Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri við Nýbýlaveg, Kópavogi ✝ Magnús Proppéfæddist 20. októ- ber 1923 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann lést á heimili sínu 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Tómasdóttir Proppé og Anton Vil- helm Proppé, at- vinnurekandi á Þing- eyri. Systkini hans voru Edward, Gunn- ar, Hanna Fanney og Camilla Elín. Eftirlif- andi er Valgerður. Hinn 17. júní 1949 kvæntist Magnús Þóreyju Hrefnu Ólafsdóttur, f. 17. október 1925. Foreldrar hennar voru Elínborg Sveinsdóttir símstöðvarstjóri og Ólafur Jónsson húsasmiður. Magnús og Þórey eignuðust tvö börn: 1) Elínborg, f. 9.1. 1954, maki Vilhjálmur Óskarsson og þeirra börn eru Þórey og Gunnar Þór. 2) Ingólfur, f. 3.10. 1956, maki Anna Jóhanna Sigurjóns- dóttir og þeirra börn eru Eyrún Ósk, Sig- rún Ólöf, Magnús Þór og Sigurjón Em- il. Magnús átti eitt barnabarnabarn, Vilhjálm Kaldal Sig- urðsson. Magnús lærði vél- virkjun í vélsmiðju Guðmundar J. Sig- urðssonar á Þing- eyri. Árið 1950 út- skrifaðist hann sem vélstjóri frá Vél- skóla Íslands. Að náminu loknu hóf hann störf sem vélstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands og starfaði þar í fimm ár. Hann starfaði síðan við fag sitt þar til hann hóf eigin at- vinnurekstur 1973. Þá stofnaði hann Stálsmiðju Magnúsar Proppé ásamt Ingólfi syni sínum. Útför Magnúsar fer fram frá Digraneskirkju á morgun, mánu- daginn 19. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég kveð þig með kærri þökk fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, Anna. Það var notaleg kvöldstund sem fjölskyldan átti saman kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim. Þú lékst á als oddi yfir uppátækjum barna- barnabarns þíns sem sá um skemmti- atriðin ásamt Gógó langömmu sinni, fótbolti ofl. atriði voru á boðstólum. Eftir langvarandi veikindi sýndist okkur þú vera að hressast og hvarfl- aði ekki að okkur að þetta væri kveðjustund. Það var verið að ræða Þingeyrarferð næsta sumar þar sem þú ætlaðir að bjóða okkur að dvelja með ykkur Gógó og kanna fornar uppeldisslóðir ykkar beggja. Það var gaman að aðstoða þig þeg- ar þú varst að setja upp fyrirtækið Stálsmíði Magnúsar Proppé, það var góð reynsla fyrir óreyndan mann að vinna með svo góðum fagmanni eins og þú varst, það var ekkert fram- kvæmt án góðs undirbúnings, hvort sem það var verk í fyrirtækinu eða undirbúningur fyrir ferðalag og veiði. Það var margt framleitt í skúrnum í Skipasundinu áður en fyrirtækið var sett upp. Blómasúlur sem voru mjög vinsælar og fengu færri en vildu, kertastjakar, munir úr hraungrjóti og járni, barnaleikföng og margt annað. Þegar Ingólfur fékk bílpróf og bíla- dellu sem hann fékk reyndar á undan bílprófinu varð skúrinn að miðstöð fyrir viðgerðir og samkomuhald Ing- ólfs og félaga sem urðu góðir vinir þínir þó stundum hvessti hjá þér, ef ekki var farið eftir settum umgengn- isreglum. Skipasund 55 var byggt úr viði sem fenginn var úr húsum foreldra þinna á Þingeyri. Garðurinn við það hús var stór og lögðuð þið mikla vinnu og rækt við hann. Boggu dóttir þinni fannst einmanalegt hjá ykkur orðið í Skipasundinu og hvatti ykkur til að flytja í „ellimannablokk“ eins og þú sagðir og varst tregur til, en hún hafði lag á þér og þið fluttuð í Gullsmárann. Þegar ákvörðunin var tekinn um að flytja í Gullsmárann, var það tekið föstum tökum eins og allt sem þú ákvaðst að gera, og þú varðst ekki fyrir vonbrigðum, þar eignuðust þið Gógó marga góða vini. Ferðalög til útlanda, sem höfðu legið niðri hjá ykkur síðan þú varst í siglingunum fyrr á síðustu öld, kom- ust aftur á dagskrá ásamt golfi þegar veður og heilsa leyfðu, spilakvöld, púttmót og samvera við gott fólk. Elsku tengdapabbi. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem. Vilhjálmur. Ekki hvarflaði það að mér á laug- ardagskvöldið þegar ég kvaddi afa að það yrði seinasta skiptið sem ég sæi hann. Við áttum saman skemmtilega kvöldstund, Villi litli lék á als oddi, söng nokkur lög fyrir ömmu og afa og sýndi vel valin fótboltabrögð eins og honum einum er lagið. Það rifjast upp svo margar skemmtilegar minningar þegar ég hugsa um afa. Ég fékk ekki nóg af því að heimsækja ömmu og afa þegar þau bjuggu í Skipasundinu. Mér fannst ekkert jafnast á við það í heiminum að fara með afa út í Rangá á föstudags- eða laugardagskvöldum, kaupa hell- ing af sælgæti og fara heim og horfa á vestra í svart/hvíta sjónvarpinu þeirra. Mér fannst líka alltaf jafn fyndið þegar afi eða amma sögðu „bingó“ þegar fólk kysstist í mynd- inni. Ég leit alltaf mjög mikið upp til afa, hann var ráðagóður og ákveðinn. Hann lá ekkert á skoðunum sínum en hafði líka húmor fyrir sjálfum sér og því sem gerðist í kringum hann. Hon- um tókst að láta mig trúa því þangað til fyrir nokkrum árum að ég hefði veitt 12 punda lax þegar ég var sex ára. Mér fannst þetta stórkostlegt af- rek en uppgötvaði síðar að ég hafði einungis haldið á stönginni þegar flikkið beit á, afi sá auðvitað um af- ganginn. Hann hengdi meira að segja laxinn upp með reipi á Land Roverinn sinn og lét mig svo þykjast halda á laxinum. Þetta kom vel út á mynd og allir trúðu þessu, meira að segja ég. Það verður seint fyllt í það skarð sem hann skilur eftir, ég mun þó allt- af eiga minningarnar um þær stundir sem við áttum saman. Ég er ánægð að Villi litli fékk að kynnast langafa sínum þótt ég hefði óskað að þau kynni hefðu varað lengur. Þórey Vilhjálmsdóttir. Elsku afi. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þú varst svo góður. Þú studdir okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var skólinn, fótboltinn, píanóið eða söngurinn. Þú varst svo glaður og ánægður og varst alltaf tilbúinn til þess að hlæja og grí- nast með okkur. Þegar við komum í heimsókn til ykkar ömmu fengum við alltaf nammi eða pening í poka. Það gat enginn far- ið tómhentur heim frá ömmu og afa. Þú varst oft með myndavélina tilbúna því þú hafðir svo gaman af því að taka myndir af okkur. Þú varst alveg ótrúlega hugmynda- ríkur og bjóst til svo mikið af hlutum sem komu að góðum notum. Þú bjóst til dæmis til hjól til að styrkja mag- ann langt á undan sjónvarpsmarkað- inum. Þú vildir hafa allt í röð og reglu og á sínum stað. Þú hengdir verkfær- in úti í vinnu upp á nagla og teiknaðir útlínurnar af þeim á vegginn svo að alltaf væri hægt að ganga að þeim vís- um. Svona varst þú, elsku afi, vel skipulagður í öllum þínum verkum og vildir okkur alltaf það besta. Það er erfitt að kveðja en eins og nafni þinn sagði, þá hittumst við aftur hjá Guði. Minningin um góðan afa lifir í hjörtum okkar. Þín Eyrún, Sigrún, Magnús og Sigurjón. MAGNÚS RAGNAR PROPPÉ                                                                            ! "# "  "" $  %"#  "     "  &'(  " ) "$  % "$ $" * #                                                           ! "###   $  % ! "##%         $   &      $ '           ( )        *  *  $$ )   +   ,  -     . $  '  /' *    /     0  1+*  2 !  3)4 2 ! *  !! +     5  + 2               ! " #  $    #%                                     !"       # $ % $  &' $   (()  # #** $  + , *(-'# #!. ) !( ) &'   (-/ , ** )    + $ " Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.