Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ átttökuríkin í Schengen-samstarf- inu taka upp sameiginlega vega- bréfsáritun til allra landanna, sem hönnuð var á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Gildir hún á öllu Schengen-svæð- inu, fyrir dvöl sem má standa í allt að þrjá mán- uði. Þetta hefur þá þýðingu að vegabréfsáritun til eins aðildarríkis Schengen gildir til þeirra allra en fulltrúar þess ríkis sem ferðinni er heitið til gefa áritunina út, eða eitthvert annað Scheng- en-ríki fyrir þess hönd. Þannig munu allir þeir útlendingar sem þurfa á vegabréfsáritun að halda og líta á Ísland sem aðalákvörðunarstað sinn í Evrópu, sækja um íslenska Schengen- áritun, sem veitir þeim um leið rétt til að fara um öll 15 Schengen-ríkin á meðan áritunin er í gildi. Teknar eru upp samræmdar reglur um út- gáfu og form vegabréfsáritana, en það ríki sem gefur út vegabréfsáritun ber ábyrgð á veitingu hennar. „Hvítir og svartir listar“ Jafnhliða þessu hafa verið teknir upp sam- ræmdir listar Schengen-ríkjanna yfir þau lönd sem krafist verður vegabréfsáritunar frá og lönd þaðan sem ríkisborgarar þurfa ekki á vegabréfsáritun að halda til að koma inn á Schengen-svæðið. Með þátttöku sinni er Ísland þannig skuldbundið til að gera ekki samninga um afnám vegabréfsáritunar við önnur lönd en finna má á Schengen-listanum. „Schengen-ríkin hafa komið sér upp svoköll- uðum „hvítum og svörtum lista“ yfir ríki hvers ríkisborgarar mega koma inn á svæðið án þess að vera með vegabréfsáritanir og ríki sem þurfa að hafa vegabréfsáritun. Þessi listi er sam- ræmdur og við höfum skuldbundið okkur til þess að hafa áritunarfrelsi frá þessum sömu ríkjum,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, verkefn- isstjóri íslenskra stjórnvalda vegna undirbún- ings að þátttöku Íslands í Schengen-samstarf- inu. Samningum við 18 ríki um áritunarfrelsi sagt upp Vegna þessa samstarfs hafa íslensk stjórn- völd þurft að segja upp samningum um gagn- kvæmt afnám vegabréfsáritunar við alls 18 ríki sem ekki eru á Schengen-listanum yfir lönd sem njóta áritunarfrelsis (sjá töflu). Er þar aðallega um að ræða fyrrverandi nýlendur Breta. Þetta eru lönd sem Ísland hefur átt fremur lítil sam- skipti við en samtals komu 359 ferðamenn frá þessum löndum til Íslands á árunum 1997–99. Jafnframt hefur Ísland þurft að gera samn- inga við 12 ríki, til samræmingar við lista Schengen-ríkjanna, um afnám vegabréfsárit- ana. Þar er um að ræða 11 Suður-Ameríkuríki auk Króatíu. Íbúar þessara landa munu því eftir 25. mars geta ferðast til Íslands án vegabréfs- áritunar og vegabréfsáritun verður að sama skapi óþörf fyrir Íslendinga sem ferðast til þessara landa þegar áritunarskyldunni verður aflétt 25. mars. Alls komu 1.059 ferðamenn frá þessum 12 löndum til Íslands á árunum 1997– 99. Íslensk sendiráð gefa ekki út vegabréfsáritanir Kjörræðismönnum Íslands vítt og breitt um heiminn verður ekki lengur heimilt að gefa út vegabréfsáritanir til Íslands eftir að Ísland ger- ist aðili að Schengen. Nú hefur einnig verið ákveðið að íslensk sendiráð gefi ekki heldur út vegabréfsáritanir. Hefur verið gerður samning- ur við Dani um að annast meðferð og útgáfu vegabréfsáritana fyrir okkar hönd á 70 stöðum í heiminum. Önnur Norðurlönd munu gefa út vegabréfsáritun fyrir Ísland á stöðum þar sem Danir eru ekki með sendiskrifstofur, Norð- menn á 9 stöðum, Svíar á 11 og Finnar á 9 stöð- um. Auk þessa hafa Norðurlöndin í sameiningu óskað eftir því að nokkur Evrópulönd sem eru aðilar að Schengen, gefi út áritanir fyrir hönd Norðurlandanna á nokkrum fjarlægum slóðum, þar sem Norðurlöndin eru ekki með sendiráð. Íslendingar bera engan kostnað af samningn- um sem gerður hefur verið við Dani