Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 23 KAREN Erla Karólínudóttir flautuleikari heldur einleik- araprófstónleika frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag, sunnudag, kl. 14. Anna Guðný Guðmundsdóttir leik- ur með á píanó. Auk þeirra koma fram Matthías Birgir Nardeau, óbó, Ella Björt Daníelsdóttir, klar- ínetta, Annette Arvidsson, fagott, og Ella Vala Ármannsdóttir, horn. „Ég er alveg tilbúin og held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Karen Erla í samtali við Morg- unblaðið tveimur dögum fyrir tón- leikana. Á efnisskránni eru Són- ata nr. 6 í E-dúr BWV 1035 eftir Johann Sebastian Bach, Sonate en Concert (1952) eftir Jean-Michel Damase, Blásarakvintett í g-moll op. 56 nr. 2 eftir Franz Danzi, Sónata (1956) eftir Francis Poul- enc, Serene (1978) fyrir flautu og tónband eftir Ton Bruynél og Són- ata op. 14 eftir Robert Muczynski. Karen Erla segist vera búin að spila allar flautusónötur Bachs nema eina en sú nr. 6, sem hún ætlar að hefja tónleikana á, sé í langmestu uppáhaldi hjá sér. „Það er hefð fyrir því að byrja á Bach, a.m.k. hefur það verið þannig á öllum flaututónleikum sem ég hef farið á,“ segir hún. Næst á efnis- skránni er Sonate en Concert eftir Damase. „Það á bara að vera svona sætt og skemmtilegt,“ segir hún. „Svo kemur blásarakvintett. Ég valdi hann til þess að brjóta upp tónleikana og sýna eitthvað annað – eins og samspil. Það verð- ur líka gaman fyrir áheyrendur að sjá einhverja fleiri en mig. Þetta er klassískt rómantískt stykki, dálítið flautulegur kvin- tett. Þess vegna valdi ég hann.“ Eftir hlé er röðin komin að són- ötu eftir Poulenc. „Hana þekkja allir sem eitthvað hafa komið ná- lægt flaututónlist. Hún er mjög fræg og þess vegna erfitt að spila hana, en mjög flott og skemmtileg og húmor í henni. Síðan kemur dálítið skrýtið stykki eftir Bruy- nél, hollenskt tónskáld sem ég kann engin deili á. Þetta er nú- tímastykki en samt ekkert brjálað, og ég held að það sé mjög gaman að hlusta á það. Þetta er svona stemmning, pínulítil saga, stutt og falleg.“ Síðust á efnisskránni er sónata eftir bandarískt tuttugustu aldar tónskáld, Muczynski. „Þetta er allt rytmi og taktur og voða- lega mikil læti. Sónatan er í fjór- um köflum, dálítið stór og kraft- mikil. Mig hefur lengi langað til að spila hana,“ segir Karen Erla. Miðasala hefst klukkustund fyr- ir tónleikana eða kl. 13 í dag. Hefð fyrir því að byrja á Bach Karen Erla Karólínudóttir þreytir einleikarapróf í flautu- leik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í dag. NÚ stendur yfir í Þjóðarbókhlöðu sýning á útsaumuðum smámyndum eftir Elsu E. Guðjónsson í Þjóðar- bókhlöðu. Sýningin ber yfirskriftina Myndir úr Maríu sögu og eru þar átján út- saumaðar smámyndir ásamt frum- sömdum vís- um sem skír- skota til sögu hinnar helgu meyjar eins og hún er sögð í Maríu sögu, ís- lenskri helgi- sögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýningunni vegg- teppi með sömu myndum. Í skrá sem fylgir sýningunni eru birtir viðeigandi kaflar úr Maríu sögu til frekari glöggvunar. Mynd- irnar vísa til frásagna um uppvöxt Maríu og trúlofun, um boðun henn- ar, vitjunina, fæðingu frelsarans, hirðingjana á Betlehemsvöllum, til- beiðslu vitringanna, flóttann til Egyptalands, krossfestingu Krists og upprisu, burtsofnun Maríu og krýningu hennar á himnum. Elsa höfundur vinnu við hönnun myndanna árið 1995 og lauk þeim snemma árs 2000. Myndirnar eru allar unnar í stramma eftir reitam- unstrum, ísaumsbandið er íslenskt kambgarn og saumgerðin gamli krosssaumurinn sem tíðkaðist hér á landi undir lok miðalda og fram á 19. öld. Elsa starfaði sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri textíl- og búninga- deildar Þjóðminjasafns Íslands í rúm þrjátíu ár, þar til hún fór á eft- irlaun 1994. Sýningin stendur til 30. apríl. Myndir úr Maríu sögu Eitt verka Elsu E. Guðjónsson á sýningunni. NÚ stendur yfir gluggasýning á leirverkum Auðbjargar Berg- sveinsdóttur í Sneglu, listhúsi við Klapparstíg. Á sýningunni eru nýleg verk unnin úr leir. Hluti verkanna var á samsýningu, Island Verbeeld, í Voorhout í Hollandi í janúar sl. Auðbjörg lauk námi frá leirlist- ardeild Listaháskóla Íslands 1995. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Snegla, listhús er opið virka daga frá 12–18 og laugardaga frá 11–15. Verk Auðbjargar Bergsveins- dóttur í Sneglu listhúsi. Leirverk í Sneglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.