnslufólki á launaskrá meðan á verkfalli sjómanna stend- ur.“ MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.