eða önnur ríki fyrir að veita þessa þjónustu. Danir og önn- ur ríki sem fara með fyrirsvar fyrir Ísland fá hins vegar það gjald sem umsækjendur greiða fyrir áritun. Er innheimt sama upphæð fyrir út- gáfu vegabréfsáritana í öllum Schengen-lönd- unum. Ef um verulegt álag verður að ræða við útgáfu vegabréfsáritana til Íslands áskilja Dan- ir sér rétt til að taka það mál upp til endurskoð- unar, að sögn Þorsteins. Íslendingar eru með sendiráð á 17 stöðum víðs vegar um heiminn en örfá íslensk sendiráð eru í löndum þar sem vegabréfsáritunar er þörf til að ferðast til Schengen-landa. Helstu und- antekningarnar eru þó Moskva og Peking. Kostnaður var talinn geta numið tugum milljóna Ástæður þess að ákveðið var að semja við Dani og önnur ríki um að annast útgáfu vega- bréfsáritana voru tvær, annars vegar mikill kostnaður sem talið var ljóst að yrði því samfara og hins vegar sú staðreynd að Ísland er með sendiskrifstofur á fáum stöðum þar sem krafist verður vegabréfsáritana. Var áætlað á sínum tíma að ekki væri hægt að útiloka að kostnaður Íslendinga af því að gefa út áritanir samkvæmt Schengen-reglum skipti tugum milljóna króna, vegna fjárfestinga í sérstökum tæknibúnaði, þjálfun og fræðslu til starfsfólks m.a. á mjög sérhæfðum sviðum s.s. greiningu á ferðaskil- ríkjum og fjölgun útsendra starfsmanna á ein- stökum sendiskrifstofum. Að sögn Högna S. Kristjánssonar, sendiráðu- nautar í utanríkisráðuneytinu, þótti ekki for- svaranlegt að leggja út í þennan kostnað til að uppfylla skuldbindingar Schengen-samningsins um vegabréfsáritanir í íslenskum sendiráðum og var því samið við Dani um að taka að sér að gefa einnig út vegabréfsáritanir fyrir okkar hönd á stöðum þar sem Íslendingar eru með sendiráð. Þorsteinn A. Jónsson bendir einnig á að strangar reglur gildi um útgáfu Schengen- vegabréfaáritana. Það hefði því kallað á þjálfun starfsfólks sendiráða, m.a. í að bera kennsl á fölsuð skilríki, ef íslensk sendiráð önnuðust þetta. „Það þarf bæði sérstakan búnað og ekki síður þjálfun starfsfólks. Schengen-vegabréfs- áritun er kannski einhver verðmætasti ferða- pappír sem menn fá í dag og það var talin raun- veruleg hætta á að það yrði látið á það reyna af óprúttnum mönnum að fá útgefna vegabréfsá- ritun hjá íslensku sendiráði í ólögmætum til- gangi og auka þannig verulega þrýsting á ís- lensk sendiráð,“ segir hann. „Þeir sem gefa út vegabréfsáritun þurfa sér- staka þjálfun, meðal annars í að þekkja fölsuð skilríki. Sendiráðsfólk er oft flutt á milli staða og þetta var því talið verða erfitt í framkvæmd og áhættusamt. Auk þess eru takmarkanir á því að hve miklu leyti heimilt er að fela svokölluðu staðarráðnu fólki að gefa út þessar vegabréfs- áritanir en það er sennilega þetta fólk sem sinn- ir þessu mest í dag,“ segir Þorsteinn. Hægt verður að sækja um áritun til Íslands á 130 stöðum Eftir að Ísland verður aðili að Schengen verð- Miklar breytingar verða á vega- bréfsáritunum við þátttöku Ís- lands í Schengen-samstarfinu. Vegabréfsáritanir til aðild- arlanda Schengen munu fram- vegis ekki gilda eingöngu í hverju einstöku ríki heldur til farar inni á öllu Schengen- svæðinu. Ísland þarf að segja upp samningum við 18 ríki um áritunarfrelsi og gera samninga við 12 ríki um afnám vega- bréfsáritunar. Danir taka að sér áritanir fyrir Ísland á 70 stöðum Högni S. Kristjánsson Þorsteinn A. Jónsson Tekin verður upp samræmd vegabréfaáritun sem gildir til allra Schengen-landanna Dagbladet Þegar klukkan slær tólf á miðnætti 25. mars verða Norðurlöndin aðilar að Schengen-samstarfinu. Biðraðir vegna vegabréfaskoðunar, eins og hér má sjá á Gardermoen-flugvelli við Ósló, munu þá heyra sögunni til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.