Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 21
Síðustu forvöð að komast á skíði...
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is
KOMDU Á SKÍÐI UM PÁSKANA
SVISS
Sex daga ferð 11. til 16. apríl
Tíu daga ferð 7. til 16. apríl
Aðrar ferðir á næstunni: Til Prag 17/4 (7 dagar), 29/4 (8 dagar) og 6/5 (8 dagar)
og 8 daga ferð í beinu flugi í ágúst. Noregsferð 18/6 til 28/6, Suður-Afríka 14/4
til 25/4 Höfðaborg/ Blómaleiðin. Vikuferðir til Berlínar í júní, 2/6 og 9/6.
Crans-Montana er í 1500 metra hæð, umvafið skíðabrekkum í
Rónardalnum. Brekkurnar eru við allra hæfi og aðbúnaður eins og best
þekkist enda staðurinn þekktur keppnisstaður.
Flogið með Flugleiðum til Frankfurt, ekið til Crans-Montana. Gist á þægi-
legu og vel staðsettu ferðamannahóteli í 4 nætur. Heimferðin hefst
síðla páskadags og ekið til Frakklands og gist þar eina nótt áður en
flogið er heim frá Frankfurt, á annan í páskum.
Verð: 56.585- á mann, ÖRFÁ SÆTI LAUS
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, akstur milli Frankfurt og Crans-Montana, gisting í 5
nætur í 2ja manna herbergi, morgunverður, íslensk fararstjórn.
UPPSELD
LISTAKONAN Ingunn Eydal er
vafalítið kunnust fyrir athafnasemi
sína á sviði grafíklistar, en hún hefur
einnig gripið í pentskúfinn. Verið afar
virk á sýningarvettvangi, tekið þátt í
hvorki meira né minna en um 140
sýningum um víða veröld, svo sem á
öllum Norðurlöndum, Þýskalandi,
Póllandi, Úkraínu, Indlandi, Frakk-
landi, Írlandi, Spáni, Ítalíu, Júgóslav-
íu, Malasíu, Kína og Bandaríkjunum.
Þá hefur hún haldið 14 einkasýning-
ar, þar af 8 erlendis, bæði á málverk-
um og grafík. Skiljanlega hafa henni
hlotnast ýmsar viðurkenningar og
verk hennar eru í eigu safna og op-
inberra aðila, jafnt heima sem í út-
landinu. Af þessari upptalningu að
marka er hér enginn aukvisi á ferð,
en hins vegar hefur Ingunn ríka þörf
fyrir að stokka spilin og þreifa fyrir
sér í nýjum tæknibrögðum og þá
einkum innan grafíklistarinnar. Þetta
er nú engin sérviska heldur alþekkt
húsráð meðal myndlistarmanna til að
hræra í heilakirnunni og fiska eftir
nýjum og ferskum hugmyndum. Til
að mynda mála allir málarar sig ein-
hvern tímann út í horn og verða að
leita á ný mið til að endurnýja sig,
jafnvel þeir stærstu og frjóustu, og
má hér helstan nefna sjálfan Picasso.
Þetta er eina fullgilda skýringin á
því að Ingunn hefur söðlað um yfir í
glerlist og kemur vafalaust mörgum
meira en lítið á óvart, og enn frekar
að þetta skuli að stórum hluta til vera
hlutir notagildis og í það heila giska
almenns eðlis. Öllu algengara er að
metnaðarfullt listiðnaðarfólk svissi
yfir í frjálsa mótun hluta og hafni öllu
notagildi. En í listum getur allt gerst
og strangt til tekið eru listamenn alla
ævi á byrjunarreit í öllu því sem þeir
taka sér fyrir hendur og það er nú
einmitt tundrið sem losar um sköp-
unarkraftinn og kemur blóðinu á
hreyfingu. Þótt listakonan hafi byrj-
að að vinna í glerlistinni 1996 og hafi
aðallega sinnt henni síðan mun þetta
vera fyrsta einkasýning hennar á
vettvanginum svo hún hefur gefið sér
rúman tíma til þreifinga í faginu. Og
þótt það kunni í fyrstu að vera erfitt
að fylgja listakonunni fyrir þá sök
hve ósamstætt þetta er í heildina
fékk ég það strax á tilfinninguna að
hér sé hún næst því að finna sinn
rétta tón. Það staðfestir skál líkt og
nr. 9, sem optískar bylgjuformanir og
línuheildir prýða, hraunaformanir í
skálum nr. 10 og 12, formrænn ein-
faldleiki og rökrétt skreyti í skálum
nr. 13, 14, 15 og 26. Að minni hyggju
hefði skilvirknin á vit skoðandans
orðið ólíkt meiri ef áhersla hefði verið
lögð á slík verk einvörðungu en minni
á margvíslegar tilraunir til ólíkra
átta.
En allt er fyrst og nú er að sjá hvað
setur...
MYNDLIST
S ý n i n g a r s a l u r i n n M a n
Opið virka daga á verslunartíma.
Sunnudaga frá 14–18. Til 18. mars.
Aðgangur ókeypis.
GLERLIST –
INGUNN EYDAL
UNNIÐ Í GLER
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingunn Eydal glerlistarmaður
með nokkur af verkum sínum.
Bragi Ásgeirsson
ÞÁ MUN enginn skuggi vera til er
einleikur um sifjaspell sem sýndur
verður í Kaffileikhúsinu á mánu-
dags- og fimmtudagskvöld kl. 21.
Leikritið er eftir Björgu Gísladóttur
og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur.
Um leikinn sér Kolbrún Erna Pét-
ursdóttir, leikstjóri: Hlín Agnars-
dóttir.
Persóna verksins er kona sem
stödd er í kirkju og stendur frammi
fyrir sársaukafullu tilfinningalegu
uppgjöri við þann aðila sem beitti
hana kynferðislegu ofbeldi í æsku.
Einleikurinn var frumsýndur á
Nordisk forum 1994 og hefur verið
sýndur víða um land, auk þess sem
hann hefur verið leikin á norrænum
ráðstefnum bæði hér á landi og í
Noregi.
Morgunblaðið/Sverrir
Kolbrún Erna Pétursdóttir í einleiknum Þá mun enginn skuggi vera til.
Einleikur
um sifjaspell