Morgunblaðið - 18.03.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 18.03.2001, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vegabréfaeftirlit með komufarþegunum er strangara en skoðun skilríkja þeirra sem eru að yfirgefa svæðið, skv. Schengen-reglum. Í landa- mærahliðunum fer fram nákvæmt vegabréfa- og persónueftirlit, óháð því hvort farþegar ætla að hafa viðdvöl á Íslandi eða ekki. Ríkisborgarar landa sem ekki taka þátt í Schengen-samstarf- inu, eru skilgreindir sem útlendingar (e. aliens) í Schengen-samningnum. Þeir sæta sérstaklega ströngu eftirliti sérþjálfaðra landamæravarða sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Kannað er hvort ferðamennirnir eru með gild og ófölsuð skilríki og vegabréfsáritun til þriggja mánaða ef þess er krafist. Þeir gætu einn- ig þurft að framvísa skjölum til staðfestingar á til- gangi dvalar og hvort þeir geta séð fyrir sér með- an á dvöl stendur. Kannað er hvort viðkomandi er á skrá yfir þá sem synja á komu inn á svæðið og hvort hann getur talist ógnun við allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða alþjóðasamskipti einhvers en. „Þær skyldur sem við tökum að okkur eru að fella niður persónueftirlit á innri landamær- um en jafnframt tökum við að okkur að fram- kvæma persónueftirlit við komu allra frá svo- kölluðum þriðju ríkjum, með samræmdum hætti eins og Schengen-reglurnar segja til um,“ segir Þorsteinn. Með afnámi eftirlits á innri landamærum á milli Schengen-ríkjanna fela þátttökuríkin í raun hvert öðru að hafa eftirlit með landamær- um hvert annars. „Önnur Schengen-ríki eru að fela Íslandi að hafa eftirlit á landamærum fyrir sína hönd. Þannig munu til dæmis ferðamenn frá Bandaríkjunum sem koma hingað frá og með 25. mars fara í gegnum landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli, hvort sem þeir eru að koma til Íslands eða ætla að halda áfram til annars Schengen-lands. Fyrsta og síðasta eft- irlit með þeim fer fram á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru sýnileg áhrif sem menn munu verða varir við,“ segir Högni S. Kristjánsson sendi- ráðunautur í utanríkisráðuneytinu. Heimilt að loka landamærunum tímabundið Einstökum Schengen-ríkjum er heimilt, að höfðu samráði við önnur aðildarríki, að taka á ný upp tímabundna landamæravörslu á innri landamærum sínum „vegna allsherjarreglu og þjóðaröryggis,“ eins og það er orðað. Eru mörg dæmi þess að einstök ríki hafi tekið upp landa- mæraeftirlit um lengri eða skemmri tíma, t.d. ef yfirvöld bregðast við yfirvofandi straumi ólöglegra innflytjenda eða óeirðaseggjum í tengslum við knattspyrnuleiki.. Lokuðu Belgar N ORÐURLÖNDIN fimm, Ís- land, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, verða samtímis aðilar að Schengen- samstarfi Evrópulanda 25. mars næstkomandi. Með þátttöku Norðurlandanna verða aðildarríki Schengen 15 talsins, en auk Norðurlandanna eru eftirtal- in 10 lönd aðilar að Schengensamstarfinu: Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Austurríki. Ísland og Noregur eru einu löndin í Schen- gen sem standa utan Evrópusambandsins (ESB). Aðildarsamningur Dana nær yfir Grænland og Færeyjar sem munu því einnig tilheyra Schengen-svæðinu þann 25. mars. Bretland og Írland eru einu ESB-ríkin sem standa utan Schengen-samstarfsins. Þessar þjóðir nýta sér þó ýmsa hluta Schengen-sam- starfsins, s.s. sívaxandi lögreglusamstarf, sem fram fer á vettvangi Schengen-landanna. Þá var ákveðið á ráðherrafundi í Brussel í seinustu viku að ganga til viðræðna við Sviss, sem hefur óskað eftir viðræðum um aðild að Schengen. Frjáls för – hert eftirlit Kjarni Schengen-samstarfsins felst í afnámi eftirlits með fólki á innri landamærum Scheng- en-ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja frjálsa för einstaklinga yfir landamæri samstarfsland- anna. Til að vega upp á móti neikvæðum afleið- ingum þessa afnáms persónueftirlits á innri landamærum hafa verið gerðar margháttaðar ráðstafanir með hertu