Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum (Ó)velkomin(n) í eigin landi? RÁÐSTEFNA umsambúð byggðarog friðlýstra svæða verður haldin á Húsavík nk. föstudag, 23. mars. Hún ber yfirskriftina: (Ó) velkomin(n) í eigin landi? Þjóðgarður og friðlýst svæði/búseta og atvinnu- sköpun. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, mun setja ráðstefnuna. Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri AÞ á Húsavík, hefur annast undirbúning henn- ar. Hvert er markmiðið? „Í Þingeyjarsýslum eru tvö verndarsvæði, í fyrsta lagi Mývatns- og Laxár- svæðið, en um það gilda sérstök lög frá 1974. Hins vegar er svo Þjóðgarður- inn í Jökulsárgljúfrum, en hann var stofnaður með lögum 1973. Nú eru um 25 ár liðin frá því að lögin um þessi verndarsvæði tóku gildi. Atvinnuþróunarfélag- inu fannst því ástæða til að staldra við og fjalla um það á ráðstefnu hverju þetta hafi skilað byggðar- laginu. Höfum við nýtt tækifærin? Eru einhverjar ógnanir sem í þessu felast?“ – Er það svo? „Mönnum finnst að með lögun- um hafi verið tekin af þeim völd í vissum skilningi og þau hafi færst yfir til aðila sem ekki búa á svæð- inu. Verið sé með öðrum orðum að flytja valdið yfir auðlindum þess- um og tækifærunum sem þeim fylgja úr héraði. En við getum líka velt því fyrir okkur hvort við sem hér búum höfum nýtt þau tæki- færi sem geta falist í svona friðlýs- ingu.“ – Hvað völd hafa færst úr hér- aði? „Við getum nefnt sem dæmi að í venjulegu sveitarfélagi eru skipu- lagsmálin í höndum sveitarstjórn- ar, sem síðan þarf að fá staðfest- ingu Skipulagsstofnunar ríkisins. En á t.d. Mývatnssvæðinu er yfir þessu einn „yfirfrakki“ sem heitir Náttúruvernd ríkisins sem hefur alltaf síðasta orðið. Þetta felur í sér að fyrirætlanir sveitarstjórnar sem samþykktar hafa verið hjá Skipulagsstofnun geta verið ómerktar hjá Náttúruvernd ríkis- ins. Þetta er eitt dæmi um slíkt.“ – Hvaða tækifæri gætu verið vannýtt? „Tökum þjóðgarðana sem dæmi. Ef fólk ætlar að dvelja þar, af hverju þarf það endilega að vera í tjaldi? Af hverju má ekki reisa þar ferðamannaaðstöðu með gisti- og hótelrými, smáhýsum eða einhverju slíku? Þetta er ein af spurningunum sem vakna þegar litið er yfir reynslu okkar af starf- semi þjóðgarða. Við ætlum á ráð- stefnunni að fjalla um þessa hluti. Við höfum fengið m.a. tvo góða er- lenda fyrirlesara. Annar þeirra, hr. Roger Crofts, er forstjóri skoska náttúruarfsins, ef svo má segja. Síðan talar Peter Prokosch. Hann hefur með að gera friðlýs- ingar á norðurhjara og sambúð byggðar og náttúru á því svæði fyr- ir WWF, sem eru nátt- úruverndarsamtök á heimsvísu, en hann starfar í Noregi. Skotinn ætlar að segja frá með hvaða hætti nátt- úrverndarmál eru skipulögð í Skotlandi en Peter mun segja frá starfi sínu í sambandi við friðlýs- ingu og sambúð byggðar og nátt- úru á norðurhjaranum.“ – Verða kynntar þarna nýjar hugmyndir? „Það verður farið yfir hug- myndir frá hugmyndasmiðju Landverndar sem þegar hafa ver- ið kynntar á ráðstefnu á Kirkju- bæjarklaustri um Vatnajökuls- þjóðgarð. Inga Rós Þórðardóttir mun fjalla um þetta efni. Ef þess- ar hugmyndir gengju eftir hefði það mikil áhrif á byggð hér norðan Vatnajökuls. Einnig verður rætt um atvinnustarfsemi á friðlýstum svæðum. Meðal þeirra sem um það efni fjalla er Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Þá verður fjallað um skipu- lagsmál náttúruverndarsvæða og að lokum verður rætt um sambúð byggðar og friðlýstra svæða.