Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 37 veig, Rúna, Guðjón, Hjalti, Gunn- hildur og fjölskyldur: Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður að veita ykkur og öðrum ástvinum Guðmundar styrk og hugg- un í sorg ykkar. Unnur Ingibjörg Jónsdóttir. Nú hefur vinur minn Guðmundur Guðjónsson lokið þessari jarðvist og er mér einkar ljúft að heiðra minn- ingu þessa mikla sómamanns. Sem ungur hjúkrunarfræðingur kynntist ég Guðmundi og störfuðum við saman í hartnær tuttugu ár á skurðstofum Landspítalans og bar aldrei skugga á það samstarf. Guðmundur var góður skurðlækn- ir. Hann var einnig góður smiður og bílaviðgerðarmaður. Hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur leystist farsællega. Við sögðum stundum við hann stelpurnar á skurðstofunum að hann hefði hendur úr skíra gulli. Oft fengum við samstarfsfólkið að njóta góðs af hæfni Guðmundar. Þau voru ófá skiptin sem hann gaf okkur góð ráð og hjálpaði, hvort sem málið varðaði lækningar, bílavandræði eða húsaviðgerðir. Guðmundur bjó yfir miklum and- legum þroska. Hann var friðelskandi maður og nálgaðist allt fólk sem jafn- ingja. Ekki sóttist hann eftir vegtyll- um í lífinu og leit á allt slíkt sem tómt hjóm. Aldrei heyrði ég Guðmund leggja illt orð til nokkurns manns og var góðvildin hans aðalsmerki. Fyrir Guðmundi skipti það höfuðmáli að vera fyrsta flokks maður. Á vinnustað þar sem skiptast á skin og skúrir þá veltur mikið á að starfsfólkið haldi góða skapinu. Þar lét Guðmundur sitt ekki eftir liggja enda var hann glaðlyndur að eðlisfari og ákaflega stríðinn og notaði hvert tækifæri sem gafst til að stríða okkur hjúkrunarfræðingunum. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar honum tókst að hleypa öllu í háa loft út af framhaldsþætti í sjónvarpinu. Þáttur þessi fjallaði um unga konu sem lenti í erfiðri aðstöðu og þá yfirgaf eig- inmaðurinn hana. Við hjúkrunar- fræðingarnir sem þá vorum ungar konur, þurftum að sjálfsögðu að hafa mikið álit á þessu og þar sem við sát- um og úthúðuðum eiginmanninum, þá gekk Guðmundur inn. Hann sá strax að nú bar vel í veiði og hóf að tjá álit sitt á málefninu, sem allt gekk eiginmanninum í hag. Hon- um tókst samstundis ætlunarverk sitt og með glottið á andlitinu sat hann undir svívirðingum þess efnis að hann væri karlremba og skildi á engan hátt sameiginlegan reynslu- heim kvenna. Ekki verður sagt um Guðmund að hann hafi verið kaupóður maður. Þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrir neðan skilning okkar hjúkrun- arfræðinganna, þá var það ein versl- un sem freistaði hans öðrum fremur og það var Ellingsen á Grandanum. Ellingsen reddar öllu. Þær voru ófá- ar tangirnar sem Guðmundur keypti í þeirri búð og bar uppá spítala ef svo færi að þeir bæklunarlæknar lentu í vandræðum við að naglhreinsa ein- hvern sjúkling.Við stelpurnar skemmtum okkur vel yfir Ellingsen dýrkuninni og sögðum stundum við Guðmund þegar hann mætti á skurð- stofu: Góðan dag, doktor Ellingsen. Hvað er hægt að gera fyrir yður doktor Ellingsen? og var honum þá skemmt. Nú þegar klukkan glymur þessum góða dreng þá vottar starfsfólk bæklunarskurðstofu Landspítalans Gunnu og börnunum sjö innilega samúð. Virðing fyrir lífshlaupi Guð- mundar Guðjónssonar mun lifa í huga okkar. Auður Guðjónsdóttir. Sem læknanemi á Landspítala fyr- ir nokkrum áratugum heyrði ég fyrst af Guðmundi J. Guðjónssyni sem þá þegar hafði getið sér gott orð, eink- um fyrir smiðsauga sitt og handverk sem bæklunarlæknir. Af orðspori sínu, hæfileikum og ljúfmennsku óx hann og varð fljótlega einn eftirsótt- asti bæklunarlæknir landsins, eink- um vegna