Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 51 DAGBÓK EINHVERN tíma var minnzt á no. óöryggi í þessum pistlum, sem virð- ist vera orðið algengara í munni margra en no. ör- yggisleysi. Síðan skrifað var um þetta hefur mér fundizt sem óöryggið hafi enn unnið á í tali manna og riti. Eins og þá sagði, verð- ur ekki alltaf að því fundið, þótt ó-forskeyti sé sett framan við no. öryggi og mörg önnur fallorð, sem andstæða eða neitun, í stað atviksorðsins ekki. Þar er af mörgu að taka. Talað er um gæfu eða ógæfu og líka gæfuleysi án þess að fundið verði að þeirri notkun. Talað er um jöfnuð og andstæðu þess ójöfnuð. Hér verður ekki öðru orði við komið eftir minni málkennd. Árni Böðvarsson benti á það í bók sinni, Málfar í fjöl- miðlum, að mjög illa fari á því, að tvö sérhljóð komi hér saman. Ekki bætir heldur úr skák, að tvö for- skeyti lendi saman, ó- og ör-. Kemur Árna hér helzt í hug sú samlíking, að menn færu að tala um óandstæðing. Sem betur fer mun það orð ekki enn hafa heyrzt eða sézt í ræðu eða riti. Tilefni þess, að hér er aftur minnzt á þessi orð, er það, að ég heyrði í fréttatíma Ríkisútvarpsins 9. febr. sl. talað um óum- burðarlyndi. Orðrétt var sagt: Hann var sakaður um óumburðarlyndi. Aldrei hef ég heyrt þetta orð áður. Hér hefði hiklaust átt að tala um um- burðarleysi og annað ekki. - J.A.J. ORÐABÓKIN Óumburðarlyndi ÞAU eru ófá spilin sem byggjast á því að finna drottninguna fjórðu í trompi. Oft er um hreina ágiskun að ræða, en ein- staka sinnum fær sagn- hafi tækifæri til að fresta tromptökunni og reyna að afla upplýsinga um skiptinguna. Eins og hér: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á742 ♥ ÁG84 ♦ 1054 ♣ 63 Vestur Austur ♠ 653 ♠ DG10 ♥ 3 ♥ D62 ♦ ÁKDG97 ♦ 32 ♣1084 ♣G9752 Suður ♠ K98 ♥ K10975 ♦ 86 ♣ÁKD Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 2 tíglar 3 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Góð hækkun í þrjú hjörtu. Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í tígli, en suður trompar drottninguna og austur hendir laufi. Tapslagur á spaða blasir við, svo trompdrottninguna þarf helst að finna. Sagnhafi nýtur ekki þeirra forrétt- inda að sjá allar hendur eins og lesandinn, en hann þreifar fyrir sér. Fyrst spilar hann spaða- kóng. Svo tekur hann ÁKD í laufi. Vestur fylgir lit, svo það er ljóst að hann á sex tígla og a.m.k. þrílit í laufi. Og einn spaða hefur hann sýnt. Næst er spaða spil- að að ásnum. Vestur má trompa, því það er taps- lagur hvort sem er. En vestur fylgir lit og nú er myndin farin að skýrast. Vestur er með a.m.k. tvo spaða, sex tígla og þrjú lauf. Þetta eru 11 spil, svo ekki á hann meira en tvílit í hjarta. Því er óhætt að taka hjartaás- inn og vestur fylgir lit. Þá er vitað um tólf spil á hendi hans og hið þrett- ánda gæti auðvitað verið drottningin í hjarta. En hins vegar gerir það ekk- ert til, því þá er skipting vesturs 2-2-6-3. Með öðr- um orðum – það er ekki hægt að tapa á því að svína fyrir trompdrottn- inguna í austur. Ef vest- ur fær slaginn á hann að- eins tígul eftir og verður að spila út í tvöfalda eyðu og þá hverfur taps- lagurinn á spaða. Skemmtileg flétta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill gleðigjafi fyrir um- hverfi þitt um leið og þú ert næmur á viðkvæmar stundir annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki hugfallast þótt eitthvað gangi þér í móti í vinnunni. Ef þú tekur rétt á málum, þá snúast þau þér í hag, því þú hefur verksvitið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikla æfingu í að til- einka þér upplýsingar úr löngu máli. Vertu því hvergi smeykur við að ráðast í að lesa tölvuhandbókina! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér kann að falla illa að vita til þess að þú sért umræðu- efni annarra. Gakktu því beint til verks og gerðu hreint fyrir þínum dyrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur á tilfinningunni að einhver ógn steðji að þér og þínum nánustu. Það er frum- skilyrði að skilgreina ógnina áður en þú snýst til varnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Aðstæður krefjast þess að þú leggir óvenju hart að þér um skeið. Það er í lagi, en mundu að gefa þér lausa stund, þeg- ar allt er komið á rétt ról aft- ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er betra að láta hlutina ógerða, en ganga til verks með hálfum hug. Þú ættir að setjast niður, fara í gegn um málin og hefjast svo handa af kappi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að koma öllum mál- um á hreint milli þín og þinna nánustu og þarft á öllum þín- um sannfæringarkrafti að halda til þess að koma mál- unum í samt lag aftur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess í samskiptum við aðra að spurningar þínar séu skýrt orðaðar þannig að svör- in sem þú færð veiti raun- verulega þær upplýsingar sem þú sækist eftir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að kíkja á fjármála- stöðuna og athuga hvað þú skuldar og hvaða skuldir þú átt útistandandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sígandi lukka er best og í uppbyggingarstarfi er far- sælast að vinna hægt en af ör- yggi því öll fljótfærni hefnir sín grimmilega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eitt og annað sem þú átt ólokið en getur nú ekki lengur vikist undan að ganga frá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur um skeið vitað hvað þig raunverulega langar til þess að gera og ert tilbúinn til þess að ná markmiðum þín- um á því sviði. Láttu slag standa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 18. mars, verður sextugur Sig- urður Guðleifsson, verk- stjóri, Nönnufelli 1, Reykja- vík. 50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 19. mars, verður fimmtug Torf- hildur Rúna Gunnarsdóttir, Ástúni 2, Kópavogi. Eigin- maður hennar er Eggert Konráðsson. Hún ætlar að verja deginum austur í sveitum. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 19. mars, verður sjötugur Ósk- ar Magnússon, fyrrv. skóla- stjóri Barnaskólans á Eyr- arbakka. Hann og eiginkona hans, Þórunn Vil- bergsdóttir, taka á móti gestum í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka kl. 15–18 í dag, sunnudag. Skákfélag Akureyrar er 100 ára á þessu ári. Af- mælisbarnið ber sig vel enda hefur starfsemi félagsins verið gróskumik- il undanfarin ár. Nýverið lauk Skákþingi Akureyrar og kom staðan upp á mótinu á milli Þórs Valtýs- sonar (2070)og Hreins Hrafnssonar (1725). Sá fyrrnefndi hafði hvítt og tókst að knésetja and- stæðinginn með því að lokka drottningu hans frá vörninni. 24.Hc1! Df6 25.Hxc6! Dxc6 26.Hh4 og svartur gafst upp enda stutt í mátið. Lokastaða A- flokks skákþingsins varð þessi: 1.-2. Gylfi Þórhalls- son og Þór Valtýsson 6½ vinninga af 7 mögulegum 3. Jón Björgvinsson 4½ 4.-5. Stefán Bergsson og Halldór B. Halldórsson 3½ v. 6. Hreinn Hrafnsson 2 v. 7. Sigurður Eiríksson 8. Skúli Torfason 0 v. Gylfi og Þór tefldu einvígi um fyrsta sætið sem Gylfi sigraði 3-1 og varð hann þar með Skákmeistari Ak- ureyringa 2001. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT OFLOF Með oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust, en ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann. Það voru’ aðeins eyrun, sem lengdust. Steingrímur Thorsteinsson. Full búð af dönskum og þýskum sumarfatnaði Laugavegi 84 sími 551 0756 LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & glerjum. Spilakvöld Varðar sunnudaginn 25. mars Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 25. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins er Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir kr. 700. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Allir velkomnir húð og spa skin care center N U D D Elín Geirsdóttir nuddari hefur hafið störf hjá dermalogica húð og spa, Laugavegi 42b, (Frakkastígsmegin) Elín hefur próf frá Nuddskóla Íslands og Aromatherapy frá Tate Queensland (Ástralíu). Tímapantanir í sími 551 0211Elín Geirsdóttir, nuddari Námskeið fyrir 10. bekkinga á leið í samræmdu prófin Prófaundirbúningur - lestraraðferðir - tekist á við prófkvíða. Námskeiðið haldið á tímabilinu 29 mars til 5 apríl, hvert námskeið er 3 skipti, 2 tímar í senn. Leiðbeinendur; Ingibjörg Markúsdóttir, sálfræðingur og Ásta Kr. Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Upplýsingar og bókanir í síma 561 2428
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.