“ – Hvernig er sú sambúð? „Okkar reynsla af þessari sam- búð hér er umdeild. Auk þess að völdin færist úr héraði finnst mönnum sem í þessu felist ákveð- in hindrun á atvinnuuppbygg- ingu.“ – Vilja menn fyrir norðan fá að taka yfir þjóðgarðana? „Menn vildu gjarnan sjá að rekstur þeirra og forsvar yrði í auknum mæli flutt heim í héruð.“ – Hvernig hefur slíkum mála- leitunum verið tekið? „Þetta hefur ekki enn verið rætt nægilega skilvirkt en tilgangur þessarar ráðstefnu er m.a. að ýta við því máli.“ – Hvernig lítur atvinnuástand út á þessu svæði núna? „Atvinnuástandið er bæði gott og minna gott, ef svo má segja. Ákveðnar þrengingar eru hér, bæði í sam- bandi við iðnað og sjáv- arútveg, að öðru leyti er ástandið þokkalegt. Menn sjá náttúrlega ákveðin tækifæri í ferðamennsk- unni á þessu svæði, enda er þetta eitt grónasta ferðamannasvæði landsins. Þess vegna er mjög mik- ilvægt að skipan mála í sambandi við þjóðgarða sé með þeim hætti að menn hafi tækifæri til að nýta alla þá möguleika sem hægt er á þessum friðlýstu svæðum.“ Tryggvi Finnsson  Tryggvi Finnsson fæddist 1942 við Svalbarðseyri við Eyja- fjörð. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962, stundaði síðan nám í Þýskalandi, fyrst í efnafræði en flutti sig svo yfir í matvæla- tækninám og lauk prófi í því 1968. Þá varð hann rekstrar- stjóri hjá Siglósíld á Siglufirði en 1969 framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur og var það til ársins 1997. Þá varð hann deildarstjóri Þróunarseturs ís- lenskra sjávarafurða en er nú framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga (AÞ). Tryggvi er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú uppkomin börn. Vilja forsvar þjóðgarða heim í hérað Við verðum aðeins að grípa inn í, Þórir minn. Sævar gæti meitt sig. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og fulltrúar ellefu umhverf- issamtaka undirrituðu í gær sam- starfsyfirlýsingu með það að mark- miði að efla lýðræðislega umræðu um umhverfis- og náttúruvernd. Þetta er gert í samræmi við ákvæði Árósasamningsins sem umhverfis- ráðherrar aðildarríkja Efnahags- nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu samþykktu í júní árið 1998, en í honum er mikilvægi frjálsra félagasamtaka undirstrikað og stjórnvöld hvött til að virkja þau við ákvarðanatöku um umhverfismál. Samráð ráðuneytisins og félaga- samtakanna fer fram með þeim hætti að umhverfisráðuneytið mun standa fyrir reglulegum samráðs- fundum með umhverfissamtökun- um auk þess sem boðað verður til víðtækari samráðsfunda eftir því sem tilefni er til. Þá mun ráðuneytið boða til Umhverfisþings annað hvert ár og leitast við að bjóða fulltrúum frjálsra félagasamtaka þátttöku í fjölskipuðum nefndum á vegum ráðuneytisins þar sem þeir meðal annars koma að undirbúningi lagafrumvarpa og reglugerða. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um fjárhagslegan stuðning við um- hverfissamtök en ráðuneytið mun veita þeim árlega styrki í samræmi við heimildir fjárlaga hverju sinni. Auk þess verður fjármagni veitt til faglegrar uppbyggingar umhverfis- samtaka í samræmi við fjárlög. Loks mun ráðuneytið veita samtök- unum fjárhagslegan stuðning til þátttöku í stefnumarkandi alþjóð- legum fundum um umhverfismál. Aukið samstarf ráðuneytis og umhverfissamtaka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.