aðgerða á mjaðmaliðum sem hann gerði í hundraðatali. Guð- mundi kynntist ég hins vegar ekki fyrr en löngu síðar er við störfuðum báðir á Reykjalundi þar sem hann sinnti ráðgjöf sem bæklunarlæknir. Mér er minnisstæð þolinmæði og ró- semi Guðmundar frá þessum árum og vinsældir hans má marka af því að ævinlega var biðstofa hans full af ungum sem öldnum. Öllum gaf hann sinn tíma og sín ráð, jafnt okkur læknunum sem á Reykjalundi störf- uðum sem og mæðrunum sem til hans leituðu áhyggjufullar vegna barna sinna sem sum hver voru með snúna fætur eða bækluð hné. Að lokum lágu leiðir okkar Guð- mundar saman á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað þar sem við tókum til starfa um líkt leyti full- saddir á rútínunni í Reykjavík. Á FSN einkenndi Guðmund sama yfirvegunin og rósemin sem fyrr. Hann var farsæll skurðlæknir, flan- aði ekki að neinu og brást ekki þegar á reyndi. Guðmundur var smiður góður og áhugasamur um hvers kyns tól og tæki. Hann hreifst því mjög af þeim búnaði og tækni til bæklunaraðgerða sem hann kynntist í námsferð til San Francisco fáeinum dögum fyrir and- lát sitt. Hafði hann því að orði við okkur félaga sína eftir heimkomu að í næsta lífi þyrfti hann aftur að verða bæklunarlæknir til að geta reynt öll tækniundrin en gat þess jafnframt að engar nýjungar kæmust þó í hálf- kvist við mannshöndina og hugann sem henni stjórnar. Þannig var Guð- mundur forvitinn og tæknilega sinn- aður en um leið raunsær og jarð- bundinn. Þreytu var farið að gæta hjá Guð- mundi undir lokin vegna mikils vinnuálags og hann hlakkaði til að láta af störfum um næstu áramót til að sinna fjölskyldu sinni og áhuga- málum. Guðmundur átti óvenjumiklu barnaláni að fagna og ekkert var honum kærara en fjölskyldan. Ég minnist þess sérstaklega hve stoltur hann var af öllum sínum börnum og aldrei gleymdi hann að segja okkur vinnufélögunum frá námsárangri dætranna fimm sem voru augastein- ar föður síns. Við Anna þökkum Guðmundi vin- áttu og samfylgd um leið og við vott- um fjölskyldu og vinum dýpstu sam- úð okkar. Björn Magnússon. Sá sem sinnir læknisstarfi verður að vera við því búinn þegar kall kem- ur að kasta frá sér hverju því sem hann er að sinna eða að hverfa fyr- irvaralaust úr faðmi fjölskyldu sinn- ar. Þessi krefjandi köll geta bitnað á öðrum sjúklingum, á samstarfsfólki og þó einkum á fjölskyldu læknisins og föðurhlutverki. Það kall sem er stærst og afdrifaríkast hverjum manni fékk Guðmundur J. Guðjóns- son læknir þegar hann var að koma aftur til starfa í Neskaupstað hinn 12. mars síðastliðinn eftir stutt frí. Úr þessu kalli átti hann ekki aftur- kvæmt og eftir stöndum við harmi slegin, fjölskylda, vinir, samstarfs- fólk og íbúar Austurlands. Þeir sem unnu með Guðmundi sakna hans sem hins góða og trausta fagmanns sem kunni sitt starf, virti sín takmörk og sína ábyrgð. Hann reyndist einstaklega traustur og hjálpsamur hverjum þeim sem til hans leitaði. Guðmundur var af þeirri kynslóð skurðlækna sem fengu breiða og fjölþætta þjálfun í námi sínu og starfi og hann lagði sig eftir því að auka enn fjölhæfni sína þegar hann réðst til starfa við Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað árið 1996. Áður hafði hann í nokkur skipti kom- ið til afleysinga í skemmri tíma. Fas hans var hægt og lítillátt. Hann tal- aði ekki af sér en nálægð hans var góð og bar með sér öryggiskennd hins reynda manns. Það var stutt í bros og kímni og hann lagði hverju máli og hverjum manni gott til. Þannig minnumst við Guðmundar og því er harmur okkar stór og sökn- uður sár en er þó hjóm eitt hjá því sem fjölskylda hans þarf að bera. Íbúar Austurlands og samstarfs- fólk þakka Guðmundi lækni það að hann skyldi koma til okkar og leyfa okkur að njóta þekkingar sinnar, reynslu og mannkosta síðustu ár æv- innar og við geymum í huga okkar minningu um góðan mann og sú minning mun hjálpa okkur að yfir- stíga harm okkar og söknuð. Fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Austurlands vil ég þakka Guðmundi J. Guðjónssyni fyrir mikilsvert fram- lag hans til heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og votta Guðrúnu og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Stefán Þórarinsson. Guðmundur Guðjónsson var vand- aður öðlingsmaður og höfðingi heim að sækja. Við fráfall hans setti hljóða vini og vandamenn þeirra Guðrúnar og fjöl- skyldu hér vestan hafs, sem ekki eiga heimangengt til að fylgja honum síð- asta spölinn. Hugur okkar er með þeim. Gunnar Tómasson. Nú ert þú farinn frá okkur á einni svip- stundu, varst hér í gær, farinn í dag. Sím- inn hringdi og brosið á vörum okkar breyttist í sorgarskeifu. Við kynntumst þér fyrst þegar við fórum saman í útilegu í Hallorms- stað í fyrrasumar. Áður varstu bara maðurinn hennar Ellu skólasystur. Í Hallormsstað söngst þú útilegu- söngva til að koma þínum börnum í ró á meðan ég raulaði vögguvísur fyrir mitt barn, það fannst okkur skondið. Þetta var yndisleg ferð í sól og blíðu og með ölið á vömbinni! Við höfum brallað mikið saman að und- anförnu og átt góðar stundir saman. Brosið, brandararnir og hláturinn voru aldrei langt undan og uppátæki ykkar Skarphéðins voru stundum alveg ótrúleg: Eyrnanartið, dans- sporin ykkar og svo laumuðust þið, ásamt Magga, alltaf í burtu til að reykja í einhverjum skúmaskotum á KRISTJÁN GUNNAR MAGNÚSSON ✝ Kristján GunnarMagnússon fæddist á Akureyri hinn 14. apríl 1972. Hann lést af slysför- um 6. mars síðastlið- inn. Útför hans var gerð frá Glerár- kirkju 13. mars. meðan við kellingarnar fórum saman á klósett- ið. Og um síðustu helgi varstu búinn að tala Skarphéðin inn á að fara með þér á hest- bak, hann sem er svo mikill anti-hestamað- ur… það hefði verið af- rek út af fyrir sig og sjón að sjá. En sú ferð bíður betri tíma og verður farin á öðrum stað. Við tókum alltaf nokkur dansspor sam- an á meðan Skarphéð- inn og Ella sátu og röbbuðu og dáðust að okkur. En í eitt skiptið var það öfugt: Við sátum og hlógum að þeim þegar þau reyndu að dansa. Og þvílík sjón. Og þau sem dansa aldrei en í þetta sinn ætluðu þau aldeilis að slá okkur út. En þau komast aldrei með tærnar þar sem við vorum með hælana, greyin… en þau reyndu. Elsku Ella, engin orð fá lýst þess- um mikla missi, stórt gat hefur myndast í vinahópinn en minningin mun lifa. Megi Guð veita þér og börnum ykkar styrk í sorginni. Takk fyrir stutt en frábær kynni. Fjölskyldan hafði eignast góðan vin og þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar. Skarphéðinn og Heiðrún.                                                         !!"     !"" !    # $ $%    !"" %    #   &!  !""   '  #      (                       !"                  #$   #$  %  & '  $   ( ) * $  +  #$ % #$  % ) *  +  , -                                                         ! # $ %   &'( !)&&% $ % $ %   * + % *+%,+%  $ %  -( $ !)&&% . % ./% * . % . % ./%                                             ! "  # $% & '!&(      "  ) *+  ' '  , -*! .(  *+  +  ,! + *+  /,& (  *+  +  (  ,  # 0  +*+  1,* (  *+   0 '  *, -  /(  *+  /  ( , 0  *+  *+ ( +, 2# 0  0' *+  )  ( 3+  , ,    ** (                                                      !        "#$   !                          !"        !"   #     $    $ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.