Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Munntóbaksneysla og íþróttir Rannsóknir á munntóbaki aukast RANNSÓKNIR ááhrifum munntób-aks á heilsufar manna eru að sögn dr. Ás- geirs Helgasonar mjög skammt á veg komnar, en hann hélt nýlega erindi á vegum Íþróttasambands Íslands um þetta efni. „Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrif- um munntókbaks á krabbamein í munnholi og meltingarvegi benda til þess að munntóbaksneyt- endur séu í aukinni hættu á að fá krabbamein. Hins vegar byggjast þessar rannsóknir á mjög fáum einstaklingum og niður- stöður hafa ekki alltaf ver- ið tölfræðilega marktæk- ar. Þetta hefur leitt til þess að tóbaksiðnaðurinn og fleiri hafa valið að túlka niðurstöðurnar á þann hátt að munntókbak sé ekki krabbameinsvaldandi. Þetta end- urspeglar það vandamál sem er algengt innan faraldsfræðinnar, þ.e. hvernig menn velja að túlka niðurstöður. Það er viss tilhneig- ing að einblína á svokallaða töl- fræðilega marktækni en slíkt get- ur verið afar varasamt. Réttara er að skoða allar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar í samhengi og draga ályktanir út frá því hvort niðurstöðurnar séu samhljóma. Sé það gert er fleira sem bendir til þess að munntóbak valdi krabba- mein en ekki. Auk þess er margt sem bendir til þess að munntóbak auki hættuna á að menn deyi fyrir aldur fram úr hjartasjúkdómum.“ – Í fyrirlestri þínum hjá ÍSÍ ræddir þú um áhrif munntóbaks á getu íþróttamanna? „Þótt fáar rannsóknir séu til um þetta efni sérstaklega sýndi norsk rannsókn fram á að fólk í strangri þjálfun sé líklegra til að skaðast ef það notar munntóbak. Að þessu leyti reyndist munntóbak verri kostur en reykingar, þó að reyk- ingar séu að allra dómi mun lakari kostur hvað varðar sjúkdóma al- mennt.“ – Hvernig stendur á þessu? „Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að munntóbaksnotendur hafa tugguna uppi í sér stöðugt en eitt áhrifa af nikótínneyslu er að æð- arnar dragast saman og blóðflæð- ið til vöðvanna minnkar. Hjá reyk- ingamönnum gerist þetta líka en munurinn er sá að reykingamenn gera oftast hlé á milli sígarettanna sem gerir það að verkum að blóð- flæðið verður eðlilegt á milli, ef ekki er þá kominn varanlegur skaði í æðakerfið. Munntóbaks- neytendur eru hins vegar eins og áður segir með tugguna uppi í sér stöðugt sem veldur því að blóð- flæðið er stöðugt skert. Íþrótta- mennirnair eru oft með tóbak í munni á æfingum og í keppni sem er skýringin á því að þeir eru lík- legri til að skaða vöðv- ana en reykingamenn, að ekki sé talað um þá sem ekki nota tóbak.“ – Getur þetta haft áhrif á árangur manna, t. d. í íþróttum? „Þetta eykur líkurnar á að menn lendi í slæmum skaða sem gæti valdið því að þeir dyttu út sem „toppíþróttamenn“.Kerfis- bundnar rannsóknir á munntób- aki eru fyrst að fara af stað að ein- hverju marki núna og ekki búist við marktækum niðurstöðum, t.d. hvað varðar krabbamein, fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.“ – Er munntóbak af tvennu illu skárra en reykingar? „Það eru fáir sem efast um að svo sé. Þetta hefur m.a. leitt til þess að sumir hafa viljað lyfta upp munntóbakinu sem eins konar lausn á reykingavandamálinu. Þetta er þó afar vafasöm hug- myndafræði. Mun skynsamlegra er að halda fram nikótínlyfjum og dópamínlyfjum (zyban) sem eru hönnuð með það fyrir augum að losa fólk úr fjötrum nikótínfíkn- arinnar. Vandamálið er bara það að þessi lyf eru mun dýrari en munntóbakið. Það er því pólitísk ákvörðun hvort það eigi að greiða niður þessi lyf til þess að gera þau samkeppnishæf við munntóbakið sem staðgengil fyrir reykingar. Þetta er mikið rætt hér í Svíþjóð núna. Flestir sem vinna á sviði tóbaksvarna eru á þessari skoðun en að sjálfsögðu vill tóbaksiðnað- urinn halda fram munntóbakinu og hefur lagt fram mikla orku og peninga í að sannfæra stjórnvöld og jafnvel lækna og vísindamenn um gildi þess.“ – Er mikið rætt um reykingar og reykingavarnir núna í Svíþjóð? „Tóbaksvarnir eru stöðugt mjög ofarlega í umræðunni. Menn eru sammála um að tóbak er sá þáttur sem hefur mest áhrif á heilsufar almennings, það er því ekki einkennilegt þótt það sé mjög ofarlega á baugi. Það sem ég vinn við núna er svokölluð forvarna- faraldsfræði, sem gengur út á það að skilgreina vanda- málið, koma með lausn- ir og meta árangur. All- ir þessir þættir eru nauðsynlegir og styðja hver annan og þetta er eina leiðin til þess að al- menningur viti að því fé sem varið er til forvarna sé varið á réttan hátt. Forvarnafaraldsfræði hefur fengið þá stöðu í pólitísku sam- hengi að sjá til þess að almannafé sé beint í þá átt sem það nýtist best, svo sem með símaþjónustu við reykingamenn, sem ég hef þróað hér og nú er nýlega farið að beita á Íslandi.“ Ásgeir Helgason  Ásgeir Helgason fæddist á Húsavík 1957. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979 og út- skrifaðist frá Háskóla Íslands í sálfræði 1990. Hann tók próf í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1991 og doktorspróf frá Karolinsku-stofnuninni í Stokk- hólmi í læknavísindum 1997. Hann starfar við rannsóknir í Svíþjóð. Ásgeir á tvo syni, Huga og Muna. Skynsamlegt að nota lyf til að losa fólk við reykingar Það kann ekki góðri lukku að stýra að reyna að troða einhverju útlensku sulli í hana Búkollu okkar. FULLTRÚAR sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafa lagt til að skoðað verði að flytja íþróttahús ÍR syðst í Hljómskálagarðinn, nærri gatna- mótum Njarðargötu og Sóleyjar- götu. Lögðu þeir fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Tillögunni var á fundinum vísað til frekari umfjöllunar í borgarráði. Eins og kunnugt er stendur til að flytja ÍR-húsið frá Túngötu þar sem kaþólska biskupsdæmið hyggst hefja framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss á lóðinni. Í greinargerð með tillögu sjálf- stæðismanna segir m.a. að mjög margvísleg starfsemi geti átt sér stað í ÍR-húsinu sem unnið gæti með Hljómskálagarðinum og aukið nýt- ingu hans án þess að trufla nærliggj- andi byggð. Varðveita þarf sögufræga byggingu ,,Grunnurinn að þessari tillögu er að varðveita sögufræga byggingu og að auka fjölbreytileika og nýtingu Hljómskálagarðsins. Forsenda fyrir því að húsið nýtist vel á þessum stað er að gerð verði bílastæði á svæði sunnan við garðinn sem myndast við flutning Hringbrautar á nýtt veg- stæði,“ segir m.a. í greinargerðinni. Þar segir ennfremur að verði húsið fært í Hljómskálagarðinn sé ekki ástæða til að byggja undir það kjall- ara eins og gert hafi verið þegar það hafi verið flutt á núverandi stað. Seg- ir jafnframt að í Hljómskálagarðin- um væri rétt að minna á upprunalegt hlutverk hússins sem kirkja; endur- byggja á það turn og taka upp fyrra gluggaform. ,,Saga hússins sem íþróttahúss þarf þó að vera augljós.“ ÍR-húsið í Hljómskálagarðinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.