Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GALVESTON er á sandrifi um klukkustundar akstur sunnan við Houston, Texas. Þar eru strendur, höfn og skemmtilegur miðbær. Yfir hundrað ára gömul hús hafa verið gerð upp, gasljós lýsa upp göturnar og hægt er að fara í ferð með hest- vagni. Sögustofnun Galveston bjarg- aði gamla bænum frá glötun á átt- unda áratugnum og nú flykkist fólk að til að njóta umhverfisins, kíkja í búðir og fá sér í svanginn. Galveston var ríkasta borgin í Texas í lok 19. aldar. Hún var í harðri samkeppni við New Orleans og Houston um bómullarútflutning en allt benti til að hún yrði mikilvæg- asta hafnarborgin við Mexíkóflóa innan fárra ára. Aðalgatan í bænum, Strand, var kölluð „Wall Street suð- vestursins“ og New York Herald líkti Galveston við New York. Fleiri milljónamæringar voru sagðir búa í Gelveston á ferkílómetra en í New- port, Rhode Island. Og þá var mikið sagt. Newport var þéttsetin millj- ónamæringum. Ríkisbubbarnir í Galveston byggðu sér tíguleg einbýlishús við Broadway, breiðgötu sem liggur eft- ir sandrifinu þar sem það var hæst, 8,7 fet eða 2,6 metrar yfir sjávarmáli. Meðalhæð eyjunnar var um 1,3 metrar á þessum árum. Hún var svo lág að sagt er að hún hafi farið á kaf og bátur siglt þvert yfir hana í flóði árið 1841. Nokkur gömlu húsanna við Broadway standa enn. Ashton Villa var fyrsta sannkallaða villan á eyj- unni. James M. Brown lét reisa hana árið 1859. Ekkert var til sparað. Hún var byggð í ítölskum stíl á þremur hæðum með kjallara og búin vel völdum húsgögnum. Brown átti byggingavöruverslun en græddi einnig á járnbrautarrekstri og versl- un með bómull í þrælastríðinu. Dekurdrós með bein í nefinu Hann átti fimm börn. Elsti son- urinn fór að lokum með allt á haus- inn en Bettie Brown, eldri dóttirin, var stólpakvenmaður. Hún réð ríkj- um í Ashton Villa og frásögn leið- sögumanns um húsið fyllir það lífi með sögu hennar. Bettie hafði áhuga á málaralist og var send í nám til Austurríkis. Ekki er vitað hjá hverj- um hún lærði en hún málaði myndir í klassískum stíl. Myndirnar prýddu Ashton Villa. Ein af englabörnum þótti heldur frökk. En frekar en að neita Bettie um að hengja myndina upp var tjöldum komið fyrir við hana svo að það var hægt að draga fyrir nektarmyndina þegar viðkvæmar sálir komu í heimsókn. Bettie ferðaðist mikið og keypti allt sem hugurinn girntist. Hún sendi munina jafnóðum heim í stað þess að draslast með þá með sér um Evrópu og Norður-Afríku. Að lokum varð að innrétta sérstakt herbergi í Ashton Villa fyrir minjagripi Bettie. Munirnir komu sér vel þegar fjöl- skyldan komst í fjárhagskröggur, en þá voru þeir flestir seldir. Bettie giftist aldrei. Hún átti marga aðdáendur en talið er að hún hafi kosið að vera einhleyp til að geta notið lífsins eins og hún sjálf kaus. Hún var þekkt og vel liðin á helstu viðkomustöðum bandarískra auð- manna. Matilda, yngri systir hennar, giftist svokölluðum góðborgara í Galveston. Hann var ekki betri en svo en að hann drakk eins og svamp- ur og barði hana eins og harðfisk. Þegar Bettie komst að þessu náði hún í systur sína, marða og bláa, og skipaði henni að fara á milli húsa og segja fólki hvernig eiginmaðurinn fór með hana. Matilda fór