Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG harma þann þvergirðingshátt
sem forysta LÍÚ hefur sýnt gegn
eðlilegum kröfum sjómanna, um
viðmiðunarþætti fiskverðs. Eins og
ég sé deiluna um fiskverðið fyrir
mér snýst hún í raun um að skipta-
hlutur sjómanna komi úr öllu afla-
verðmætinu, í öllum tilvikum, en
ekki aðeins í sumum tilvikum, eins
og nú er. Til þeirrar breytingar
þarf atbeina stjórnvalda og eru
LÍF-félagar tvímælalaust tilbúnir
að stilla sér upp við hlið stéttar-
félaga sjómanna, til að knýja á um
slíka breytingu.
Að mínu mati snýst þetta verkfall
um hagsmunagæslu fyrir þröngan
hóp útgerðarmanna. Í þeirri hags-
munagæslu er fórnað hagsmunum
mikils fjölda annarra útgerðar-
manna, sem og þjóðarinnar allrar.
Ég lít á það sem grafalvarlegt mál,
þegar aðilar sem hafa fjöregg
heillar þjóðar í hendi sér haga sér
með jafn óábyrgum hætti og for-
ysta LÍÚ hefur hagað sér í samn-
ingamálum við sjómenn. Því
munstri verður að breyta fljótt.
Því miður náðu samtök okkar
ekki að vaxa nógu hratt til að hafa á
að skipa nægum fjölda félagsmanna
svo stéttarfélög sjómanna treystu
sér til gerðar samninga við okkur. Í
ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin
upp verður aftur leitað leiða til
gerðar kjarasamnings milli LÍF og
stéttarfélaga sjómanna. Von mín er
sú, að nú verði útgerðarmenn sem
eru utan aðildarfélaga LÍÚ tilbúnir
til að mynda nógu stóran samstöðu-
hóp, til að gera kjarasamning fyrir
bátaflotann. Hagsmunir þjóðarinn-
ar krefjast þess.
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
formaður LÍF.
Yfirlýsing frá
formanni LÍF
Frá Guðbirni Jónssyni:
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
YFIRLÝSINGAR hins ágætasta
fólks á æðstu stöðum um forundran
þess yfir neikvæðri afstöðu Ör-
yrkjabandalagsins til flutnings
málefna fatlaðra til sveitarfélaga
frá ríkinu knýja mig til að festa á
blað nokkur orð um málefni þessi.
Forundran þessi hefur nefnilega
verið skýrð með því að Öryrkja-
bandalag Íslands hafi átt fulltrúa í
nefnd þeirri sem samdi lagafrum-
varpið um félagsþjónustu sveitar-
félaga og auk þess hafi Öryrkja-
bandalagið átt visst frumkvæði að
kröfu um flutning málaflokksins.
Varðandi það síðara gætir ærins
misskilnings, því Öryrkjabandalag-
ið skoraði aldrei á stjórnvöld eða
Alþingi að málaflokkurinn væri
fluttur, en rétt er að það gjörðu
Landssamtökin Þroskahjálp. Við
endurskoðun laganna um málefni
fatlaðra árið 1996, sem raunar tók
til örfárra atriða í raun, tók fulltrúi
bandalagsins þátt í þeirri endur-
skoðun og lagði ásamt öðru nefnd-
arfólki til að flutningur yrði und-
irbúinn, enda það þá meirihluta-
skoðun innan bandalagsins að sjá
til hvað kæmi út úr slíku undirbún-
ingsstarfi, án þess að það fæli í sér
algildan stuðning við flutning mála-
flokksins. Í framhaldi af samþykkt
Alþingis þar um var sett á lagg-
irnar fjölmenn nefnd til að semja
nýtt frumvarp til laga um félags-
þjónustu sveitarfélaga og Öryrkja-
bandalagið valdi undirritaðan til að
taka þátt í þessu nefndarstarfi.
Ekki ætlar sá er þetta ritar að
velja sér einkunn fyrir þátttöku
sína, en þykist hafa gjört sitt til að
tryggja sem bezt réttindi fatlaðra
innan þessa frumvarpsramma og
eins og segir í fyrirvara mínum var
ég þokkalega sáttur við frumvarps-
gerðina sem slíka, enda fullyrði ég
að þar hafi allir lagt sig fram til að
gjöra frumvarpið sem bezt úr
garði. Hins vegar liggur hvergi fyr-
ir einhver allsherjar stuðningsyfir-
lýsing frá mér sem fulltrúa banda-
lagsins við flutninginn sem slíkan,
enda kemur það glöggt fram í fyr-
irvara mínum, að þá þegar við
verkalok nefndarinnar voru orðnar
mjög skiptar skoðanir innan banda-
lagsins um ágæti þess að flytja
málaflokkinn. Til að taka af öll tví-
mæli hér um þykir mér rétt að
birta orðréttan fyrirvarann frá 20.
okt. 1999 sem að þessu lýtur en
hann er þannig: „Rétt og skylt er
að láta það koma fram að innan Ör-
yrkjabandalags Íslands eru deildar
meiningar um það meginmál hvort
rétt sé að flytja málefni fatlaðra frá
ríki til sveitarfélaga, m.a. í ljósi
þess hve sveitarfélögin eru misvel
undir það búin og svo hitt að viss
atriði kunni að verða útundan eða
nái ekki nógu vel inn í nýja lög-
gjöf.“ Áður hefur í fyrirvaranum
verið fram tekið að framkvæmda-
stjórn bandalagsins áskilji sér allan
rétt til athugasemda og breyting-
artillagna á vinnslustigi þess á Al-
þingi, svo og fyrirvari um það yf-
irleitt að fella sértæka réttinda-
löggjöf um málaflokkinn niður. Á
þessum tíma taldi ég þetta full-
nægjandi fyrirvara, en síðar fór
fram óvenjumikil og vönduð um-
ræða innan Öryrkjabandalagsins
um málið í heild, þar sem efasemd-
aröddum fjölgaði stöðugt og endaði
svo í þeirri nær einróma andstöðu
sem ágætasta fólk furðar sig nú svo
mjög á.
Miðað við fyrirvara mína hér um,
sér í lagi þann um deildar mein-
ingar innan bandalagsins, átti þessi
niðurstaða hvergi að koma á óvart
þar sem hvergi hafði komið fram
eindregin stuðningsyfirlýsing
bandalagsins við sjálfan flutninginn
Að gefnum
góðum tilefnum
Frá Helga Seljan: