Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ kvikmyndagerð og leiklist spennandi nám í Kvikmyndaskóli Íslands býður nú, einn skóla á Íslandi, upp á raunhæft alhliða og sértækt nám í kvikmyndagerð og tengdum greinum sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar. Öflugur tækjakostur og hæfir kennarar og leiðbeinendur gera nemendum skólans kleift að mynda traustan grunn kunnáttu og færni sem opnar þeim dyrnar að tækifærum í ört vaxandi heimi myndmiðla og margmiðlunar. Kvikmyndaskóli Íslands leggur ríka áherslu á að kenna nemendum ekki eingöngu á nýjustu tækni heldur einnig að tileinka sér hugmyndafræði og lögmál hinna ýmsu myndmiðla. Einungis þannig nýtist tæknin sem tæki til að gera hugmyndir að veruleika. Kvikmyndagerð Sjónvarpsþættir, heimildarmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, margmiðlun, tilraunamyndir. Kvikmyndataka, klipping, hljóðvinnsla. Námið er 80% verklegt. Örfá sæti laus í 4 mánaða grunnnám sem hefst 19. mars. Leiklist Leiklist 1. Undirstöðuatriði í leiklist. Raddbeiting, framsögn, líkamstjáning, spuni. Unnin atriði tekin upp á myndband. 24 tímar. Leiðbeinandi: María Ellingsen, leikkona. Enn getum við bætt við nokkrum nemendum í neðantalin námskeið á vorönn: Skráning og nánari upplýsingar í síma 588 2720 Kvikmyndaskóli Íslands Skúlagötu 51, 101 Reykjavík kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is NÝVERIÐ kom út blaðið Maskína, sem er hugarsmíð Árna Ólafs Helga- sonar. Blaðið er tileinkað því námi og möguleikum sem bjóðast við Iðnskól- ann í Reykjavík, eða eins og Árni segir sjálfur: „Blaðið kemur við á öll- um flötum Iðnskólans, bæði hvað varðar lífið úti á vinnumarkaðinum að námi loknu, sem og það sem lýtur að skólanum og náminu sjálfu. Til- gangurinn með þessu blaði er síðan að kynna starf skólans og iðnaðinn fyrir grunnskólanemendum sem eru að fara að velja sér námsleið í fram- haldsskóla.“ Blaðið er óvenjuveglegt, eða heilar 84 síður, og inniheldur greinargóðar umfjallanir um námsgreinar sem í boði eru við Iðnskólann og sömuleið- is félagslífið í skólanum. „Ég tek við- töl við nemendur í hverri deild en svo skrifa menntafélög eða fræðslumið- stöðvar um hvert fag fyrir sig. Til dæmis skrifar Rafiðnaðarsambandið um rafiðnaðarfög og tölvufyrirtæki um tölvufræðideildina.“ Varð til í verkfallinu Árni, sem sjálfur er á tæknibraut, vill með þessu bæta skort á kynningu á verknámi fyrir grunnskólanemend- um: „Þegar ég var sjálfur í 10. bekk var ekkert blað á við þetta, þar sem hægt var að fletta í og lesa sér til um hvað væri í boði, bæði varðandi iðn- nám sem og annað nám. Sömuleiðis þekki ég í gegnum Iðnskólann margt það færasta fólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og mér fannst Iðn- skólinn þurfa á meiri og dýpri um- fjöllun að halda.“ Blaðið varð til, að segja má óvart, í kennaraverkfallinu sem reið yfir í byrjun nóvember: „Ég var of seinn að sækja um vinnu í verkfallinu og var með þessa flugu í hausnum og ákvað að láta verða af þessu. Ég fékk síðan vel útilátið verkfall til að vinna blaðið og er óneitanlega ánægður með útkomuna, enda mikil vinna að baki, og ómetanleg reynsla sem situr eftir,“ segir Árni. „Ég vann þó ekki blaðið hjálparlaust og munaði þar mest um Unu Stígsdóttur útlitshönn- uð sem var ómetanleg hjálp. Einnig var Baldur Gíslason, hinn nýi skóla- meistari Iðnskólans sem, alveg eins og ég, hafði ekkert að gera í verkfall- inu, allur af vilja gerður að hjálpa.“ Holdgervingur iðnnáms Hugmyndina bakvið nafn blaðsins segir Árni felast í eðli iðnnámsins: „Orðið „maskína“ er táknrænt fyrir iðnnám. Þetta er gamalt og grípandi orð sem er nokkuð flott og ef skoðuð er hver deild Iðnskólans fyrir sig sést að alls staðar eru notaðar mask- ínur.“ Maskína er prentað í 6.000 eintök- um og ætti, að sögn Árna, að hafa borist öllum 10. bekkingum á Suður- landi, Reykjanesi og höfuðborgar- svæðinu, námsfúsum til glöggvunar á því umfangsmikla og skemmtilega starfi og námi sem á sér stað innan veggja Iðnskólans í Reykjavík. Maskína Iðnskólans Morgunblaðið/Þorkell Árni Ólafur Helgason ritstjóri, og Una Stígsdóttir útlitshönnuð- ur Maskínu 2001. Út er komið blaðið Maskína um Iðnskólann í Reykjavík Forsíða fyrsta tölublaðs Iðnskólablaðsins Maskínu. Taska aðeins 1.800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.