Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 21 Síðustu forvöð að komast á skíði... Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is KOMDU Á SKÍÐI UM PÁSKANA SVISS Sex daga ferð 11. til 16. apríl Tíu daga ferð 7. til 16. apríl Aðrar ferðir á næstunni: Til Prag 17/4 (7 dagar), 29/4 (8 dagar) og 6/5 (8 dagar) og 8 daga ferð í beinu flugi í ágúst. Noregsferð 18/6 til 28/6, Suður-Afríka 14/4 til 25/4 Höfðaborg/ Blómaleiðin. Vikuferðir til Berlínar í júní, 2/6 og 9/6. Crans-Montana er í 1500 metra hæð, umvafið skíðabrekkum í Rónardalnum. Brekkurnar eru við allra hæfi og aðbúnaður eins og best þekkist enda staðurinn þekktur keppnisstaður. Flogið með Flugleiðum til Frankfurt, ekið til Crans-Montana. Gist á þægi- legu og vel staðsettu ferðamannahóteli í 4 nætur. Heimferðin hefst síðla páskadags og ekið til Frakklands og gist þar eina nótt áður en flogið er heim frá Frankfurt, á annan í páskum. Verð: 56.585- á mann, ÖRFÁ SÆTI LAUS Innifalið: Flug, flugvallaskattar, akstur milli Frankfurt og Crans-Montana, gisting í 5 nætur í 2ja manna herbergi, morgunverður, íslensk fararstjórn. UPPSELD LISTAKONAN Ingunn Eydal er vafalítið kunnust fyrir athafnasemi sína á sviði grafíklistar, en hún hefur einnig gripið í pentskúfinn. Verið afar virk á sýningarvettvangi, tekið þátt í hvorki meira né minna en um 140 sýningum um víða veröld, svo sem á öllum Norðurlöndum, Þýskalandi, Póllandi, Úkraínu, Indlandi, Frakk- landi, Írlandi, Spáni, Ítalíu, Júgóslav- íu, Malasíu, Kína og Bandaríkjunum. Þá hefur hún haldið 14 einkasýning- ar, þar af 8 erlendis, bæði á málverk- um og grafík. Skiljanlega hafa henni hlotnast ýmsar viðurkenningar og verk hennar eru í eigu safna og op- inberra aðila, jafnt heima sem í út- landinu. Af þessari upptalningu að marka er hér enginn aukvisi á ferð, en hins vegar hefur Ingunn ríka þörf fyrir að stokka spilin og þreifa fyrir sér í nýjum tæknibrögðum og þá einkum innan grafíklistarinnar. Þetta er nú engin sérviska heldur alþekkt húsráð meðal myndlistarmanna til að hræra í heilakirnunni og fiska eftir nýjum og ferskum hugmyndum. Til að mynda mála allir málarar sig ein- hvern tímann út í horn og verða að leita á ný mið til að endurnýja sig, jafnvel þeir stærstu og frjóustu, og má hér helstan nefna sjálfan Picasso. Þetta er eina fullgilda skýringin á því að Ingunn hefur söðlað um yfir í glerlist og kemur vafalaust mörgum meira en lítið á óvart, og enn frekar að þetta skuli að stórum hluta til vera hlutir notagildis og í það heila giska almenns eðlis. Öllu algengara er að metnaðarfullt listiðnaðarfólk svissi yfir í frjálsa mótun hluta og hafni öllu notagildi. En í listum getur allt gerst og strangt til tekið eru listamenn alla ævi á byrjunarreit í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur og það er nú einmitt tundrið sem losar um sköp- unarkraftinn og kemur blóðinu á hreyfingu. Þótt listakonan hafi byrj- að að vinna í glerlistinni 1996 og hafi aðallega sinnt henni síðan mun þetta vera fyrsta einkasýning hennar á vettvanginum svo hún hefur gefið sér rúman tíma til þreifinga í faginu. Og þótt það kunni í fyrstu að vera erfitt að fylgja listakonunni fyrir þá sök hve ósamstætt þetta er í heildina fékk ég það strax á tilfinninguna að hér sé hún næst því að finna sinn rétta tón. Það staðfestir skál líkt og nr. 9, sem optískar bylgjuformanir og línuheildir prýða, hraunaformanir í skálum nr. 10 og 12, formrænn ein- faldleiki og rökrétt skreyti í skálum nr. 13, 14, 15 og 26. Að minni hyggju hefði skilvirknin á vit skoðandans orðið ólíkt meiri ef áhersla hefði verið lögð á slík verk einvörðungu en minni á margvíslegar tilraunir til ólíkra átta. En allt er fyrst og nú er að sjá hvað setur... MYNDLIST S ý n i n g a r s a l u r i n n M a n Opið virka daga á verslunartíma. Sunnudaga frá 14–18. Til 18. mars. Aðgangur ókeypis. GLERLIST – INGUNN EYDAL UNNIÐ Í GLER Morgunblaðið/Jim Smart Ingunn Eydal glerlistarmaður með nokkur af verkum sínum. Bragi Ásgeirsson ÞÁ MUN enginn skuggi vera til er einleikur um sifjaspell sem sýndur verður í Kaffileikhúsinu á mánu- dags- og fimmtudagskvöld kl. 21. Leikritið er eftir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur. Um leikinn sér Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, leikstjóri: Hlín Agnars- dóttir. Persóna verksins er kona sem stödd er í kirkju og stendur frammi fyrir sársaukafullu tilfinningalegu uppgjöri við þann aðila sem beitti hana kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einleikurinn var frumsýndur á Nordisk forum 1994 og hefur verið sýndur víða um land, auk þess sem hann hefur verið leikin á norrænum ráðstefnum bæði hér á landi og í Noregi. Morgunblaðið/Sverrir Kolbrún Erna Pétursdóttir í einleiknum Þá mun enginn skuggi vera til. Einleikur um sifjaspell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.