Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 33
lán til að auka við starfsemi sína, sem er ekki
mikil hvatning til nýsköpunar.
Lopez Murphy er sagður hafa átt fund með
Fernando de la Rua áður en hann samþykkti að
taka við embætti fjármálaráðherra og krafist
trygginga fyrir því að hann fengi pólitískan
stuðning til að grípa til róttækra breytinga. Póli-
tísk tregða innan Alianza-bandalagsins mun
ekki síst hafa valdið því að Machinea náði ekki
að knýja neinar breytingar í gegn þrátt fyrir að
stjórn De la Ruas hafi allt frá upphafi stefnt að
festu og ráðdeild í ríkisrekstri.
Ekki eru þó allir sannfærðir um að Lopez
Murphy fái það pólitíska svigrúm sem nauðsyn-
legt er til að hægt sé að draga úr ríkisútgjöldum.
Bendir margt til að innan stjórnkerfisins sé rík-
ur vilji fyrir því að slaka frekar á stefnunni í
peningamálum með gengisfellingu pesóans
(hvort sem það yrði gert með beinum hætti eða
með upptöku myntkörfu) í stað þess að ráðast í
sársaukafullan niðurskurð ríkisútgjalda.
Nú í vikunni átti Lopez Murphy fund með
fulltrúum IMF og lögðu þeir ríka áherslu á að
tekið yrði á útgjaldavanda ríkisins en um það
var raunar samið samhliða því að samþykkt var
að veita Argentínu stórfelld lán í desember í
fyrra. Ef ekki verður staðið við þau mörk sem þá
voru ákveðin gæti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ákveðið að stöðva útborgun lána. Ræðst það í
næsta mánuði hvort ákveðið verður að grípa til
slíkra aðgerða.
Afrek í geng-
ismálum
RAUNAR er það að
mörgu leyti stórkost-
legt afrek að Argent-
ínumönnum skuli í
áratug hafa tekist að halda gengi pesóans föstu
með þessum hætti. Má ekki síst rekja það til
þess að tengingin við dollarann byggist ekki á
einhliða yfirlýsingum um tengingu gengis gjald-
miðlanna heldur upptöku svokallaðs myntráðs. Í
því felst m.a. að seðlabanki Argentínu skuld-
bindur sig til að eiga einn dollara í sjóðum sínum
á móti hverjum pesó sem er í umferð. Dollari er
því í raun jafn gjaldgengur gjaldmiðill í Argent-
ínu og pesóinn. Í öllum daglegum viðskiptum er
hægt að nota dollara og í mörgum hraðbönkum
gefst notendum kostur á að velja á milli þess að
taka út dollara og pesóa. (Það er svo annað mál
að ekki virðist alltaf jafnhratt fyllt á dollara-
birgðirnar í vélunum og pesóbirgðirnar.)
Með þessu fyrirkomulagi er sjálfstæðri pen-
ingamálastefnu að flestu leyti fórnað, sem hefur
bæði kosti og galla. Má nefna sem dæmi um ótví-
ræðan kost að ekki er lengur hægt að prenta
seðla, þegar fé vantar í opinbera sjóði, en slíkt
ýtir undir óðaverðbólgu.
Fyrir tveimur árum var meira að segja alvar-
lega um það rætt að ríki Suður-Ameríku myndu
varpa gjaldmiðlum sínum fyrir róða og taka upp
dollara sem gjaldmiðil þess í stað.
Varpaði Pou seðlabankastjóri því meðal ann-
ars fram að hugsanlega kynni það að henta
hagsmunum Argentínu að taka upp dollara í
stað pesóans. Af því varð þó ekki, ekki síst vegna
þess að helstu viðskiptaríki Argentínu eru önnur
ríki Suður-Ameríku (ekki síst Brasilía) en ekki
Bandaríkin. Það að þessi umræða skuli hafa átt
sér stað og að mörgu leyti hafa verið tekin alvar-
lega er ekki síst til marks um þann mikla árang-
ur sem náðst hafði við stjórn efnahagsmála.
Þetta sést ekki síst þegar verðbólgutölur eru
skoðaðar. Árið 1989 var verðbólga 4.929% og
1.345% árið 1990. Þetta breyttist á einni nóttu er
myntráðið var sett á laggirnar fyrsta apríl 1991.
Undanfarið hefur verðbólga verið neikvæð, þ.e.
verðhjöðnun, um 1,5% á ársgrundvelli. Og þótt
samdráttur hafi verið í efnahagslífinu í tæp þrjú
ár hefur hagvöxtur hvergi verið meiri innan
Mercosur, viðskiptabandalags ríkja í Rómönsku
Ameríku, síðastliðinn áratug.
Steve H. Hanke, hagfræðiprófessor við Johns
Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir í ný-
legri grein í The Wall Street Journal, að doll-
aratengingin sé ekki helsta vandamál Argent-
ínu. Raunar geri flestir íbúar landsins sér grein
fyrir að það sé fyrst og fremst þessi tenging er
hefur hemil á misskynsömum stjórnmálamönn-
um Argentínu. Hanke segir meginvandann vera
lítið traust á stjórnvöldum og getuleysi þeirra
við að knýja umbætur í gegn.
Þá segir Hanke í grein sinni: „Ég legg eft-
irfarandi til: Hendið pesóanum og takið upp
dollarann. Það myndi í eitt skipti fyrir öll út-
rýma vangaveltum um að til standi að skera á
tenginguna. Að sama skapi myndu vextir í Arg-
entínu lækka niður á sama stig og í Bandaríkj-
unum er myndi vekja mikla athygli og auka
traust manna.
