Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 1
67. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. MARS 2001 BRESKIR hermenn verða kvaddir til við að fjarlægja skrokka af skepn- um, sem slátrað hefur verið vegna gin- og klaufaveikinnar, en á mörgum bæjum hefur þeim verið safnað sam- an í stórar kasir. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hvatti til þess í gær, að sveitarstjórnarkosningum yrði frest- að í sumum héruðum vegna sóttar- innar en allt bendir enn til, að þing- kosningar verði í maíbyrjun. Óttast er, að fyrsta tilfelli gin- og klaufaveik- innar sé komið upp í Hollandi. Vitað er nú, að gin- og klaufaveikin hefur komið upp á 353 býlum í Bret- landi og liggja skepnurnar, sem slátr- að hefur verið, sums staðar í stórum, rotnandi kösum. Hefur það verið gagnrýnt harðlega, en alls hefur ver- ið slátrað um 200.000 dýrum og ákveðið hefur verið að slátra 100.000 til viðbótar. Hafa stjórnvöld skipað nokkrum hópi hermanna að aðstoða við að eyða skrokkunum en Tim Yeo, talsmaður Íhaldsflokksins í landbún- aðarmálum, sagði í gær, að ekki væri nóg að gert og hvatti til, að aðstoð hersins yrði stóraukin. Líklega kosið 3. maí Flest bendir til, að almennar þing- kosningar verði í Bretlandi 3. maí næstkomandi þrátt fyrir gin- og klaufaveikina, en stjórnvöld tilkynntu í gær, að staðið yrði við fyrri áætlanir um manntal þann dag og næstu daga á undan. Ákveðið hafði verið, að það færi að nokkru fram samhliða kosningunum. Hafa íhaldsmenn ekki lagt til, að þeim verði frestað þrátt fyrir lítið gengi í skoðanakönnunum. Talsmaður hollenska landbúnaðar- ráðuneytisins sagði í gær, að fundist hefðu mótefni við gin- og klaufaveiki í sjúkum geitum á einu býli í Hollandi. Engar skepnur höfðu verið fluttar þangað frá Bretlandi og beðið var eft- ir niðurstöðum frekari rannsókna. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins fór fram á það við norsk stjórnvöld í gær, að þau afléttu mjög víðtæku banni við innflutningi kjöt- og mjólkurafurða frá öllu Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Telur hún ekki ástæðu til fyrir Norðmenn að takmarka innflutninginn við önnur ríki en Bretland og Frakkland og ætl- ar að taka málið upp í EES-nefnd- inni, verði ekki orðið við kröfu henn- ar. Óttast að gin- og klaufaveiki sé komin upp í Hollandi Breskt herlið fjar- lægir dýraskrokka London, Amsterdam. Reuters, AFP. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti segir stjórn sína munu leggja sig fram um að hvetja til friðarviðræðna milli Ísraela og Palestínumanna en ekki reyna með neinum hætti að þröngva friði upp á deiluaðila. Kom þetta fram á stuttum blaðamanna- fundi hans með Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, í Washington í gær. Bush var spurður hvort hann myndi eiga fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu en vék sér undan því að svara. Palestínumenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu Bandaríkjamanna og segja þá ekki leggja nógu hart að Sharon að hefja friðarviðræður. Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að Sharon dragi úr efnahagslegum þvingunum gagnvart Palestínu- mönnum en vegna ferðabanns Ísra- elsstjórnar geta margir þeirra ekki sótt vinnu. Einnig halda Ísraelar eft- ir skattgreiðslum og er stjórn Ara- fats sögð nálgast gjaldþrot. Sharon sagði á fundi með nefnd er vinnur fyrir málstað Ísraels í Bandaríkjun- um að hann væri þegar búinn að grípa til aðgerða er myndu „bæta efnaleg kjör Palestínumanna“. AP Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á hádegisverðarfundi með George Bush Bandaríkjaforseta, Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráð- gjafa Bush, og sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum, David Ivri, í gær. Bush lofar að beita sér fyrir viðræðum Washington. AFP. TVEIR öflugustu stjórnmálaflokkar albanska minnihlutans í Makedóníu gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu skæruliða er berjast gegn stjórnarhernum til að leggja niður vopn og hverfa friðsamlega aftur til heimila sinna. Utanríkisráðherra Albaníu, Paskal Milo, hrósaði í gær Makedóníustjórn fyrir að hafa sýnt „sjálfstjórn“ gagnvart árásum skæru- liðahópanna er berjast fyrir auknum réttindum albanska þjóðarbrotsins. Annar flokkanna, Lýðræðisflokkur