eftirliti á ytri landamær- um svæðisins, gagnkvæmri réttaraðstoð, stór- aukinni lögreglusamvinnu, s.s. með notkun sameiginlegs tölvuvædds upplýsingakerfis, og baráttu gegn fíkniefnasmygli, alþjóðlegri glæpastarfsemi og ólöglegum innflytjendum. Samræmdar reglur eru um meðferð flótta- manna, veitingu pólitísks hælis og vegabréfsá- ritanir þegna ríkja utan svæðisins. Tolleftirlit óbreytt á Íslandi Með þátttöku Íslands verður vegabréfaeft- irlit hér á landi fellt niður við brottför eða komu til ríkja sem eru aðilar að samstarfinu. Engar breytingar verða þó gerðar á tolleftirliti á Ís- landi, þar sem Ísland og Noregur taka ekki þátt í tollabandalagi Schengen-landanna. Verð- ur tollskoðun á landamærum Íslands því með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur, þar með talið á farangri ferðafólks. „Megininntak Schengen-samningsins fjallar um frjálsa för fólks um innri landamæri. Öll önnur ákvæði hans eru til þess fallin að ná þessu markmiði og vinna gegn neikvæðum af- leiðingum af því að afnema persónueftilitið,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, verkefnisstjóri á vegum dómsmála- ráðuneytis vegna Schengen-undirbúningsins og sérstakur ráðgjafi stjórnvalda um Scheng- t.d. landamærum sínum þrisvar sinnum á sein- asta ári. Afnám vegabréfaeftirlitsins hefur þó ekki áhrif á þá skyldu einstaklinga að bera á sér per- sónuskilríki á ferðalögum og framvísa þeim ef þess er krafist í einstökum Schengen-löndum þótt eftirlitið fari ekki lengur fram á landa- mærunum. Þetta hefur orðið tilefni mikillar umræðu og nokkurrar gagnrýni á öðrum Norð- urlöndum að undanförnu. Schengen-samstarf- ið kemur í stað norræna vegabréfasambands- ins sem í 40 ár hefur gert Norðurlandabúum kleift að ferðast vegabréfslaust innan Norður- landanna. Þykir mörgum það skjóta skökku við að þegar vegabréfafrelsi Schengen-samstarfs- ins er komið á fót þurfi fólk framvegis að hafa með sér persónuskilríki þegar skroppið er yfir landamæri Norðurlandanna. „Menn eiga ekki að skilja passann eftir heima,“segir Högni. „Það hefur ekkert með það að gera að verið sé að taka upp eitthvert Schengen-skilríki, heldur helgast fyrst og fremst af því, líkt og verið hefur, að hvort sem maður er á ferð innanlands eða erlendis þarf hann alltaf að geta sannað hver hann er ef eftir því er leitað,“ segir Högni. „Vegabréf er eina íslenska fullgilda persónu- skilríkið og samkvæmt löggjöf flestra ríkja er skylda að bera á sér fullgild persónuskilríki,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að menn tækju áhættu ef þeir skildu vegabréfið eftir heima og hefðu með sér ökuskírteini eða einhver önnur skilríki, því óvíst sé hvort önnur ríki viður- kenndu eða sættu sig við þau sem persónuskil- ríki. „Mörg ríki hafa tekið upp sérstök persónu- skilríki í staðinn fyrir vegabréf, sem eru jafn- framt ferðaskilríki og viðurkennd sem slík. Finnar hafa þegar gefið slíkt út og Svíar íhuga að gera það en við höfum ekki gefið slíkt út. Samkvæmt löggjöf flestra ríkja er skylda að geta sannað á sér deili með fullnægjandi skil- ríkjum. Í mörgum ríkjum er að finna sektar- heimildir ef menn bera ekki á sér skilríki,“ seg- ir Þorsteinn. Hann á þó ekki von á að íslenskir ferðamenn muni verða varir við þessa breyt- ingu á ferðum sínum í Evrópu, enda sjaldgæft að menn séu stöðvaðir á förnum vegi og krafðir um persónuskilríki. Afnám eftirlits á landamærum Schengen- landanna á ekki að hafa í för með sér að slakað verði á tolleftirliti og almennu eftirliti lögreglu með fólki á ferðum þess milli landa, lögregla getur hvar og hvenær sem er kannað skilríki útlendinga og má því segja að í reynd sé verið að færa eftirlitið frá sjálfum landamærunum og efla það innan hvers ríkis, með víðtæku lög- reglusamstarfi innan Schengen. Upphaflegt markmið Schengen-reglnanna er að tryggja öllum frjálsa för um aðildarlöndin og leggja bann við því að haft sé eftirlit með einstakling- um af þeirri ástæðu einni að viðkomandi þarf að fara yfir landamæri. Strangara eftirlit verður haft með sjóumferð Aildarríkin hafa samræmt reglur og gefið út handbækur um hvernig eftirlit á ytri landa- mærum svæðisins skuli framkvæmt. Sett hafa verið lágmarksskilyrði þess að einstaklingar fái að koma inn á Schengen-svæðið og ferðast þar um. Hefur því verið ráðist í umfangsmiklar fram- kvæmdir og breytingar í flughöfnum aðildar- landanna, þar sem halda þarf aðskildri umferð innan Schengen-svæðisins og utan þess. Allir farþegar sem hingað koma og héðan fara til ríkja utan Schengen-svæðisins, þar með taldir áningar- og skiptifarþegar til og frá Bandaríkjunum sem ekki hafa sætt landa- mæraeftirliti, munu þurfa að gangast undir eft- irlit með tilkomu Schengen. Farþegar til og frá Bretlandi, Írlandi og Sviss munu einnig þurfa að hlíta eftirliti þar sem þessi ríki eru ekki að- ilar að Schengen. „[...]eftirlit á flugvöllum verður mun öflugra og markvissara en verið hefur og tekið verður upp strangara eftirlit með sjóumferð þar sem farið verður yfir áhafna- og farþegalista sam- kvæmt reglum samningsins og handbókar Sir- ene[...] Í þessu sambandi er vert að nefna það að þrátt fyrir að ríkisborgarar ríkja utan Evr- ópusambandsins njóti góðs af ferðafrelsinu innan Schengen-svæðisins leggur samningur- inn þeim þær skyldur á herðar að tilkynna sig hjá bærum yfirvöldum á yfirráðasvæði þess samningsaðila, sem komið er til, í samræmi við þau skilyrði sem hver samningsaðili um sig set- ur,“ segir í umsögn sem ríkislögreglustjóri sendi utanríkismálanefnd þegar Schengen- samningurinn var til meðferðar á Alþingi. Frelsi til ferða í Ísland verður aðili að Schengen-samstarfinu 25. mars næst- komandi þegar öll Norðurlöndin hefja þátttöku í Schengen. Af- numið verður allt vegabréfaeftirlit á innri landamærum land- anna. Ísland mun framfylgja ströngu landamæraeftirliti á ytri landamærum Schengen-svæðisins fyrir hönd 15 ríkja. Allir löggæslumenn landsins hafa verið tengdir stærsta upplýs- inga- og gagnagrunnskerfi Evrópu, Schengen-upplýsingakerf- inu. Mikill viðbúnaður er hér á landi vegna aðildarinnar að Schengen. Ómar Friðriksson fjallar um þær skyldur sem Íslendingar hafa tekið á sig vegna Schengen og um áhrif samstarfsins í greinaröð um Ísland og Schengen sem birtist Morgunblaðinu í dag og næstu daga. F LUGLEIÐAVÉL frá Bandaríkjunum kemur að einni af þremur land- göngubrúm við vesturálmu nýrrar 17 þús. fermetra Suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar árla morguns sunnudaginn 25. mars. Farþegarnir ganga inn í flugstöð- ina á annarri hæð, fyrstir ferðalanga til að fara um bygginguna, sem opnuð var að hluta á mið- nætti þegar aðild Íslands að Schengen- samstarfinu gekk í gildi. Farþegarnir eru jafnframt hinir fyrstu sem koma að ytri landamærum Schengen-svæðisins á Keflavíkurflugvelli, sem er orðinn landamæra- stöð Schengen-ríkjanna 15 á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Farþegahópurinn fer niður á fyrstu hæð þar sem byggt hefur verið þjónusturými fyrir svo- nefnda utan-Schengen-farþega. Þar bíða flug- skiptifarþegar sem ætla að halda för sinni áfram um morguninn með tengiflugi til áfangastaða í Evrópu sem eru utan Schengen (Bretlands, Ír- lands, Sviss). Þessi hópur stígur aldrei fæti inn á Schengen-svæðið í flugstöðinni. Aðrir farþegar sem eru á leið til Íslands eða ætla að halda för sinni áfram til annarra Schengen-landa fara upp rúllustiga á aðra hæð byggingarinnar og koma þá inn í landa- mærarými, þar sem vegabréfaskoðun fer fram. Reistir hafa verið 7 landamærabásar með 14 landamærahliðum. Strangt vegabréfaeftirlit Tryggt á að vera að ekki verði tafir við vegabréfaeftirlit, jafnvel á mestu álagstímum. Eftirlits- myndavélar fylgjast með straumnum við landamærahliðin. Sumir básanna eru „tvíátta“ þannig að hægt er að afgreiða samtímis farþega sem þurfa í gegnum vegabréfaskoðun á leið út af Schengen- svæðinu og komufarþega inn á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.