Í kjölfarið verða að koma til umbætur á fram-
boðshliðinni. Skattareglur verður að einfalda og
skattstig verður að lækka. Atvinnuleysi í Arg-
entínu hefur verið að aukast frá því um miðjan
níunda áratuginn (nú um 15%) vegna þess hve
skattbyrðin er þung og lög um vinnumarkað stíf.
Það verður að auka frelsi á sviði heilbrigðismála,
á vinnumarkaði og hjá veitufyrirtækjum. Það
myndi auka sveigjanleika í verðmyndun og hag-
kerfið allt yrði sveigjanlegra og samkeppnishæf-
ara, rétt eins og í Hong Kong.
Í þriðja lagi yrði að grípa til aðgerða á sviði
ríkisfjármála. Ríkisútgjöld hafa aukist að með-
altali um 10% á ári frá 1991. Þau verður að skera
niður hressilega og ríkisstjórnin að fara að dæmi
Ný-Sjálendinga og leggja fram efnahagsreikn-
ing, þar sem gert er ráð fyrir tekjum og út-
gjöldum. Það myndi auka gegnsæi og draga úr
spillingu.“
Óvissa um
framhaldið
FLESTIR sérfræð-
ingar virðast sam-
mála um að óvissan í
gengismálum sé
helsta áhyggjuefni skuldunauta Argentínu. Hef-
ur hugsanlegum breytingum á gengisfyrirkomu-
laginu verið líkt við gengisfellingu mexíkóska
pesóans árið 1994 en í kjölfarið hrundi efnahags-
og fjármálalíf landsins. Á fréttaþjónustu Dow
Jones mátti fyrir skömmu sjá vangaveltur
bandarískra bankamanna um það, hvernig skyn-
samlegast væri að taka á vanda Argentínu.
Margir voru þeirra skoðunar að Argentína ætti í
raun einungis tvo kosti, annaðhvort að fella
gengið eða þá að leita eftir skuldbreytingu hjá
alþjóðlegum bankastofnunum. Einn bankamað-
ur sagði að sumir teldu Argentínumenn geta
unnið sig út úr vandanum með hagvexti. Aðrir
væru hins vegar svartsýnni og teldu tenginguna
við dollarann og mikla skuldabyrði hamla hag-
vexti.
Þar sem gengisfelling hefði að allra mati
hrikalegar afleiðingar í för með sér, ekki síst þar
sem nær allar skuldir landsins eru í dollurum,
virtist sem flestir væru ekki fráhverfir því að
finna annars konar lausn á skuldavandanum til
að koma í veg fyrir fjármálalegt öngþveiti. Það
væri þess virði ef hægt væri að viðhalda mynt-
ráðinu.
Í skýrslu á vegum JP Morgan, sem unnin var
á síðasta ári, gætir hins vegar töluverðrar bjart-
sýni. Raunar bar skýrslan yfirskriftina: „Skuldir
Argentínu: Ys og þys út af engu“. Þar færa sér-
fræðingar JP Morgan rök fyrir því að tiltölulega
litlar breytingar þurfi að eiga sér stað í argent-
ínskum efnahagsmálum til að auðveldlega verði
hægt að ná tökum á skuldavandanum. Ef hag-
vöxtur taki við sér muni áhyggjur manna vænt-
anlega hverfa hratt. Raunar setja sérfræðing-
arnir mörkin við 4,3% vöxt á ári til að jafnvægi
náist í hlutföllum skulda og þjóðarframleiðslu.
Verði vöxtur hins vegar einungis 1–2% á ári sé
hætt við að sjóðir landsins muni tæmast hratt.
Á þessu ári er stefnt að 2,5% hagvexti og lýsti
fulltrúi IMF því yfir í vikunni að ekkert ætti að
geta komið í veg fyrir að það markmið næðist.
Næstu mánuðir munu leiða í ljós hvort arg-
entínsk stjórnvöld ná að uppfylla þau markmið
er þau hafa sett sér í efnahagsmálum. Það mun
ekki síst ráðast af ytri aðstæðum, s.s. þróun
gengis dollarans og vaxtastigi í Bandaríkjunum.
Það er þó ljóst að hömlur á útflutning nauta-
kjöts og annarra landbúnaðarafurða vegna gin-
og klaufaveikitilfella er greinst hafa í landinu
munu ekki auðvelda róðurinn. Argentína er
fimmti mesti kjötútflytjandi veraldar og nauta-
kjötið vegur þungt í þjóðarframleiðslunni.
Morgunblaðið/ÓmarKvöld við Ægissíðu.
„Raunar er það að
mörgu leyti stór-
kostlegt afrek að
Argentínumönnum
skuli í áratug hafa
tekist að halda
gengi pesóans föstu
með þessum hætti.
Má ekki síst rekja
það til þess að teng-
ingin við dollarann
byggist ekki á ein-
hliða yfirlýsingum
um tengingu gengis
gjaldmiðlanna held-
ur upptöku svokall-
aðs myntráðs. Í því
felst m.a. að seðla-
banki Argentínu
skuldbindur sig til
að eiga einn dollara
í sjóðum sínum á
móti hverjum pesó
sem er í umferð.“
Laugardagur 17. mars