Albana (DPA), á aðild að ríkisstjórn en hinn, Flokkur lýðræðis og hag- sældar, er andvígur samsteypustjórn Ljubcos Georgíevskís forsætisráð- herra. Javier Solana, æðsti fulltrúi Evrópusambandsins (ESB) í utanrík- is- og varnarmálum, var viðstaddur er albönsku leiðtogarnir undirrituðu yf- irlýsinguna til skæruliða. Var haft eft- ir honum að með þessu væri stigið mikilvægt skref í þá átt að einangra skæruliðana er nefna hreyfingu sína Þjóðfrelsisherinn. Í yfirlýsingunni eru fordæmdar allar tilraunir til að beita ofbeldi í því skyni að ná fram pólitískum lausnum. „Það væru mistök að semja við hryðjuverkamenn um þessi mál,“ sagði Solana og sagði ESB vilja að flokkar og fulltrúar albanska minni- hlutans héldu áfram að starfa innan ramma þess stjórnarfyrirkomulags sem við lýði væri í landinu. Skæru- liðar hafa meðal annars krafist þess að Makedónía verði gerð að sam- bandsríki þar sem Albanar og slav- neskumælandi Makedóníumenn skipti með sér völdum. Solana sagði ESB ekki sjá ástæðu til slíkra stjórn- arskrárbreytinga í lýðræðislandi. Hann lýsti stuðningi við þær að- gerðir sem stjórnvöld í Skopje hafa gripið til en þau hafa eflt mjög herlið sitt á landamærunum við Kosovo þar sem skæruliðar hafa verið umsvifa- miklir. Notaðir voru í gær T-54 skrið- drekar af sovéskri gerð og annar öfl- ugur búnaður til að reyna að hrekja uppreisnarliðið frá hæðum við borg- ina Tetovo og var skotið stanslaust af fallbyssum á stöðvar þeirra í meira en klukkustund. Skæruliðar hvattir til að leggja niður vopn AP Mala, einn af leiðtogum albanskra skæruliða í Kosovo er berjast í Makedóníu, reynir að fá 88 ára gamlan Albana, Tomo Blazeski, og eiginkonu hans, Tirpku, til að yfirgefa þorpið Lasce í Makedóníu. Stjórnarherinn skaut á þorpið sem er í höndum skæruliða en hjónin neituðu samt að fara að ráðum Mala. Skopje, Tetovo, Genf. Reuters, AFP, AP.  Átök/32 ♦ ♦ ♦ DOMINGO Cavallo, sem átti stóran þátt í því að ráða niðurlögum óða- verðbólgu í Argentínu í byrjun síð- asta áratugar, var skipaður efna- hagsmálaráðherra landsins í gær. Hann tilkynnti strax að hann hygðist minnka fjárlagahalla um andvirði tæpra 260 milljarða króna á árinu. Forveri Cavallos í embættinu, Ricardo Lopez Murphy, sagði af sér í fyrrakvöld eftir að tillögur hans um samdrátt ríkisútgjalda mættu harðri andstöðu. Boðað hefur verið til alls- herjarverkfalls í landinu í dag vegna sparnaðaráformanna. Cavallo sem vill beita skattalækk- unum til að hleypa lífi í efnahaginn, hét því að horfið yrði frá niðurskurð- arhugmyndum Murphys. Hann sagðist myndu biðja þingið um aukin völd í efnahagsmálum. Argentína Vill lækka skatta Buenos Aires. Reuters.  „Kraftaverkamaðurinn“/23 SEÐLABANKI Bandaríkjanna ákvað í gær að lækka svonefnda stýrivexti um hálft prósentustig, í 5%, í von um að ýta undir neyslu og fjárfestingar en hagvöxtur hefur verið lítill undanfarna mánuði í land- inu. Ljóst er að á fjármálamörkuð- um hafi margir búist við enn meiri vaxtalækkun. Nasdaq-verðbréfa- vísitalan lækkaði um rúm 4,8% í gær og Dow Jones um tæp 2,4% en nokk- ur hækkun varð hins vegar á Evr- ópumörkuðum sem lokað er fyrr. Alan Greenspan seðlabankastjóri og menn hans hafa nú lækkað vext- ina þrisvar frá áramótum til að bregðast við dvínandi þrótti í efna- hagslífinu, vextirnir voru 6,5% í byrjun janúar. Áhyggjur af stöðnun í Japan, sem er annað stærsta hag- kerfi heims, hafa valdið vantrú á að góðærið í iðnríkjunum haldi áfram. Viðskiptahalli Bandaríkjamanna fer einnig vaxandi. Reyndist hann hafa aukist lítillega í janúar, var þá 33,3 milljarðar dollara og frá því í fyrra hefur mestur hallinn verið á við- skiptum við Kína. Áður skipuðu Jap- anir það sæti. Nokkrir sérfræðingar benda á að ýmsar tölur gefi til kynna að ástandið vestra sé ekki jafnslæmt og sumir óttast. Stöðugt verði til ný atvinnutækifæri og við- skipti með dýra bíla og húsnæði séu mikil. Kröfur um vaxtalækkun hafa ver- ið háværar, ekki síst vegna verðfalls á verðbréfamörkuðum. En aðrir leggja áherslu á að breytingar á vöxtunum megi ekki stjórnast af tímabundnu ástandi á verðbréfa- mörkuðum heldur efnahagnum í heild. Vaxtalækkun eigi ekki að vera bjarghringur fyrir óvarkára fjár- festa. Green- span lækkar stýrivexti Washington. AP, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.