fram á skilnað og fékk að halda börnunum og eignunum af því að nágrannarnir gátu borið vitni um að maðurinn hefði misþyrmt henni. Það var mannmargt í Ashton Villa árið 1900. Bettie bjó þar, móðir hennar og amma, Matilda og börnin hennar þrjú auk fimm manna fjöl- skyldu Charles, yngsta bróðurins. Þjónustufólk sá um þægindi fjöl- skyldunnar. Hún tók það líklega ró- lega föstudaginn 7. september. Þá var fallegt veður en mjög hlýtt. Sjór- inn var úfinn og ekki óhætt að leika sér í honum. Hvirfilbylur bannorð Isaac Monroe Cline, veðurfræð- ingur, bjó um tíu mínútna gang í átt að Mexíkóflóa frá Ashton Villa. Hann var órólegur þennan dag. Það var mikið brim og aðflóð þrátt fyir sterkan norðanvind. Það var óvenju- legt. Veðurstofan í Washington DC, sem var yfir öllum veðurstofum Bandaríkjanna, hafði sent nokkur skeyti í vikunni um ofsaveður á leið vestur yfir Atlantshaf. Spáð var að það myndi færast í norður áður en það kæmi að landi. Isaac fékk skeyti á föstudagsmorgun þar sem átt veð- ursins var breytt í norðvestur en ekki varað við neinum ósköpum. Hann hengdi út varúðarfána um ofsaveður fyrir skip sem stefndu út á flóann. Það mátti búast við miklu roki og rigningu í Galveston á laug- ardag. Veðurstofa Bandaríkjanna var enn ung að árum og viðkvæm fyrir almenningsálitinu. Veðurspámönn- um hafði oft orðið illa á í messunni. Stofnunin naut ekki mikillar virðing- ar. Willis Moore, yfirmaður hennar, vildi auka álit hennar og var mjög í mun að forðast mistök. Hann bann- aði til dæmis allt tal um hvirfilbylji. Veðurstofan í Washington var eina stofan sem mátti senda út spá um slíkt óveður. Það átti ekki að hræða fólk að óþörfu. Starfsmenn bandarísku veðurstof- unnar voru illa að sér um hvirfilbylji. Kúbumenn voru hins vegar naskir á þá. Faðir Benito Vines, yfirmaður Belen-veðurathugunarstöðvarinnar í Havana, hafði helgað líf sitt rann- sóknum á hvirfilbyljum. Hann fylgd- ist náið með veðurbreytingum og sjógangi í sambandi við þá og gat orðið séð hvirfilbylji fyrir. Eftirmað- ur hans fylgdi í fótspor hans. Bandaríkjamenn réðu enn ríkjum á Kúbu síðan í stríðinu milli Spánar og Bandaríkjanna 1898. Þeir voru með veðurathugunarstöð í Havana. Starfsmenn hennar kunnu illa að meta samkeppni frá Belen-stöðinni. Þeir höfðu enga trú á kunnáttu manna þar. Þeim þóttu Kúbumenn fara óvarlega með orðið hvirfilbylur og settu bann á veðurskeyti frá Bel- en. Kúbumenn spáðu fyrir um hvirf- Saknaðarljóð Jimmys Webbs til 21 árs stúlku og sjávarins í Galveston hefur helst haldið nafni bæjarins á lofti á undanförnum árum. En Galveston á sér merka sögu. Mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Bandaríkjanna áttu sér þar stað þegar bærinn var í hópi ríkustu borga þjóðarinnar. Anna Bjarnadóttir heimsótti Galveston. Galveston Vinsæll ferðamannabær var áður ríkasta borgin í Texas 16 km langur flóðgarður var reistur eftir fellibylinn. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Sögustofnun Galveston bjargaði bænum frá glötun á 8. áratugnum. Það var breitt yfir listaverk Bettie Brown af berum englabörnum þegar viðkvæmar sálir komu í heimsókn í Ashton Villa.                                         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.