Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 31
út úr þessu óskaðaður miðað við hvernig fór hjá svo mörgum öðrum.“ Það er mikið talað um að fiskeld- ismenn í dag njóti þekkingar manna á borð við þig, sem voruð í þessu og lærðuð lexíurnar um árið. Það hefur væntanlega verið leitað í smiðju til þín? „Það hefur enginn spurt mig um eitt eða neitt og ef ég væri spurður myndi ég segja að ég tel að þetta sé mjög vafasamt. Það hefur í raun lítið breyst. Hér á landi eru afar erfið veðurskilyrði, mun erfiðari heldur en bæði í Noregi og Færeyjum. Kostnaður við eldi verður þess vegna mikill, kílóverðið ekki sérlega hátt og auk þess samkeppni um vinnuafl við aðila sem sækja afla í sjóinn og þurfa ekkert að greiða fyr- ir. Það er hægt að láta svona ganga upp við bestu hugsanlegu aðstæður, en það á tæpast við á Íslandi. Einna fýsilegasti staðurinn sem nefndur hefur verið að undanförnu myndi ég telja að væru Vestmannaeyjar og það stafar af því að sjórinn er þar hlýrri heldur en á Austfjörðum. Laxinn þolir miklu verr óveður í köldum sjó.“ Mörg verkefni Við snúum okkur aftur að máli málanna í dag hjá fyrirtækinu Sæ- þóri, hafnardýpkunum. Sveinbjörn er spurður hvort verkefni séu næg? „Það eru mjög margar hafnir sem þarf að dýpka vegna stærri skipa. Það er miðað við 8 til 10 metra dýpi á fjöru og allt að 13 metra dýpi fyrir stærstu vöruflutningaskipin. Vantar víða allnokkuð upp á slíkt. Við get- um hins vegar ekki verið nema á ein- um til tveimur stöðum í einu og næst á dagskrá er höfnin í Djúpavogi. Það væri ekki úr vegi að koma því að hér, að starfsumhverfið er að mörgu leyti óþægilegt fyrir okkur. Þessi verk eru öll boðin út og fyrirvarinn er lít- ill. Allt of lítill. Svona mál þurfa að fara í gegnum svo mörg ferli áður en til útboðs kemur. Fyrst þurfa stjórnmálamennirnir að ákveða hvað þeir vilji að verði gert. Þegar það liggur fyrir fer síðan langur tími í að ákveða hvar og hvernig verkið skuli unnið. Loks, þegar verkið er boðið út, þá þurfti því helst að vera lokið daginn áður. Þetta er bagalegt af ýmsum orsökum. Bæði væri, að ef fyrirvarinn væri meiri þá myndu menn fá betri tilboð og betra verð. Það myndi auk þess draga mjög úr kostnaði og hættu við flutninga á tækjum milli hafna.“ Hvað áttu við með því? „Ég á við, að næst förum við á Djúpavog, eins og ég gat um áðan. Þar næst liggur leiðin kannski vest- ur á land og þar næst kannski aftur austur á firði, e.t.v. í næsta fjörð við Djúpavog. Þarna er hámark óhag- ræðisins og er ekki hvað síst um- ræðuefni vegna þeirrar hættu sem fylgir því að flytja þessa dýpkunar- pramma á milli staða. Þeir eru dregnir og verða ekki dregnir í hvaða veðri sem er. Við erum t.d. nú þegar búnir að bíða í nokkrar vikur eftir réttu veðri til að draga pramm- ana til Djúpavogs. Maður fer ekki með þessi tæki í úthafsöldu, þau gætu hreinlega sokkið. Það hafa að minnsta kosti þrjú dýpkunarskip sokkið hér við land, tvö í Faxaflóa og eitt við Snæfellsnes og því eins gott að fara varlega.“ En sjálf hafnarvinnan, er hún ekki vandasöm og byggð á forvinnu verkfræðinga og kafara? „Nýi gröfupramminn er þeim tækjum búinn, að þú sérð allt eins og staf í bók á tölvuskjá. Við ráðum meira að segja við klöppina líka því grafan er búin vökvafleyg sem getur tekið öll minni háttar og venjuleg klapparverkefni.“ Það skemmtilegasta sem maður gerir Sveinbjörn segist sáttur við sitt hlutskipti þegar hann lítur um öxl. „Það er það skemmtilegasta sem maður gerir, að nýta allt sitt vit í að skipuleggja fyrirtæki sitt og vinnu. Að setja saman hagstæð tilboð og ná árangri. Það eru vandamál í starfs- umhverfinu, lítill tími til undirbún- ings, eins og ég kom að áðan, og núna sjáum við fram á vaxandi sam- keppni í hafnardýpkunum. Það er venjan á Íslandi, að ef einum gengur vel með eitthvað, koma alltaf aðrir og ætla að gera það sama. Það er auðvitað allt í lagi, en má ekki fara úr hófi. Það var nú einmitt ástæðan fyrir því að ég söðlaði að mestu yfir í mínu fyrirtæki. Almenn jarðvinna á landi var orðin svo erfið. Verktak- arnir orðnir svo margir að það er ekki nóg fyrir alla. Ég tel að höf- uðorsökin fyrir því sé sú, að það hafa verið ógætilegar og óhóflegar lán- veitingar til tækjakaupa. Kaupleigu- fyrirtækin eiga í raun mjög mörg af þeim tækjum sem þau hafa lánað fyrirtækjum fyrir og það eykur spennuna og veldur því að mörg þessara fyrirtækja standa tæpt og þola ekki mikla ágjöf. Það er eldfimt ástand og stutt í gjaldþrotin. Ég hef heyrt að einhver jarðvinnufyrirtæki séu að fara í gjaldþrot núna í góð- ærinu og ef efnahagslífið færi í ein- hverjar kollsteypur þá væri voðinn vís. Hjá Sæþóri hefur ekki verið fjárfest fyrir meiru en sem nemur eigin fé. Við höfum gætt þess að verða ekki háðir lánastofnunum. Við höfum alltaf getað borgað okkar reikninga á réttum tíma.“ Sumir segja að góðærið umtalaða sé að byrja að gefa eftir. Finnur þú fyrir því? „Það ber ekki á neinum sam- drætti enn sem komið er að minnsta kosti. En menn mega ekki vera svo bjartsýnir að þeir hætti að gæta sín.“ „Bæði væri, að ef fyrirvarinn væri meiri myndu menn fá betri tilboð og betra verð. Það myndi auk þess draga mjög úr kostnaði og hættu við flutninga á tækjum milli hafna.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.