Morgunblaðið - 18.03.2001, Side 23

Morgunblaðið - 18.03.2001, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 23 KAREN Erla Karólínudóttir flautuleikari heldur einleik- araprófstónleika frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag, sunnudag, kl. 14. Anna Guðný Guðmundsdóttir leik- ur með á píanó. Auk þeirra koma fram Matthías Birgir Nardeau, óbó, Ella Björt Daníelsdóttir, klar- ínetta, Annette Arvidsson, fagott, og Ella Vala Ármannsdóttir, horn. „Ég er alveg tilbúin og held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Karen Erla í samtali við Morg- unblaðið tveimur dögum fyrir tón- leikana. Á efnisskránni eru Són- ata nr. 6 í E-dúr BWV 1035 eftir Johann Sebastian Bach, Sonate en Concert (1952) eftir Jean-Michel Damase, Blásarakvintett í g-moll op. 56 nr. 2 eftir Franz Danzi, Sónata (1956) eftir Francis Poul- enc, Serene (1978) fyrir flautu og tónband eftir Ton Bruynél og Són- ata op. 14 eftir Robert Muczynski. Karen Erla segist vera búin að spila allar flautusónötur Bachs nema eina en sú nr. 6, sem hún ætlar að hefja tónleikana á, sé í langmestu uppáhaldi hjá sér. „Það er hefð fyrir því að byrja á Bach, a.m.k. hefur það verið þannig á öllum flaututónleikum sem ég hef farið á,“ segir hún. Næst á efnis- skránni er Sonate en Concert eftir Damase. „Það á bara að vera svona sætt og skemmtilegt,“ segir hún. „Svo kemur blásarakvintett. Ég valdi hann til þess að brjóta upp tónleikana og sýna eitthvað annað – eins og samspil. Það verð- ur líka gaman fyrir áheyrendur að sjá einhverja fleiri en mig. Þetta er klassískt rómantískt stykki, dálítið flautulegur kvin- tett. Þess vegna valdi ég hann.“ Eftir hlé er röðin komin að són- ötu eftir Poulenc. „Hana þekkja allir sem eitthvað hafa komið ná- lægt flaututónlist. Hún er mjög fræg og þess vegna erfitt að spila hana, en mjög flott og skemmtileg og húmor í henni. Síðan kemur dálítið skrýtið stykki eftir Bruy- nél, hollenskt tónskáld sem ég kann engin deili á. Þetta er nú- tímastykki en samt ekkert brjálað, og ég held að það sé mjög gaman að hlusta á það. Þetta er svona stemmning, pínulítil saga, stutt og falleg.“ Síðust á efnisskránni er sónata eftir bandarískt tuttugustu aldar tónskáld, Muczynski. „Þetta er allt rytmi og taktur og voða- lega mikil læti. Sónatan er í fjór- um köflum, dálítið stór og kraft- mikil. Mig hefur lengi langað til að spila hana,“ segir Karen Erla. Miðasala hefst klukkustund fyr- ir tónleikana eða kl. 13 í dag. Hefð fyrir því að byrja á Bach Karen Erla Karólínudóttir þreytir einleikarapróf í flautu- leik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í dag. NÚ stendur yfir í Þjóðarbókhlöðu sýning á útsaumuðum smámyndum eftir Elsu E. Guðjónsson í Þjóðar- bókhlöðu. Sýningin ber yfirskriftina Myndir úr Maríu sögu og eru þar átján út- saumaðar smámyndir ásamt frum- sömdum vís- um sem skír- skota til sögu hinnar helgu meyjar eins og hún er sögð í Maríu sögu, ís- lenskri helgi- sögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýningunni vegg- teppi með sömu myndum. Í skrá sem fylgir sýningunni eru birtir viðeigandi kaflar úr Maríu sögu til frekari glöggvunar. Mynd- irnar vísa til frásagna um uppvöxt Maríu og trúlofun, um boðun henn- ar, vitjunina, fæðingu frelsarans, hirðingjana á Betlehemsvöllum, til- beiðslu vitringanna, flóttann til Egyptalands, krossfestingu Krists og upprisu, burtsofnun Maríu og krýningu hennar á himnum. Elsa höfundur vinnu við hönnun myndanna árið 1995 og lauk þeim snemma árs 2000. Myndirnar eru allar unnar í stramma eftir reitam- unstrum, ísaumsbandið er íslenskt kambgarn og saumgerðin gamli krosssaumurinn sem tíðkaðist hér á landi undir lok miðalda og fram á 19. öld. Elsa starfaði sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri textíl- og búninga- deildar Þjóðminjasafns Íslands í rúm þrjátíu ár, þar til hún fór á eft- irlaun 1994. Sýningin stendur til 30. apríl. Myndir úr Maríu sögu Eitt verka Elsu E. Guðjónsson á sýningunni. NÚ stendur yfir gluggasýning á leirverkum Auðbjargar Berg- sveinsdóttur í Sneglu, listhúsi við Klapparstíg. Á sýningunni eru nýleg verk unnin úr leir. Hluti verkanna var á samsýningu, Island Verbeeld, í Voorhout í Hollandi í janúar sl. Auðbjörg lauk námi frá leirlist- ardeild Listaháskóla Íslands 1995. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Snegla, listhús er opið virka daga frá 12–18 og laugardaga frá 11–15. Verk Auðbjargar Bergsveins- dóttur í Sneglu listhúsi. Leirverk í Sneglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.